Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 09.05.1967, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 9. maí 1967. Ólíklegasta fólk eyðir löngum tíma í að skoða Islandsdeildina Ex Montreal 3. maí 1967. xpo ’67 Heimssýningin í Montreal hefur nú verið op- in í sex daga og á þessum sex dögum hafa komið um helmingi fleiri gestir en menn og tölvur höfðu reiknað út að koma myndu — eöa tæpar tvær mill- jónir. Þar af kom hálf önnur milljón fyrstu þrjá dagana. Á föstudaginn, daginn sem sýn- ingin var opnuö almenningi varð aö opna hliðin að sýning- arsvæðinu hálfri stundu fyrir opnunartíma því að biðraðirnar úti fyrir voru orðnar svo lang- ar að ella hefði umferöarteppa myndazt. Var líkast þvi sem hleypt væri úr rétt — fólkið þusti inn á svæðið og eftirvænt- ingin skein úr svipnum, enda höföu Montrealbúar beðið þessa dags í fimm ár. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum, enda spgja fróðir menn aö þessi sýning standi einu ef ekki tveimur fetum framar en þær heims- sýningar sem hingað til hafa verið haldnar. Ástæðan til þess að fjöldi sýn ingargesta fór svona langt fram úr áætlun er sú að á fimmtu- daginn, þegar sýningin var opn- uð formlega gerði yndislegt veð ur eftir langvarandi kulda og rigningar og um helgina var veðrið eins og hásumar væri og mættu sýningargestir klæddir stuttbuxum og meö stráhatta á höfði. í gær kólnaði aftur og í dag var rigning og all napurt. Expo 67, var alls ekki við- búin öllum þessum fjölda enda voru gestimir á sunnudaginn mun fleiri en áætlaö er aö þeir verði flestir í ágúst þegar reikn að er með að gestafjöldinn nái hámarki. Fór svo að langar biö- raðir mynduðust hvarvetna, við inngangana, sýningarskálana, veitingahúsin, sjálfsalana og samgöngutækin og víða varð að hleypa fólki inn í hópum. Álag- ið var svo mikið á vélknúnum tækjum svo sem rúllustigum og kælivélum aö þau stönzuðu og menn uröu að hafa fyrir því að ganga sjálfir upp stigana og svala síðan þorstanum meö hálf- volgum gosdrykkjum. oröuriandaskálinn fékk sinn skerf af þessum mannfjölda og á stundum lá við að starfs- fólkið yrði að forða sér á bak við fasta hluti til þess að troö- ast ekki undir. Samkvæmt taln ingu sem farið hefur fram við innganginn má reikna með aö tíundi hver gestur sem kemur inn á svæöið komi inn í Norð- urlandaskálann og eru því gest imir þessa 6 fyrstu daga orðnir álíka margir og íbúar alls ís- lands! Þetta er þvi heldur en ekki gott tækifæri til landkynn- ingar og ísland notar það vel ef dæma má eftir undirtektum gesta.,, íslenzka sýningardeildin hér á Expo er nokkuð frábrugðin öðrum deildum í Noröurlanda- skálanum og öðrum þeim sýn- ingum, sem ég hef séö. Hún er mjog björt, litirnir tveir, svart og hvítt að fráskildum nokkrum hraunmolum úr Surtsey. Það er ekkert sem hreyfist, enginn há- vaði og ekkert til að þreifa á, nema hraunmolarnir. Meðan ým Þórdís Árnadóttir skrifar írá sýningunni í Montreai Gestir á íslenzku sýningunni. is lönd leggja út af einkunnar- orðum sýningarinnar „Maðurinn og heimurinn hans“ með því að sýna þær vörur sem þjóðin er komin lengst í að framleiða þá reynum við að gera mönnum ljóst hvernig við nýtum heita vatnið í dag og hvaða áhrif það og eldfjöllin hafa haft á lif þjóðarinnar allt frá dögum land námsmannanna. Kallast sýning- in „Eldfjallaeyjan nýtir jarðhit- ann“. Er þetta sýnt meö mynd- um og textum á veggjum, ljós- myndum sem eru þannig unnar að fljótt á litið líta þær út sem teikningar. Frístandandi er lík- an af hitaveitu og á palli eru hraunmolar úr Surtsey. Um leiö og myndir og textar eru látin skýra frá ýmsu varðandi jarðhit ann og áhrif hans á þjóðina er fléttað inn fróöleik um sögu lands og þjóðar frá upphafi til þessa dags. Gesturinn slæst í för með landnemunum er þeir sigla upp að ströndinni og við þeim blasir jökull. Hann fylgir næstu kyn- slóöum, er vitni að hörmungun- um sem eldgosin valda en verö- ur jafnframt fróöari um sagna- ritun