Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 1
VISIR Landspróf hófst í morgun 44% nentenda faka próf í nýja námsefninu „Tölur og mengi## Landspróf hófst í morgun, eri prófið þreyta að þessu sinni 1029 nemendur á.öllu landinu i 37 skólum. Af þessum nemend- um eru 496 í Reykjavík. Aukn- ing þeirra nemenda, sem gang- ast undir landspróf, nemur 12% frá f fyrra. Fyrsta prófverkefnið er 1 stærð fræði, en 455 nemendur þreyta nú í fyrsta sinn próf í nýja námsefninu í „Tölur og mengi", eða 44% nemenda. Er reiknað með þvi að þeim nomendum muni f jölga á næstu árum, sem taka próf í nýju stæröfræðinni, þar sem menntasköJarnir eru farnir að miða við hana í náms- efni sfnu. Næstu profverkefni lands- prófsins verða náttúrafræði, Is- lenzka, saga o. s. frv., en próf- unum lýkur 29. þ. m. Landsprófsnemendur í Hagaskóla gengu undir stærðfræðipróf í morgun, m. a. í nýju kennslubókinni „Tölur og mengi". | Þjóiviljinn rekur Hanni- bal úr Alþýiubandalaginu Listi Hannibalsmanna væntanlegur á morgun Almennt er nú búizt við því að tveir listar Al- þýðubandalagsmanna komi fram í Reykjavík og muni Hannibal Valdimarsson skipa efsta sætið á öðrum þeirra, en Magnús Kjartansson efsta sætið á hinum listanum. Ágreiningur er um það, hvort báðir listarnir geti boðið fram undir nafni Alþýðu- bandalagsins. Þetta er lagalegt atriði, sem erfitt virðist að fá botn í að svo stöddu. Báðir aðilar hafa leitað til þekktra lögf ræðinga og ber þeim ekki sam- an í athugasemdum sínum. Þjóðviljinn segir I morgun að Hannibal hafi sagt skilíð við Al- þýðubandalagiö en svo mikið er. vitað að hann hefur ekki sagt sig formlega úr því. Stjórn Al- þýðubandalags Reykjavíkur hef ur gefið yfirlýsingu um að fé- laginu séu óviðkomandi aðrir listar í Reykjavík en sá sem sam þykktur var 10. apríl og valdiö hefur öllum ósköpunum, sem dynja nú yfir þetta bandalag. Hins vegar er engin opinber af- staða tekin til félagsaðildar Hannibals. Þjóðviljinn segir ástæð- una fyrir afstöðu Hannibals Valdimarssonar I framboðsmál- um vera þessa: „Ástæðan til þess, að Hannibal Valdimarsson hefur sagt skilið við Alþýöu- bandalagið er ekki ágreiningur um málefni, hann hefur ekki tal- ið sig þurfa að marka sérstööu sína um eitt einasta atriði stjórn mála. Tilefniö er það eitt aö sonur Hannibals, Jón Baldvin, reyndist ekki hafa fylgi til þess á almennum fundi Alþýðubanda lagsins I Reykjavík, að fá sæti á framboðslistanum. Þetta er eina tilefniö." í sambandi viö framboösfund- inn 10. apríl kom fram að deil- an stóð um skipun annars sætis á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Magnús Kjartánsson hafði verið ákveðinn í efsta sæt- iö í stað Einars Olgeirssohar og Hannibal taldi sig eiga rétt á því aö ráða manninum í 2. sæt- ið í stað Alfreðs Gíslasonar, sem gaf ekki kost á sér aftur og sagði sig úr Alþýðubandalaginu. Var í tillögum nieirihluta upp- stillingarnefndar stungið upp á Einari Hannessyni en í tillögum minnihlutans, sem samþykktar voru var stungið upp á Eðvarö Sigurössyni. Þjóðviljinn fer ekki dult með persónulega óvild sína í garð Hannibals Valdimarssonar í morgun. Blaðið segir m. a.; „ ... verkefni hans í íslenzkum þjóömálum eru ekki lengur Framhald á bls. 10. Nótabátar með upp í 40 tonn — þrir netabátar eftir i Eyjum — viðast hvar farið oð taka upp netin I Netabátar eru nú viða farnir aö taka upp net sfn. Frá Vestmanna- eyjum róa nú aðeins brir netabát- ar