Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 4
 Ungfrú Stradivarius í fyrsta „Idassa // og Kanada og heppnaðist leikur hennar á ceílóið roeð þehn ágæt rT'uttugu og tveggja ára gömul 1 . ensk stúlka, Jacqueline du Pré að nafni og céllóið hennar, sem er 255 ára gamalt og kallað Davidov Strad eru óaðskiljanleg. Jafnvel þegar Jacqueline fer í flugferð. „Ég verð að kaupa far miða undir það,“ segir Jackie. en þarf aðeins að greiða fyrir það barnafargj. Nýlega lauk Jacque- line tónlistarferðalagi um UJS.A. Fallegasti cellöleikarinn? ÚTBOÐ Tilboð óskast í að gera götur og leggja leiðsl- ur í nýtt íbúðarhverfi í Ártúnshöfða hér í borg. Útboðsgögn eru afhent í skrif stofu vorri gegn 3000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudag- inn 5. júní 1967 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Hraðbátur Til sölu 14 feta norskur maghogny-bátur með 35 hestafla utanborðsmótor og dráttarvagni. Uppl. í síma 30250 milli kl. 9.30 og 19.00. Leikfélag Kópavogs hefur BÓKMENNTAKYNNINGU á verkum HALLDÓRS LAXNESS í Kópavogsbíói n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Kynnir Ragnar Jónsson. Ræða Sigurður A. Magnússon. Upplestur Helga Valtýsdóttir o. fl. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. um að hún er álitin vera einn efnilegasti cellóleikari í heimi núna. Jacqueline du Pré ólst upp með cellóinu. Þegar hún var fjögurra ára gömul, heyrði hún, að leikið var á celló í brezka útvarpinu. „Ég vil ná þessum tón“ sagöi hún og móðir hennar, sem var einleik ari á píanó keypti þá þegar handa henni celló. Jackie var samvizkusöm við tónlistamámið og helgaði því all an tíma sinn. Hún segir að allt að 17 ára aldri hafi cellöið verið bezti vinur sinn. Hún hætti venjulegu barnaskóla námi, 10 ára að aldri og þegar hún var aðeins 16 ára gömul kom hún fyrst fram, sem einleikari í London. Hún var byrjuð að leika í sónötu eftir Hándel, þegar hún fann það að einn strengurinn var að losna. „Ég reyndi að laga mis ræmið með fingrafimi, segir hún, en það bar engan árangur, svo ég hætti bara, sagði áheyrendum hvað væri að, lagaði strenginn og byrjaði að leika aftur. Þetta varð til þess að að áheyrendur komust í samband við mig — og ég við þá. Eftir það hætti ég að hafa nokkum teljandi sviðs- ótta.“ Þaö kemur sjaldan fyrir núna. Á sviðinu gneistar hún af glað- lyndu fjöri og fer með hljóðfæri sitt eins og það væri ukulela. Samkvæmt hefðinni er cellóið eitt hið viðkvæmnislegasta strengjahljóðfæranna, en Jackie leikur fremur á það með drama- tískum þrótti en rómantízkum. Meðan hún leikur er hún upp- tekin af viðfangsefni sínu og ein- beitir sér mjög en utan sviðsins er hún kát og fjörug og gefin fyr- ir að herma eftir rússneskum málblæ og að feia sig á bak viö hurðir. Það kemur fyrir að hún fær hóp af ungum. tpnlistSfmöno um til að koma til að leika saman strengjakvartetta og get- ur svo allt í einu komið öllu í háaloft með því að setja á Bítla- plötu. Á æfingum kemur fyrir að hún hitar sig upp með því að leika „tempað" frá kvikmyndinni Dr. Sivagó. Það sem hægt er að bæta við um Jackie er að hún hefur með sér á ferðalögum sínum leik- fangabangsa, sem hún