Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 24. maí 1967. IgwgSíííííft; SpjssSlað við níu nc:*?ndur sem Sjúku námi frú LeikEisturskólu Leik'TéSssgs Reykjuvíkur rT'JARNARBÆR hefur sál eins o'g sennilega öll önnur hús viö Tiörnina, — að minnsta kosti lilýtur hann að hafa feng- ið einhverja aðkenningu af nervösiteti, eftir að hafa hýst tuttugu og þrjá leiklistarmenn heilan vetur. Þar hafa ýmsar háfleygar setningar leikbók- menntanna smogið inn f vegg- ina. Þar hefur ungt fólk æft frá morgni til kvölds, haft yfir texta hinna og þessara leik- verka, reynt að gæöa þau til- finningu og lifi. Leiklistarskóli Leikfélags Reykjavikur útskrifar að þessu sinni níu nemendur og er það fjölmennarl hópur en skólinn Innlifun undirstaðan. Daníel Vilhjálmsson hefur einnig leikiö meö leikfélagi úti á landi. Hann er frá Ólafsfiröi og lék þar í nokkrum sýningum áður en hann fór í skólann. — Það er ákaflega mikils virði aö kynnast leikhúsi, segir Daníel, að vita hvaö leikhús er, ef nemandi lærir það í skóla þá er það allnokkuð. — Nú hafið þið fengið tæki- færi til þess að taka þátt í sýn- ingum, hefur það ekki kennt ykkur margt? — Vissulega. Sérstaklega að sjá hvemig sýningar verða tii, þróast til frumsýningar. Þar sem „nervösítetið" hrísSast um veggina hefur nokkru sinni sent frá sér. — Næsta vetur mun ekki eiga að bæta við nýjum nemendum, en f vetur voru sjö nemendur í byrjendadeild og sjö á öðrum vetri, en skólinn er þrír vetur. Visir brá sér einhvem síðasta prófdaginn niður í Tjamarbæ til þess að spialla við leikarakandi- datana um námið, lífið og leik- listina. Leiktúlkun og hjáipar- fög. Sumir nemendanna, sem út- skrifast í ár voru ekki allsendis óvön sviðinu þegar þau komu í skólann. Arnhildur Jónsdóttir lék til dæmis með Leikfélagi Kópavogs áður en hún byrjaði í skólanum. Hún er húsmóðir i Kópavogi og hefur því haft nóg við tímann að gera í vetur. — Ja, ég á orðið þaö stór börn að það er ekki erfitt að komast frá þeim, segir Arnhild- ur, þegar við spyrjum hana, hvemig henni hafi gengið að samræma leikskólann heimilis- síörfunum. — Þau hafa verið ákaflega skilningsrík. — Hvernig er náminu hagað, þið lærið margar námsgreinar? — Það er náttúrlega mest á- herzla lögð á leiktúlkun. Helgi Skúlason og Gísli Halldórsson hafa veitt okkur tilsögn i henni í vetur. Tímarnir eru þrisvar i viku, frá fimm til sjö, sex stundir alls Hitt eru meira hjálparfög, en þetta eru æði margar námsgreinar: Sveinn Einarsson hefur kennt okkur leiklistarsögu, Guðmundur Páls- son kennir andlitsförðun' og Gylfi Baldursson taltækni. Svo höfum við fengið tilsögn í lát- bragðsleik hjá TenGi Sigurðs- son og það er ákaflega lærdóms- ríkt. Svo má ekki gleyma „improvisasion". Það er eigin- ]ega óundirbúinn leikur og kennari er Kristín Magnús. Svo höfum við lært svolítið i ballett fjá Lilju Hallgrímsdóttur og skybningar höfum við haft í vetur Þær kennir Egill Bjamason. Svo höfum við einnig fengið kennslu í brag- fræði og tilsögn í kvæðalestri og þar með er held ég upptalið. — Finnst þér of lítið lagt upp úr tækni í skóla og leik- húsi hér yfirleitt? — Sú vinnuaðferð að byggja allt upp á tækni hefur vafalaust mikið til síns máls. En ég held að grundvöllurinn undir það að geta leikið sé