Vísir - 13.07.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 13.07.1967, Blaðsíða 3
V í SIR . Finuntudagur 13. júlí 1967. Það var heitt í veðri á þriðju- dag og margir þeir í bænum, sem ekki voru bundnir við störf sín, notuðu sólina og góða veðr ið til þess að skreppa í Naut- hólsvík, flatmaga þar í sand- inum og sleikja sólskinið. — 1 skjóli undir sjávarbakkanum sat fólkiö i smáhópum efst í fjör- unni, eða óð og buslaði í flæð- armálinu, þegar Myndsjáin brá sér þangað í myndatökuferð eft- ir þrjúkaffið. Hver hópurinn vig hliðina á öðrum, með stuttu millibili, varla teppabreidd á milli, en þó virtist enginn hópurinn vita af þeim næsta við hliðina. Þarna voru mæður með börn sín, syst- kin, kunningjar. hver hópurinn samanþjappaður út af fyrir sig í samhangandi keðju undir sjávar bakkanum, endilangt eftir fjör- unni. Yngri kynslóöin eirði þó aldrei í skjóli undir sjávarbakkanum. T. v. systkinin Jón, Guðrún og Þórunn. Við hlið þeirra Guðrún Ösk, en yfir henni stendur Sigurlína. Bak við þær sjást systurnar Margrét og Magnea. 1 I sólbaði Nauthólsvík Knálega tók Jón sundtökin. lengi á teppunum hjá 'hinum full orðnu. Bömin voru sífellt á ferð inni niður fjöruna og fram í flæð armálið, óðu þar og busluðu. Síðan upp fjöruna aftur til mömmu og þaðan aö skoða sig um í fjörunni. Hvergi stönzuöu þau lengi f einu. Hinir eldri létu sér nægja að virða leik þeirra fyrir sér. Það var komið fararsnið á marga þegar við komum, enda farið að líða fram á daginn. Við víluðum ekkert fyrir okkur að raska ró þeirra, sem kyrrir sátu eftir, þótt ljósmyndarar séu ekki alltaf vel séðir gestir, þar sem fólk liggur í sólbaði. „Taka myndir? Tja, jú ætli það ekki“. „Jú, jú, blessaður taktu myndir af henni“. Þrjú systkini, Jón Bjarnason hjá Kaupmannasamtökunum og systur hans Guðrún og Þórunn, urðu fyrst fyrir barðinu á ljós- myndaranum. Systurnar drógu fyrst við sig svarið, en Jón tók strax af skarið. „Alveg tilvaliö að taka af þeim myndir". Það var skipzt á nokkrum athugasemdum. Jón segir, að „þeir þyrftu að hrinda í fram- kvæmd þessari hugmynd um að veita heitu vatni í víkina og loka henn>“. Við samsinnum því og talið berst að þeim vandræð um okkar, að enginn skuli vera á sundi í víkinni. „Sjórinn er bara svo agalega kaldur“, segir Guðrún. „Kaldur! Þvættingur!“ Mjmd af manni, sem syndir í sjónum! — Jóni verður ekki skotaskuld úr því, að bjarga Ijósmyndaranum þar. Út í sjó og þaö vantaöi ekki. Knálega voru sundtökin tekin. „Hann er ekkert svo kaldur þarna við tangann, en grjótið í botninum þar er fjári hvasst". Næst við þau systkinin sátu tvær, 10 og 13 ára telpur. „Megum við taka af ykkur mynd?“ „Kemur hún í blaði?“ Þær litu framan i hvora aðra og kímdu, en leyfðu það þó góðfúslega. „Hvað heitið þið?“ — „Guörún Ósk og Sigurlína Rósa“. Vinkonur? - Nei, mömm ur okkar eru vinkonur. Við er- um næstum vinkonur. — Guörún verður fyrir svörum, en Sigurlína skýtur inn til skýr ingar: „Við erum kunningjakon ur“. Málið fer að skýrast og í ljós kemur að pabbi annarrar er pípulagningarmeistari, en hinn- ar garðyrkjumaður. „Bless. Komum viö í blað- inu?“ Því var lofað og næsti hópur tekinn tali. „Þaö er góöa veðrið“ Við skutum fram þessari skarp- legu athugasemd. „Jú, jú“. Systur tvær, Margrét og Magnea Jónsdætur, bera ekki á móti því. Lítill snáði vappar um í kring um þær. „Hver á þig?“ spyrjum við hann, en hann sinnir því engu, hann Guðni Ólafur. Móðir hans talar fyrir munn hans og svarar auðvitað „Mamma“. „Komiö þið oft hingað?“ „Nei, Það hefur verið svo kalt fram til þessa. Þetta er í fyrsta skipti í sumar“. Nokkur börn á slöngu úr bíl- hjólbarða úti á víkinni draga athygli okkar næst aö sér. „Hverjir eiga þaö?“ „Við eigum þaö 3 strákar, Sig urjón, ég svo þriðji strákurinn", segir Kjartan, snaggaralegur snáði. „Við fundum þaö, sprung ið og ónýtt, en bættum það og þá var allt í lagi“. Það var margt þarna í-fjöir- unni, sem fangaði hugann, en við vildum leyfa fólki að njóta næðis, og að þessum upplýsing- um fengnum kvöddum við. Það færðist sama værðin og var, þegar viö komum yfir fólk- ið, um leiö og við gengum úr fjörunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.