Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 16
Sex brezk liSsforingjaefni á eyBh eyju í Steingrimsfirii í sumar Margir hópar brezkra námsmanna væntanlegir — Fimm koma með 25 feta snekkju —lcebird □ Um langt skeiff hafa komið á sumri hverju hingað til lands hópar stúdenta frá brezkum háskólum og námsfólk frá öðrum skólum Bretlands. Mun ekki ofmælt, að á seinasta áratug eða svo hafi komið hingað margir tugir slíkra hópa. □ Þessir námsmannahópar fara oft í óbyggðir, til landfræði- legra og jarðfræðilegra athugana o. fl. Og sízt mun draga úr þessum ferðalögum I sumar, að því er Brian Holt ræðismað- ur tjáði fréttamanni blaðsins, sem leitaði hjá honum frétta um ferðirnar í sumar. ; DRÆTTI j FRESTAÐ ; Drætti í Landshapp- • drætti Sjálfstæðisflokks •ins verður frestað til 6. • júní n.k. ; Landshappdrætti • Sjálfstæðisflokksins. Skoðlegar fízkusýningar Barnaverndamefnd Kópavogs hefur tekið undir samþykkt barna- verndamefndar Reykjavíkur, sem skýrt var frá fyrir nokkru um skaðsemi tízkusýninga fyrir ung- linga. „Þá vill nefndin og lýsa yfir því áliti sínu að einstaklingar og fálagasamtök, er gera sér að fé- þúfu nýjunga og áhrifagirnd barna og unglinga, vinni með því hið mesta óþurftarverk, sem er hverjum heiðarlegum manni ósamboðið", segir í tilkynningu nefndarinnar. Meðal hópanna, sem koma, er 12 manna hópur frá Northwest- em Polytechnic háskóladeild- inni. Sá hópur kemur — eins og raunar allir hóparnir — til kynna af landi og þjóð, og sér- staklega til landfræðilegra og veðurfarslegra athugana, og verður hér seint í ágúst og fram í september. Frá Lundúnaháskóla koma 4 stúdentar, sem leggja stund á grasafræði, og hyggjast dvelj- ast uppi við Langjökul. Frá Imperial Coliege í Lund- únum kemur hópur eins og venjulega. Frá háskólanum í Oxford koma stúdentar, sem leggja stund á grasafræði, og dveljast um skeið að minnsta kosti á Breiðamerkursandi. Frá háskóianum í Durham koma nemendur til þess að kynna sér landslag við Mývatn og þar um slóðir. Einn hópur- inn fer að Drangjökli. Þá koma 6 liðsforingjaefni frá hinum fræga liðsforingjaskóla í Sand- hurst. Þeir fengu þá snjöllu hug- mynd, að dveljast um sinn í ó- byggðri ey, en þeir hafa allir á- huga á jarðfræði og grasafræði. Kvað Brian Grímsey í Stein- grímsfirði hafa orðið fyrir val- inu. Þá kemur 6 manna flokkur frá Bridgewater Archaeological Society í Somerset og dvelst um hríö í Vestur-Skaftafells- sýslu og kynnir sér breytingar þær, sem orðið hafa hér á sviði landbúnaöar. Einn flokkurinn — fimm stúd entar í' Lundúnaháskóla — ætl- ar að sigla hingað til lands í 25 feta seglskútu (yacht) og læt- ur hún úr höfn í Noröur-ír- landi. Snekkjan heitir Icebird. Þeir koma hingað 30. maí. Á- form þeirra er að dveljast um 5 vikna skeið í óbyggðum. Og seinast en ekki sízt kem- ur hingað 26 manna hópur ungra hermanna úr Royal War- wickshire Regiment, og áforma þeir mikla hringferð um byggð og óbyggöir, fara Sprengisands- leið norður, til Akureyrar, að Dettifossi, f Ódáðahraun og norðan Vatnajökuls í sunnlenzk ar byggðir og áfram til Rvíkur. Þessi fl. veröur hér 15/6—5/7 og hafa piltarnir 4 jeppa með- ferðis. Og tilgangur þeirra sem allra hinna er að kynnast land- inu og þjóðinni og auka með því þekkingu sfna. í augum upprennandi mennta manna á Bretlandi fjölmargra er ísland ævintýraland. sem þeim er að skapi að kanna, — og safna þar í sjóð góðra minn- inga, og mega slfkir menn vera