Vísir - 10.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 10.05.1967, Blaðsíða 9
V í S I R . Miðvikudagur 10. maí 1967. 9 Kaflar úr erindi sem Jónas H. Haralz, hagfræðingur flutti á ráðstefnu Verkfræðingafélags Islands um vinnslu sjávarafurða STAÐA SJÁVARÚTVEGSINS í EFNAHAGSLlFINU rT,vö eru þau atriði, sem mönnum hefur orðið starsýnast á í sam- bandi við stöðu sj’ávarútvegsins í efnahagslífinu. í fyrsta lagi, að sjávarútvegurinn sér fyrir meginhluta gjaldeyrisöflunar lands- manna, eða yfir 90% af vöruútflutningi og 60% af útflutningi vöru og þjónustu. í öðru lagi, að sjávarútvegurinn hefur á þessari öld verið í fararbroddi þeirrar miklu efnahagsþróunar, sem átt hefur sér stað. Þessi tvö atriði standa að sjálfsögðu í nánu samhengi hvort við annað. Það hefur verið höfuðskilyrði fyrir hinum öra vextl sjávarútvegsins, að hann hefur átt markað sinn erlendis og því ekki verið háður þeim þröngu skorðum, sem smæð innlenda markaðarins setur. Það er á hinn bóginn fyrst og fremst þýðing sjávarútvegsins fyrir gjaldeyrisöflunina, sem átt er viö, þegar sagt er, að sjávarútvegurinn sé undirstöðuatvinnuvegur. Þrátt fyrir mikla sérstöðu sína, getur sjávarútvegurinn ekki, frekar en aörir atvinnuveg ir, lifað og þróazt án tengsla og stuðnings víð aðrar greinar atvinnulífsins. Efnahagslífið er vefur, þar sem hver eining stendur í nánu lífrænu sam- hengi við aðrar einingar og byggir starfsemi sína á starf- semi þeirra. Sjávarútvegurinn og þeir, sem við hann starfa, kaupa margvíslegar vörur og þjónustu af öörum atvinnugrein um, sem að sínu leyti kaupa einnig vörur og þjónustu af öðrum greinum. Þannig styðst sjávarútvegurinn við verkstæð- isiðnaö, veiöarfæragerð og þau fyrirtæki, sem flytja til lands- ins og selja margvíslegar nauð-j synjar hans. Mikil framleiöni sjávarútvegsins, bæði hér á landi og annars staðar, byggist ekki sízt á þróaöri verkaskipt- ingu á milli hans og annarra atvinnugreina, og framfarir sjáv arútvegsins eiga eins oft rætur sínar í stuðningsgreinum hans eins og beinlínis í honum sjálfum. Lítið myndu einnig há- ar tekjur gagna sjómönnum fiskiflotans, ef ekki væru starf andi atvinnugreinar, sem gerðu þeim kleift að ráöstafa þessum tekjum á þann hátt, sem þeir óska. Þannig er það í rauninni ekki sjávarútvegurinn einn, sem aö gjaldeyrisöfluninni stendur. Allar atvinnugreinar eiga hér hlut að máli. Byggt á þróun einnar eða fárra atvinnugreina Sjávarútvegurinn er hins vegar eini atvinnuvegurinn, sem á þessari öld hefur þróazt sem mikils háttar útflutningsgrein, hefur þar með getaö hagnýtt sér kosti stórframleiðslunnar og með örum vexti framleiðslu og framleiðni og framleiöni skapaö vaxtarskilyrði fyrir aðrar at- vinnugreinar. Efnahagsþróun þeirra landa, sem nú eru talin iðnþróuð, jafnt og þeirra, sem nú eru á þróunarstigi, hefur i upphafi oftast nær byggzt á þró un einnar eða fárra slíkra út- flutningsgreina, sem hafa getað hagnýtt sér innlent hráefni eða önnur sérstök náttúrleg eöa fé- lagsleg skilyröi. Sjávarútvegur hefur gegnt þessu hlutverki víð ar en hér á landi, t. d. á sínum tíma í Nýja Englandi og á und- anförnum árum í Perú. Aðrar atvinnugreinar, sem gegnt hafa svipuðu hlutverki, eru olíu- vinnsla og námugröftur víða um heim, landbúnaður í Danmörku, Nýja Sjálandi og Ástralíu, trjá- og pappírsiðnaður í Skandinav- íu, vefjariönaöur í upphafi iön- byltingar í Bretlandi og nú aft- ur í fjölmennum löndum Asíu. Þegar litiö er til baka, er