Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 8
8 V í SIR. Laugardagur 6. maí 1967. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiösla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Vill þjóðin jbd affur? J>að er alkunna að þegar Framsókn er í stjórnarand- / stöðu, þykist hún vera mikill verklýðsflokkur og bera ) sérstaka umhyggju fyrir launþegum yfirleitt. En jafn- j skjótt og flokkurinn er kominn til valda, bregður svo \ við, að hann er öllum öðrum flokkum erfiðari viður- ( eignar og þröngsýnni í kjaramálum. Þessa ættu t. d. (( opinberir starfsmenn ekki hvað sízt að minnast, og )) verður því að teljast næsta furðulegt, að þeir skuli jj hafa valið eldheitan framsóknarmann til formennsku \ í hagsmunasamtökum sínum. Það hefði vitaskuld ekki ( tekizt nema með góðum stuðningi kommúnista og ( sýnir m. a., hve samstarfið hefur verið náið milli þess- / ara flokka nú um langt skeið. ) En nú líður óðum að kosningum og þess sjást merki j á skrifum Tímans og Þjóðviljans. Nú eru þessir sam- \ herjar farnir að senda hvor öðrum hnútur og vara ( verklýðssamtökin hvor við öðrum! Tíminn sagði fyrir ( nokkrum dögum, að augljóst væri, „að hið svokallaða / Alþýðubandalag sé að leysast upp“. Þess vegna væri ) ekkert „vit fyrir verkafólk og aðra launþega að vera j að kasta atkvæði sínu á lista kommúnista og Alþýðu- \ bandalagsmanna. Eina rétta leiðin fyrir allt þetta fólk ( væri að kjósa Framsóknarflokkinn! ( Auðséð er á Tímanum, að leiðtogar Framsóknar- / flokksins þykjast sjá sér leik á borði í sambandi við ) „upplausnina“ í Alþýðubandalaginu. Þeir leggjast j strax á hræið. Ritstjóra Þjóðviljans líkar þessi áróður \ að vonum illa og bendir á, að „þeir, sem eiga um það ( persónulegar minningar hver afstaða Framsóknar- ( flokksins var í raun, þegar hann fór með völd forð- ) um“, muni tregir til að trúa því að forustumenn Fram- ( sóknar vilji í hjarta sínu vera „málsvarar alþýðusam- / takanna". / En kjósendur eiga að segja til um það við kjörborð- j ið eftir rúman mánuð, hverjum þeir treysta til þess \ að fara með stjóm landsins, og þar á meðal mál laun- ( þega, næstu fjögur ár. Missi núverandi stjórnarflokk- ( ar meirihlutann, er líklegast að við taki samstjóm / framsóknarmanna og kommúnista, þótt þeir láti / svona hvorir við aðra nú. j Vilja verkamenn og launþegar framsóknarstjóm? ' Fengu þeir ekki nóg af því ráðslagi á ámm vinstri \ stjórnarinnar? Og vilja landsmenn yfirleitt samstjóm ( þessara tveggja flokka, sem fyxirfram er vitað að / gætu ekki unnið saman af heilindum? Sú stjórn mundi j vitaskuld ekki verða langlíf, en hún gæti eigi að síð- ) ur valdið þjóðinni miklu tjóni. \ Þeir, sem kysu yfir sig slíka stjóm, mættu vera ( þess vissir, að af því mundi leiða: ný höft, ófrelsi á ( öllum sviðum, hlutdrægni í úthlutun innflutnings- og / gjaldeyrisleyfa og síðast en ekki sízt versnandi lífs- ) kjör og launalækkun. j Myndin er tekin i hinum nýju húsakynnum Náttú rugrlpasafnsins. Mennimir em talið frá vinstri: Dr. Sigurður Þórarinsson, Sigurjón Jóhannsson, Eyþór Einarsson, Kristján Geirmundsson og dr. Finnur Guðmundsson. Náttúrugripasafn íslands opnar nýjan sýningarsal Nú hefur Náttúrugripasafn íslands verið opnað almenningi á ný, en safnið hefur veriö lok- að frá 1960. Innréttaöur var 100 fermetra sýningarsalur i húsi Náttúrufræðistofnunar ís- lands við Hlemmtorg. Að vísu er þetta lítill salur og rúmar ekki nema lítinn hluta þeirra gripa sem safniö á. Það vegur upp á móti hve ánægjulegt er að skoða safnið, vegna þess hve hlutunum er vel fyrir komið. Sá sem annaöist uppsetningu er Sigurjón