Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 9
/ V í S IR . Fimmtudagur 25. maí 1967. 9 Áður var hann sjómaður í siglingum en nú er hann bóndi á eigin búgarði Rætt við Kristin Steingrímsson, bónda frá Nýja Sjálandi, sem dvelur hérlendis um þessar mundir í heimsókn hjá ættingjum og vinum. Sautján ár eru liðin síðan Kristinn fór í sigling- ar, en síðan hefur hann dvalizt á Nýja Sjálandi, þar sem hann á nú stóran búgarð. Kristinn seg- ir m. a. frá því í meðfylgjandi viðtali hvað á dagana hefur drifið á þessum sautján árum. — (Viðtal: R. Lár.) Fjölskylda Kristins við koir.una til tslands, taíið frá vinstri: Sandra Inga, Linda Kristjana, Brenda Kristin, Karen Lilja, Krist- inn og kona hans Joyce. Við sitjum í stofunni hans Steingrims i Fiskhöllinni að Drápuhlið 36. Kristinn, sonur Steingríms, er í heimsókn, eftir 17 ára samfellda fjarveru hin- um megin á hnettinum, eða nán- ar tiltekið á Nýja Sjálandi, en þar hefur hann rekið búskap i mörg ár. — Hvernig stóö á þvi að þú settist að á Nýja Sjálandi? — Hugmyndin varð til upp úr þurru, ef svo mætti segja. Þeg- ar ég var 17 ára, var ég i sigl- ingum ásamt félaga mínum og landa Gísla Ólafssyni. Ævin- týraþráin var fyrir hendi og mig langaði til að skoöa „suðr- ið“ og kynnast því meira og þess vegna réði ég mig á strand- feröaskip á Nýja Sjálandi ,en þar var ég í þrjú ár. — Hvaö svo? — Svo kvæntist ég nýsjá- lenzkri stúlku og fékk mér þar af leiðandi vinnu í landi. — Hyaöa vinnu? — Satt að segja þekkti ég sama og ekkert til landvinnu á þessum árum. En mér leizt svo á, aö möguleikamir væru mestir í landbúnaöinum og þess vegna réði ég mig til vinnu á kúabúi. Eftir tvö og hálft ár haföi mér tekizt að safna nægilegu fé til aö geta tekið smábýli á leigu og haföi þar 65 mjólkandi kýr þeg- ar flest var. Eftir þriggja ára búskap tókst mér aö kaupa stærra bú, en þurfti ^ð sjálf- sögðu aö fá til þess bankalán. Eins og gefur að skilja voru þetta erfið ár, en viö hjónin unnum tvö ein aö búinu fyrstu árin og mjólkuöum þá 65 til 80 kýr einsömul, þar sem viö höföum ekki efni á aö kaupa okkur hjálp. Eftir þrjú ár seld- um við búiö og fengum fyrir það sæmilegt verð, enda höfð- um við endurbætt þaö mikiö. Þá keyptum viö þaö bú sem viö eigum núna, en sú jörö er mun hentugri fyrir kúabú en sú sem við áttum áöur, og höf- um viö nú um 200 gripi, þar af 120 mjólkandi kýr. — Frumbýlingsárin hafa ver- iö erfið eftir þessu að dæma? — Já, vissulega. Viö unnum 70 til 80 tíma á viku hverri. en þaö haföist meö þessu. — Hvert seljið þið afurðirnar? — Til næsta bæjar, sem heitir Te Awamutu og hefur um það bil 7000 íbúa. Bærinn er í átta mílna fjarlægð frá búgarðinum. — Hvaö seljið þið mikið af mjólk til bæjarins? — Þegar bezt er, seljum viö um tvö tonn af mjólk á dag. — Hafið þið fleiri skepnur en kýr á búinu? — Nei, við höfum sérhæft okkur í kúarækt. Nýsjálending- ar gera meira og meira af því að sérhæfa sig í búskap, enda verö- ur tilkostnaöurinn minni meö þvi móti. 