Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 4
 T Bardagafús hermaður í amer- íska hernum í Vietnani á nú yfir höfði sér að vera dreginn fyrir herrétt. Sök hans er sú, að hann hefur svindiað sér í herinn á fölskum forsendum. Hann notaði nafn bróður síns, sem er yngri, til þess að láta inn- rita sig í herinn, 35 ára gamáll. Hann hafði áður þjónað í hern- um í Kóreu, Þýzkalandi og Jaþan Einhver kona hringdi í dauðans of bcð: ‘M sýslumannsins í San Jose' í K .omíu og tilkynnti honum, að hún héldi að sprengju hefði verið komið fyrir undir bekk við strætisvagnabiðstöð eina þar. Sýslumaðurinn ók í loftinu á staðinn, kom auga á böggulinn og lyfti honum upp með mestu varkárni. Á lokið var skrifað: „Gjörið svo vel og takið að yður kanínuna mína. Ég hef nægilegt fé milli handa til þess að sjá fvrir móður minni og mér, en ekki fvrir kanínunni. Ég veit að bér munuð ekki meiða hana. Hún 'ieitir Mjallhvít. Með kærri þökk“ Inn í bögglinum var ... kanína '■■g nokkrar gulrætur. Tveir hættulégir tugthúslimir, Malcolm Christensen 34 ára og Hally McClelland 32 ára sluppu úr fangelsi í Baltimore í Maryland fvrir nokkru. Malcolm var að af- olána 97 ára fangelsisdóm, Harry hafði fengið 30 ár. Sluppu þeir út eftir að þeir höfðu yfirbugað tvo "'■ngaverði og tekið gísl með sér. Þeir voru komnir alla leið til Dennsylvaníu, þegar þeir loksins "áðust. Höfðu þeir bundið stol- :n skrásetningamúmer á bifreið- :na, sém þeir óku, í stað þess að uo1ta þau á. Lögreglumaður nokkur þar i "■dki veitti því eftirtekt að númer : i löfðu niður og stöðvaði bifreið ma, til þess að géra ökumannin- um viðvart. Þar með var leiknum ’okið. >f * Yngri bróðir Sean Connery leikur í njósnamynd 7* Tveir forhertir þorparar, dulbúnir sem Arabar, hyggjast ráða Neal úr vegi, en... Verður litli bróðir njósnari, 008? Nýr keppinautur hefur nú bætzt i hóp allra James Bondanna sem skapaðir hafa veriö. Þessi nýja kvikmyndahetja, sem leikur aðal- hlutverkið í ensku njósnamynd- inni „ O. K. Connery", heitir Neal Connery og er enginn annar en yngri bróðir Sean Connery þess, sem lék 007 í Bondmyndunum. Neal Connery, sem er iafn hár og heröabreiður og stóri bróðir er 28 ára gamall, kvæntur og á tvö börn. Hann hefur komið víða við og fengist við alls konar vinnu áður en honum bauðst sitt fyrsta hlutverk í kvikmyndum. Vafa- laust á hann tilboðið að þakka hinni miklu frægð bróður síns. Engin hætta er á því, að þeir bræöumir komi til með að keppa um væntanleg hlutverk, því Sean Connery er orðinn þreyttur á að leika njósnarann 007 og hefir jafn framt sagt, að hann muni ekki leika í fleiri kvikmyndum næstu árin. Fyrsta kvikmynd Neals Conn- ery er tekin í Tangier í Norður- Afríku og vegna auglýsingagild- isins, sem það hefur f för með sér leika í myndinni margir þeirra leikara ,sem menn minnast úr kvikmyndunum „Með ástar- kveðju frá Rússlandi", „Doktor No“, og fleirum. Eftir myndunum að dæma virð ist Neal ekki vera neinn eftirbát- ur bróður síns i áflogum við glæpa- og njósnalýð. ... hann hefur séð allar myndimar með stóra bróður og lætur ekkert koma sér að óvörum. Með nokkrum vel völdum höggum afvopnar Neal leikandi létt þorparana tvo. Unglingamir og dráttarvélamar Sjónvarpið á þökk sldlið fyr- ir að sýna þátt um notkun dráttarvéla en Sigurður Agústs son erlndreki Slysavamafélags- ins ræddi um ýmsar varúðar- reglur. Þátturinn hefði bara mátt vera meira lifandi, en vafalaust lærist það af reynslunni, því að bér er um brýnt slysavam- armál að rseða, sem einmitt var rétti tímhm tll að taka upp nú, þegar unglingamir eru um það bil að flykkjast í sveitimar. Þarna fór Slysavarnafélagið og Sjónvarpið vel af stað, og það er einmitt að þessu leytí, sem Sjónvarpið hefur mikla þýð ingu. Og reynslan mun vafa- laust kenna Slysavamafélags- mönnum að búa slfka þætti í áhrifameiri búning svo að þelr hæfi betur 1 mark, Þessir sömu aðilar þyrftu að útbúa nýjan þátt um sama efni áður en of langt lfður, þvf hér yfir. Að loknum prófum er hlýtt gamalli hefö og farið í skóla- ferðalög. Ég var að ræða við fjórtán ára gamlan kunningja minn, sem var að koma úr sagði að sér væri sama hverju ég tryöi. Það haggaði engu um sannleikann. Ég spurði hann hvort kennaramir hefðu orðið varir við óreglu unglinganna, en er um brýnt og tímabært efnl að ræöa, því að góð vísa er ekki of oft kveðin. Reykingar unglinga Nú er prófunum víða að ljúka en annars staðar standa þau skólaferðalagl. Hann sagði að þrfr fjórðu nemendanna hefðu reykt í ferðalaginu, leynt eða ljóst. Og meira að segja tveir strákar hefðu verið svo „stórir karlar“ að hafa með sér bland í flösku. Ég efaði að frásögn hans gæti verið sönn, en hann hann taldi að þeir hlytu að hafa orðið varir við reyklngamar, enda hefðu þær verið svo al- mennar. Þó átöldu kennararn- ir ekki þennan ósið nemenda sinna. Mér finnst óhugnanlegt að reykingar skuli vera orðnar svo almennar sem raun ber vitnl. Ég vil beina þeim tilmælum til Sjónvarpsins, að það endurtaki sýningu á fræðslumynd um skað semi reykinga, sem sýnd var fyrr í vetur, eða aðra slík? mynd, ef til er. Mynd sú sem sýnd var, hafðl tímabæran boðskap aö flytja, og bað virðist vera þörf fyrir meiri áróður gegn reykingum unglinga. Vafalaust er of lítið gert í skólunum gegn reykinga- bölinu, og stúkurnar gera hreint ekki neltt. eða a.m.k. verður almenningur lítið var við það. Einmitt á slíkum sviðum, sem nefnd hafa verið, gegnir Sjón- varpið hvað mestú menningar- legu hlutverkl. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.