Vísir - 30.05.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 30.05.1967, Blaðsíða 12
V í SIR . Þriðjudagur 30. maí 1967. 72 Kvikmyndasaga samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar „The Lonely GirT' Ég fór fram úr og þvoði mér, og skömmu síðar héldum við af stað inn í skóginn. „Þú hleypir ekki neinum inn, þótt barið verði að dyrum“, kall- aði hann upp til Önnu. „Er von á fógetanum?“ kallaði hún illkvittnislega á móti. Hann hleypti brúnum og haföi orð á að hún væri farin að leyfa sér sitt af hverju. Úti var milt í veöri, komiö logn en hlýr rigningarsuddi. Allt var hljótt, og í fjarska heyrðist sagar- hljóð, þar sem menn unnu að því að fella tré. Ég tók af mér höfuð- klútinn og lét regniö úða hár mitt og andlit. Ef ég varö fyrir mis- svefni, sagði þaö alltaf til sín með hita og ónotum-í andlitinu og roða á hvörmunum. Hann fór að segja mér frá kvikmynd, sem hann hafði séö í Lundúnum, i-akti gang sögunnar í myndinni og lýsti hinni lióshærðu ástríðuheitu stúlku, sem leikið hafði aðalhlutverkið. Mér fannst ég vera svo heimsk og óað- laðandi í samanburði viö hana, þegar hann dásamaði vöxt hennar og limaburð. Við héldum um þröngan stíg nið ur aö vatninu. Grenitrén stóðu stofnbein í réttri röð á aðra hönd, eins og hermenn í fylkingu á hina var lágur grjótgarður meðfram vatninu. „Þú kemur mátulega til Lund- úna tii að sjá þessa mynd“, sagði hann og beygði sig til að taka upp tvo hvíta smásteina af stígnum. „Ég segi Ginger aö bjóöa þér með sér“. Þessi Ginger var kona, .sem hann ætlaði að láta taka á móti mér og sjá um mig í Lundúnum, Hann sagði að hún væri rauðhaérö. Ég þóttist viss um að hún ynni honum, gat ekki gert mér það í hugarlund, að nokkur kona kynntist honum án þess að verða ástfangin af hon- um. „Er hún aðlaðandi?" spurði ég. „Já, hún er það“, svaraði hann, rétt eins og það snerti hann ekki hið minnsta. Það var eins og ekk- ert snerti hann — hvorki regnið, hvítu smásteinarnir, trén í fjalla- móðunni — allt sýndist viðlíka merkilegt eða ómerkilegt og ekki koma honum við. Þaö var ekki laust vió að—mén-þætti nóg um þennan kaldrana hans. „Ég vona að það liggi ekki illa á þér, vina mín“, sagði hann og Iagði höndina á öxl mér. Sagði mér að heröa upp hugann. Regnúð- inn hríslaðist um kápuna mína eins og perlumóður. Djúp þögnin lagð- ist að mér sem farg. Allt virtist svo draumkennt og óraunverulegt... þokan, sem læddist neðst með stofnum trjánna, svo þau virtust svífa í lausu lofti, blámóðan sem vafði fjallshlíðarnar. „Ég má ekki til þess hugsa að fara frá þér“, sagði ég. „Aðskilnaöur okkar varir ekki nema í hálfan mánuð — alls ekki lengur“, sagði hann hugsunarlaust. Við settumst niður og horfðum yfir Vátnið, þar sem þokumóðan náði enn ekki til, svo að akrarnir sáust skýrt og greinilega. „Gaztu ímyndaö þér að það væri svona fallegt hérna“, sagði hann og horfði út yfir vatnsflötinn. „Það er yndislegt hérna", varð mér að orði, án þess hugur fylgdi þó máli. „Þó er enn fegurra hérna á sumrin, Já — ég verð að kenna þér að synda í