kallar Doktor Wilhelm eftir ímynduð- um tónlistarkennara, að hún eyð ir klukkustundum í það að tala í talsambandinu við útlönd viö vin sinn Daniel Barenboim, sem er 24 ára gamall israelskur hljóm- sveitarstjóri og gerir alla á flug- afgreiðsfunum alveg ringlaða meö því að skrá cellóið sitt á fyrsta farrými, sem ungfrú C. Stradi- varius. Cellóið er reyndar frá árinu 1712 og heitið eftir Davidov hin- um fræga 19. aldar celldieikara, sem átti það einu sinni. Það og Stradivarius frá árinu 1673 voru gefin henni af tónlistarunn endum, sem langaði til að hún léki á það allra bezta. Gefend- ur krefjast þess að vera ónafn- greindir. „Það eina, sem ég get gert tií að endurgjalda þeim seg- ir Jacqueline, er að nota cellóin vel“. Jacquline í New York, þegar hún hitti kennarann sinn, hinn fræga Rostropovich.. ÖBJC Jackie lék fyrst á cellóið, þegar hún var fimm ára gömul og að- eins stærri en hljóðfærið, sem hún fer með núna eins og það væri ukulela. Sólbaðsþol opinberra starfsmanna Maður nokkur hringdi í Þránd kiukkan þrjú fimmtán í fyrra- dag og spurðt: „Hvaö má opln ber starfsmaður liggia lengi i sólbaði, án þess að fá af því sólsting eða legusár? Menn frá rafveitunni hófu vinnu hér skammt frá klukkan eitt í dag. Einn stjómaði svokölluðum krabba, en hinlr unnu með skóflu og haka. Þegar þeir höfðu unnið í hálfa klukku- stund, sendu þeir krabbann eft ir kók. afklæddust að ofan og fóru siðan i sólbað. Ég var að velta því fyrir mér, hvort ekki væri hægt að gera samanburð á sólbaðsþoii opinberra starfsmanna og venju legra einstaklinga, og væri því upplagt að nota tækifærið tll þess núna. Þeir eru nefnllega í sólbaði ennþá.“ Svo mörg voru þau orð. Hverirnir við Krýsuvík Kunningl mmn sem nýlega hefir átt leið um hverasvæðin í Krýsuvík, vildi vekja athygli á að nauðsynlegt er aö giröa af hættulegustu liverina, áður en stórslys hlýzt af. Það eru sjóð- andi hverir á svæðinu með há- um lausum moldarbökkum, sem eru stórhættuleglr fólki, ef ekki er þvi varlegar fariö. Þama koma hópar fólks í auknum mæli, m. a. margir útlendingar, sem oft virðast ekki gera sér grein fyrir aðstæðunum. Fjöldi ókunnugs fólks er farinn að venja komur sínar á hverasvæð- in fylgdarl. Þaö er því nauðsynl. að setja upp aðvörunarskilti á mörgum tungumálum á hættu- legustu svæðunum, og girða fyr ir þar sem hættulegt er að fara. Ég birti hér með aðvörun kunningja míns, og bakka hon- um ábendinguna, sem ég vona að verði tekin til skjótrar at- hugunar hjá þeim sem málið varðar. En ég vSl bæta við, að víða • er vandfarið um hverasvæöi hér J á Iandi, og væri nauðsyn að • setja upp aðvaranir á hættuleg- • ustu stöðunum. Fyrir tveimur 2 áram var ég á ferð í Náma- • skarði við Mývátn, en þar væri * nauðsynlegt að afmarka og • giröa af hættulegustu svæöin. • Líklega væri heppilegast að 2 afmarka merkta gangstíga um 2 slík hverasvæði, svipað og gert • er í Haukadal, en af gangstígn 2 um sem liggur upp að Geysi, • má mjög vel skoða það mark- • verðasta á öllu hverasvæðinu. 2 Þannig þyrfti þetta aö vera í • Krýsuvík og noröur í Náma- * skarði. ~ • Þrándur í götu. • >••4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.