Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 4
I Einvígisseggir Frakklandi Ef það var ekki áður vitað aö Gaston Deferre borgarstjóri Mar- seilles er skapmaður vita það all- margir eftir að hann tók þátt í einvígi við gaullistann René Rib- ere og særði hann á handlegg. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Gaston Deferre tekur þátt í einvígi. Árið 1947 lenti hann í heiftarlegum deilum við þing- mann að nafni Paul Bastid, sem var svo æstur að hann rak Def- erre nokkra löðrunga en það var til þess að sá síðamefndi skoraði hann á hólm á stundinni. Bastid 5Q metrar af bókum til þess að fá gott bókasafn : - Sérkennileg bókabúð i London j helzt aö vera Shakespeare eða • Dickens, út úr neyö Göethe. Með- J an það er álitið vera „smart“, • að hafa franskar bækur á hillun J um em þýzkar bæktrr ekki velp£ séöar. Göethe er þó undantekn-• ing. Proust hafa þær hins vegar ekki þoraö að selja 1 metravís. Annað hvort er hann ekki nógu vinsæll eða þá það, „að hann er eitthvaö út af fyrir sig“, eins og ein stúlkan hefur látið hafa eftir sér. Bækur 1 skinnbandi — 1500 til 5000 kr. meterinn. Þannig hljóð ar auglýsing á gluggaskilti hjá einum fmmlegasta bóksala Lund úna. Það er í tizku núna, að veggfóðra stofuna sína — eða alla Ibúðina — með bókum í hólf og gólf, og stúlkumar fjórar sem allar eiga búðina og ganga allár í stytztu tízkunni græða vel á viðskiptunum. Helzt eiga bækumar að vera bundnar inn I grænt eða rautt skinnband. Ljósbrúnt með rauð- um kili gengur einnig, en það er næstum ómögulegt að losna við svörtu bækumar. Viðskiptavinir stúlknanna biðja um að fá bókasafn innréttað eða það, að þær sjái um að setja eitt hvað fallegt og virðulegt á vegg- ina. Það hefur komið I ljós, að það fara um það bil 50 metrar af bók um í bókasafn, sem maður getur verið þekktur fyrir að sýna. Af þessum 50 metmm á einn metri Fyrir utan lit og metrafjölda krefjast viðskiptavinirnir aðeins þess að þar á að vera ein biblía. Einn af útgefendum Lundúna hefur kallað ungu stúlkurnar, einu heiðarlegu bóksala borg- arinnar — þær láta ekki eins og allir aðrir sem þær séu að selja bækur, sem hafi bókmenntagildi. Sjálfar hafa þær þó viðurkennt að þær séu á höttunum eftir fólki sem kaupi bækur til að lesa þær. Frá Cannes Þaö hafa áður verið birtar hér á síðunni myndir ásamt frásögn um frá kvikmyndahátíöinni í Cannes. Hér er ein til viðbótar og að þessu sinni af Jerry Lewis, skopleikaranum, sem allir hér heima kannast auðvitað vel við. Hann var enginn eftirbátur ann- arra á hátíöinni við að auglýsa þaö, sem er hans sérgrein. skop. Það gerði hann meðal annars með þeim hætti, að þegar hann ætl- aði að bregða sér í laugina og taka 200 metra sprettinn, sér til hressingar og heilsubótar, hafði hann auðvitað varann á og klædd ist froskmannsbúning. kaus skammbyssu, sem einvígis- vopn, sem Deferre var ekki eins flinkur að fara með og korðann og einvígið endaði vel með því að báðir aðilar skutu framhjá. 1 stjómartíð De Gaulle eru ein vígi háð sárasjaldan, en þaö er ekki lengra um liðið en frá þriðja lýðveldinu að einvígi voru daglegt brauð á þinginu þar sem menn skomðu á hólm óðara, ef andstæðingurinn notaði of gróf orðatiltæki eða ef stjórnmálarit- ari var of frekur í skrifum sínum. „Tígrisdýrið", Clemenceau háði ekki færri en 18 einvígi, venju- lega út af hinum fögm frúm, sem hann biðlaði til. Ein þeirra Clara var dansmær við Folies Bergére og hafði lengi verið ástmær Clem enceau, mál sem öll París vissi um. Á meðan stóð hún í því að skilja við eiginmann sinn prins- inn af Chimay, sem var reiðubú- inn að losa sig við konuna, en heimtaði fimmtíu þúsund franka luirlegt, njjj^lag^af Þ^tta ■fannsfcviClemenóéau <ef mikið -af því