Jóhannsson, list- málari, en safnverðir verða for- stöðumenn þriggja deilda Nátt- úrufræðistofnunarinnar, eða þeir Finnur Guðmundsson, Sigurður Þórarinsson og Eyþór Einars- son. Meðal merkra gripa í eigu safnsins má nefna geirfugls- beinagrind sem ættuð er frá Nýja Sjálandi, en mjög fáar beinagrindur geirfugla hafa varöveitzt, en fleiri hamir, en til munu vera um 80 geirfugls- hamir í heiminum. Safnið á einnig sæskjaldböku, en hún fannst nýdauð á reki i mynni Steingrímsfjarðar í október 1963 algerlega óskemmd. Þegar skjaldbakan fannst vóg hún 800 pund. Tígrisdýr er á safninu, en það gaf Björgúlfur Ólafsson læknir á sínum tíma. Fjöldi annarra dýra mætti geta hér, en það yrði of langt mál upp að telja. Á safninu er steinasafn og bergtegunda og stendur til aö koma þar fyrir jurtasafni, en ó- lokið er smíði umbúnaöar fyrir það. Kristján Geirmundsson hefur séö um að stoppa upp fugla og dýr safnsins. Kristján kvaöst fyrir alvöru hafa byrjaö að Fyrir nokkru síðan fór að bera á jarðhræringum á Suöur- ey í Færeyjum. Fólk varð hræringanna fyrst vart á þann hátt, að bollar og diskar í hill- um tóku að hristast, en síöan hafa hræringar þessar farið vax- andi dag frá degi. Ýmsar getgátur hafa veriö á lofti um ástæður fyrir jaröhrær- ingunum og hafa íbúar eyjar- innar óttazt, að hér væri um eldsumbrot að ræða. Nú þegar hafa um 1000 íbúar verið fluttir frá Vogi,' en á Suð- urey búa u.þ.b. 2000 manns. stoppa upp fugla árið 1930, en þá var hann búsettur á Akur- eyri. Árið 1959 fluttist hann til Reykjavíkur og hefur unnið fyr- ir Náttúrugripasafnið meira og minna síðan. Flest af þeim fugl- um og dýrum sem á safninu eru hefur Kristján stoppað >upp á sl. 2—3 árum og kváð Finnur Guðmundsson verkið vera mjög vel unnið og mikið „líf“ í dýr- unum. íslenzkir jarðfræðinagr hafa verið spurðir álits um jarðhrær- ingamar og telja þeir ósennil., að hér geti verið um eldsumbrot að ræða þar sem a.m.k. 50 millj. ára séu síðan eldgos uröu á þessum slóöum og Færeyjar liggi ekki á svokölluðu eld- stöövasvæði. Sú ágizkun hefur m. a. komió fram að hér sé um landsig að ræða, sem geti stafaö af þvi, aö neðansjávarhellir sé aö hrynja saman, en eins og fyrr segir er ekkert hægt að fullyrða um þetta ennþá. JARÐHRÆRINGAR Á SUÐUREY Engin síldarmóttaka hjá SRfyrre Á fundi stjómar Síkiarverk- smiöja ríkisins hefur verið samþykkt, með 4 atkvæöum gegn einu, tveir sátu hjá, að senda út eftirfarandi tilkynn- ingu: Á undanfömum árum hefur síldveiði fyrir Norðausturlandi og Austfjöröum oftast verið lítil sem engin í maímánuði og sú síld, sem veiðzt hefur til bræðslu, hefur skilað mjög lág- um hundraðshluta af lýsi n l.júní og minna mjölmagni miöað við einingu en síðar á vertíöinni. Af þessum sökum o^ vegna gífurlegs veðfalls á bræöslusíld- arafuröunum, síldarlýsi og síld- armjöli, frá því um þetta leyti í fyrra, en augljóst að afurðir úr síld, sem veiðast kynni nú í maímánuði myndu vera svo rýrar og verðlitlar, að ekki yrði hægt að greiða nema mjög lágt verð fyrir sfld til bræðslu og mikið tap fyrirsjáanlegt bæði á rekstri síldarverksmiöjanna og síldveiöiflotans í maímánuöi. Loks er æski^egt aö nota þénn an mánuð til þess aö búa síldar- verksmiðjurnar undir reksturinn í sumar og fram til n.k. ára- móta. Stjórn Síldarverksmiöja ríkis- ins hefur því ákveðið, að verk- smiðjurnar hefji ekki móttöku bræöslusíldar fyrr en 1. júni n.k. Verksmiöjustjórnin hefur beint þeirri ósk til verðlagsráös sjávarútvegsins, að það ákveöi verð bræðslusíldar frá 1. júni til 30. sept. n. k. eins fljótt og það telur fært. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.