ennþá, hinir hafa allir tekið upp. Nokkrir Ifnubátar röa frá Eyjum og hafa verið ag reyta, komizt upp í 11—12 tonn. Trollbátar hafa kom izt upp í 20 tonn eftir 2—3 nætur. Nokkrir stærri bátanna halda enn- þá úti þorskanót og hafa verið „að reka í hann" öðru hverju, smáveg- is suður með landinu. Einn Eyja- báta fékk að sögri um 40 tonn f nótina. Engey og lsleifur IV. komu til Eyja i gær meB um 20 tonn hvor, og fleiri voru með sæmilegan afla. Reykjavíkurbátar eru sem óðast að hætta á netum, en enginn hefur farið þaöan með nót í hálfan mán- uð eða svo. Fáir netabátar munu ennþá hættir á Suðurnesjum, en netabátar vestra eru margir hættir og um það bil að hætta. Búast má við að mikill hluti vertíðarflotans verði hættur veiöum á lokadaginr.. fimmtudaginn kemur. Brands-mál í Islenzka utanríkisráðu- neytið svarar næstu daga Kona stungin mei hnífí Lögreglan var kvödd inn að Höfðaborg aðfaranótt laugardags- ins, vegna átaka, sem þar áttu sér stað á einu heimilinu. Manni og konu, sem þarna bjuggu, hafði lent þarna saman í ölæði og hann stung ið konuna með hnifi. Ekki voru sár konunnar þó talin hættuleg. Rann- sóknarlögreglan yfirheyrði mann- inn, en hann kvaðst muna óskýrt eftir atburðinum, en þó kom fram að hnífurinn var ekki barna fyru hendi af neinni „eðlilegri tilviljun'v Eftir var að heyra framburð kon- unnar, þegar blaðið fór í prentun í morgun og er mðliö í rannsókn. Ambassador Islands í Lundún-^ v.Ti Guðmundur í. Guðmundsson var sl. miðvikudag boðaður til fund ar £ brezka utanríkisráðuneytinu. Þar voru honum afhent mót- mæli brezku stjórnarinnar vegna töku togarans Brands út af Snæ- fellsnesi eftir að hann flúði ur Reykjavíkurhöfn. Telur brezka stjórnin töku togarans ólögmæta þar sem hann var tekinn utan land- helgi, en slík taka sé því aöeins heimil að eftirför hafi hafizt inn- an landhelgi. Utanrikisráðuneytið hefur málið til athugunar. Svars fra ráðuneytinu er að vænta næstu daga. Miðlunartillagan felld of báðum deiluuðilunum i gœr Eins og getið var hér í blaðinu í gær, fór fram atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu sem sáttasemjari ríkisins lagöi fram, i deilu lyfjafræö inga og lyfsala. Atkvæðagreiðsl- unni lauk kl. 16 í gærdag og voru atkvæðin síðan talin hjá sáttasemj ara i Alþingishúsinu, I gær kl. 18. Miðlunartillagan var felld hjá báðum aðilum með flestöllum t?reiddum atkvæðum. Fyrrgreind miðlunartillaga yar lögð fram á sáttafundi sem sátta- semjari hélt með deiluaðilum s.l. laugardag. I gærmorgun voru fjórar vikur liðnar frá því aS verkfall lyfja- fræðinga hófst Sjóstangaveiðimaðurinn á mynd- inni r*?ð „þann stðra", vænan þorsk. 70 á alþjóða sjóstangaveiðimöti »» Alþjðða sjóstangaveiðimót verð- ur haldið í Vestmannaeyjum 13.— 15. maí. Það er Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur, sem efnir til mótsins og iiú þegar hafa um 70 manns tilkynnt þátttöku í mðtinu. Reyk- víkingar senda sjö sveith* til keppninnar, Akurnesingar karla- og kvennasveit, Keflvíkingar senda sveit og fjölmargir Akureyringar taka einnig þátt í keppninnl. Verð ur keppt um marga verðlauna- gripi. >• Aðalkeppni mótsins fer fram á hvítasunnudag en þá verður fiskað frá kl. 9^-6 og á annan I hvita- sunnu, en þá verður fiskað frá 9—5. Lýkur keppninni með hófi í „Akoges" veitingahúsinu 1 Eyjum en þar verða úrslit tilkynnt og yerö laun afhent.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.