Vísir - 30.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 30.05.1967, Blaðsíða 9
V1 SIR . Þriðjudagur 30. maí 1997. r* -K Hver er þessi 65 ára gamli sægarpur og ævintýramaour, sem siglir kringum hnöttinn á smáskútu, nær slysalaust, á hættulegustu sjávarslóðum, i 119 daga og kemur heim til Bfetlands sólbrúnn og glað- hlakkalegur? Sir Francis Chi- chester sigldl skútu sinni Gipsy ' Moth IV inn í höfnina í Ply- mouth i fyrrakvöld, eftir að hafa farlð 46 þúsund km á sjó, á hinnl 53 feta lðngu skútu sinni. Ævintýraþrá var honum í blóð borin. Hann hefur notað gler- augu allt frá unglingsárum. 1 Marlboroguh-drengjaskólanum var hann fyrirliði fyrir rugby- liði og lék án gleraugnanna í eitt skiptið með þeim afleiðing- um að hann hljóp einu sinni að eigin marki með boltann. Hann hætti í skóla árið 1918, olli föður sínum mikillar reiöi þeg- ar hann sniðgekk háskólanám og gerðist vinnumaður á bú- garði. Hann fór sem laumufar- þegi nokkrum mánuðum síðar til Nýja Sjálands með nokkur sterlingspund í peningabelti, gaf sig fram og var skráður kyndari á dallinn. Áður en ferðinni lauk, hafði hann lent í hnefaleikakeppni við mun stærri og öflugri skipsmann og gengið alblóðugur frá keppn- inni. „Það var stundum barizt um matinn, og menn drógu fram hnífa sína." Vg ákvað að fara ekki aftur W" til Englands frá Nýja Sjálandi," hefur Chichester mjög erfiðlega. Eftir 18 klukku stunda flugnám hafði honum ekki tekizt að ná fullu valdi á vélinni. Hann stjórnaði fimm fyrirtækjum auk þess sem hann tók þátt i rekstri flugfélagsins. „Ég. sveifst einskis þá 12 tíma á sólarhring, sem fóru í það að græða peninga". Hann heim- sótti eitt sinn Bandaríkin til aö kaupa flugvélar og spilaði þá bridge viö þrjá milljónamær- inga. Ariö 1929 skýröi brezka dag- blaöið Daily Mail frá þvi að í undirbúningi væri einhver glæfralegasta flugferð, sem vit- að væri um. Chichester hafði verið í sex mánaða heimsókn í Englandi. Flugskírteinið var þriggja mánaða gamalt. „Fjöl- skylda mín gerði mér það full- komlega ljóst, aö hún leit á mig eins og hvert annað aðskota- dýr". Hann keypti Gipsy Moth- • flugvél sem komst 100 km á klukkustund og hélt af stað frá Croydon-flugvelli til Sidney I Ástralíu. Hann hafði í hyggju að hnekkja meti Bert Hinklers í einkaflugi til Ástralíu, 10 þús- und mílur á fimmtán og hálfum degi. Honum mistókst aö henkkja metinu, en varð annar í röð þeirra, sem flogið hafa þessa vegalengd einir. Hann nærðist á döðlum, kexi, sardín- um og osti. Á leiðinni til Karachi kom hann auga á all- margar hnísur í sjónum og „ég fylltist löngun eftir friösæld hafsins". Siðustu mflur flugferð- arinnar fylgdu honum tíu flug- vélar og þúsundir manna komu til að taka á móti honum og hylla hann á flugvellinum i Sidney. Kona hans hafði andazt Sir Francis Chichester um borð í Gipsy Moth IV skammt undan ströndum Bretlands. Hann er veif- andi til flugmannanna og ljósmyndarans, sem tók myndina. ¥ ., . Chichester í gullleit. sagt. „Ekki fyrr en ég hefði grætt 20 þúsund sterlingspund." Hann gerðist gullleitarmaöur og litlu seinna tók hann að selja landskika í umboðssölu. Hon- um tókst að græða sín 20 þús- und sterlingspund á 7 árum. Á þeim tíma kvæntist hann „eftir allmörg hræöileg ástarævin- týri". Árið 1928 taldi einn vina Chichester hann á að taka þátt í stofnun flugfélags. Chichester hafði þá 10 þúsund sterlings- pund í árslaun. „Markmið okkar