Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 3
V I S I R . Mánudagur 29. maí 1967. KEFL VÍKINGAR MUN BETRIAÐILINN - ENMÁTTUÞAKKA FYRIR AD SIGRA 2:1 Rangur dómur færði sigurmarkið i fyrsta leik J. deildar i Njarðvikum © Fyrsta deildin er hafin, — sömuleiðis ömftir deild. Það má því segja að knatt- spymuvertíðin sé nú fyrst á fullri ferð áfram og knattspymumenn em smám saman að ná eðlilegri æfingu og sýna betri knattspyrnu en í „æfingaleikjum“ Reykjavíkurmótsins og Litlu bikarkeppninnar. © Njarðvíkurvöllurinn, kafloðinn með iðjagrænni og fallegri gras„mottu“, var vettvangur fyrstu viðureignarinnar í 1. deild að þessu sinni. Það voru Akur- eyringar, sem léku móti Keflvíkingum í þessum fyrsta leik, sem hafði safnað að sér miklum mannfjölda eins og oftast á þessum velli. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð Segja má að úrslit leiksins hafi j virtust mun sterkari aðilinn, þegar jafn, bæði liðin náðu góðum leik- ver;g sanngjörn, því Keflvíkingar grípa þurfti til úthaldsins. Það var kifflum og marktækifænjm og öll mun mejra ; síðari hálfleik og | eiginlega markvörður Akureyrar, mörkm voru skoruð i fyrra hálf- leik, örlög leiksins ráðin með held- ur lélegum dómi á 36. mín., þegar Grétar Norðfjörð dæmdi auka- spymu, þegar boltinn hrökk upp í hönd eins Akureyringsins á víta- teig. Var hér um að ræða algjör- lega óviljandi hönd, og hrökk bolt- inn í höndina, þegar þeir spörk- uðu saman Akureyringurinn og einn sóknarmanna Keflavíkur. Úr þessari aukaspymu hrökk boltinn svo til af tilviljun í Einar Gunnars son og f markið fram hjá Samúel markverði, sem var þá kominn úr jafnvægi til að verja. Áður haföi Keflavík náð foryst- unni snemma með hálfgerðu klaufa marki, sem vöm Akureyrar átti, en Jón Jóhannsson skoraði örugglega. Á 25. mín. jafna Akureyringar með fallegasta marki leiksins, en Skúli Ágústsson átti þá í höggi við landsliðs„miðjuna“, Sigurð Alberts- son og Högna Gunnlaugsson og los- aði sig við þá með fallegri bol- vindu og komst í skotfæri. Skotið var ekkert sérstakt, en hæðin góö og Kjartan markvörður var nærri að verja, en varð þó að sjá af boltanum í netiö. Samúel, sem bjargaði því að ekki komu fleiri mörk, því hann varði stórvel hvað eftir annað þó bolt- inn væri orðinn háll af bleytunni, því skúraleiðingar voru meðan á leik stóð. Akureyringar áttu allmargar sóknir í síðari hálfleik, en það vantaði alla snerpu og þeim tókst ekki verulega að ógna marki Kefl- víkinga, en hættulegasti leikmað- urinn var Valsteinn v. útherji og Kári Árnason, en framverðirnir voru nokkuð þungir í liði Akureyr- ar. Jón Stefánsson var áberandi bezti maður varnarinnar. Vörn Keflavikurliðsins var mjög góð, ekki sizt landsliðsmennirnir Sigurður og Högni, framverðimir óvenju daufir og framlínan virðist vera vandamál, því þar vantar nú alla drífandi menn, en þetta er vandamál, sem Ríkharður Jónsson þjálfari liösins hlýtur að geta ráðif fram úr. Grétar Norðfjörö dæmdi vel yfir leitt, en um einn dóm get ég ekki verið sammála, það var aukaspyrn- an á 36. mín. leiksins, þegar annað mark Keflavíkur var skorað. Tvi- vegis næstu 5 mín. á eftir kom svipað fyrir, boltinn hrökk upp i hendur Keflvíkinga og þá var rétti- lega ekkert dæmt, enda óvilja hönd. — jbp — ..... .. ................ ..... Valsteinn sækir hart aö marki Keflavíkur. Magnús Torfason kemur á m óti til vamar, Högni og Sigurður aftar á vellinum. KR vann haustmót 2. flokks frá i fyrra Annar leikurinn í liaustmóti 2. flokks frá í fyrra, var leikinn í gær Áttust við Valur og KR, og sigr- uðu þeir siðamefndu með 3—1. KR sigraði einnig Fram um síð- ustu helgi 1—0, og eru þeir sigur- vegarar í þessu móti, einn leikur er eftir milli Vals og Fram en úrslit úr þeim leik hafa engin á- hrif. Vestmannaeyingar unnu Víking 4:0 Keppnin í 2. deild í knattspyrnu hófst í gær í Vestmannaeyjum, þar sem heimaliðið gjörsigraði Víking með 4 mörkum gegn engu og hafði alla yfirburöi í leik sínum. Eru V estmannaeyingar taldir mjög sterkir að þessu sinni og líklegir til stórræða. Enskur þjálfari byrjaður hjá KR KR hefur nú fengið nýjan þjálfara til að þjálfa eldri flokka félagsins. Er þjálfarinn Englend ingur, Ron Lewin að nafni og. er þjálfari hjá Newcastle, en starfaði áður hjá Everton. Lew- in er aðalþjálfari Newcastle og er mjög mikils metinn þar. Mun Lewin þjálfa KR-ingana þar til 15 júlí nk. en þá heldur hann t utan til að þjálfa lið sitt fyrir j hin miklu átök í deildakeppn- inni ensku. i ) Vinna Víkingar í elzta //. / fyrsta sinn í 15 ár? Boltinn er 1 loftinu, Magnús Ilaraldsson og Valsteinn, v. útherji Akur- j eyringa bíða spenntir. Keppnin í 1. flokki Reykja- víkurmótsins í knattspyrnu, er hafin fyrir skömmu. Úrslit leikj- anna hafa verið sem hér segir. Valur Þróttur 4—1 Fram KR 1—0 Víkingur Valur 3—1 og Víkingur KR 3—3. Víkingar hafa mikla mögu- leika á að sigra í þessu móti, eiga eftir I>rótt, seni þeir eru nær öruggir með að sigra, og Fram, og veröur sá leikur að öllum líkindum úrslitaleikur. Sigur Víkings yfir Val kom mjög á óvart, en Valsliðið lék með margar af sfnum fyrri stórstjörnum, en það dugði ekki til. KR lék einnig með marga af sínum meistaraflokksmönn- um frá í fyrra, og máttu teljast góðir með jafntefli, við Viking sem ávallt hafði frumkvæðiö með að setja mörkin, þó svo aö KR liðið ætti mun melra i leikn um. Ef Vikingi tekst að vinna þetta mót, verður baö í fyrsta sinn í nær 15 ár sem Víkingar eiga meistara í elzta flokki knattspyrnumanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.