Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 20. maí 1967. 3 . F - : - - . ■ -K Stutta tízkan í algleymingi -K Lundúnatízkan, sem við köll- um einfaldlega „stutta tízkan“ er í algleymingl í Reykjavík og víðar um land. Stúlkur, á öllum aldri, stelpukrakkar og mæður, ganga I pilsum og kjólum með faldinn 10—25 sentimetra fyrir ofan hné. Þegar faldhæðin er komin upp í 30 sentimetra, eins og hún ku vera í einstaka til- fellum, aðallega á stelpukrökk- um, er pilsið ekki oröið breið- ara en belti. Skólastelpurnar i barnaskólum og gagnfræðaskól- um hafa keppzt viö að breyta alls kyns pilsum og kjólum i stuttu tízkuna. Sumar telpurnar eru sagðar fara að heiman i venjulegum pilsum, cn á leiðinni brjóta þær svo upp á strenginn og sjá — stutta tízkan — 30 cm. Þá er hægt að sýna sig í skól- anum. Fyrir þremur árum brauzt stutta tízkan út um Lundúna- borg eins og sinubruni. Faldarn- ir ruku upp, i milljónatali um alla borgina. Stutta tízkan sást ekki í Reykjavík svo teljandi væri fyrr en fyrir hálfu öðru ári, þá ósköp skikkanlega, þótt ýmsir væru að fetta fingur út í fyrirbæriö. En s.l. haust tók fyrst í hnúkana, hver einasta smátelpa var búin að stytta pilsin sín upp úr öllu valdi og þannig klæddar setja þær nú svip sinn á borgina um þessar mundir. Sannast aö segja fer þeim stutta tízkan misjafnlega vel. Og þaö sem einkum gerir marg- ar telpur afkáralegar er þaö að þær hafa breytt pilsum, sem alls ekki er hægt að breyta í sam- ræmi við stuttu tízkuna svo vel sé. En á meöan allar stelpurnar í bekknum eða í sjoppunni eru i stuttu tízkunni eru góð ráð stundum dýr. Ekki létu áhangendur stuttu tízkunnar hina ómildu veöráttu liðins vetrar hafa minntsu á- hrif á sig. Mátti sjá telpur og ungar stúlkur í stuttum pilsum, helbláar á hnjánum, æða um göturnar. Þær geta stikað stór- um, því ekki eru pilsin skref- lengdinni tii hindrunar. Göngu- lagiö hefur þess vegna í mörg- um tilfellum breytzt, og ekki til bóta. En þegar bezt iætur er stutta tízkan ekki lakasta tízkan sem fram hefur komið. Sumar stúlk- ur ættu aldrei að klæðast öðru en stuttu tízkunni. En þær stúlk- ur eru áreiðanlega í minnihluta. Þess vegna virðist þessi tízka hafa gengið út i öfgar hér ekki síður en í Lundúnaborg, þar sem hún beinlínis breytti yfirbragöi borgarlífsins. Þær eru eflaust jafnöldrur, en aðeins önnur þeirra klæðist stuttu tízkunni. Stutt pils, há stígvéi, ennistopp- ur ofa i augurn, hárið laus- lega greitt og flaksandi — ai- geng sjón á götum Reykjavíkur. MYNDSJ ^fsís Dæmigerð stúlka á skólaaldri, klædd stuttu tízkunni. Hún gengur með pokann sinn í fanginu. Pilsið er sennilega ekki nema 15—20 cm fyrir ofan hné, og það þykir ekki glannalega hátt. En samt nokkuð hátt. (Ljósm. Vísis, B. G.). Það er auðvelt aö stika stórum i stuttum pilsum. Þessar æöa niður Laugaveginn og farr mikinn, því að það er kalsaveöur. Nýjasta útlitið, „Twiggy-útlitið“, er einkennandi á stúlkunni, sem er fram- ar á myndinni. Útlitið er kennt við Twiggy, táninginn, sem er orðinn frægasta tízkusýnigarstúlka veraldar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.