íslendinga og bókmennta- áhuga. Hann kemur að Þingvöll- um, fræðist um jarðfræðileg fyr- irbaéri þar og Alþingi og sögu þess. Fyrr en varir er hann kom inn til Reykjavíkur eins og hún er i dag. Honum er sagt frá hitaveitunni og hann er vitni aö borun eftir heitu vatni. Til þess aö sýna að við lifum ekki á heitu vatni einu saman er drep- ið á fiskveiðarnar og síðan er heitavatninu fylgt inn á íslenzk heimili og í gróöurhúsin. Meöan gesturinn viröir fyrir sér vín- berjaklasa er hann minntur á t'upt? Vínlands hins góða. Ekki má gleyma sjálfum Geysi og Heklu gömlu, bæði tvö sóma þau sér vel á veggjunum, Hekla á mynd eftir teikningu frá 16. öld og gestinum er sagt frá afrekum þeirra beggja. Á kort- um er afstaða íslands sýnd og Atlantshafssprungan stóra sem er orsök þess aö island er það sem það er — land eldfjalla og hveravatns. |V ú kann einhver aö spyrja: „Hver nennir að stoppa viö svart hvítar myndir og lesa smá leturstexta, sem skrifaðir eru til hliöar við þær?“ Ég spurði sjáífa mig einnig þessarar sp,urningar því mér fannst ólíkl. að á sýn- ingu sem Expo 67, þar sem allt er fullt af „maskineríi“ og kvik- myndum og gestirnir eru mat- aðir á upplýsingum — að þar myndi nokkur nenna að stanza við litlausar myndir og hafa fýr ir að lesa texta. En nú, eftir að hafa staðið í íslenzku deild- inni í 6 daga þá held ég að mér sé óhætt að segja aö þeir sem að sýningunni unnu vissu nokk hvað þeir voru að gera. Sýn- ingin virðist ætla að ná til ó- trúlega margra af þeim, sem ganga gegnum deildina. Ólíkleg- asta fólk stanzar, eyðir löngum tíma í að skoða myndirnar, lík- anið og grjótið og lesa textana. Það ræðir um sýninguna sín á milli, kemur til okkar íslending- anna með fyrirspurnir og spjall- ar við okkur. Öllu því hrósi sem sýningin hefur fengið frá lista- mönnum og öðrum gestum fyrir listræna uppsetningu, sérlega skemmtilega unnar myndir og góða texta vil ég hér með koma áfram til arkitektsins Skarphéö- ins Jóhannssonar, sem einnig teiknaöi Norðurlandaskálann í samvinnu við arkitekta frá hin- um Noröurlöndunum, Rafns Hafnfjörö sem vann myndimar og Sigurðar Þórarinssonar, sem : I, IIÍOV samdi textana- Hér er alveg undanskilið frá þeim hópi fólks sepa lítur hvorki til hægri né vinstri, setur upp upp- gerðar bros og hrópar „yndis- legt“, „dásamlegt" og segir okk ur að einkennisbúningarnir fari vel og sýnir okkur alla stimpl- ana í Expö-passanum, sem sýna hvað það er búið að hlaupa gegn um marga skála á skömmum tím^. , Hraunmolarnir úr Surtsey og fróðleikurinn sem hjá er ritaö- ur hafa orðiö til þess aö ófáir foreldrar hafa stanzaö með börn sín, kropiö viö molana og frætt börnin um þau undur sem ger- ast þegar hraun sem þetta kem- ur upp úr- jörðinni.. >. • 'lÆfergir málsmétándi menn hér hafa látið þau orð falla að sýningarnar í Noröurlandaskál- anum séu meö þeim listrænustu sem hér er boöiö upp á, enda er þeim það öllum sammerkt að þær eru ekki vörusýningar. Kalla Danir sína sýningu „Maöurinn — hráefnið í þró- uðu landi“ og sýna táknræn listaverk gerð úr stólahlutum með viðeigandi textum eftir Piet Hein. Finnska sýningin nefnist .Skapandi Finnland“ og eru þar m. a. sýnd listaverk úr þeim efnum, sem eru aðal- uppistaðan í finnskum iönaði og eru þau um leið táknræn fyrir finnskt landslag og náttúru. Norðmenn sýna „Manninn og vatniö“, annars vegar siglingar Norðmanna og hins vegar vatnsorkuna í landinu og málm- iðnaðinn sem skapast kringum hana. Aðaluppistaðan í sýningu Svía er kvikmynd um Svíþjóö í dag og rýfur tónlistin viö hana þá þögn, sem annars ríkir á efri hæð Noröurlandaskálans. Á neðri hæö skálans eru veit- ingahús, með ljúffengan mat frá Noröurlöndunum, kaffitería og svonefndur Norðurlandasalur, Er hann blár að Iit eins og hafiö sem tengir Norðurlöndin. Mynd- Framhald á bls. tO Faðir skýrir fyrir tveimur sonum sinum leyndardeins og hann fær tækifæri til. Wj.1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.