Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 8
8 Samtök og samkeppni j 4ð sjálfsögðu er mjög mikilvægt fyrir atvinnurekst- / ur og viðskiptalíf hvers þjóðfélags, að félagalöggjöf ) þess sé heilsteypt og farsæl. Á þetta hefur því miður ) skort hér á landi. Samvinnufélagalögin voru í upp- ( hafi einstrengingsleg og með ýmsum vanköntum. ( Hafa sumir verið lagfærðir, en fleiri umbóta er þörf. ( Eins er hlutafélagalöggjöf landsins mjög ábótavant. ) Sú löggjöf var endurskoðuð fyrir 1950, og lagt fram \ stjórnarfrumvarp á Alþingi 1952 og 1953 í framhaldi \ af endurskoðuninni. Ekki þótti þessi endurskoðun ( hafa tekizt nógu vel og dagaði málið uppi. / íslendingar hafa tekið þátt í samvinnu Norðurland- / anna um að samræma hlutafélagalöggjöf þessara ) landa. Sú samvinna hefur gengið seint og er enda \ óvíst, hvað við á í þjóðfélagi af okkar stærð. Hér hafa ( verið starfandi ýmis samlög og sambönd í atvinnu- ( rekstri, jafnstór t. d. S.H., án þess að slíkri starfsemi / væri markaður rammi í lögum, öðrum en þá eigin / samþykktum samtakanna. ) Komið hafa upp hugmyndir um ný félagsform í at- \ vinnurekstri,' svo sem almenningshlutafélög. Jafn- \ framt er orðið ljóst, m. a. vegna smæðar þjóðfélags- ( ins, að nokkur hætta er á því, að starfsemi hinna stóru / atvinnufyrirtækja eða samtaka þeirra gæti leitt til / miður heppilegra viðskiptahátta, er fælust í því, að ) um raunverulega samkeppni væri ekki að ræða. \ Árið 1961 fól þáverandi dómsmálaráðherra, Bjarni \ Benediktsson, Theodóri B. Líndal prófessor að undir- ( búa löggjöf til hindrunar einokunaraðstöðu. Var / þetta í framhaldi af því, að lögð hafði verið fram á j Alþingi þingsályktunartillaga um eftirlit með fyrir- ( tækjasamtökum, en þó ekki náð fram að ganga. Pró- ( fessorinn undirbjó frumvarp til laga, mest að norskri y fyrirmynd, en einhvem veginn þótti það ekki henta i) hér og var aldrei lagt fyrir Alþingi. ) Á síðastliðnu hausti fól Jóhann Hafstein aóms- \ málaráðherra Hirti Torfasyni lögfræðingi, sem sér- staklega hefur lært félagalöggjöf, að hefja að nýju /( endurskoðun á lögum um hlutafélög. Ennfremur að )j gera athugun á, hvort nauðsyn sé á lagareglum um }) fyrirtækjasamsteypur, sem stefna að því að hindra x. samkeppni, svo og hvaða breytingar teldust eðlilegar ( á annarri almennri félagalöggjöf, svo sem um sam- ( vinnufélög, sameignarfélög og samlög. Einnig að gera / tillögur um þörf löggjafar eða sérákvæða í hlutafé- ) lagalögum um almenningshlutafélög. ) Verður að ætla, að með þessu og með nefndar- \ skipun ríkisstjómarinnar í febrúar í vetur til að semja ( drög að nýrri löggjöf um eftirlit með einokun, hringa- i ( myndun og verðlagi, mufti bráðlega koma að því, að / löggjöf verði sett, og endurbætt sú sem fyrir er, á ) sviði þessa mikilvæga þáttar þjóðlífsins. ) VISIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innánlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. V í S I R Þriðjudagur £. mai 1967. ................................... Innbyrðis togstreita milli grísku valdatökumannanna Konstantín konungur á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, og er aðstaða hans hin erfiðasta. Hann er sakaður um að vera vilja- laust verkfæri einræðissinnaðra herforingja — almennt hafa menn samúð með honum eg treysta því, að hann geri sitt til þess að lýð- ræði komist á aftur í landinu, undir eins og hann hefur tækifæri tii. en Aldo de Iaco hefir verið Eftir dönskum blöðum að dæma er kominn upp ágreining- ur milli tveggja höfuðforsprakk- anna í byltingunni, sem gerð var í Grikklandi á dögunum, eða þeirra Patakosar og