okkur aufúsugestir. — a- ,Við bíðum étekta' sagði Haraldur Agústsson skipstjóri á Reykjaborg i stuttu viðtali v/ð blaðið Slitlag á flugbraut í Vestmannaeyjum Norrænt leikstjóranámskeið i Reykjavilc Mörg fræg nöfn á Norræna lelkstjóranámskeið- ið, sem haldið verður hér að þessu sinni hefst í Lindarbæ á niorgun. Taka þátt í því um 50 leikstjórar frá Noröurlöndum þar af verða um 13 íslenzkir þátttakendur. Námskeiðið stend- ur yfir til 2. júní og verða þar fluttlr fyrirlestrar og umræður fara fram. Ýmis fræg nöfn í alþjóðlega leikhúsheiminum koma á námskeiðið og flytja þar erindi. Þeirra á meðal er Joan Littlewóod. Aðrir sem koma eru Roger Planchon, sem talinn er vera fremstur yngri leikhús- manna Frakka, Bandaríkjamað- urinn Allan Schneider, sem leik stýrt og sett hefur upp flest leikrita Albees, brezki leikstjór- inn og gagnrýnandinn Charles Marowitcz, Vivica Bandler, sem er ein þekktasta lcikhúsmann- eskja Norðurlanda og stýrir námskeiðinu Lille Teatern i Helsinki, Noró- maðurinn Frits von der Lippe, sem er formaður Vasanefndar- innar, sem stendur fyrir nor- rænu leikstjóranámskeiðun- um, sem haldin eru árlega. □ „Við komum hingað á miðin í gærkveldi, en höfum ekki getað kastað vegna brælu sem staðið hefur frá því í gær- morgun“, sagði Haraldur Ágústs son, skipstjóri á Reykja- borg, i viðtali við Vísi j gær. Reykjaborgin er fyrsta ís- lenzka skipið sem á þessu vori fer til sfldveiða á svokölluö Færeyjamið, en þau eru suð- austur af íslandi, eöa á að gizka 300 til 350 mílur. Haraldur sagðist ekki hafa séö færeysku síldveiöiskipin sem væru á þessum slóðum, en hann hefði heyrt til eirra, þau væru skammt undan, en hefðu lítið fengið. Haraldur sagðist ekki vita til þess að önnur íslenzk veiðiskip væru á þessum slóöum. Þegar við spurðum hvernig veðurspáin væri fyrir veiði- svæöið, svaraði Haraldur því til, að eiginlega væri engin sérstök spá yfir þetta svæði, og þeir hefðu því engar upplýsingar fengiö ennþá um útlitiö. „Þýí miður er ekkert að frétta", sagði Haraldur að lok- um, „en viö bíðum átekta“. Byrjað er að bera slitlag, olíu- möl, á þverbraut flugvallarins í Vestmannaeyjum en þverbrautin er iú 900 metrar, Undanfariö hefur verið unnið stöðugt að lengingu verbrautarinnar og verður unnið að henni í allt sumar eftir því sem Skarphéðinn Vilmundarson flug- vallarstjóri tjáði blaöinu í gær. — Á flugbrautin að mælast 1300 m. þegar fullri lengd hennar er náð. Grásleppukarlarnir í Vesturbænum Úti fyrir Seltiamamesi má oft sjá íitlar trillur lóna í morg unsárinu á vorln. Þær leggja frá ) landi snemma og koma snemma j að. Grásleppulíarlarnir, sem v eiga þessar trillur, hafa flestir stundaö þessar veiðar um árabil ! og hafa reynslu i starfinu. ) Margir hafa reynt að hafa 'i hrognkelsaveiðar að tómstunda ’ gamni, en flestir hafa geflzt Í' upp við fyrstu raun, eða þegar þeir hafa einu sinni fengið þara í netin, en slfkt skeður ósjald- \ an þegar rót kemst á sjóinn. Hermann á Signýjarstööum er einn af hinum reyndu grá- sleppukörlum. Hann selur rauð- magann úr handvagni á stræt- um úti. Þegar hann birtist með fyrstu vorveiðina vestur í bæ, hópast húsfreyiurnar í kringum vagninn hans, eins og kríur í Tjarnarhólmann um varptím- ann. Þegar Ijósmyndari Vísis tók meðíylgjandi mvnd, hafði Hermann lokið við að selja upp úr handvagninum sínum og húsfreyiurnar voru farnar heim með rauðmagann í pottinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.