Vísir - 22.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 22.05.1967, Blaðsíða 8
L VlSlR . Mánudagur 22. maí 1967. ■■■■HHMBHBaBHHHHaCS Um þessar mundir er þjálfunS> flugáhafna og vélamanna á loka- stlgl hjá Flugfélagi Islands fyrir komu þotunnar til landsins. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dög- um í Seattle, þar sem flugmenn og vélamenn eru að skoða Pratt & Witney þrýstiloftshreyfil, eins og þann, sem verður í Boeing-þotu F.f. Námskeiðið stendur f 19 daga, alls 114 kennslutimar. Á myndinni eru frá vinstri: i Hammond, kennari skólans, Sigurð- ur Guðmundsson og Einar Sigur- vinsson, vélamenn (krjúpa á mynd- inni). Standandi, frá vinstri, Gunn- ar Frederiksen, flugstj., Þorsteinn E. Jónsson, flugstjóri, Gunnar Berg Bjömsson, flugmaður og Halldór Hafliðason, flugmaður. Skeyfa engti — Framh. af bls. 12 manni leigubifreiðarinnar aö hemla og stöðva bifreið sína, þegar hann varð var mannsins á gangbrautinni. Snögg viðbrögö afstýrðu slysi þama, en ef þessu háttalagi bif- reiðastjóra heldur áfram, verður þess ekki langt að bíöa, að þarna veröi slys einn daginn. Vörusýning — ' Framh. af bls. 12 annars trésmíðavélar og Tra- bant og líkön af skipum sínum, en þeir hafa eins og kunnugt er smíðað marga báta íslend- inga. Ungverjaland kynnir sportvör ur sínar, eldhúsvaming, sæl- gætis- og matvælagerð. Fallegur kvenfatnaöur, pelsar o. fl. er þar einnig til sýnis. Sýningin er mjög viðamikil og veröur varla lýst svo tæm- andi veröi. Verða menn að fara og sjá hana til þess að öölast rétta mynd af því, sem þarna er á boðstólum. Ævinfýri — Framh. af bls. 7 var mjög góöur eins og undir flest fjölbýlishúsin og raöhúsin. — Þeir Dalalandsmenn lentu á klöpp og þurftu aö sprengja í grunninum fyrir tveimur stiga- göngum, sem kostaöi þá hátt á annaö hundraö þúsund króna. — Þeir hafa leitaö eftir sam- vinnu við aörar blokkir um efn- iskaup t. d. glugga og gler. Herbergi óskast Herbergi óskast fyrir erlendan íþróttaþjálf- ara í 6—7 vikur, æskilegt að morgunverður geti fylgt. Uppl. í síma 15583. f raöhúsunum við Geitland hittum viö þrjá eigendur af sex í raöhúsaröö, sem hafa slegið sig saman um margvíslegar framkvæmdir. Þeir sögöu okkur að mjög aigengt væri, aö raö- húsaraöirnar sameinuðust að meira eða minna leyti við verk in, en raðhúsin eru í 2—7 húsa samstæöum. T einbýlishúsunum neðst í hverf inu var minna um að vera um kvöldiö en annars staðar. Við hittum þó fyrir í einu hús- inu Pétur Gfslason verkamann hjá Afuröasölu SÍS, sem var að vinna við að slá upp fyrir hæð- inni í húsi sínu, meö aðstoö bróöur síns, sem er trésmíða- meistari. — Þaö er ekki laust við aö svolítill „viðreisnarhug- ur“ kæmist í okkur að hitta fyr- ir verkamann, sem byggir sér einbýlishús í hverfi, sem án efa verður eitt vinsælasta og dýr- asta hverfi í borginni þegar fram líöa stundir. — Þetta verð- ur aö teljast tímanna tákn. T7"ið sáum ekki ástæöu til ann- ’ ars en bjartsýni, þegar við höfðum lokið ferð okkar um hverfiö. — Undirbúningur allur af hálfu borgaryfirvalda í þessu hverfi er til fyrirmyndar, enda hefur aldrei verið vendilegar unnið viö skipulagningu nokk- urs hverfis áöur. — Þrem arki- tektum þeim Manfreö Vilhjálms synj, Guðmundi Kr. Guömunds- syni og Gunnlaugi Halldórssyni var falið aö skipuleggja hverfið niöur í smáatriði og veröur ekki betur séö, en að þeim hafi