æ- tíö erfitt að sjá, að annað heföi getað oröið en það, sem raun- verulega varð. Þannig er einn- ig erfitt aö sjá, að í fámennu og tiltölulega hráefnasnauðu landi á norðurhjara heims, hefði braut var komiö, hlutu hins veg ar ýmsar aörar leiöir að lokast, sem ella heföu hugsanlega get- að staöið opnar. Ný viðhorf skapast Meö tilliti til upplýsinga fiski- fræöinga um núverandi ástand og horfur íslenzkra fiskistofna, virðist vart hægt að komast hjá því að álykta, að þróun islenzks efnahagslífs á næstu árum og áratugum hljóti í miklu minna mæli en áöur fyrr að byggjast á fiskveiðum og frumvinnslu aflans, það er að segja á þeim greinum, ' sem fram að þessu hafa ráðið mestu um hagvöxt landsins. Þetta hlýtur aö hafa víðtækar afleiöingar fyrir þá stefnu, sem fylgt er i efnahags- málum yfirleitt, og má raunar segja, að þeirra afleiöinga sé þegar tekið að gæta. Þegar íhugað er, hver eða hverjar atvinnugreinar geti í framtíðinni tekið við því for- ustuhlutverki í efnahagsþróun, sem fiskveiöar og frumvinnsla hafa hingað til gegnt, er al- gengasta svarið, að það hljóti aö verða aðrar greinar sjávar- útvegsins, það er að segja þær greinar, sem fást við frekari Frá ráðstefnu Verkfræðingafélags dagana. (Ljósm. Visis, B. G.). nokkur önnur atvinnugrein get- að gegnt því hlutverki, sem sjávarútvegur hefur gegnt hér á landi upphafi iðnþróun- ar. Það er þó vert aö muna i þessu sambandi, aö á fyrstu fjögur hundruö árum íslands byggðar var ullariönaður megin- grein útflutningsins, og hafði verulega þýðingu í þessu tilliti miklu lengur. Á þaö myndi þó sjálfsagt enginn vilja bera brigð ur, að við þau náttúrlegu skil- yrði og félagslegu aðstæður, sem ríkjandi voru hér á landi í lok síöustu aldar og við það stig tækniþróunar, sem sjávar- útvegur hafði þá náð í nágranna löndunum, hafi próun þessa at- vinnuvegar veriö hagkvæmasti kostur, sem íslendingum stóð til boöa í upphafi iðnþróunar. Um leifj og inn á þá þróunar- íslands um vinnslu sjávarafurða, sem haldin er á Hótel Sögu þessa vinnslu aflans og nýtingu auka- og úrgangsefna. í þessu sam- bandi er bent á, hversu lágt vinnslustig sé á meginhluta þeirra afuröa, sem við flytjum úr landi, og hversu miklu sé við það verömæti bætt eftir að afurðirnar komist í hendur er- lendra kaupenda. Ég vil ekki draga í efa, að þetta svar geti að einhverju leyti verið rétt. Aftur á móti er hætt við, að þegar þetta svar er gefiö, geri menn sér ekki ljóst, hversu mik- il! munur er á þeim greinum sjávarútvegsins. sem við hingaö til höfum fyrst og fremst stund að, fiskveiðum og frumvinnslu, og fullvinnslustigunum, og þá einkum þvi, aö sérstök aðstaða okkar og yfirburðir eru að heita má algjörlega bundnir við fyrr- nefndú greinamar. skapi meiri. Þar við bætast margvíslegir aörir kostir þess, að reka hvers konar verksmiðju framleiðslu í þróaðra iönaðarum hverfi en til er hér á landi. Loks kemur það til, að tollar eru yfirleitt miklu meiri hemill á viðskiptum með fullunnar en lítt unnar sjávarafurðir. 