Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 9
V ÍSIR . Fimmtudagur 18. maí 1967. „Einkum eru bækur um þjóðleg- VlÐTALl DAGSINS an fróðleik mikið lesnar“ Dræðrafélag Kjósarhrepps er sjötíu og fimm ára um þessar mundir, og hefur þess veriö minnzt með afmælissam- komu fyrir skömmu. Það er nokkuð hár aldur félags utan kaupstaða hér á landi, því að yfirleitt hafa félagssamtök reynzt þar skammlíf; reyndar í kaupstöðum líka, og jafnvel hér í höfuðstaðnum eru telj- andi þau félög, sem starfað hafa óslitið í þrjá aldarfjórð- unga — þótt enginn viti senni- lega með vissu tölu allra þeirra félaga og samtaka, sem hér hefur verið stofnað til á því tímabili og fæst lifað af bams- aldurinn. Nafn þessa sjötíu og fimm ára félags gefur lítið í skyn um tilgang þess eða starfsemi. Sam- kvæmt fy-rstu lögum þess og fundargerðarbókum, sem allar munu enn varðveittar, er það í rauninni fyrsta ungmennafélag- ið sem stofnað hefur verið hér á landi, þvi að öll starfsemi þess hefur lengst af verið í þeim anda, sem síðar einkenndi þau gagnmerku félagssamtök. Lög- um þess samkvæmt, var því ætlað að vinna að menningar og mannúðarmálum innan hreppsins; efla menntun, víð- sýni og félagsþroska meðlima sinna, stuðla að aukinni ræktun og hvers kyns þrifum, og það hafði bindindi á stefnuskrá sinni. í fám orðum sagt — ræktun lands og lýðs, eins og ungmennafélögin orðuðu það síðar. Það hélt málfundi á hverj- um vetri lengi vel, og það kom á fót mjög góðu og vönduðu bókasafni. Auk þess gaf það út skrifað sveitarblað, „Vekjar- ann“, um ára bil, en því miður eru aliir árgangar þess glataðir. Og þótt það nefndist „Bræðra- félag“, var konum heimil þátt- taka, hvað þær og notfærðu sér, og á tímabili mun flest fullorðið fólk í sveitinni hafa verið þar félagsbundið. Það var í tilefni af þessu merkisafmæli, að viö brugðum okkur upp að Neðra-Hálsi í Kjós, og áttum tal við núver- andi formann Bræðrafélags Kjósarhrepps, Odd Andrésson, alþm. Á undan samtíð sinni — Hverjir voru aðalhvata- menn að stofnun þessa merki- lega fétagsskapar, Oddur — því að ekla mun ofsagt, að það hafi verlð nýstárlegur og merkilegur félagsskapur í þann tið? — Það er óhætt aö fullyröa það. í rauninni hefur það sér- stöðu i sögu félagssamtaka hér á landi, fyrst og fremst þess vegna og svo vegna aldurs síns. Aðalhvatamennimir voru þeir séra Þorkell Bjarnason, prestur að Reynivöllum, og Eggert Finnsson að Meðalfelli, en Egg- ert hafði á sínum tíma dvalizt í Noregi viö búnaðarnám. Þeir fengu ýmsa unga menn í sveit- inni til liðs við sig. Meöal þeirra var faðir minn, Andrés Ólafs- son, sem sat í fyrstu stjórn þess. ODDUR ANDRÉSSON, alþm. bóndi að Neðra-Hálsi í tvíbýli við Gísla hreppstjóra, bróður sinn. Oddur hefur gegnt marg- háttuðum félagsstörfum í sveit- inni, m. a. verið formaður Bræðrafélags Kjósarhrepps síð- asta áratug. Séra Þorkell Bjamason hafði mikinn áhuga á aukinni alþýðu- menntun, eins og bezt má af því sjá að hann gekkst fyrir stofnun heimavistarbamaskóla rúmum áratug áður en þetta félag var stofnað, og var svo til ætlazt að börn dveldust þar við nám tvo síðustu veturna fyrir ferm- ingu, bæði piltar og stúlkur. Sannar það hve langt séra Þor- kell var á undan samtíð sinni — svo langt, að ýmsir áttu örö- ugt með að verða honum sam- ferða, hvað varð m. a. til þess að skólinn starfaði ekki nema um áratug, en hann mun fyrsta stofnun sinnar tegundar í sveit hér á landi. Þótt hann starfaði ekki lengur, gætti áhrifa hans langan aldur í sveitinni, því aö nemendur reyndust hafa sótt þangað hollt veganesti þekking- ar og þroska, sem entist þeim alla ævi