var að fljúga með sem flesta ... við vorum heppnir að tapa ekki nema 10 shillingum á hverjum þeirra 6 þúsund farþega, sem við fluttum." Flugvélarnar skemmdust ósjaldan i lendingu og Chichester ákvað að læra aö fljúga sjálfur. Honum gekk það á Nýja Sjálandi sama dag og hann lagði upp frá Croydon, var honum sagt, skömmu eftir lendinguna. /^hichester varð fyrstur til aö fljúga yfir Tasmaníuhaf frá Nýja Sjálandi til Astralíu áriö 1931. Vegalengdin ertveirþriðju hlutar af breidd Atlantshafsins. Hann fékk lánuð flotholt og breytti flugvél sinni í sjóflug- vél. Síðan flaug hann frá einni eyjunni til annarrar og stýröi eftir sextant. „Sú hugmynd að koma þjótandi að lóni einhverr- ar ótamdrar eyjar og lenda flugvélinni á lóninu fyrirvara- laust, gagntók huga minn". En við Lord Howe-eyju kom storm- ur og velti flugvélinni. Hún sökk. Eyjaskeggjar hjálpuðu Chichester við að ná henni upp og aðstoöuöu hann við viðgerðir á vélinni. Næst gerði Chichester áætlun um að fljúga kringum hnöttinn og hefja flugiö á Sidney-flug- velli. Hann komst ekki lengra en til Japan í þaö skiptiö. Flug- vélin rakst á hafnarbakkann í Katsuura-höfn og gjöreyðilagð- ist. „Mér þótti leiðinlegt aö vera ekki sjalfur á hafnarbakkanum til að sjá áreksturinn". Vélin lá hálf upp á hafnarbakkanum, þegar Chichester var dreginn út ur henni. Meiðsli hans voru það mikil að honum var ekki hugaö líf. Samt náði hann sér og gat setið uppréttur f sjúkrarúminu, þegar hann fékk heimsókn frá öðrum brautryðjanda flugsins, Amy Johnson. Hún sendi hon- um eftir það störan ísklump á hverjum. morgni, meðan hann var í sjúkrahúsinu, því aö hitinn og svækjan var lítt þolanleg. Flugvél Chichester eftir árekstur. 'p'kki fara miklar sögur af Chi- chester og ævintýrum hans eftir þetta fyrr en árið 1960. Þá sigrar hann í kappsiglingu. solosiglingu, yfir Atlantshafið Hann fór vegalengdina á 40 dög- um og var viku á undan aðal- keppinaut sínum. Skútan hét Gipsy Moth III. ÁÖur hafði hann aðeins siglt á smærri sktít- um. Hann hafði nokkrum árum áður flutzt til Englands og skrif að bækur um siglingafræöi. Seinna geröist hann útgefandi krossgátubóka og kortabóka. Hann náöi sér eftir að hafa fengið lungnakrabbamein. Kona hans, Sheila hafði harðneitaö að láta lækna skera hann upp. Áður en hann lauk Atlantshafs- siglingunum og hélt inn í New York-höfn, tók hann til f bátn- um og skar hár sitt. Hann haföi horfzt f augu við miklar hættur, en stytt sér stundir með lestri á verkum Shakespeares. A rið 1962 sló Chichester sitt gamla met í siglingu yfir Atlantshafiö og varö annar f keppni á sömu vegalengd árið 1964. Leki kom aö skútunni og hann var að því kominn að vfirgefa hana. ' i En síðasta afrekið er sigling hans kringum hnöttinn, sem nú er lokið. Þetta afrek minnir á afrek hinna miklu sægarpa Bretaveldis frá fyrri tíð. Honum er líkt við sægarpinn Sir Francis Drake og hann verður aðlaður af Elisabetu Bretadrottningu um miðjan júní. Hún mun slá hann til nddara með sama sverði og nafna hennar Elisabet hin fyrsta notaöi er hún aðlaði Sir Francis Drake. Þúsundir manna hylla sæ- garpinn, brezka* þjóðin tekur þátt f sigri nans með miklum fögnuði. Þvf Chichester hefur endurvakið minningar um mikl- ar sjóhetjur og glæsilega sjó- ferðarsögu og afrekasögu brezkra sæfara. N Chichester kemur úr fluginu milli Englands og Ástralfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.