Vísir - 16.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 16.05.1967, Blaðsíða 2
VÍSIR . Þriðjudagur 16. maí 1967 Samþykkt á 6. sambandsrábsfundi ISI: samningi viB mennta- málaráðherra am íþróttamiðstöð Fundur sambandsráðs íþróttasambands Islands var haldinn laugar- daginn 6. maí s.l. 1 íþróttamiðstöðinni, Laugardal. f upphafi fundarins minntist Gísli Halldórsson, forseti ÍSf, þeirra Ben. G. Waage, heiðursforseta fSÍ, Erlings Pálssonar, formanns Sundsam- bands fslands, og Benedikts Jakobssonar, iþróttakennara. En þessir menn hafa látizt frá því að iþróttaþing ÍSÍ var haldið á fsafirði 3.—4. sept. s.l. Heiðruðu fundarmenn minningu hinna látnu með því að rísa úr sæt- um sínum. Forseti ÍSf flutti skýrslu framkvæmdastjómar og formaður sérsam- bandanna skýrslur sérsambanda. Þá var tekin fyrir skipting á j banda ÍSÍ, og var úthlutaö kr. útbreiðslustyrkjum milli sérsam- 1375.000,00 i þessu skyni og sam- Þorsteinn L'óve: „Nú er jboð sleggjan..." □ Þorsteinn Löve er einn þeirra iþróttamanna, sem ekki hættir beint fyrir aldur fram í frjálsum iþróttum. Hann hefur lengst af haft kringlu- kastið sem sfna sérgrein, en á fyrsta innanfélagsmóti frjálsiþróttamanna í ár náði hann sinu bezta afreki i sleggjukasti, sem hann ætlar nú að gera sína sérgrein. □ Þorsteinn kastaði 50.22 á mótinu, sem fór fram i gær á Ármanns- vellinum og sigraði í þessari grein. Annar varð Óskar Sigurpálsson og náði einnig sinu bezta, 46.94 m, sem er rúmlega metra betra en hann hefur áður náö. □ Óskar er okkar bezti lyftingamaður eins og kunnugt er og varð þriðji á Norðurlandamótinu fyrir nokkru í sínum flokki. Þorsteinn iðkaf og lyftingar af kappi og eru þeir báðir á þeirri skoðun, að lyftingar séu sú eina rétta aðalæfing kastara. þykkt aö stofna sérstakan varasjóö sérsambanda ÍSÍ, að upphæð kr. 50.000,00, sem yrði til taks handa nýjum sérsamböndum, sem kunna að verða stofnuð, svo og til styrkt- ar þeim sérsamböndum sem verða fyrir ófyrirsjáanlegum áföllum. Næst var skipt helmingi skatt- tekna íþróttasambandsins milli sér- sambandanna og komu kr. 6.250.00 í hlut hvers þeirra. Þá var samþykkt að skipta fé því er íþróttanefnd ríkisins úthlut- ar úr íþróttasjóði til íþróttakennslu, milli aöila í samræmi við kennslu- kostnað. Því næst var rætt um væntanlega samninga' íþróttasambandsins við sjónvarpið. Var lagt fram á fundinum upp- kast aö slíkum samningi sem var árangur af samningsviðræðum sjón- varpsnefndar ÍSÍ og forráðamanna sjónvarpsins. Að umræðunum lokn- um var samningsuppkastiö sam- þykkt. I 1. gr. samningsins er ákvæði um að skipuð skuli samstarfsnefnd þriggja manna, þar sem ÍSÍ tilnefnir tvo menn en R.S. einn. I nefndina voru kosnir af hálfu ÍSl, Axel Ein- arsson og Sigurgeir Guðmannsson. Þá lagði framkvæmdastjórn fyrir fundinn uppkast að samningi við menntamálaráðherra um íþrótta- miöstöð ISl að Laugarvatni, og var það samþykkt. Að lokum skýrðu þeir Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, og Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, frá störfum nefndar er v^ann að því aö semja lagafrumvarp um æskulýðsmál, sem lagt var fram við lok síöasta Al- þingis. Skýrðu þeir einnig einstaka liði frumvarpsins. Sambandsráðsfundur var mjög Framh. á bls. 3 pumn — OG BOLTINN LIGGUR í NETINU 6. sambandsráðsfundur ÍSÍ. Ingi Arnason glímu- meistari