Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 3
V l'S’I R . Míðvikudagur 24. maí 1967. 3 Loftur í Grímsstaðaholtinu (Erl. Gíslason magnar upp þann gamla (Róbert Amfinnsson) í tilrauna- stofu sinni. KMnk-klínk-kómedía í tveim þáttum er síöasta verkefni Þjóð leikMssins á þessu leikári, en söngleikurinn, sem nefnist Homakórallinn verður frum- sýndur í kvöld. Skilgreiningin klínk-klínk-kómedía er frá höf- undunum komin en þeirra fyrstan má telja Odd Bjömsson leikritaskáld, Leif Þórarinsson Fulitrúar blaðanna mæta svo merku fyrirbæri sem djöflinum á bla ðamannafundi. Móðir Lofts (Þóra Friðriksdóttir) verður vör við að áhrifamiklir atburðir em að gerast í herbergi sonarins. Djöfullinn færist allur í aukana eftir uppvakninguna og tekur brátt völdin á heimilinu' Frá vínstrl: Disa (Sigríður Þorvaldsdóttir), Loftur, móðirin og hinn gamli. KLÍNK - KLÍNK - KÓMEDÍA tónskáld og Kristján Árnason. Er leiktextinn eftir Odd, tón- listin eftir Leif og söngtextarn- ir allir eftir Kristján. Oddur er þegar þekktur sem fruml. leikritahöfundur af Jóð- lífi, Köngullónni, Partý, Fram- haldssögu og Amalíu. Lætur hann gamminn geysa í þessu nýja leikriti sínu, sem 16 leik- arar koma fram í auk sjö þokka- dísa. Aðalpersónurnar í söng- leiknum, sem er fyrst og fremst söngieikur en með ívafi þjóð- félagsádeilu eru Loftur á Gríms- staðaholtinu, djöfullinn, sem Loftur uppvekur og gerist all- umsvifamikill á heimilinu. móð- ir Lofts og Dísa. Af pe'rsónunum má ráða, að höfundur hefur að sumu leyti haft annað leikrit, Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar, í huga þótt söngleikurinn fjalli um eina aðalpersónuna, djöfulinn, á allt annan hátt en í hinu fyrrnefnda enda þjóðfélag og aðrar að- stæður á annan veg og jafnvel verri að dómi höfundar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.