sumar“, sagði hann „Já, í surnar", endurtók ég, eins og ég mundi aldrei lifa það. Og mér varð hugsað til liðinna sumra, þegar hann hafði synt í vatninu með Lauru, og á eftir hefðu þau svo legið í sólbaði í sandinum í skugga hesliviðarins. Mér varö allt af hugsað til Lauru, þegar ég var í nálægö hans öldungis eins og mér varð alltaf hugsað til móður minnar sálugu, þegar ég var ein- hvers staðar nálægt föður mínum. „Hve lengi áttuð þið Laura heima hérna?“ spurði ég óafvit- andi. „Ég man þaö ekki fyrir víst Ætli það hafi verið öllu lengur en árið“. „Var hún synd?“ Baba var flugsynd og leikin í dýfingum. Ég gat hvorugt. „Já, víst var hún synd“, svaraði hann. Ég bjóst við að hann segði eitthvað fleira en það gerði hann ekki. Þaö rökkvaði snemma vegna þess hversu dimmt var í krfti. Hann leiddi mig upp brekkuna, og varaði mig við héraholunum. „Má ég sofa hjá þér í nótt?“ spurði ég, þegar við klöngruðumst upp brattann. „Ætli það ekki“, svaraði hann ástúðlega. Ég bað til guðs, að hann léti eitt- hvað það gerast, sem yrði til þess að ég þyrfti ekki að fara. Og mér varð að bæn minni. ÞRETTÁNDI KAPLI. Það tók að hvessa með kvöldinu. Stormurinn hvein í gluggahlerun- um og Anna hljóp út til aö ná í þurrkur og handklæði, sem hún hafði breitt út til þerris á þyrni- gerðið. Pjáturskjóla valt eftir stétt inni og glamraði hátt viö. Ég hafði verið hrædd og kvíöandi allan daginn. Gerði ráð fvrir að þeir kæmu þá og þegar, þrátt fyr- ir símskeytið. Ég varð því storm- inum fegin. Ólíklegt að þeir hygðu á aðför í slíku veðri. Og á morgun héldi ég til Lundúna ... Eftir að við höfðum drukkið kvöldteið, breiddi hann út upp- drátt yfir Lundúnir og benti mér á ýmis stræti og staöi. Þaö var á- kveðið að ég legði af stað snemma að morgni. „Við ættum að læsa útidyrun- um“, sagði ég. „Allt í lagi. Við læsum öllu, sem læst verður“, sagði hann. Viö stóðum á fætur, hann fékk mér stórt vasaljós, sem ég lýsti hon- um með og hann læsti bæöi aðal- dyrunum og bakdyrunum með erfiðismunum, því að lyklarnir voru ryðfastir í skránum og Slagbrand- amir gengu ekki í grópin nema hann berði á þá með brennikubb. Anna og Denis voru setzt að uppi í herbergjum sínum og við heyrð- um þaðan danstónlist úr viðtæki. „Segðu þeim að opna ekki þótt barið verði að dyrum", mælti ég. „Það er óþarfi“, sagði hann, þau -koma aldrei niður, eftir að þau eru setzt að uppi á kvöldin. Fara í rúmið, þegar þau hafa hlustað á fréttirnar“. Og ég vissi að hann var of stoltur til þess, að hann vildi láta þau taka nokkurn þátt í erf- iöleikum sínum. „Við skulum halda okkur frá gluggunum“, sagöi hann, þegar við vorum setzt að við arininn í vinnu- stofu hans. Eikarlaupurinn var full ur af brenni, og hann sagði að okkur væri óhætt, hvaö sem á dyndi. Það stóö haglabyssa í homi niðri i anddyrinu. Ég hafði orð á að vissara væri aö sækja hana og hafa hana við höndina. „Vitleysa, góða mín“, sagði hann. „Það er eins og þú sért staðráöin í að setja einhvern æsileik á svið“. Stormurinn gnauðaði við glugga- hlera og upsir, mér fannst ég