Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 10
(&k£Íw3m&!B V í SIR . Fimmtudagur 25. maí 1967. ðryggísráð — Framh. af bls. 1 ag halda áfram til hafnar í Jórdan- íu við flóann, leitaö vaf í skipun- um. Skip þessu eru vestur-þýzk. Wilson forsætisráöherra Bret- lands flutti ræðu í gær og endur- tók, að stjómin stæði fast viö yf- irlýsinguna frá 1956 um rétt til frjálsra siglinga um Akabaflóa, og héldi fast fram þessum réttindum að því er varðaði brezkar siglingar, cg styddi aðgerðir af alþjóða hálfu til þess, ag þessi réttur yrði virt- ur. Franska stjórnin hélt fund í gær cg að honum loknum var tilkynnt, að Frakkland legði til að haldin væri stórveldaráðstefna um hættu- ástandið, þ. e. ráðstefna Frakklands Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. Kunnugt er, að de Gaulle hefur skrifað Nasser forseta um málið. Hervæðingin. 1 fréttaauka í brezka útvarpinu í gærkvöldi sagði Kairo-fréttaritari brezka útvarpsins, að hervæöingu og öðrum viðbúnaði væri haldið áfram af miklu kappi, mikið bæri á liðflutningum, vörður væri við opinberar byggingar, og loftvarna- æfingar hefðu átt sér stað. Auglýst eftir forstjóra fyrir ierrænu húsið Vel launað starf hefur verið auglýst laust til umsóknar á öllum Noröurlöndunum, — forstjórastarf- ið viö Norræna húsið í Vatnsmýr- inni í Reykjavík. Forstjórinn mun fá 322 þús. krónur á ári í laun, og fría íbúð í norræna húsinu að auki. if Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi og hafa gott vald á einu norrænu tungumáli og a. m.k. nokkra þekkingu á íslenzkri tungu. 7/7 sölu Volkswagen ’56, skoðaður, vel útlítandi. Verð kr. 35.000. Uppl. hjá Páli í síma 22240 kl. 9—5 og 41284 eftir kl. 5. Hverí-sskrifstofur Fulltrúaráðsins Starfandi eru á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna i Reykjavík eftirtaldar hverfisskrifstofur i borg- inni. Eru skrifstofurnar opnar frá kl. 2 og fram á kvöld. VESTURBÆJARHVERFI ’ Vonarstræti 4 (3. hæð) Sími: 10391 MIÐBÆJARHVERFI Vonarstræti 4 (3. hæð) Sími 10042 NES- OG MELAHVERFI Tómasarhaga 31 Sfmi: 10516 AUSTURBÆJARHVERFI Hverfisgötu 44 Sími: 1397S NORÐURMÝRARHVERFl Hverfisgötu 44 Sfmi: 14504 HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI Mjölnisholti 12 Sími: 11459 LAUGARNESHVERFl Dalbraut 1 Sími: 8225C LANGHOLTS-, VOGA- OG HEIMAHVERFl Langhoitsvegi 113 Símar: 82259 - 82258 HÁALEITISHVERFI Miðbær v/Háaleuisbraut Sími: 81407 (82122) SMÁÍBÚÐA- OG TUSTAÐAHVERFI Miðbær v/Fáaleitisbraut Simi: 81408 (82122) Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til þessara skrifstofa og gefa upplvr-'ingar sem að gagni geta komið í kosningunum, svo <en, upplýsingai um fóik, seir er eða verður fjarverandi á kjördegi o. s. frv. Starfið er veitt frá áramótunum næstu til fjögurra ára og er hægt að endurráða umsækjandann eftir lok þess tíma. Umsóknir ber að senda til Ármanns Snævars, há- skólarektors fyrir 15. júlí. Vorboðinn í frétt af sumardvölum ungra barna, sem birtist hér í blaðinu í gær skal þess getið að barnaheim- iliö Vorboðinn mun eins og Rauði kross íslands leitast við eftir því sem hægt er að stytta dvalartíma ungstu barnanna i sumar. Nær 100 þús. tunnur framleiddar á Siglufiröi og Akureyri Tunnuverksmiðja ríkisins á j Siglufirði hætti nýlega framleiðslu sinni. í vetur voru þar framleiddar 63.400 tunnur frá því í byrjun desember aö verksmiðjan byrjaði og höföu þar vinnu 42 menn. Á Akureyri munu 33.000 tunnur hafa verið smiðaðar Síldarútvegsnefnd j flytur árlega