innlifun, í það minnsta, að kynnast því fyrst áður en maöur fer að nota tækni. Ég held að það sé grunnurinn, sem allt byggist á. Sem sagt, að tækni sé einungis nauðsyn- legt hjálparmeðal, þó að þeir leikarar kunni ef til vill aö vera til, sem nái sömu áhrifum með tækni, eingöngu og þeir sem gera hlutina af innlifun. — Mér finnst kennslan hér í leiktúlkun hafa miðað að því aö byggja upp þennan grunn og mér finnst þaö rétt. Og aukafögin, eins og til dæmis látbragðsleikur og improvisasion veita að sjálf- sögðu mikla hjálp. Tilhlökkun eftir strítið. Það mæöir ekki svo Jítið á karlmönnunum í þessum skóla. í hópnum, sem útskrifast eru þrír karlar á móti sex konum og leikrit eru yfirleitt auðugri af karlhlutverkum en kvenna- rullum. Sá sem ku mest hafa veriö notaöur í elskararullurnar í skólanum er Erlendur Svav- arsson. Hann hefur, eins og öll þau, sem útskrifast, eitthvað komið á svið fyrir alvöru, tekið þátt í nokkrum sýningum Leik- félagsins, til dæmis í Málssókn- inni, Dúfnaveislunni og Fjalla- Eyvindi. — Það er geysilega mikils virði að fá að vera með, segir Erlendur. Yfirleitt fáum viö að fylgjast eitthvað með æfingum í leikhúsinu og það er mjög lærdómsríkt. — Erfitt? — Jú, ég get ekki neitað því, einkum vegna þess að maður hefur oröið að vinna með. Þó er það nú svo að eftir stritið í vinr.unni á daginn er alltaf til- hlökkun i að koma niður í leik- hús. Maður gleymir þreytunni. — Annars hefur maður ekkert áttað sig á því hvað maður hef- ur lært, það tekur tíma að finna sjálfan sig, ef svo mætti segja. En ég er þakklátur Leikfélag- inu fyrir aö veita mér þessa aö- stöðu og þá sérstaklega þakk- látur kennurunum fyrir þolin- mæðina, sem þeir hafa sýnt okk- Skynjar beíur og betur hvaö ólært er. í leiktúlkun fer kennslan i skólanum mest megnis þannig fram, aö nemendumir æfa at- riði úr ýmsum leikritum með aðstoð kennarans. Eitt leikrit var æft eins og útvarpsleikrit. • VIÐTALI DAGSINS „Tíminn og við“, en þaö leikrit var leikið í Iönó og í útvarp fyr- ir nokkrum árum. Auk þess æfðu nemendur úr framhalds- deild skólans í vetur fyrsta þáttinn úr leikriti Arthurs Mill- er : „í deiglunni". Stærsta kven- hlutverkið, Abígael Williams, lék Jóhanna Axelsdóttir. Stúlk- urnar eiga nokkuð þyngri róður til að komast inn í leikhús, því að leikskólarnir hafa oftast út- skrifað miklu fleira kvenfólk en karla, eins og leiklistarskóli L.R. f ár. — Það vona auövitað allir, að þeir geti haldið áfram eftir skól- ann, segir Jóhanna, en eigi aö síður er það mikil náð að kom- ast í snertingu við leikhús, þó að ekki yrði lengra haldið. Leik- skólinn kemur inn á margar greinar Ieiklistar og leikhúss, leggur kannski nokkurs konar grunnlínur. En maður skynjar það alltaf betur og betur, eftir því sem líður á skólann, hvað maður á eftir ólært. — Svo eru kannski bollalegg- ingar um nám erlendis. að brjót- ast f.. — Ég geri allavega ráð fyrii að fara eitthvað utan til náms, en hvernig bær bollaleggingar verða að veruleika veit ég ekki — ekki ennþá. Sameiginlegt nervösítet... Sólveig Hauksdóttir kemur einnig að þvf sama ... langar til þess að fara utan til náms, en ekkert ákveðið enn. Hún hef- ur leikiö í tveim leikritum f Iðnó f vetur, barpaleikritinu „Kubb- ur og Stubbur" og Sigríði