'Bæöi þarf færra vinnufólk og annar tilkostnaður lækkar. — .Hvað hafið þið af vinnu- fólki núna? — Við höfum aðeins einn fastamann, og vinnum öll venjuleg bústörf tveir einir. En þegar einhverjar sérstakar framkvæmdir eru á döfinni ráð- um við verktaka, sem taka verk- iö að sér fyrir tímakaup, eöa samkvæmt útboöi. Þessir verk- takar eiga sjálfir flest tækin sem þarf til framkvæmdanna. — Hvað um heyskap. Þurfiö þiö nokkuð aö heyja? — Viö heyjum fyrir veturinn, en ekki nálægt því eins mikiö og hér á landi. Hjá okkur þarf að heyja 3000 balla, en hver balli er 70 pund og það nægir bústofninum Við látum aldrei gripina í hús, en gefum heyið í högunum. Einnig verndum við sérstök beitilönd yfir sumariö og notum þau svo til vetrar- beitar. Svo gefum viö kúnum fóðurbæti aö auki. — Er ekki mjög heitt loftslag á Nýja Sjálandi. — Meöalhitinn í okkar sveit (sem er nyrzt á nyrðri eyjunni) er 20 stig á selsíus. — Hvemig líkar þér f slíkum hita? — Ég kann ágætlega vig mig í hitanum. — Það er mikið um landbún- að á Nýja Sjálandi? — Níutíu og tvö prósent af tekjum landsins koma frá land- búnaðinum. en aðeins átta prósent frá iðnaði. fiskveiöum og fleiru. — Er eitthvaö af Islendingum búsettir á Nýja Sjálandi? Mér er aðeins kunnugt um tvo aðra. Konu f Oakland og karlmann ( Wellington • VIÐTAL DAGSINS — Hefurðu þjáöst af hinni rómuöu heimþrá? — Fyrst , staö haföi ég meiri og minni heimþrá, en þar sem ég var sjómaður og fjarverun- um vanur, held ég að heimþráin f mér hafi veriö minni en i mörgu ööru fólki. — Em skattar háir á Nýja Sjálandi? — Þeir eru ekki tiltakanlega háir fyrr en kemur yfir meðal- tekjumar. Það er margt líkt meö íslendingum og Nýsjá- lendingum að mínu áliti. Kaup- geta virðist mér vera svipuð f báðum löndunum. Að vfsu er minna kaup á Nýja Sjálandi. en það kemur úí á eitt. Fleira er sameiginlegt meö þessum þjóö- um, til dæmis er menning á mjög háu stigi í báðum löndun- um. Atvinnuleysi er óþekkt fyrirbæri, þar eins og hér. — Em frumbyggjar mikill hluti landsmanna? — Af tveim milljónum. sjö- hundruð og fimmtíu þúsundum landsmanna eru um það bil 200 þúsund maoríar. eða frumbyggj- ar. — Fer þeim fjölgandi eða fækkandi? — Þeim fjölgar í sama hlut- falli og þeim hvítu og taka æ meira upp siði hvítra Margir maoríar eru mjög vel menntað- ir og skipa háar stöður. — Þekkist kynþáttamisrétt, > landinu ? — Það er ekki haegt að segja að kynþáttamisrétti sé til á Nýja Sjálandi, þö örli á þvi sums stað ar. Ennþá síður er hægt að líkja því við nokkurt annað land þar sem þeldökkir og hvítir byggja saman Frumbyggjarnir hafa sömu tækifæri og þeir hvítu. beir eiga jarðir og sem dæmi get ég sagt þér að næsti ná- granni minn er maoríi og líkar mér mjög vel við hann. Einnig er maoríi vinnu hjá mér. Nei. maoríarnir hafa'' sáhíá'' káúp. sömu menntun og njóta sömu hlunninda og þeir hvítu. — Sú stefna er líka ráðandi I landinu aö halda beim ekki sér Dætur mínar ganga í skóla með böm- um maoría, án árekstra. — Hver sér um búið fyrir ykk ur á meðan þiö eruö fjarver- andi ? — Viö réöum ráðsmann til að sjá um búið og stjóma þvi. Svo