allt- af heyra í bfl, en það var einungis ímyndun mín. Ég burstaði hár hans og neri vöðvana á baki hans og öxl- um, og hann sagði að það væri einstaklega róandi og notalegt. „Okkur kemur vel ásamt, þér og mér“, sagði hann. „Já“, svaraði ég, og hugsaði sem svo, að gaman hefði það verið, ef hann hefði heldur sagt, ég elska þig, ég er orðinn ástfanginn af þér. En það gerði hann ekki. Sagði einungis aö okkur kæmi vel á- samt. „Við höfum ekki þekkzt nema í nokkra mánuöi," sagöi hann og horfði inn í eldinn, eins og hann hefði getið sér til um óánægju mína. Ég gerði mér þaö ljóst, aö hann hafði mesta trú á allri hæg- fara þróun, aö ræturnar leituðu festu djúpt í myrkri, þögulli mold- inni. Hann hafði yndi af að planta trjám og fylgjast með vexti þeirra og hann vildi að ást okkar þrosk- aðist á sama hátt. „Trúirðu á guð?“ spurði ég allt í einu. Ég veit ekki hvers vegna. „Þaö held ég varla. Ekki þegar ég sit öruggur við minn eigin ar- in. En ég er ekki frá þvi, að ég geri það, þegar ég ek bílnum átta- tíu mílur á klukkustund og veit beygjur framundan“. Mér fannst svariö undarlegt. Skildi það ekki fyllilega. „Við hvað-ertu hráeddur?“ spuröi ég enn, eins og mig langaði til að hlusta á einhverja dularfulla játn- ingu, eöa ég vildi leitast við aö taka þátt í ótta hans, til aö gleyma mínum eigin ótta. „Sprengjur", svaraði hann. Og mér fannst þaö svar ekki síður undarlegt en hið fyrra. „En ekki Helvíti?" spurði ég, og nefndi það, sem ég óttaðist næst mest. „Þeir gera mig áð kyndara í Helviti", svaraði hann. „Ég kann að skara í glæðurnar“. Ég varð undrandi á því hve rödd hans gat veriö róleg og hlutlaus og svipur hans mildur þegar hann lét sér annað eins um munn fara. Ég neri vöövana aftanvert á hálsi hans og herðum, hvíldi svo hendurnar og sat hjá honum. Spurði sjálfa mig hvernig ég ætti að geta lifað án hans í Lundúnum — þangað til storminn lægði, eins og hann komst að orði. „Já, þetta er Helvíti...“ hóf hann máls, en ég heyröi aldrei seinni hluta þeirrar setningar, því að þá rak hundurinn upp gelt mik- iö og spangól úti i garðinum. Það stóð í nokkrar sekúndur, en breytt ist svo í lágt, aðvarandi urr. Ég spratt skelfd á fætur. Tarzan syndir út, blökkumanninum til hjálp- sært höfuð hans eða aðra viðkvæma líkams- „Hann er morðóður þessi. Ætlar sér greini- ar. „Enn er ekki öll von úti. Skepnan bft- hluta.“ lega að drekkja mannræfllnum í botnleöj- ur aðeins um handlegg hans, en hefur ekki unni.“ Maðurinn sem annars aldrei ies auglýsingar auglýsingar IVVÖRUSÝNING KAUPSTEFNAN REYKJAVÍK1967 POLLAND TfcKKÓSLÓVAKIA SOVETRÍKIN-UNGVERJALAND ÞÝZKA ALÞÝÐULÝÐVELDID Opiö í dag og á morgun kl. 14-22. Stórt vöruúrval frá 5 löndum. Vinnuvélar sýndar 1 gangi. Bílasýning. 5 kvik- myndasýningar kl. 15, 16, 17, 18 19, 20. 3 fatasýn- ingar kl. 15, 17 og 18.30 meö oólskum sýningar- dömum og herrúm. Veit- ineasalur ot>inn. OPIÐ FRÁ KL. 14-22 ALLA DAGA 20. MAÍ-4.JÚNÍ ÍÞRÖTTA-OG SÝNINGARHÖLLIN LAUGARDAL Knútur Bruun hdl. Lögmanhsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.