Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 8
8 VISIR . Fimmtudagur 18, maí 1967. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. 1 Þórarínn eðo Steingrímur Framsóknarmenn eru ósparir á trúarjátningar sínar, ( eins og þegar Þórarinn Þórarinsson sagði í lok eld- / húsumræðnanna, að þeir tryðu á íslenzkt framtak. ) Þessir spekingar segja, að það sé vantrú á landið að ) iðnvæða ísland með samvinnu við erlenda aðila, með i) stuðningi erlends fjármagns og erlendrar tækni. Eru \\ íslendingar þá svo miklu lélegri en útlendir, að þeir (( geti ekki samið við þá öðru vísi en semja af sér? #/ Víst er, að þeir menn, sem sömdu fyrir íslands hönd l) um álbræðslu í Straumsvík og um kísilgúrverksmiðju ) við Mývatn, hafa ekki minna traust á íslenzku fram- í taki en trúarjátningamenn Framsóknarflokksins. ( Þvert á móti treysta þeir íslenzku framtaki í sam- // skiptum við erlent og eru nógu framsýnir og raun- )) sæir í trú á íslenzkt framtak að styrkja grundvöll )) framtíðarinnar fyrir æsku þessa lands með hagkvæm- ) um samningum við útlendíngá. Sjálfstæðismenn trúa y því heldur ekki, að það geti orðið íslenzku þjóðinni ( til blessunar að byggja kínverskan múr um landið, / enda þótt það væri gert í sjálfbirgingsskap Fram- ) sóknarþingmanna í trú á landið. ) Báðar framkvæmdimar, álbræðsla í Straumsvík og ) Msiliðja við Mývatn, þótt þær séu unnar í sam- ( vinnu við útlendinga, munu marka tímamót í íslenzkri ( iðnþróun og íslenzkri iðnsögu, og efla íslenzkt efna- / hagslíf. Vitað er einnig, að fyrrverandi formaður ) Framsóknarflokksins reyndi að ná þessu marki í ) samningum við erlend fyrirtæki en tókst ekki. ) Tíminn segir sjálfur, að „glæsilegasta foringjaefni“ ( á íslandi sé Steingrímur Hermannsson, sonur þess ( manns, sem var forustumaður Framsóknar í þrjá ára- ) tugi. Steingrímur var eini Framsóknarmaðurinn, sem ( skar sig úr og vann heils hugar að því, að álbræðsla ( yrði reist á fslandi í samvinnu við og á grundvelli / samnings við útlendinga um kaup á ráforku til stór- ) virkjunar á íslandi. Hvort er nú þetta foringjaefni ) Tímans eða sjálfur Tímaritstjórinn með trúarjátningu ) sína á íslenzkt framtak líklegri til ágætis? ( Engu skal um það spáð hér. En er ekki kominn tími ' til, að Framsókn geri þessa spumingu upp við sig? / Alltaf jafn hissa i Enn er ein hvítasunnuhelgi liðin, en glerbrotin og \{ ruslið eru enn úti um allan skóg. Að þessu sinni urðu H vandræðin minni en oft áður, enda sá aðeins einn / sérleyfishafi ástæðu til að standa fyrir fjöldaflutningi ) ungmenna í trássi við vilja löggæzlu og Laugvetn- \ inga. Hins vegar héldu æskulýðsfélög að sér höndum, ) þótt hér hafi verið um árvissan atburð að ræða. Kom ( þetta þeim á óvart? Hví ekki að skipuleggja varðelda / og bítlatónlist á einhverjum góðum stað? Hvar var / Æsklllýðsráð? } Listir-Bækur-Menningarmál ....................■■■■...... Halldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni. OISTRAKH OG ZSIGMONDI Igor Oistrakh. Það œá segja að Reykjavik sé að fá á sig hálfgerðan heims- borgarblæ a. m. k. stundum því nú undanfarið er einn heims virtúósinn varla horfinn, þegar annar birtist aftur á sviðinu. Að þessu sinni sonur hins fraega Danidas Oistrakhs, Igor, sem þegar er þekktur um allan heim. Það sem fyrst vakti at- hygli mína, var tónn hans, sem er bæði bjartur, mjúkur, en á- kveðinn. Hann er mjög ólikur Zsigmondi, sem hefur dökkan tón, og pabbanum líka, David, sem hefur þykkan og breiðan tón. Hins vegar fer ekki milli mála, að Igor hefur tileinkað sér ýmis einkenni fööur síns, fastmótaðan stíl, sem gæti ekki verið annað en rússneskur. Verkefni hans að þessu sinni voru: Vorsónata Beethovens, Sónata nr. 1 eftir Prokofiev, Chaconne úr Partitu í d-moll eftir Bach og sónata í G-dúr eftir Ravel. Það er óþarft að fjölyrða um leik hans í þessum verkum.