Vísir - 30.05.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 30.05.1967, Blaðsíða 3
Tft&SR . Þriöfudagur 30. mai 1967. 3 v - . ' IGi '■". ■... »^ Viðbúir, tilbúnir, nú! Viðbragðiö í björgunarsundinu. { ( Sjómannadagur- inn í Reykjavík Hátíðahöld Sjómannadagsins í Reykjavik fóru í þetta sinn fram með líku sniði og áður. Þó ber að geta keppinnar i stakkasundi og björgunarsundi sem fram fór í hinni nýju og glæsilegu sundlaug í Laugar- dalnum að viðstöddu fjölmenni. Keppni þessi fór mjög vel fram og skemmtu áhorfendur sér hiö bezta. Björgunaræfingin, sem fram fór á sama stað tókst ekki eins vel og á hefði verið kosið, en slíkt getur að vísu alltaf hent í sambandi við fram kvæmd viöamikillar dagskár. Hátíðablær var yfir höfuðborg- inni, fánar blöktu við hún bæði við íbúðarhús og á skipunum og mikill fjöldi fólks var á götum 1967 úti. Bömin gerðu og sitt til að stemningin væri sem full- komnust, bæði þau, sem fylgd- ust með skemmtiatriðunum og svo einnig þau fjölmörgu, sem seldu blað dagsins og merki, vonandi með góðum árangri. Sjálf hátfðahöldin hófust á laugardagseftirmiðdag. Kl. 17 hófst kappróöur á Reykjavfkur- höfn. Að sjálfsögðu safnaðist mikill fjöldi fólks saman til að fvlgjast með keppninni eins og alltaf á sjómannadaginn. Sveit sjóskáta úr Reykjavík bar sigur úr býtum í keppninni í þetta sinn, en nr. tvö var áhöfn á Mb. Gróttu í Reykjavík. I flest skipti hefur áhöfnin á Reykja- borgu RE 25 sigrað í þessari keppni undir forustu skipstjóra síns Haraldar Ágústssonar. Hef ur sú sveit sigrað f kappróðr- inum í sex skipti f röð. f þetta sinn tók sveitin ekki þátt i keppninni, því eins og komið hefur fram í fréttum, er Reykja- borgin á síldveiðum langt aust- ur í hafi, Á sunnudaginn hófust hátíða- höldin kl. 11 f. h. með hátíða- messif f Laugarásbíói. Sóknar- presturinn í Ásprestakalli, séra Grímur Grímsson predikaði. Var messa þessi fjölmenn og mikill hátíðabragur yfir henni. Ki. 13.30 hóf Lúðrasveit Reykja víkur leik sjómanna- og ætt- jarðarsöngva utan við hiö glæsi lega heimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, en þar hafði mikill mannfjöldi safnazt saman. Að því loknu kl. 14 hófst síðan minningarathöfnin, þar sem séra Ingólfur Ástmarsson minntist drukknaðra sjómanna og Guðmundur Jónsson söng einsong. Þá voru ræöur fluttar og afhent voru heiðursmerki. Voru þar tveir sæmdir æðsta merki Sjómannadagsins og fimm aðrir hlutu heiðursmerki. Að athöfninni við Hrafnistu lokinni hófust skemmtiatriðin , Laugardalslauginni nýju. Var þar einnig saman kominn mik- ill fjöldi fólks, sem skemmti sér hið bezta, ekki síður en þeir, sem þátt tóku í skemmtiatrið- unum. Aöstaða öll til slíkrar keppni er með allra bezta móti þama í hinni nýju sundlaug og gerir framkvæmd slíkra atriða auðveldari. Á sunnudagskvöldið gekkst Sjómannadagsráð síðan fyrir fjölbreyttum skemmtunum í fimm samkomuhúsum borgar- innar. Aðalhátíðin fór fram á Hótel Sögu, en þar hófst sjó- mannahóf kl. 19.30 og voru þar flutt mörg skemmtiatriöi, svo sem danssýning, gamanþáttur og einsöngur. Þá má og geta þess, að barnaskemmtun var I ' Laugarásbíói um miðjan dag- inn svo og unglingadansleikur í Lídó með góðri þátttöku, sömuleiðis um miðjan daginn. í heild má segja að Sjómanna dagurinn í Reykjavík hafi verið aðstandendum hans til mikils sóma og flest atriði hans hafi farið hið bezta fram. Áhöfn Gróttu RE 128 með „Fiskimanninn“, sigurlaunin í kappróðrinum um áraraðir. Hér er komið „að landi“ úr björgunarsundinu. Lítil þreytumerki er að sjá á sundmanninum, enda cinmonn nr^laaTSir fvrir hrnvcti. Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, afhendir Kristjáni H. Oddssyni, forystumanni £ röðum sjómanna um áaabil, heiðursmerki Sjómannadagsins, úr gulii.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.