far- izt þaö vel úr hendi. — ÞaÖ er ekki tóm til aö lýsa skipulaginu að þessu sinni, en vonandi gefst tæfeífaeri seinna tíl að gera skipwlaginu skil hér í blaðinu. — Nokkurrar gagnrýni gætti um tíma í vor vegna þess hve djúpt reyndist niður á fast und- ir nokkrum einbýlishúsum og raö húsum, en ekki varð annaö skil iö á þeim, sem viö hittum í gær og höfðu fengið slíka grunna en aö þetta vandamál heföi leystst betur en á horfð- ist. Sérfræðingar — Framh. af bls. 1 fyrir nema að litlu leyti áður en þeir haida héðan, næstu daga. Ferða lagi þeirra um verstöðvamar mun væntanlega ljúka í dag og koma þeir til Reykjavíkur í kvöld. Á morgun munu þeir ræða við íslenzka aðila um ferðalag sitt og kynna þeim bráðabirgðaálit sitt á möguleikum þeim sem þeir hafa verið að kanna hér. Skeifur i BORGIN Framh. af bls. 1 fara skeifumar í gegnum tvo valsa, en þar næst er byrjaö aö beygja þær í vaffbeygju og sfðan er táin brett upp til þess að skeifurnar detti síður undan. Síðan er byrjað aö setja götin á skeifurnar hægra og vinstra megin. Svo er settur lítill hnall- ur á hælinn báðum megin. Svo er skeifan beygð, lamin í fall- hamrinum og fer svo í fullnað- argötun og að lokum er hún skröpuð og teknar af henni gráö ur og þá er hún tilbúin undir hestinn. — Hvaö kemurðu til með að framleiða mörg númer fyrir ís- lenzkan markað? — Á að gizka 14 stærðir í allt, á framfætur og afturfætur, en í raun og vem er um sjö aðalstærðir að ræða. — Þú fékkst vélamar frá Danmörku? — Verksmiðjan sem ég fékk vélamar frá, hefur veriö starf- andi frá árinu 1884, en að sjálf- sögðu hefur vélakosturinn veriö endurnýjaður. Sonur minn, Jó- hannes, fór utan með mér til að læra á vélamar, í desember síðastliönum, en hann hefur að- stoðað mig við að stilla vélarn- ar. — Hvað getið þiö framleitt stórar skeifur? — Allt frá skeifum undir hina stóru dönsku dráttarhesta og niður í hina litlu íslenzku hesta. Viðurkenning fyrir fagra garða endurvakin Borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum nýlega að endurvekja þann sið, að veita eínstaklingum og fyrirtækjum, sem skara fram úr við aö auka fegrun borgarinnar sérstaka viðurkenn- ingu. — Gunnar Helgason flutti til- löguna og hafði framsögu um mál- ið og var tillagan sambykkt einu hljóði. BELLA „Þér getið treyst því, aö ef við finnum einmitt þennan skó, sem ég er að leita að, verðið þér í það minnsta jafn feginn og ég verð“. VEÐRIÐ í DAG Hægviðri. Létt- skýjað. Hiti 7-10 stig í dag, en 2-4 í nótt. BRUNI — Framh. af 1 bls. staddur, var óttazt, að súrkútar væru geymdir í öðrum bragg- anum og því hætta á sprengingu en svo mun þó ekki hafa verið. Um upptök eldsins, sagði Magnús Eggertsson hjá rann- sóknarlögreglunni - morgun: Tveir menn voru að vinna í ryð- vamarverkstæðinu og var arinn notaður til aö brenna ýmsu drasli. Á gólfinu var hrúga af olíurökum tvisti og mun neisti hafa hrokkið í hana, en gólfið. blautt af olíu varð þegar eitt eldhaf og varð ekki við neitt ráðið. Eidur komst í tunnu með steinolíu og hálfa tunnu af tectyl-ryðvarnarefni, en heilli tunnu var bjargaö út. msa^ssssessíEm’m K.S.I VALUR Laugardalsvöllur K.R.R. í kvöld kl. 8.30 leika skozku snillingarnir Hearts gegu hianúsmkiisnim Vals Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 100 Börn kr. 25. Stæði kr. 75. V A LUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.