Vísir - 16.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 16.05.1967, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Þriöjudagur 16. mai 1967 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri; Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Tollamál iðnaðarins Fólk er hér á landi ýmsu misjöfnu vant í fundar- samþykktum, undirskriftasmölun og alls kyns undar- legum yfirlýsingum almennra félagssamtaka. Nú hefur Alþingi ákveðið, að 1. maí, hátíðisdagur verkamanna, skuli vera almennur frídagur. Á þetta er minnt, vegna þess að slíkt ætti að gefa fyrirsvars- mönnum verkalýðs og launþega ástæðu til að hug- leiða betur, hvað almenningi er boðið að hlýða á og lesa þennan dag. Það hæfir hvergi nærri lengur að burðast með skrumskældar yfirlýsingar í kommún- istadúr, og eflaust er mönnum að verða það ljóst. En á þetta er minnt, vegna þess að í yfirlýsingum verkalýðssamtakanna 1. maí s.l. voru meðal annars algjör ranghermi, ef ekki hæfir að kalla það ósann- indi, um veigamikil atriði, sem varða einn af helztu atvinnuvegum okkar, — iðnaðinn. Þar voru tekin upp margleiðrétt ósannindi stjórnarandstæðinga og mál- gagna þeirra um, að íslenzkur iðnaður ætti nú í sér- stökum erfiðleikum, vegna þess að ríkisstjómin hefði látið yfir hann dynja ótímabærar tollalækkanir á að- fluttri samkeppnisvöru, sem þessi atvinnuvegur fengi ekki undir risið. Iðnaðarmálaráðherra hefur iðulega, bæði á Alþingi og endranær, gert svo ljósa grein fyrir þessari hlið tollamálanna, að um það á ekki að þurfa að ríkja neinn misskilningur. Aðalatriðið er einfaldlega þetta: Það hafa enn ekki átt sér stað neinar þær tollabreyt- ingar sem í heild skapa íslenzkum iönaði verri aðstöðu en verið hefur. Á undanfömum árum hafa í einstök- um tilfellum verið lækkaðir tollar á áður hátolluðum innflutningsvarningi, en jafnframt hafa verið lækkað- ir tollar á vélum og vamingi til iðnaðarframleiðslu, sem er íslenzkum iðnaði eflaust meira virði. Ef til vill stafar ranghermin um tollamál iðnaðar- ins af misskilningi, þar sem blandað er saman óskyldu máli, sem er frjáls innflutningur á hátollaðri, aðfluttri iðnaðarvöru, er vissulega skapar íslenzkum iðnaði samkeppni, þrátt fyrir hinn háa toll. En í þessu sam- bandi á ekki iðnaður eða iðnrekstur einn hlut að máli, — heldur einnig allur almenningur, neytendur, sem hafa að sjálfsögðu hagsmuna að gæta í vöruvali og sem lægstu vöruverði. En slíkt hefur aftur áhrif á framfærsluvísitölu eða almennt verðlag og dýrtíð í landinu, þ.e.a.s. dregur úr verðbólgu, sem einnig er augljóst, að er íslenzkum iðnaði almennt vegamikið hagsmunamál. í þessum efnum sem öðrum er í öllu falli rétt að hafa það sem sannara reynist. ( 9/ Listir-Bækur-Menningarmál ■ ................ Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI: JÓRYÍK 66 bls. Reykjcvik — Heimskringla 7967 jfjó að Þorsteinn frá Hamri sé enn ekki þrítugur að aldri er þetta fimmta ljóðabókin, sem hann sendir frá sér, og eykst honum, eins og vera ber, ás- megin með hverri bók. 1 þessari nýju bók birtast 32 Ijóð, sem hann skiptir í fjóra kafla: Á þjóðveginum. Ekki þekki ég manninn, Til fundar við ský- lausan trúnað I—IV og Himinn og gröf. Gefa nöfnin vísbend- ingu um viðfangsefni skáldsins, sem eru mannlífið almennt, og kemur það ekki svo mjög fram sem þátttakandi, heldur sem gagnrýninn áhorfandi, stundum dálítið kaldranalegur og napur. Blöð og útvarp flytja okkur fregnir af þjóðamorðunum og nú ber öllum skylda til hluttekningar: svo við rífum úr okkur hjörtun, heingjum þau utaná okkur eins og heiöursmefki og reikum úti góða stimd áöuren við leggjum til svefns á afglöðum okkar og