Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 10
I VÍSIR. Mánudagur 29. maí 1967. w_________ ^■■■■■^^■^^■■■■—■—■—■——iwiMtMWiiiiHMrnr ■—wm»—a—— ws “rv'-’WaS mm p Ö/WF ÍK ME« /51 6ETTING t AWAY... , THOS£ TWO m> BETTEft SWtM FOfi rr. _ h/ppos caaí BEco/ne 6furrv C, F&toc/otfS/ - • fyrir-.J>á, þessa a5 kunna „Annar þeirra Viiöist ætla að sleppa, eL;"þeirf ætla-að forða sér. en... hinn þarfnast vfst hjálpar' vm Kvikmyndasaga samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar ,Jhe Lonely Girl" I teygjulífstykki, sem hún hafði séö I í einhverjum verðlista. Henni félli líka miöur vel viö mig, vegna ) þess aö ég bærist lítið á og gæfi henni ekki föt af mér. „Fáðu þér nú sæti“, hagði hann „og ég bý þér stórfenglegan há- degisverð". „Fáöu þér nú sæti“, sagöi hann, mjaömir sér, eins og svuntu. Og ég kyssti hann og mér fannst eins og ég væri örugg, fyrst ég var komin til hans aftur og gat kysst hann. Hann steikti flesk og egg og ég dúkaði annan helming eldhús- borðsins. Við settmnst hvort gegn öðru, og ég horföi út um eldhús- gluggann, á dimmbrún kirsuberja- trén úti í garðinum. „Þau stálu bréfunum mínum, Baba sendi mér peninga, sem þau stáhi lika“, sagði ég. „Þú getur fengið magasár af því aö tala um þetta meðan þú ert að borða“, sagði hann. „Reyndu að gleyma þessu“. Hann strauk fingur gómunum létt um enni mér. „Skál“, sagði hann og bar te- •bollann að vörumusér. En þegar til kom var svo sterkt sápubragð af því, aö viö gátum ekki drukkið þaö. Anna enn. Ég þvoöi bollana vand- lega úr sjóöheltu vastni, og svo drukkum við úr þeim teið, og var þá ekki neinn keimur af þvi. Ég starði stöðugt út um eldhús- gluggann og naut hvorki matarins né tesins af ótta og kvíöa. Eugene virti mig fyrir sér um hríö. „Það mætti halda að þú kæmir úr hreins unareldinum", sagði hann eftir nokkra þögn. Það var hverju orði sannara. Ég leit hræðilega út, og ég nötraði og skalf af annarlegum hrolli. Þegar við höfðum lokið hádegisveröinum, fór ég upp á loft og hugðist fá mér ærlegan blund og hvila mig. „Leggöu þig í rúmið mitt svo þér hlýni“, sagöi hann. Og þegar ég kom upp, tók ég af mér skóna og fór úr kjólnum og lagðist fyrir undir sæng í þessu undarlega rúmi. En ég gat ekki meö neinu móti sofnaö. Þegar ég haföi legiö þannig nokkra stund, var huröinni ýtt hægt og hljóðlega frá stöfum, og Eugene gægðist inn til að sjá, hvort ég væri sofnuö. „Halló ...“ mælti ég lágt. „Ætlarðir þú ekki aö fara að sofa?“ „Ég get þaö ekki ...“ Hann kom og settist á rekkju- stokkinn og strauk hárið frá aug- um mér. Svo strauk hann mér blíð- lega um ennið, og þegar hann fann, hvaö það var heitt, lagði hann á það vott handklæði til að kæla það. Svo þerraði hann emrið og aug un, hægt og mjúklega. „Líöur þér ekki betur nú?“ spuröi hann. „Þú mátt hátta hjá mér, ef þú vilt“, sagði ég. „Nei, vina mín“, sagöi hann og kyssti mig þurrum vörum. „Þegar við njótumst, verður það að vera fyrir það, aö okkur langi til þess“. „En mig langar til þess“, sagði ég. „Ef til vill, en ekki af réttri á- stæðu. Þig langar til aö binda mig, það er allt og sumt. Þú veizt, þótt þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því, að mér muni finnast sem ég beri ábyrgö á þér, eftir að ég hef einu sinni notið þín“. Hann j horföi í augu mér, og ég fann til ] sektarkenndar. „Vertu mér ekki reiöur", mælti j ég biðjandi. „Ég er þér alls ekki reiður", j mælti hann rólega. „En við veröum i að gera okkur fulla grein fyrir því, j aö það sem tengir tvær manneskj- ur, er hvorki svona gróft né ein- falt. Kynferöismök eru ekki neitt sjálfstætt fyrirbæri, heldur hluti af tveim manneskjum fyrir samstæöar tilfinningar. Ég gæti ekki notið þín nú, í slíku uppnámi sem þú ert, fremur en ég gæti lagt sokkana mína mér til munns“. Mér fannst þetta benda til þess, aö hann vildi losna við mig, og ég spuröi ósjálfrátt: „Verð ég þá að fara?