Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 2
2 V í S ; R . Fimmtudagur 25: maí 1967. IVVÖRUSÝNING Líflegir og baráttuglaðir kræktu tilraunalandsliðsmenn í jafntefli Liðið í gærkvöldi gaf öllu befri fyrirheit fyrir leikinn við Spön í næstu viku en leikirnir sem frum hufa farið í vor Eftir harða ádrepu í íþróttaskrifum í Reykjavíkurblööunum tóku knatt- spyrnumenn harðan kipp í gærkvöldi, — hvort sem það voru skrifin eða ekki, sem gerðu það að verkum. Hitt er staðreynd að líflegra og ákveðn- ara úrvalslið KSÍ hefur ekki sézt lengi á vellinum, og gildir það um alla leikmennina, allir gerðu sitt bezta, og lögðu mikið af mörkum. Það voru því þreyttir leikmenn, sem sneru til búningsherbergja með 3:3 gegn skozka atvmnuiiðinu Hearts frá Edinborg. Það hlýtur að hafa verið gam- an fyrir þá Sæmund Gíslason, form. landsliðsnefndar og Reyni Karlsson, þjálfara landsliösins, sem mætir Spánverjum í Laug- ardal eftir viku, að fylgjast me^ þessum einbeittu og skemmti- legu leikmönnum, sem mynduðu þegar í upphafi þennan allt of sjaldgæfa liðsanda. Það var nærri því ótrúlegt hve vel liðið féll saman og hve vel boltinn gekk á milli manna svo til viö- stöðulaust. Hitt er svo kannski annað mál, að síðari hálfleikurinn kom upp um úthaldsleysi, þá var greinilegt á stórum köflum að menn höfðu ekki úthald i svo hraðan leik. Orval landsliðsnefndar mætti svo til óbreytt. Kári Ámason komst ekki til leiksins og irin kom í staðinn Björn Lárusson frá Akranesi. Úrvalið sótti þeg- ar fullt eins vel og Skotarnir og á 10. mín. átti Ingvar Ells- son þéttingsfastan jarðarbolta af talsvert löngu færi, — og KAUPSTEFNAN REYKJAVÍK1967 PÓLLAND TfcKKÓSLÓVAKIA I SOVETRÍKIN UNGVERJALAND ]ÞÝZKA ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ í dag oplð kl. 14-22 Stórt vöruúrval frá 5 löndum. Vinnuvélar sýndar í gangi Bílasýning. 5 kvikmynda- sýningar kl. 15 16 17 18 19 20. Tvær fatasýning- ar kl. 18, oh 20.30. Veit- ingasalur opinn. undrið gerðist, boltinn eins og hrökk undir skozka markvörð- inn og í mark. Rétt á eftir átti Ingvar lagleg tilþrif við markið en heppni ein bjargaði þar skozka markinu. Á 17. mín. komust íslendingar yfir í 2:Ó, einnig mjög á óvart. Elmar Geirsson, hinn eldsnöggi og bardagaglaði vinstri útherji hafði náð boltanum við enda- mörk og hugðist greinilega senda boltann fyrir. Þetta skynjaði markvörðurinn og hugð ist reyna að ná boltanum frá tilvonandi viðtakanda. Boltinn þaut hins vegar í allt aðra stefnu, — milli markvarðar og stangar og í netið, 2:0. Þessi óvænta forysta færði íslenzka liðinu mikið öryggi og styrk og það var íslenzka liöið sem var algjörlega leiöandi fram eftir hálfleiknum og tæki- færin voru öll okkar megin. Á 26. mín. áttust þeir við Her- mann og markvörðurinn, og sá síðarnefndi lokaði markinu með góðu úthlaupi, en samt voru tækifæri eftir og enn misnotaði Hermann, reyndi aö einleika, en átti kost á að senda á 2 menn fyrir opnu marki. A 35. mín. var ranglega dæmd rangstaða, þegar Hermann skoraði úr auð- veldu færi. Dæmd var rang- staða á Elmar, sem var úti á kantinum og alls ekki i leikfæri og hafði engin áhrif á gang leiksins þar sem hann var stað- settur. Skotarnir skoruðu eitt mark í fyrri hálfleik. Þaö var á 43. mínútu. Jóhannes bakvörður „kiksaði“ illilega og það varð dýrt, því Fleming innherji komst á milli og skoraði örugg- lega. í seinni hálfleik sóttu Skotar lengst af meira, en skot þeirra voru mjög lin og ónákvæm og við það bættist að vörnin var góö og Guðmundur Pétursson varöi frábærlega vel. Það var ekki fyrr en á 32. mín. að Skot- ar jafna. Það var vinstri út- herjinn, sem skoraði, fékk bolt- ann fyrir miðju marki nokkuö laglega, en var