og þeir miöluðu öðmm drjúgum af á lífsleiðinni. Til þess var m. a. tekið hve margir nemendur þaðan skrifuðu fall- ega rithönd og rétt og fallegt mál, eins og enn má sjá af sendibréfum, fundargerðum og öðru sem varðveitzt hefur eftir þá. Nú — og Eggert Finnsson hafði dvalizt I Noregi, og ef til vill kynnzt þar svipuöum sam- tökum, þótt ekki séu heimildir fyrir því. Fyrsta ungmennafél. á Jandinu — Og stefnuskrá félagsins? — Það má segja, að hún hafi verið söm og ungmennafélag- anna siðar, bæði að anda og í framkvæmd. Þetta var félag. sem átti að vinna að alhliöa menningar- og mannúðarmálum í sveitinni, í fám orðum sagt. Og einmitt þess vegna, hve það starfaði á líkum grundvelli og ungmennafélögin, var ung- mennafélag stofnað hér mun síðar en í nærliggjandi sveitum, t.d. í Mosfellssveitinni. Vert er og að geta þess, að samkvæmt lögum og anda félagsins, átti mannúðin einnig aö ná til búpen ings og annarra dýra og er þvi ekki ósennilegt aö þarna sé fyrsti vísirinn að dýravernd í fél agssamtökum hér á landi. Þá átti félagið að efia menntun meölima sinna og lá því beinast við að það kæmi sér upp bókas. og var bráður bugur undinn að stofnun þess og varð það brátt mikið og gott á þeirra tíma mælikvarða og mikið notað af félagsmönn- um. Félagið gekkst og fyrir málfundum á vetrum, og voru þeir fyrst haldnir heima á prestsetrinu, en eftir að „þing- hús“ var reist í hreppnum, flutt- ist sú starfsemi þangaö, enda var það á kirkjustaðnum. Loks gaf félagið út skrifað félags- blaö, „Vekjarann", og segir það nafn nokkuð til um félagsstarf semina. — Hefur-það-blað varðveitzt? — Því miður ekki. Ég man að ég sá eintak af því í bóka- safninu þegar ég var unglingur, en nú fyrirfinnst ekkert eftir af því, svo vitað sé. Þar hefur Sr. ÞORKELL BJARNASON, aðalhvatamaöur aö stofnun Bræðrafélags Kjósarhrepps. Fæddur að Meyjarlandi í Skaga- firði 18. júli 1839. Prestur að Mosfelli í Mosfellssveit 1866— '77, er hann fékk vcitingu fyrir Reynivöllum í Kjós, sagöi af sér embætti aldamótaárið sök- um vanheilsu, og lézt í Reykja- vík áriö 1902. Þingmaöur Gull- bringu- og Kjósarsýslu, 1881— '85, konungkjörinn 1893—1899. Samdi fyrsta heildarágrip af sögu íslands, sem lengi var not- að við sögukennslu í Lærða- skólanum og fjölda lengri rit- gerða um sagnfræði og atvinnu- mál og ísl. þjóðhætti. Til marks um hve hann var um margt á undan samtíð sinni má geta þess, að hann hóf fyrstur manna tilraunir með laxaklak hér á landi, og fékk hingað til þess norskan mann nokkru fyr- ir aldamót. Sér enn rústir af kofa þelm á Reynivölium, sem byggður var yfir laxaklakið. týnzt ómetanlegur fjársjóður margvislegra heimilda um við- horf »og hugsunarhátt hrepps- manna í þann tíö. Auk þess er vitaö að séra Þorkell reit marg ar greinar í þaö blað og um margvísleg efni, og er mikil eftirsjá, að þær skuli vera týnd ar, slíkur fræðimaður og áhuga maður sem hann var. Útgáfa þess mun hafa hafizt strax á fyrsta starfsári félagsins, aö þvi er ráða má af fundargerðum þess sem allar hafa varðveitzt, sem betur fer. — En hvaða áhrif hafði stofn un ungmennafélagsins í hreppn- um svo á starfsemi Bræðrafél- agsins? — Hún hafði óhjákvæmilega þau áhrif, að menningar- og mannúðarmálastarfsemin færð ist að miklu leyti yfir á það, en félagiö sérhæfðist meira í sambandi við bókasafnið og starfsemi þess. Eins og ég gat um, varð þaö safn brátt mikið og gott, og efldist síðan stöðugt. Þótt nokkuð margar af þeim bókum, sem fyrst voru keyptar í safnið, hafi veriö lesnar upp, ef svo mætti að orði komast, er enn til nokkuð af bókum einjtum tímaritum, sem það eign aðist á