höfum við búnaðarráðunaut til að sjá um kaupsýsluhliðina. Þessi búnaðarráðunautur er ann ars f þjónustu samtaka fimmtfu bænda, sem ég er í félagi við, og hann er á launum hjá okkur. Hann heimsækir okkur á ca. sex vikna fresti til leiðbeininga og útskýringa, enda fylgist hann vel með því sem skeður f land- búnaðarvísindum um allan heim. Hann er nokkurs konar millilið- ur okkar bændanna við land- búnaðarvísindamennina. — Ég heí heyrt að landslag Nýja Sjálands sé ekki ólíkt ís- lenzku ? — Það er rétt. ef skóginum er sleppt. Sérstaklega er syðri eyj- an lík íslandi. Þar eru háir foss- ar, ár og iafnvel litlir jöklar. en fjöllin eru hærri þar. — Hvernig lízt frúnni á ís- land ? — Henni lízt vel á landiö og líkar vel við tólkið. Sérstaklega finnst henni athyglisvert hversu vel fólkið býr. hversu vönduð húsin eru og svo síöast en ekki sizt finnst henni íslendingar eld- ast seinna en fólk á Nýja Sjá- landi. og það finnst mér einnig. — Hvað eigið þiö mörg böm ? — Fjórar dætur. Sú elzta er ! 1 ára, svo eru tvíburar. 9 ára og loks er sú yngsta 5 ára. — Hvernig lfzt beim á sig hér ? — Þeim tannst mjög gaman að leika sér 1 snjónum. en þær höfðu aldrei komizt í snertingu við hann, fyrr en þær komu til íslands. Við komum hingað 21. marz sl. og fengum slæmt tíðar- far til að byrja með. — Þið hafið máske fariö ð skíði ? — Nei, við höfum ekki farið á skíði, en við renndum okkur á sleða norður á Akureyri, en bangað fómm við til að heim- sækja systur mfna — Hvað eetur þú sagt mér um félagslíf 1 þinni sveit ? — Við höfum félagsheimili t sveitinni og er það mjög mikið notað af ungum og gömlum. Þar halda bændur fundi og unga fólk ið kemur saman til að dansa eða stunda fþróttir — Er knattspyma mikið stunduð hjá vkkur? — Hún er stunduð • auknum mæli. Nýsjálendingar hafa til þessa verið mjög frarnarlega ( rugby, sem heita má að sé þeirra þjóðaríþrótt. enda hafa þeir staðið framarlega á heimsmæli- kvarða f beirri grein. — Hvaðan er hvíti stofninn f landinu upprunninn ? — Að mestu er hann kominn frá Englandi og Skotlandi. Þetta er mjög alúðlegt fólk og gott að kynnast bvf — Hvernig eru vegimir ? — Vegakerfið er mjög gott, og má segja að hver útkjálka- vegur sé malbikaður. — Og að lokum Kristinn — hvernig fannst þér aö komfs heim til íslands eftir sautján ára fjarvem ? — Mér fannst auðvitaö gani an að hitta ættingja og vini eft ir öll þessi ár. Breytingarnar hafa verið niklu meir' en ép hafði gert mér í hugarlund Hei> svæði hafa verið byggð upp. þar sem engin hús stóðu áður en ég fór af landinu Pabbi hefur ver- fð að skrifa mér um breytingarn ar, en ég var að segja það vif hann. aö honum hafi alls ekk> tekizt að lýsa beim eins stór kostlega og þær raunverulega eru. Svo kveðium vic þennan landa vom, með þakklæti fyrii viðtalið og óskum honum og fjölskvldu góðrar heimkomu ti' landsins sem þau byggja. hinuro megin á hnettinum. Kortið sýnir nyrðrf hluta Nýja-Sjálands. Búgarður Kristins í Te Awamutu er merktur inn á kortið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.