Norðlendinga Akureyrlngurinn Ingi Áraason | Pétur vann glímuna varð fjórðungsmeistari Norðlend-1 sætið við Valgeir. ingafjórðungs f glímu, en glíman fór fram í íþróttahúsinu á Akur- eyri fyrir nokkru aö viöstöddum 120 áhorfendum. I unglingaflokki voru 4 þátttak- endur og sigraði Anton Þórisson frá UMSE og felldi alla keppi- nauta sína. Ingi Árnason vann nú í fyrsta skipti glímuhorn gefið af KEA. Vinnst það til eignar ef einstakl- um þnðja, jngur vjnnur það þrisvar ; röð eöa I fimm sinnum alls. Hina heimsfrægu PUMA knattspyrnuskó fóið þér hjó Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar, Óðinsgötu 1, sími 38344 Keppnin var mjög hörö og skemmtileg, og urðu þeir Ingi og Bjöm Ingvason, Þingeyingur, að; glíma úrslitaglímu um fyrsta sætið. j en báðir höfðu þeir 5y2 vinning að j glímunni lokinni, en Valgeir Stef-| ánsson, UMSE, og Pétur Þóris-j son, HSÞ, höföu báðir 5 vinninga. I Ibróftalaust sjónvarp jbeg- ar Siguröur fór í framboð Það vekur óneitanlega athygli að i sjónvarpinu þessa dagana sést hvorki né heyrist stafkrók- ur um fbróttir. Skýringuna á þessu mun vera ag finna í því Akranes ogKeflavík verða að leika aukaleik um sigurinn Verða úrslit Litlu bikarkeppninnar hóð í Reykjavík? Akranes og Keflavik verða að heyja aukaleik um slgurinn í Lltlu bikarkeppninni í knattspyrnu. Um helgina vann Ákranes stóran sigur yfir Hafnfirðingum á Akranesi með 4:1 og hefur þar með hlotið 8 stlg og setzt viö hliö Keflvíkinga f keppninni, en þetta var siðasti leikur keppninnar og verður að leika aukaleik þar eð liðin eru jöfn aö stigum. I hálfleik var staðan 2:1 fyrir Akranes og hafði Akranes leikið ágætan leik. Seinni hálfleikurinn var mun síðri þó Akumesingar skoruðu þá 2 mörk gegn engu. Mörkin fyrir Akranes skoruðu: Matthías 2, Guðjón 1 og Björn Lárusson 1. Ekki er enn ákveðið hvar eöa hvenær aukaleikur í keppninni fer fram, en óneitanlega væri það skemmtilegt að fá að sjá þennan1 aukaleik i Reykjavík, og vitanlega yrði það fjárhagslegur ábati fyrir þátttökufélögin í Litlu bikarkeppn- inni, liðin sem bregöast ævinlega svo vel við, þegar mikið liggur við fyrir Reykjavíkurfélögin að fá lið til keppni við erlend gestalið. Munu reykvísk knattspyrnuyfirvöld eflaust leggja máli sem þessu gott orð, verði farið fram á slíkt. Matthías — skoraði tvö mörk gegn Hafnarfirði. að Sigurður Sigurðsson, sem stjórriar íþróttaþæt^i sjónvarps- ins, má ekki koma fyrir augu almennings fyrr en eftir kosn- ingar, — hann er sem sé fram- bjóðandi eins stjórnmálaflokks- ins og „það þykir ekki tilhlýði- legt“, eins og Sigurður sjálfur útskýrði í þætti á dögunum, að hann láti sjá sig á skerminum meðan stjórnmálabaráttan er háð. Jafnvel þó að einhverjum þyki að svona eigi að fara með frambjóðendúr flokkanna, þá eru iþróttaáhugamenn ekki á- nægöir með þetta og fleiri en einn og fleiri en tveir hafa kvartað við iþróttasiðu Vfsis vegna þessa. Einn sagði, að auð- vitað mættu allir frambjóðend- ur flokkanna ganga með haus- poka fyrir sér, en íþróttimar kvaðst hann vilja fá afturísjón- varpið, sama hver það væri, sem þær flytti í „frii“ Sigurðar. Er þessu hér með komið a framfæri, ef sjónvarpsmenn skyldu reka augun í það. Einn- ig ættu sjónvarpsmenn að vara sig á því I framtíðinni að láta ekki ginna sig í framboð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.