góöa og málið endaði á blóð ugu einvígi þar sem prinsinn særöi Clemenceau á vinstri hand legg meðan Clemenceau særði prinsinn á hægri handlegg. Venjulega lauk einvígjunum samt án blóösúthellinga eða sem hreinum skrípaleik eins og þegar skáldið Catulle Mandés barðist við þingmann þriðja lýðveldisins átjómmálamaðurinn varð svo hræddur við andstæðing sinn, að hann í miöju einviginu vætti bux umar og hvarf meðan skáldið stóö. eftir bálreiöur, „undir þess um kringumstæðum myndi það vera blettur á heiðri mínum að halda áfram einvíginu hrópaði hánn, lét korðann falla og stakk honum í gegn um sinn eigin fót. .........,/M../,....,/. ,/./,%/'//'/■ ,/ .At.,,....... Sérleyfishafar og náttúruspillar Fólk rak í rogastanz, þegar það heyrði því slegið upp í fréttum, að sérleyfishafi hafi auglýst ferðir um hvítasunnuna custur að Laugarvatni, án þess að tryggja farþegum þeim, sem keyptu farmiða, , rétt til að tjalda á staðnum. Vegna þess, að slæm reynsla er af unglinga hópum þeim, sem flykkjast út úr bænum um þessar stóru ferðahelgar, neituðu bændur unglingum um tjáldstæði. Var þvi bílum sérleyfishafans snúið •rið, og var þvi hersingin skilin eftir í sandgryfju við Þrasta- skóg, að því er fréttir herma. Slíkar fréttir hafa margar raunalegar hliðar, eins og þá, að unglingar skuli hópum sam- an, hvað eftir annað, hafa tök á að ferðast undan agavaldi heimilanna, hlaðin áfengi, út um sveitir landsins sjálfum sér til skammar og öðrum til,- óþurftar og ónæðis. 1 öðru lagi er það furðulegt að sérleyfishafi skuli leyfa sér að auglýsa ferðir og tjajdstæði eftir að viðkomandi landeigend ur höfðu auglýst að tjöldup yrði ekki leyfð. Þykir mörgum, sem sérleyfishafi hafi brotið freklega trúnað þeirra ,sem hann átti að þjónusta, sem vonlegt er Ef aö fréttir þessar eru sannar, ætti slíkt að varöa missi sérleyfis. Auk þess veldur framferði unglinganna miklum náttúru- spjöllum. í forvitnisskyni fór ég i Helgadal, sem er í næsta. ná- grenni Kaldársels, og var að- koman sárgrætileg. Þessi fall- ega kvos var eins og öskuhaug ur, og mun staðurinn ekki .bera sitt barr í sumar, nema stórátak í hreinsun komi til. Fyrir utan bréfarusl, bein, appelsínubörk og niðursuðudósir var glersalli um allt, sem vafalaust getur orðið hættulegur í grassverð- inum síðar í sumar, ef fólk vill njóta sumars og sólar á þess- um stað, en þessi staður hefir um mörg undanfarin ár verið vinsæll áningastaöur. Sérstak- lega gætu glerin orðið bömum að leik skeinuhætt, en fátt virt ist af heilum flöskum, en því meir af glerbrotum. Mátti all- víða sjá að flöskum hafði verið safnað saman og síðan verið brotnar niður meö grjóti, mél- inu smærra. Leit þetta út eins og vettvangur vitfirringa. Ef í framtíöinni verða leyfð tjaldstæði fyrir unglinga, hvort sem það yrði við Hreðavatn, Laugardal eða í Helgadal, verð- ur hreint og beint að taka tjald leyfisgjald af þessu fólki, sem • notað yrði til að hafa eftirlits J menn á eftirsóttum tjaldsvæð- • úm. Þegar þetta fólk yfirgefur l tjaldsvæöi sín yrði það skikkað J til að hreinsa eftir sig, hver af • sínum tjaldstaö, svo að vart J mætti sjá að tjaldað hefði verið. • Taka yrði hart á því, ef upp • kæmist, að flöskur væm brotn J ar viljandi, og brotin skilin eft- • ir á víðavangi, vegna þess, að J glerbrotin eru til stórháska fyr • ir menn og dýr. • Auk þess er þaö bersýnilegt, J að auka verður áróður fyrir nátt • úmvcmd, ef við eigum ekki að e eiga það á hættu, að margir af J vinsælustu gróðurreitum úti í ■ náttúmnni verði skemmdarvörg J um aö bráð, a.m.k. er það ó- • fremdarástand ef unglingar • geta lagt undir sig heil svæði J til næturverka sinna. • • Þrándur í Götu • -Jgg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.