Vísir - 10.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 10.05.1967, Blaðsíða 2
• • jr TVO ISLANDSMET A AFMÆUS- MÓfí ÁRMANNS Í GÆRKVÖLDI skriðsundið á 1.06.7, en Ingunn Guðmundsdóttir, Selfossi náði sínum bezta árangri 1.08.6. 1 50 metra skriðsundi drengja vann Finnur Garðarsson á 28.4 sek., Sigmundur Stefánsson fékk 29.8 sek. og Gísli Þorsteins son 30.0 sek. í 50 metra bringu- sundi telpna vakti það athygli að 7 af 8 stúlkum voru úr Ægi. Sigurvegari var Helga Gunnars- dóttir á 42.7, Ingibjörg Einars- dóttir, Ægi önnur og Bima Bjarnadóttir einnig úr Ægi þriðja. Sigrún Siggeirsdóttir vann 50 metra bringusund telpna á 37.1 og hratt hún telpnameti Hrafnhildar Krist- jánsdóttur sem var 37.6 og er Sigrún greinilega á réttri leið. Ellen Ingvadóttir varð önnur á 39.2 og Guðmunda Guömunds- dóttir, Selfossi þriðja á 40.5 sek. I upphafi mótsins voru nokkr- ir gamlir sundkappar og góðir starfskraftar sunddeildarinnar heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. SNYRTISTOFA Guömundur Gíslason virðist vera að koma sér niður á nýja grein f sundinu, bringusundið, en þar bætir hann sig stööugt í harðri samkeppni við félaga sinn, Leikni Jónsson úr Ármanni. í gær vann Guðmundur 200 metrana á 2.40.8 mfn., sem er mjög góður timi. Aðalkeppni kvöldsins var hins vegar keppni hans við Guðmund Þ. Harðarson í 100 metra flugsundinu, þar sem Guömundur Gísla- son vann enn á 1.04.6 mín., en nafni hans fékk 1.07.8 mín. Unga fólkið, — og þar er átt við það yngsta, bar hins vegar hita og þunga dagsins á 40 ára afmælismóti sunddcildar Ármanns, og keppni þess bar þess ljósan vott, að töluverö gróska er í þessari íþróttagrein vegna eljusemi einstakra forystumanna, og á það ekki hvað sízt við um Ægi, sundfélagið, sem var vart annað en nafnið tómt fyrir nokkrum árum, en virðist nú vera að dafna og blómgast. 1 200 metra bringusundinu fóru allir fjórir í sfðasta riðlin- um undir 2.50 mín. Leiknir fékk 2.44.7, Gestur Jónsson 2.47.6 og Árni Þ. Kristjánsson félagi Gests úr SH fékk 2.47.9, en keppni þeirra hefur oft verið spennandi og jöfn. Guðmundur Gíslason hlaut tvenn gullverö- laun auk þessara tveggja, í 100 metra skriösundi vann hann á 58.2, Guðmundur Harðarson fékk 59.3, Finnur Garðarsson, sá kornungi og efnilegi Akumes ingur varð þriðji í keppni við „stóru mennina" á 1.02.5 og er óhætt að spá honum bjartri framtíð. Þá var Guðmundur meö í sveit Ármanns, sem vann 4x50 metra fjórsundið og setti nýtt íslandsmet á 2.02.0, sem er 2.7 sek. betra en gamla metið, sem Ármann átti fyrir. 1 sveitinni auk Guðmundar voru þeir Gísli Þórðarson, Leiknir Jónsson og Trausti Júlíusson. Þrjá farand- bikara vann Guðmundur Gísla- son í þessum sundum sínum að auki. Kornung telpa úr Ármanni, Ellen Ingvadóttir vann 100 metra bringusund kvenna á 1.25.2 mín. Met Hrafnhildar Guð mundsdóttur er 1.21.1 og veröur væntanlega í hættu áöur en mjög langt líður. Þetta sund bauö upp á mjög ungar dömur í úrslitum, óvenju ungar í full- orðins sundi, og allar fjórar hinn bezti efniviður. Ingibjörg Ilaraldsdóttir úr Ægi synti á 1.27.1, og veitti Ellenu haröa keppni, Elín Guðmundsdóttir Á. fékk 1.30.2 og Helga Gunnars- dóttir Ægi fékk 1.30.7, sem er telpnamet, 12 ára og yngri. Hrafnhildur Kristjánsdóttir var öruggur sigurvegari í 200 metra fjórsundi kvenna á 2.49.4, sem er stúlknamet og Sigrún Siggeirsdóttir, sem var önnur setti telpnamet á 2.58.6 mín. Þær Hrafnhildur, Sigrún og Ellen settu endapunktinn á þetta afmælismót með nýju ís- landsmeti í 3x100 metra þrí- sundi kvenna á 3.58.1, bættu met sveitár Ármanns um nær 5 sekúndur. Loks vann Hrafn- hildur Kristjánsdóttir 100 metra Sími 13645 Og allir sjá að þetta hlýtur að vera lokaatriðið: Frá hægri Bjarni Steingrímsson, Oktavía Stefánsdóttir, Sigurður Karlsson. Amar Jóns- son, Þórhildur Þorleifsdóttir og Sverrir Guðmundsson. með nýjum tilbrigðum 1 kvöld frumsýna nokkrir ungir leikarar revíu í Austur- bæjarbíói, ,,... úr heiðskíru lofti“ eftir Jón Sigurðsson og fleiri. Revíur voru löngum ein vinsælasta skemmtunin í Reykjavík héma á árunum, góö- látlegt grín og hnyttið vel á stundum. Þær hafa nú legið niöri aö mestu um árabil og „Revíuleikhúsið“ en svo nefnist Ieikhópurinn, sem treður upp í kvöld, hyggst endurvekja revíu- grínið með nýjum tilbrigðum og sýna ... úr heiðskíru lofti eitthvað fram í gróandann. Frumsýningin hefst i kvöld klukkan 11.30 en næsta sýning veröur í félagsheimilinu Stapa í Njarövíkum á föstudag, þriðja sýningin verður svo í Austur- bæjarbiói, annan í hvítasunnu. Kelvin Paimer hefur sett revíuna á svlð og Una Collins gert búninga og tjöld. Dans- atriði hefur Þórhildur Þorleifs- dóttir æft. Leikendur eru Arnar Jónsson, Bjami Steingrímsson, Oktavía Stefánsdóttir, Sigurður Karlsson Sverrir Guðmundsson, Þórhild- ur Þorieifsdóttir og Nína Sveins dóttir, sem margur man eftir úr revíunum hér í den tíð. Revían er í fjórtán atriðum og er þar víða komið við. Fjall- aö um landsins gagn og nauö- synjar á rétt mátulega alvarleg- an máta. Söngvar eru margir og hefur Jón Sigurðsson samið þá alla og stjórnar einnig hljóm sveitinni sem leikur undir, en auk hans leika í henni: Leifur Benediktsson, Sigurður T. Magn ússon og Snæbjörn Kristjáns- son. REVlA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.