óvaldaður og átti auðvelt með að skora. Og ekki liðu nema 3 mín. þar til Skotar náðu forystu. Þaö var h. innherji sem skoraði 3:2, skallaði mjög fallega beint úr horni, en einnig þarna gleymd- ist að gæta mannsins, sem sýnir að varnarmennirnir hafa veriö búnir að missa mikiö af út- haldinu. Eftir þetta reyndu Skotar að tefja, spörkuöu langt út af og skozki þjálfarinn var hættur að hlaupa um allar trissur eftir boltanum, en það hafði hann gert áður til að flýta fyrir jöfnun liðs síns. Loks á 43. min. dæmir Magnús Pétursson vítaspyrnu á Skotana. Björn Lárusson hafði fengiö gott skotfæri, en skozki miðvörðurinn hafði um leið og Björn skaut kippt í hann og þannig, að hann missti jafn- vægið í skotinu og brenndi af. Or spyrnunni jafnaöi Högni Gunnlaugsson. Undirritaöur ræddi við þá Magnús og Björn um þetta atvik og bar þeim saman um það, sem gerzt hafði. Skotarnir voru hins vegar afar óánægðir með dóminn, hefur sennilega komið á óvart að dómari hér skyldi sjá við brögð- um atvinnumanna. \ Leikurinn í gærkvöldi var sannarlega fjörkippur, sem gam- an var að. Það var gaman að sjá svo samstillta ellefu leik- menn sem íslenzka liðið var. Ámi Njálsson smitaði sannar- lega liðsmenn sína með kraftin- um og vörnin, bezti hluti liðs- ins átti afbragðs góðan dag. Eyleifur Hafsteinsson átti sennilega sinn bezta leik eftir að hann kom til K.R. og Elmar Geirsson gerði góða hluti, enda óragur við að nota hraða sinn. Liðið sem heild á skilið góða einkunn. Skozka liðiö var daufara en í fyrri leikjunum tveim, átti sannarlega ekki von á mót- spyrnunni, en mátti að lokum þakka fyrir iafntefli. Magnús Pétursson dæmdi þennan leik mjög vel. — jbp — Karl og Sigurður: Hætta vegna anna í starfi. Landsiiðs „topparnir" segja upp starfi OPIÐ FRÁ KL. 14-22 ALLA DAOA [ 20. MAl-4.JÚNf iÞRÓTTA-OG I SÝNINGARHÖLLIN LAUGARDAL „Nýtt blóð til úrbóta", segja beir Karl Benediktsson og Sigurður Jónsson, sem telja sig ekki geta apnaö pjáífun og vali á landsliðinu i handknattleik „Vlð álítum að ýmsir yngri menn ættu að komast að“, sögðu þeir Karl Benediktsson, aðallandsliðsþjálfari í handknattleik og Sigurður Jónsson, „einvaldurinn" í vali iandsliðsins s. 1. vetur. Sú fregn hafði borizt blaðinu að þeir hefðu báðir sagt upp störfum sínum fyrir HSÍ og hlýtur sú uppsögn að yekja athygli og vonbrigði hjá handknattleiksmönnum, því þeir Sigurður og Karl hafa reynzt mjög góðir kraftar í starfi sínu fyrir landsliðið. Við fundum þá Karl og Sig- urð í skrifstofuhúsinu að Lág- múla 9, en þangað hafa þeir ráðizt til sama byggingafyrir- tækisins, Breiðholts h.f., sem er framkvæmdaaöili í sambandi við hina nafntoguðu fram- kvæmdanefnd byggingaáætlun- ar. Ekki kváðu þeir uppsögn sína stafa af neins konar óánægju eða misklíð við stjórn HSÍ, heldur eingöngu af miklum verkefnum, sem þeir sjá fram á við störf sín fyrir hið nýja verktakafyrirtæki. „Ég er alls ekki óánægöur með árangur landsliösins i vetur, — svona þegar á allt er litið,“ sagði Sigurður. Karl sagði hins vegar: „Mér finnst menn ekki gefa sér nægan tíma til æfinga, þær virðast rekast á persónulega hagsmuni manna, þeir eru e.t.v. aö byggja, þurfa að vinna frameftir o.s.frv. Það þarf aö gera meira fyrir pilt- ana til að þeim sé gert kleift að stunda leikinn og æfa hann eins og með þarf“ Sigurður og Kari voru sam- mála um það aó þörf væri á ,nýju blóði“ i landsliðsmálum, og það yrði til bóta að fá unga menn í þeirra störf og nefndu marga unga þjálfara sem kæmu til greina Karl hetui aðeins starfaö i 4 ár sem iandsliðsþjálfari, en Siguröur i rúm 5 ár sem lands- liðsnefndarmaður, þar af eitt ár sem einvaldur >>m liðsvalið. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.