vinnu konu í „Fjalla-Eyvindi", en því hlutverki tók hún við um miöj- an vetur. — Þaö var eiginlega fyrir til- viljun að ég fór í skólann, seg- ir hún, — ég hafði aldrei komið á leiksvið og vissi ekkert um leikhús, nema þaö, sem snerti venjulegan áhorfanda. — Jú, það finnst mörgum þetta fáránlegt, að fara í leik- listarskóla og skilja ekki svona arðlaust uppátæki, en það eru auðvitaö ekki allir, sem betur fer. — Myndast ekki sérstök stemning meðal nemenda í leik- listarskóla ? — Jú, fólk kynnist kannski á annan hátt í svona skóla en annars staðar. Viö erum vitni að tjáningartilraunum hvers ann ars. Þaö er sameiginlegt ner- vösitet — margt, sem hjálpast að. Yfirleitt er samstarfið milli nemenda mjög gott. — Fyndist þér æskilegt, að hér á landi yrði einn leikskóli, heilsdagsskóli ? — Þaö hefur mikið verið rætt um slíkan skóla. Mér fyndist þaö mjög æskilegt. Mér fynd- ist aö slíkur skóli ætti þá að leysa leiklistarskólana, sem nú starfa hér, af hólmi. Vekur áhuga á lífinu yfirleitt. Stúlkurnar virðast öllu á- kveðnari í, aö hleypa heimdrag- anum, heldur en piltarnir, og kynnast leiklistinni erlendis. — Mér finnst það alveg nauö- synlegt, aö fólk fari utan eftir skóla hér heima, segir Edda Þór arinsdóttir, — og ef fólk hefur ekki tök á aö sitja skóla fyr»flist mér nauðsynlegt að það reyndi að kynna sér leiklist erlendis, fá að fylgjast með I leikhúsum eða eitthvað því um líkt. Æskilegast væri, að fá ein- hverja æfingu á sviði áður en maöur færi til framhaldsnáms. Það verður enginn leikari við það að útskrifast úr leiklistar- skóla. — Hvað finnst þér helzt vanta á kennsluna í skólunum héma ? — Hvað mig snertir, finnst mér fulllítil teknisk kennsla. — Það væri til dæmis æskilegt að fá fullkomna talkennslu — á hverjum degi, og meiri plastísk- ar æfingar, sem stuðluðu, að því, að maður fengi sem full- komnast vald yfir Iíkamanum, hverjum vöðva. Og slíkir tímar yrðu þá að vera á hverjum degi. En slíks er ekki hægt að vænta af öörum skólum en þeim, sem starfa allan daginn. — Það, sem við lærum, er að sjálfsögðu mjög mikils virði og ég held að skól- inn veiti manni talsverðan þroska, ekki einungis hvað snert ir leiklist, heldur finnst manni jafnframt vakna áhugi á lífinu yfirleitt. Tvær þeirra, sem útskrifast úr leikskóla L. R. að þessu sinni standa kannski nær bakdyrum leikhússins, en aðrir nemendur skólans. Þær eru báðar giftar leikurum. Soffía Jakobsdóttir, kona Péturs Einarssonar og Þór unn Sigurðardóttir, sem er gift Jóni Júlíussyni, einum af leik- urum Þjóðleikhússins. — Það kemur inn á svo mörg svið, segir Þórunn, þegar minnzt er á almennt þroskagildi leik- náms. — Það þroskar tal, hreyf- ingar og almenna framkomu o. s. frv. — Er hægt að lýsa því hvað þarf til að ná árangri í leiklist ? — Ég held að árangurinn fari fyrst og fremst eftir þvi hve vel fólk vinnur. Ég held að það sé öðru fremur heiöarleiki og vinna, sem gerir fólk að lista- mönnum. — Auðvitað hefur fólk mismunandi hæfileika. en ég held að hvað sem ölhi „talenti“ líður, sé þaö þetta tvennt sem ríður baggamuninn ■ vinna og heiðarleiki. Þó maðu» sé alltaf að skipta um skoðun á hlutunum í leikskóla, þá held ég aö þetta sé orðin sannfæring. Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.