Vísir - 16.05.1967, Síða 1

Vísir - 16.05.1967, Síða 1
Kennedy - viðræðurnar: SAMKOMULAG I NOTT Mun í ýmsum tilvikum valda lækkun og afnámi á tollum á íslenzkum út- flutningsafurðum, en ekki leysa þann vanda, sem markaðsbandalögin valda íslendingum, sagði Þórhallur Ásgeirsson ráðuneyti sstjóri í viðtali við Vísi Seint í nótt náðist víðtækt samkomulag 50 ríkja í svonefndum Kennedy- viðræðum um gagnkvæmar tollalækkanir. Var vafasamt um úrslit fram á síð- ustu mínútur, en fresturinn til að ná samkomulagi rann út á miðnætti í nótt. Með þessu samkomulagi hefur verið stigið stærsta skref sögunnar í alþjóða- samstarfi í viðskipta- og tollamálum. Samkomulagið mun í ýmsum tilvikum valda lækkun eða afnámi á tollum á íslenzkum útflutningsafurðum, en ekki leysa vanda þjóðarinnar á því sviði, að því er Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri sagði Vísi í morgun. Kennedy-viöraeöurnar hafa staðið yfir í fjögur ár meö miklu þrefi og stappi. 50 ríki, sem hafa sín á milli 80% af utanrík- isverzlun heimsins, hafa tekið þátt í þessum viðræðum. Á endasprettinum ríki nokkur svartsýni um, að samkomulag tækist, en á Maraþonfundum síðustu dagana tókst að ná heild arsamkomulagi. Menn eru sam- mála um, að þetta sé hinn mesti sigur fyrir alþjóðasamvinnu á þessum sviðum og muni hafa hin víðtækustu áhrif á alþjóða- viðskipti. Samkomulagið fjallar mest um iðnaðarvörur, en síð- ustu dagana voru stórþjóðimar að semja um efnavörur, stál, kom og landbúnaðarafurðir, þ. á m. sjávarafurðir, en á þessum sviðum voru samningamir erfið- astir. Samið er um rúmlega þriðjungs lækkun að meðaltali á tollum er verður á næstu 5 árum. Ekki hefur enn verið upplýst í einstökum atriðum, hverjar toilalækkanirnar verða, enda er eftir mikil vinna til júníloka við að ganga frá samkomulagi um einstakar tollalækkanir. Vísir hafði í morgun tal af Þórhalli Ásgeirssyni, ráðuneytis- stjóra viðskiptamála. Þórhallur sagði samkomulagið vera mjög ánægjulegan árangur og leiða til aukinna alþjóðaviðskipta. Það nefði verið ákaflega mikið áfall, ef samkomulag hefði ekki tekizt eftir fjögurra ára samn- inga. Samkomulagið væri að vísu ekki eins víðtækt og upp- haflega hefði verið stefnt að, en engu að síður mjög mikil- vægt. — Með samkomulaginu fá Islendingar nokkra lagfæringu á tollamálum útflutningsafuröa sínna. Samt erum við engan veginn ánægðir með þá lagfær- ingu, þvf tollar verða enn í mörgum tilvikum allt of háir á útflutningsafurðum okkar. Sam- komulagið bætir aðstöðu okkar frá þvf sem verið hefði, ef sam- komulagið hefði ekki tekizt, en það leysir ekki vanda okkar, t. d. hvað snertir viðskipti við efnahagsbandalögin í Evrópu, EBE og EFTA. Samkomulagiö er ekki eins vfðtækt í sjávaraf- urðum og flestum öðrum grein- Framhald á bls. 10. Úrskurður landk/örstjórnar: Hannibalistar mega telja sig Al/jýðubandalagsmenn -og kalla listann GG-lista. Yfirkjórstjórn hefur hins vegar auglýst listann sem l-lista Logreglumenn leita í farangri unglinga í nágrenni Reykjavíkur. Unglingarnir og hvítasunnuhelgin: Lögreglan forðaði frá mikilli drykkjuhelgi -tók á annað hundraö flöskur af unglingum á leiö í helgarferö Að venju undanfarinna efnum síðustu árin enda ára sköpuðust nokkur vandræði af ferðalögum unglinga um sveitir landsins yfir hvítasunn- una. Þó hefur ástandið farið batnandi í þessum Landkjörstjórn tók um helgina þveröfuga afstöðu viö yfirkjörstjórn Reykjavíkur, — úrskurðaði, að íisti Hannibalista teldist til Alþýðu- bandalagsins, og hefur því HannS- bal unniö sigur í þessu innanfélags stríði Alþýðubandalagsins. Hins veg ar fær yfirkjörstjóm Reykjavíkur því framgengt, að listi Hannibalista verður merktur I-listi en ekki GG- Hsti, eins og landkjörstjórnin hafði ákveðið. Næsta dómstig i þessu máli er kjörbréfanefnd Alþingis, þegar þing kemur saman í haust. Yfirkjörstjómin hafði á föstu- dagskvöld úrskurðað lista Hanni- bals óháðan lista og úthlutað hon- um listabókstafnum I. Var úrskurð urinn á þeim forsendum, að ekki gætu nema 24 menn verið í fram- boði fyrir hvern flokk í Reykjavík. Landkjörstjóm kvað síðan upp sinn úrskurð á laugardagsmorgni. Var sá úrskurður einróma eins og úr- skurður yfiikjörstjórnar. Kallaði landkjörstjórn yfirkjörstjórn á sinn fund og kynnti henni úrslitin. Yfirkjörstjórnin mótmælti og kvað landkjörstjóm ekki hafa úr- skurðarvald í málinu á þessu stigi. Skömmu síðar auglýsti yfirkjör- stjóm listana og merkti Hannibal- istum I-lista. Landkjörstjórn lýsti þá yfir því, að hún mundi engu að síður úr- skurða Alþýðubandalaginu I-lista atkvæðin, þegar kæmi að úthlut- un uppbótarþingsæta. Úrskurður landkjörstjómar er svohljóðandi: „Samkvæmt d-lið 31. gr. stjómar skrárinnar, sitja á Alþingi 11 lands kjörnir þingmenn, til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Er landkjörstjóm i kosn ingalögum falin framkvæmd þessa ákvæðis. Framh. á bls. 10 fækkað þeim stöðum, sem fólki hefur verið leyfilegt að tjalda á. Lögreglan hafði verði á vegun um nú eins og í fyrra og áður og leitaði í bifreiðum eftir á- Framhald á bls, 10. Þetta er aðeins hluti af áfenginu, sem tekinn var, 4 slösuðust í hörðum árekstri Geysiharður árekstur varð á Reykjanesbrautinni, 2 —3 km sunn- an við -jaldskýlið, klukkan rúm- lega 3 í gærdag. Skoda-sendiferöa- bifreið úr Keflavík, sem var á leið til Reykjavikur, og Simca-fólksbíU úr Reykjavfk, sem var á leið suð- ur, skullu saman á mikilli ferð. Talið var, að bilun f stýrisútbún- aði Si,- a-bifreiðarinnar hefði vald ið þvf, að hún beygði snögglega yfir á vegarhelming hinnar. Bar þetta svo brátt aö, að ökumenn- imir höfðu ekki tækifæri til að draga úr hraðanum og skullu bif- reiðlmar saman á fullri ferð. f Skoda-bifreiðinni voru tvsgr stúlkur auk ökumanns og slösuö- ust þær verulega, en ökumaðurinn siapp með lftils háttar skrámur. í Simca-blfreiöinni voru tvær stúlk ur einn'-r og slösuðust þær báðar. Mesta mildi þótti, að þama skyldi ckki verða meira slys.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.