inn mikið af tunnum og eins eru fluttar inn tunnur á vegum sænskra síldarkaupenda. Á Siglufirði er ekki of mikið um vinnu þessa dagana, en það bætti talsvert úr skák i nokkra daga að togarinn Hafliði kom með mjög góðan afla, 290 tonn. Barnodagur í Árhæjarhverfi Barnadagurinn var haldinn há- tíðlegur í Árbæjarhverfi á sunnu- daginn var. Var það Framfarafélag Árbæjarhverfis, sem stóð fyrir þess um hátíöahöldum, sem fram fóru í bezta veörl og með mikilli þátt- töku. Var farið í skrúðgöngu með Lúðrasveit verkalýðsins í broddi fylkingar. Var fyrst gengið eftir Rofabænum, sem áður var vegur- inn, sem lá þaðan austur um sveit- ir, en eftir að gengið hafði verlð um hverfið var staönæmzt við fé- lagshein, i Framfarafélagsins og flutt þar ávörn. Önnur ræðuhöld fóru einnig þar fra+n. Var sr. Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli fenginn m.a. til að tala til bamanna. Ýmis skemmtiatriði fóru einnig fram m.a. var þar fluttur þáttur Grasa-Guddu á grasafjallinu og Alli Rúts skemmti. Var fyrst og fremst efnt til hátíöahaldanna vegna barnanna, en sem kunnugt er hefur mikiö af ungu fólki með börn flutzt í Ár- bæjarhverfið. en þaðan er allangt fyrir bömin að hlýða á útihátíða- höld, sem fram fara í miðborginni í Reykjavík. Formaður Framfarafélags Árbæj arhverfis er Sigurjón Ari Sigur- jónsson. 2 stúlskip til Húsavíkur Tvö ný stálfiskiskip komu til Húsavíkur í apríl og maímánuði. Eru þau bæði í eigu söltunar- stöðvarinnar Barðinn h.f., smíðuð í Boizenburg í Þýzkalandi. Skipin heita Dagfari og Náttfarl, bæði nákvæmlega eins, 268 brúttólestir. Eigendur söltunarstöðvarinnar eru þeir bræöurnir Stefán og Þór Péturssynir og hyggjast þeir gera skipin út á síldveiðar í sumar. Skipstjórar verða Sigurður Sig- geirsson með Dagfara en hann var áður með gamla Dagfara. Með Náttfara verður Pétur Stefánsson, sonur eigandans, er áður var meö gamla Náttfara. Báðir eru þeir ung ir menn, en aflasælir skipstjórar. Afli Húsvíkinga- hefur verið ó- venju góður undanfarinn mánuð. Um 500 lestir hafa borizt aö landi hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og 225 iestir hjá öðrum tveim fisk- vinnslufyrirtækjum. Er þetta marg falt meiri afli, en veiðzt hefur mörg undanfarin ár, á þessum árs- tíma. Mest af þessum fiski hefur aflazt á línu, en frá Húsavfk eru gerðir út 7 litlir þilfarsbátar og 30 — 35 trillur. Hjartkær eiginmaður minn, ÞORFINNUR GUÐBRANDSSON, múrari, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 24. maí. BELLA „Þaö hringdi einhver viðskipta- vinur áðan og baö mig fyrir skila boð til yðar. Það var eitthvað um stóra pöntun, sem mikið lægi á og þér áttuð að hringja til hans eins fljótt og auðið yrði. ég náði bara ekki nafni hans eða símanúmeri.‘‘ VEÐRIÐ í DAG Norðaustan átt. All hvasst með köflum. Bjart veð úr. Hiti 5-10 stig. ;■ \ jyrir VINNA Stúlka sem er vön að stinga upp kálgaröa og sá í þá, vill komast aö því. Uppl á Bókhlööu- stíg 7 niðri kl. 5—6. 25. maí 1917 ÍILKYNNSNGAR Nesprestakall. Verð fjarverandi um tíma. Vott orð úr prestþjónustubókum verða afgreidd í Neskirkju á miðvikur frá kl. 6-7 Sr. Jón Thorarensen Æs't! -' Fústaðasóknai vngr^ deilo Fundur < Réttarholts skóla á fimmtudagskvöld kl 8.30 — Stiórnin. Nemendasamband Kvennask jí ans heldur hóf i Leikhúskjallar- anum fimmtudaginn 25 maí og hefst þaö með borðhaldi kl. 7.30 Hljómsveit og skemmtikraftar hússins skemmta og spilað verð- ur bingó. 3HE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.