fyrstu starfsárunum. Á síðari áratugnum hafa svo verið stofnuð mörg og margvísleg fé- lög, en svo yfirgripsmikil var stefnuskrá og starfsemi Bræðra félagsins, að heita má að öll þessi félög, séu sérhæfing á viss um starfsþáttum þess. Jafnvel kvenfélagið — því að konur voru líka virkir þátttakendur í starfsemi þess og félagsmeðlimir — og skógræktarfélagið á viss- an hátt, því að Bræðrafélagið hafði ræktun landsins á stefnu- skrá sinni, ekki síður en mann- fólksins. Heillaríkra áhrifa frum- herjanna gætir enn — Telurðu að áhrif Bræðra- félagsins — eins og það var — gæti enn óbeinlínis í sveitinni? — Hiklaust. Það hefur á- reiðanlega orðið til þess að efla mjög félagsþroska hreppsbúa, og þess gætir enn. Blómlegt félagslíf e.r meðal annars það, sem Heldur ungu fólki í sveit- inni. Og viö þurfum ekki að kvarta yfir flótta æskunnar héð- an umfram þaö, sem eðli- legt er að ungt fólk leiti mennt- unar og starfa annars staðar. íbúatalan hefur haldizt nokkuö svipuð sfðustu árin. Hér eru margir ungir bændur, sennilega um fjórði hluti búenda, kvæntir ungum konum. Tvær jarðir mega kallast hafa fariö í eyði, en önnur þeirra fór í eyði af hemaðarlegum ástæðum, ef svo mætti segja, snemma á hernáms árunum — Hvítanesið — en hin er nytjuð af búendum á annarri jörð. Þar á móti hafa svo risið hér að minnsta kosti þrjú nýbýli, svo við gerum öllu betur en að standa i stað. — Við minntumst í uppháfi á að hér heföi verið starfræktur heimavistarskóli nokkru fyrir síðustu aldamót. Og nú er hér aftur starfræktur slfkur skóli í hinum myndarlegustu og ný- EGGERT FINNSSON, óöalsbóndi að Meöalfelll, annar aðalhvatamaöur að stofnun fé- lagsins. Fæddur aö Meðalfelll i Kjós 28. aprfl 1852; dáinn 26. jan. 1946. Lauk prófi frá land- búnaöarskólanum í Stend í Noregi 1882; gerðist frumherji í búnaðarháttum er heim kom, hóf m. a. fyrstur manna verkun votheys 1883, og var á undan samtíð sinni um notkun véla við ræktun og heyskap. Eggert var fióröi maður frá Magnúsi lögm. Ólafssyni að Meðalfelii, hálfbróður Eggerts Ólafssonar úr Svefneyjum, og bar nafn þaðan. tfzkulegustu húsakynnum. Hvað er aö frétta af skólamálunum? Þú ert skólanefndarformaður .. — Já, og það er ærið töm- stundastarf, ef kalla mætti það svo. Skólahúsið hefur verið f byggingu í nærri tvo áratugi — en bygging þess var hafin nærri mannsaldri eftir að heimavistar skóli sá er séra Þorkell var hvatamaður að, hætti aö starfa og sýnir það enn hvaö Kjós- verjar voru þá á undan samtfö sinni. Mitt sjónarmið er og hef- ur verið það, að við eigum að leitast við að notfæra okkur þéttbýlið í Mosfellssveitinni og koma þar upp gagnfræðaskóla fyrir þessi sveitafélög. Að und- anfömu hafa börn héðan lokið þar skyldunáminu, seinni vetur inn. Að Brúarlandi hefur verið starfræktur gagnfræðaskóli i vetur. En hér f sveitinni verður aldrei það fjölmennt, aö viö get- um starfrækt hér framhalds- skóla, kostnaðarins vegna, og því tel ég að við eigum að leita þar samvinnu við Mosfellssveit- armenn. — Hvað um sameiningu hrepp anna? Hefur hún komizt á dag- skrá? — Sýslumaður hefur haldiö fund með fulltrúum allra hrepp- anna þriggja um málið. en það tekur alllangan tfma að athuga það. Ég tel að þaö hljóti að draga að sameiningu þeirra að einhverju leyti, hvemig sem það fyrirkomulag verðu*-, en það á sennilega nokkuð langt í land enn og þörf og aðstæður verða að segja til um það. — Þú minntist á að skólafor raennskan væri ærinn starfi í tómstundum og umsvifamikl- ura búrekstri. Mér skilst að þú hafir og haft annan starfa f tóm- Framb á bls 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.