því að hann var yfir- leitt svo afburðagóður, að slíkt heyrist hér varla nema einu sinni á mörgum árum. Það mætti e. t. v. segja, að Vorsón- atan hafi verið leikin á full mikinn „virtúósa‘‘-hátt, en hún var engu að síður lifandi I hönd um hans. Undirleikarinn Vse- volod Petrushansky, virtist stundum eins og ekki fyllilega öruggur í Vorsónötunni, en í 1. sónötu Prokofievs kom brátt í Ijós, að þar var mjög örugg- ur undirleikari, því sú sónata er ekkert lamb að leika við. Chaconne Bachs var ieikin eðli lega og mótuð af festu og tals- verðum tilþrifum. Sama má segja um Sóhötu Ravels, sem er samin að nokkru undir á- hrifum jazz-hljóðfalls en þau áhrif má heyra I fleiri verkum hans eins og kunnugt er. í lok- in gat ég ekki stillt mig um að hneykslast á fólki, sem virð- ist ekki mega missa örfáar mín útur til að hlýða á snilling leika aukalög, snilling, sem við eig- um vart kost á að heyra nema örsjaldan. Mér er spurn: til hvers er þetta fólk að koma á tónleika? Ekki getur tónlistar- áhugi þess verið mikill. Þá ber að þakka Tónlistarfélaginu fyr- ir marga góða listamenn í vet- ur, en það hefur staðið sig mjög vel í vali þeirra. En ég vil benda á atriöi, sem stór hluti styrktar- félaga er mjög óánægður með, en það er að bíógestum á þá sýningu, sem næst er á eftir tónleikunum er hleypt inn í for- stofuna áöur en tónleikunum er lokið. Þetta atriði olli stór- hneyksli í vetur, þegar Demus var hér. Þá munaði ekki miklu að nú mundi hið sama ske, því heyra mátti að forstofan var full af krökkum á sýningu kl. 5. Hér verður eitthvað rót- tækt að ske það er ekki hægt fyrir tónleikagesti að horfa upp á fleiri Demus-hneyksli. Þetta er fyrst og fremst léleg stjóm á bíóinu, sem þarf að bæta. Svo að lokum: margir tónleika- gestir og listamenn kvarta und- an litlum krökkum borðandi „Pop-com“ á fremstu bekkjun- um. Það hefur ekki skeð ósjald- an í vetur. Ég veit að hér tala ég fyrir munn margra, því heyrt hef ég raddir um, að ef ekkert verði í þessu gert, segi stór hluti sig úr félaginu. NB. Þetta er ætlað sem vinsamleg ábend- ing en ekki útásetningarkergja. Skemmtilegt sambland img- versks tilfinningahita og vel upp byggð tæknikunnátta — þetta tvennt þótti mér helzt einkenna frábæran leik ungverska fiölu- snillingsins Denes Zsigmondis, er hann lék fiðlukonsert Bart- óks meö Sinfóníuhljómsveit ís- lands undir stjóm Bohdans Wodiczkos þann 11. maf. Þaö mun varla hafa farið fram hjá þeim áheyrendum sem ekki þekkja þetta verk, að það sé svona dálítið erfitt{!). Ég held að fiðluleikurum komi flestum saman um, að þessi fiðlukonsert sé án vafa á lista með þeim erfiöustu. Zsigmondj.. nleysti tæknilega hluti svo vel af .hendi að auðheyrt var, að honum var það jafn tamt og kristnum að fara með „faðir vorið“. Og ekki aðeins tæknierfiði, heldur og túlkun og svo það eitt að halda þessu mikla verki saman f heild, en í þessum atriðum sýndi Zsigmondi yfirburöi. Hann hef- ur aö vísu nokkuð dökkan eða mattan tón, sem líklega má setja á reikning fiðlunnar hans, en ofangreind atriði láta mann jafnvel gleyma slíku. Hið ungverska „tempera- ment“ hans sem mjög er ríkj. í túikun og kemur stundum ó- vænt fram í smá hraðabreyt- Framli á bls 13 Mijmi^bTáíT_kjpsendá’ Ort vaxandi 0 Þjóðarauður íslendinga jókst um 44% árin 1960—1966, viðreisnar- árin. 0 Eignir þjóðarinnar hafa aukizt á þessum tíma um 13.000 milljónir króna, en skuldir hennar ekki nema um 300 milljónir króna. Eignaaukningin er f ertugf öld á við skuldimar. 0 Fjárfesting á íbúa er meiri hér á landi en í nokkm öðm þróuðu landi. 0 Síðustu þrjú árin hefur fjárfest- ingin aukizt um tæp 15% á ári. 0 Hlutdeild atvinnuveganna í fjár- festingunni eykst stöðugt, en hlutdeild hins opinbera minnkar. 0 Fjárfestingin er hér á landi óvenju þjóðarauður? mikill hluti þjóðarframleiðslunn- ar eða um 30%. 0 Hin gífurlega fjárfesting undan- farinna ára hefur birgt landið af tækjum og vélum, þannig að efna- hagslíf þjóðarinnar er miklu bet- ur búið undir að mæta áföllum en nokkm sinni áður. 0 Fjárfesting í verzlunarhúsum, skrifstofuhúsum, gistihúsum og olíustöðvum er aðeins 5% af heild- arfjárfestingunni hér á landi síð- ustu árin. 0 Árið 1967 verður ár mestu fjár- festingar í sögunni. Mun eigna- aukning þjóðarinnar í ár nema 8.000 milljónum króna á móti tæpum 7.000 milljónum króna í fyrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.