snúum okkur heilir og óskiptir aö draumlífinu. (Liðsinni). Þorsteinn frá Hamri er frem- ur skáld skynsemi en tilfinn- inga, en hann er undir niðri gæddur samúö. Fyrsta ljóð bók- arinnar endar á þessa leið: Sumir þeir sem enn una hér virðast skuggar einir; hæpið að þaðan muni sóknar að vænta; hyggjum þó vel að hinum vinalausu — að nýju Ijósta mig nánd og fjarlægð sálar. Leynir sér ekki, að hér er það sveitamenningin, sem hefur sterk ftök, og kemur það m. a. fram í því, að það eru gangna- menn, sem vonin er tengd viö. En sveitamenn höfum vér íslendingar flestir verið, og er Þorsteini frá Hamri það fullljóst. Hann yrkir napurt kvæði, sem hann nefnir Þjóðina, og leynir sér ekki, að þar er lýsing ó sveitamönnum og hestamönnum að sumbli: Virðist mér þetta nokkuö einkennandi fyrir lífsafstöðu skáldsins — jafnvægi, alvara og vökul vitund um mannssál- ina sem hið eina, er máli skiptir, í fáfengileik hennar eöa angist og einmanaleik. Þorsteinn frá Hamri segir á einum staö: Hinir hálfmyrtu efna til mikils vígbúnaðar. Uppreisnar- eða byltingarskáld mundi hann þó ekki geta talizt. Hann er of mikill neitari til þess að geta sungið halelúja með öðrum, hvort sem það eru byltingarmenn eöa aörir, og sver hann sig að þessu leyti í ætt við Stein Steinarr. Hann er því f eðli sínu ekki maður neins flokks eða kennisetninga — of frjáls, til þess slíkt sé honum eiginlegt. Þorsteinn frá Hamri á sterkar rætur í íslenzkum jarövegi, er innst ínni sveitamaður með hlýjan hug til uppruna síns og hefur tiltækar öðru fremur fs- lenzkar fombókmenntir og þjóð- sögur. Hann ber þungar áhyggj- ur út af íslenzkri menningu og óttast, að hún glatist. Er hann ræðir þau mál, segir hann á einum stað: Menn sem gángandi em hfngað komnir fullir saknaðar setjast að glasi og taka að þylja stökur. Þeir raupa kennt og kliðað landsfrægir drykkjumenn eða pólitískir frömuðir og gera sig mjög digra. Konur sem framhjá gánga fá eingan friö .... Er þetta vissulega harla eft- irminnileg og að mínum dómi snjöll lýsing, þó að deila megi um, hvort hún sé sönn eða sanngjöm lýsing á þjóöinni. En ég sé ekki betur en þama hefði þetta ljóð átt að enda, og er þá komið að öðru atriði, sem ég vlldi gjama minnast á. Mér virðist Þorsteinn frá Hamri stundum ekki takmarka sig nóg. Þessi lýsing á þjóðinni hefur dóm í sér fólginn, og er þaö lesandans að kveða hann upp. En Þorsteinn frá Hamri Framh. á bls. 5 Kannski finna mig þreyttir gángnamenn sem þykjast bera kennsl á mig eins og draumsýn úr liðinni bemsku eða stef úr gleymdu kvæði og grípa mig glaðbeittum huga: mynd sem þeir ekki ætluðu að týna — stef sem nægir þeim til að kimna kvæðið að nýju. Miimi^bTað^kjpsendiTrErrírrrrrrrrrrrrírrrrírrrrrrrrrEHErrrrrrE: ÖRYGGI FYRIR SVEIFLUM? ( 0 Gjaldeyrisstaða þjóðarinnar hefur ( batnað ár frá ári allt viðreisnar- V tímabilið. y 0 Viðreisnarstjórnin tók við 144 mill jón króna gjaldeyrisskuld eftir ,v vinstristjórnina, sneri þróuninni við og náði 1.915 milljón króna gjaldeyrisforða um síðustu ára- mót. 0 Skuldir þjóðarinnar jukust 1960— ij 1966 um 300 milljónir króna, en eignir hennar jukust um 13.000 milljónir króna eða 40 sinnum ( meira en skuldimar. 0 Gjaldeyrisskuld vinstristjórnar- innar gerði það að verkum, að þjóðin var máttvana gegn sveifl- um á verðlagi erlendis. Gjaldeyr- isforði viðreisnarstjómarinnar ger ir þjóðinni kleift að taka á sig áföll af þessu tagi, án þess að grípa til hafta. Q Gjaldeyrisskuld vinstristjórnarinn ar hafði lokað lánamöguleikum ís- lands erlendis. Gjaldeyrisforði vió- reisnarstjórnarinnar hefur endur- vakið lánstraust þjóðarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.