1 þessu efni er aðstaða okkar aö sjálf- sögðu algjörlega hliðstæð aö- stöðu fjölda annarra þjóöa. Það hlýjur aö sjálfsögðu að vera mikill munur á framleiðslu skilyrðum ýmissa mismunandi tegunda fullvinnslu sjávaraf- uröa hér á landi. En erfitt virö- ist að færa rök fyrir þvi, að skilyrði til þeirrar vinnslu yfirleitt séu betri hér á íandi en skilyrði til starfrækslu fjöl- margra annarra iöngreina, sem lítið eða ekkert eiga skylt við Skilyrði fyrir fullvinnslu á íslandi og erlendis Enda þótt hin almenna stefna í efnahagsmálum hafi verið full- vinnslustigunum óhagkvæm, á sérhæfing íslenzks sjávarútvegs í fiskveiöum og frumvinnslu þó fyfst og fremst rætur í sjálfum framleiðsluskilyröunum, sem eru miklu hagstæöari í þessum greinum en í frekari vinnslu afl ans á síðari stigum. Hvaða skil- yrði hefur ísland til dæmis til framleiðslu tilbúinna fiskrétta og niöurjagðrar síldar umfram þau lönd, þar sem þessara af- uröa er neytt? Flutningskostn- aöur tilbúnu vörunnar er meiri en þeirrar hálfunnu vöru,*sem unnið er úr, fiskblokka og salt- síldar. Betri skilyrði eru þar aö auki 'til að laga framleiösluna á hverjum tíma að aðstæðum markaðarins, ef framleiðslan fer fram í markaöslandinu sjálfu. Birgðahald getur orðiö minna, sölustarfsemi auðveldari. Enda þótt vinnulaun í markaðslönd- um kunni að vera hærri en á íslandi, er vinnuaflið stöðugra en hér á landi og verkafólk vanara að vinna í vel skipu- lögðum verksmiðjuiönaði. Vinnu afköst eru því yfirleitt að sama Jónas H. Haralz, forstjóri Efna- hagsstofnunarinnar. sjávarútveg. Af þessu vil ég ekki draga þá ályktun, að viö eigum ekki að sinna fullvinnslu sjávarafurða, heldur þá ályktun, að við eigum ekki að einblína á þessa vinnslu. Að mínum dómi er ekki unnt aö gefa neitt rökstutt svar við þeirri spurn- ingu, hvaða atvinnugreinar geti eða eigi að taka við forustu- hlutverki í íslenzkri efnahags- þróun. Or þessu getur reynslan ein skorið. Hlutverk skynsam- legrar stefnu í efnahagsmálum er ekki að velja éða hafna á milli atvinnugreina, heldur aö gefa þeim öllum sambærileg skilyrði til þroska. Á þetta hefur mikið skort fram að þessu. Eins og ég hefi nánar fjallað pm fyrr í þessu erindi, má rekja þetta annars vegar til viðleitninnar að draga úr áhrifum sérstöðu fiskveiða og frumvinnslu afla samanborið við aðrar atvinnu- greinar, en hins vegar til tregð- unnar að viðurkenna þessa sér- stöðu beinlínis og opinskátt og móta heilsteypta stefnu í efna- hagsmálum f samræmi við þetta. Þýðingarmesta verkefnið. þegar ný viðhorf eru nú komin til sög- unnar, er að taka á næstu árum þessi grundvallaratriði til endur- skoðunar og leitast við að móta stefnu, er taki tillit til beirrar sérstöðu, sem aðgangur að fiski- miðunum skapar fiskveiðum og frumvinnslu, án þess að þetta tillit skapi óeðlilega erfið starfs- skilyrði fyrir aðfar atvinnu- greinar og mismuni þeim inn- byrðis. Slík endurskoðun er ennþá þýðingarmeiri en ella myndi, vegna þess að við mun- um á næstu árum þurfa að endurskoöa tollakerfi okkar frá grunni til þess að laga okkur að þróun tolla- og markaðsmála í heiminum yfirleitt, og alveg sérstaklega í Vestur-Evrópu. Hvemig á að móta framtíðarstefnuna ? Ég mun ekki í þessu erindi ræða þaö, hvemig sú stefna gæti verið í einstökum atriðum, er uppfyllti þau almennu skil- yröi, sem ég hefi gert grein fyr- ir hér að framan, enda er það ekki tímabært. Á hinn bóginn myndi ég vilja gera nokkra grein fyrir þvf, hvemig mér virðist eðlilegt að starfað sé að mótun slíkrar stefnu, að því er sjávarútveginn snertir bein- línis. Á undanförnum árum hefur skilningur farið mjög vaxandi hér á landi á nauösyn þess, að ákveöin stefna varðandi ein- stakar atvinnugreinar sé mótuð af hálfu þess opinbera f sam- ráði við fulltrúa hlutaðeigandi atvinnugreinar. Slík stefnu- mörkun hefði það ekki sizt aö markmiðl, að samræma aðgerðir Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.