“ „Ég hef verið að athuga málið", svaraði hann seinlega. „Eflaust væri það hyggilegast að þú færir". „En ég á mér engan vfsan sama- stað...“ „Vertu ekki hrædd. Hlustaðu ró- lega á mig, vina mín. Mér kemur ekki til hugar að hrekja þig út á gaddinn. Ég mundi fá þér farareyri til Lundúna og dvalarpeninga í svo sem tvo mánuði. Svo gætirðu komið hingað aftur þegar öldurn- ar væri tekið aö lægja“. „Ég vil ekki fara frá þér“, sagði ég og horfði í stór og dökk augu hans. Hann var svo svipfastur og sterklegur, og ég þráði að mega njóta vemdar hans gegn öllu, sem ég óttaöist. „Gerðu það fyrir mig“, bað ég. „Lofaðu mér að vera um kyrrt". Hann drap fingurgómunum á enni sér og stundi. „Þey, þey.. .“ sagði hann. Mér heyrðist hreyfilgnýr í bíl úti fyrir og settist upp við dogg, en svo varð allt hljótt aftur og enginn knúöi dyra. Hann hélt áfram máli sínu. „Ef við dveljumst hér bæði öllu lengur, er ekkert líklegra en þeir komi, og ef til vill hafa þeir þig nauðuga á brott með sér. Förum við bæði til Lundúna, er senni- legt að lögreglunni verði sigað á okkur. Það eina skynsamlega f mál inu er því það, að þú farir til Lundúna ein. Ég verð hér um kyrrt og reyni að tala um fyrir föður þínum, ef hann skyldi koma. Eftir svo sem viku eða hálfan mánuö kem ég yfir til Lundúna - til þín“. Ég varð gripin lamandi hryggð. Hann ætlaði að senda mig í burtu. „Þá það“, sagði ég þreytulega og rétti honum hönd mfna. Nokkurt andartak sátum við þegjandi. Hann geröist til aö rjúfa þögnina „Heldurðu að þeir komi í dag?“ spurði hann. „Nei, ég geri ekki ráð fyrir því. Ég sendi símskeyti heim, þar sem ég kvaðst vera á leið til Lundúna. Sagöist mundu skrifa, þegar þang- að kæmi. Ég býst þvf við að það líði nokkrir dagar, áður en faðir minn hugsar sér til hreyfings". „Allt í lagi. Þá geturðu hvilt þig vel í dag. Á morgun fylgi ég þér svo til Collinstown, og sé þér fyrir flugfari til Lundúna“. Ég hafði aldrei á ævi minni kom- ið upp í flugvél, og kveið fyrir því að verða bundin f sætið. Baba hafði sagt mér að það væri gert. „Ætlaröu aö skrifa mér?“ spurði ég. LAND- - ROVER ENDURBÆTTUR LAHJL^ ^ROVER BENZÍN EÐA DIESEL ★ Land-Rover er nú fullklæddur að innan — í toppi, hliðum, hurðum og gólfi. — ★ Endurbætt sæti; bílstjóra-sæti og hægra fram- sæti stillanleg. ★ Endurbætt mælaborð með læsanlegu hanzka- hólfi. N/ matthúðuð vatnskassahlíf. Krómaðir hjólkoppar. dc Krómaðir fjaðrandi útispeglar. •Jt Ný gerð af loki á vélarhusi. AUK ÞESS er Land-RoYer afgreiddur með eftirtoldum búnaði: Aluminiumhús með hliðargluggum — Miðstöð með rúðublósqro — Afturhurð með varahiólafestingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurrkur — Stefnuljós — tæs- ing ó hurðum.'— Innispegill — Útispegill —- Sólskermar — DróHarkrókur — Gúmmí ó petulum — Dróftaraugu að framan — Kílómetra hraðamælir með vegmæli — Smurþrýstimælir — Vatnshitamælir — 750x16 hjólborðar — H. D. afturfiaðrir og sverari höggdeyfar aftan og framon — Eftirlit einu .sinni eftir 1500 km. — Hliðarstig fyrir forþega — Stýrisdempari. — VERÐ UM KR. 188,000,00 BENZIN VERÐ UM KR. 208,000,00 DIESEL Sími 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 „Á hverjum degi. Langt bréf“. Hann tók mig í faðm sér og ég kjökraði við barm honum góða stund. „Ég keypti smágjöf handa þér meðan þú varst fjarverandi", sagði hann og hljóp niður til að sækja hana. Það var feröaviðtæki. Hann sýndi mér hvemig ég ætti að stilla það og ná útvarpssendingum frá ýms- um stöðvum. „Þú getur haft það meðferðis hvar sem er“, sagöi hann. Hann snéri stillinum og fjörug tónlist fyllti svefnherbergið. Svo dansaði hann með viðtækið fram og aftur um gólfið, og ég spurði sjálfa mip hvernig á því gæti staðið, að hann væri f svona léttu skapi. Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofo Grettisgötu 8 II. h. Simi 24940.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.