Papadop- oulosar. ÆÐSTU VÖLD 1 einkaskeyti til Politiken frá Aþenu segir, að þess sjáist merki, að samstarfið sé aö springa, sameiginleg stjórn !aus í feipunum, og tveir fyrmefndir forsprakkar deilinm hvor þeirra eigi að hafa „æðstu völd“.. — Menn hafi á tilfinningunni að aftur verði atburðarásin „að hefðbundinni venju í grískri pól- itík“, og því við bætt að Kon- stantin konungur sé að treysta aðstöðu sína með því aö sá fræ- kornum afbrýði og óeiningar milli valdatökumanna. KONUNGLEG BROS O. FL.... Þeir rökstyðja þetta með ýmsu, sem ekki hefur farið fram hjá þeim, sem gerst fylgjast með málum, benda t. d. á hvar kon- ungur komi fram opinberlega, og hvar ekki, en af þvf megi draga ályktanir um hverja hann lyfti undir, en það sýni hann með „konunglegum brosum“ og annarri „konunglegri velþókn- un“, sem á ýmsan hátt er í ljós látin. VÍSAÐ ÚR LANDI En hvað sem þessu líður og hvemig sem fer í Grikklandi, þá láta valdatökumenn daglega allmikið til sín taka, sbr. fréttir um bann við starfsemi unglinga í verkalýðsfélögum og í stjórn- málaflokkum, en fleira sannar að þeir sem ráða eru stöðugt með „einræðisglófana" á hömd- um sér. Þannig var í gær tveim- ur erlendum blaðamönnum vís- að úr landi, án bess að nokkrar ástæður væra tilgreindar, en þessir blaðamenn era Franz van Hassel, hollenzkur og ítalinn Aldo de Iaco. Franz van Hassel hefir lengi átt hehna f Aþenu og starfað fyrir blöð í Haag og Amsterdam fréttamaður fyrir kommúnista- blaðið L’Unita, og var hann send ur til Aþenu til þess að fylgjast með gangi mála eftir valdatök- uria. ÞAÐ SEM GÆTI RÁÐIÐ ÚRSLITUM... Það, sem kann að ráða úr- slitum um einræði eða lýðræði í Grikklandi er það, að landið getur engan veginn verið án þess efnahagslega stuönings, sem það nú fær. Afstaða Noröur-Atlants- hafsbandalagsins og Bandaríkja- stjórnar er því hin mikilsverð- asta, en í bili virðist Bandaríkja- stjóm bíða átekta „í von um“ að aftur verði stefnt í lýðræöis- höfnina, e því bólar ekki enn. a. Agnar Kl. lónsson sæmdur stórkrossi hinnar finnsku Ljónsorðu , Forseti Finnlands hefur ný- lega sæmt herra Agnar Kl. Jóns- son, ráðuneytisstjóra, stórkrossi hinnar finnsku Ljónsorðu. Herra Ahti Karjalainen, utan- ríkisráðherra Finnlands, afhenti ráðuneytisstjóranum orðuna, er hann var hér staddur á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda. Viðstaddur afhendinguna voru ambassador Finnlands á íslandi. herra Pentti Suomela, og nokkr- ir fleiri gestir. Wj^Í’^L^P1^J2^^^K1zz~zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz HVERNIG ERU LÍFSKJÖRIN? £ Lífskjör íslendinga hafa batnaö meira á viðreisnariímabilinu en noldmi öðru jafnlöngu tímabili. 0 Raunverulegar ráðstöfunartekjur fjölmennustu atvinnustéttanna, verkamanna, iðnaðarmanna og sjó manna, jukust árabilið 1960—1966 um 47% að meðaltali. 0 Þjóðartekjur jukust á sama tíma um 34% á mann, svo tekjur al- mennings hafa aukizt meira en þjöðartekjumar. 0 r -g atvinna hefur verið handa öllum allt viðreisnartímabilið víð- ast hvar á Iandinu, og víða hefur beinlínis verið mikill vinnuafls- skortur. 0 Stórframkvæmdirnar, sem nú eru að hefjast, munu tryggja áfrarn næga atvinnu. 0 Vegna afnáms innflutningshafta hefur fjölbreytt vöruval og fram- boð komið í stað vömskorts og svartamarkaðsbrasks, svo alménn ingur getur betur nýtt tekjur sínar. 9 Tollalækkanir hafa gert vörur, sem áður voru lúxusvörur, að sjálfsögðum lífsþægindum alls almennings. 9 Þegar stjómarandstæðingar tala um gjaldeyrissóun, eru þeir að kvarta yfir innflutningi neyzlu vamings handa almenningi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.