Vísir - 13.07.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 13.07.1967, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 13. júlí 1967. Islendingar verða 283,000 árið 1985 — samkvæmt nýjustu 20 ára áætlun Efna- hagsstofnunarinnar, um fólksfjölda á Islandi i framtibinni. Visir ræðir við Pétur Eiriksson, hagfræðing, varðandi þessa áætlun og fleira JjMns og mörgum er eflaiist kunnugt um, hefur nýlega verði byrjað á áætlanagerð varðandi uppbyggingu efna- hagslífs vissra landshluta Is- lands. Má þar sem dæmi benda á Vestf jarðaáætlunina, sem gerð var fyrir nokkrum árum og þegar er hafin vinna eftir, og einnig, að nú er unn- ið að gerð Norðurlandsáætl- unar, og eflaust verða fleiri slíkar áætlanir gerðar, ef svo fer sem nú stefnir. Það eru vissulega mörg atriði, sem taka verður tillit til, er slíkar áætlanir eru gerðar. Það eru þau atriði, sem mest hafa á- hrif á mótun efnahagslífsins í framtíðinni. Eitt þessara at- riða er mannfjöld’nn, því að vissulega hefur íbúaf jöldi við komandi staðar mikií áhrif á efnahagslíf og uppbyggingu hans. Slíkar áætlanir, sem minnzt er á hér að framan, eru unn- ar hjá Efnahagsstofnuninni, sem sett var á stofn fyrir nokkrum árum og lögfest var á síðasta Alþingi. Jafnframt því að unnið hefur verið að gerð slíkra áætlana, hefur og verið unnið að gerð áætlana um mannfjölda hér á Iandi, eins og búizt er við að hann verði í náinni framtíð, og er þetta gert til að auðvelda á- ætlun um efnahagsuppbygg- ingu viðkomandi landssvæða, sbr. það sem sagt er hér að framan. Nýlega hefur Efna- hagsstofnunin einmitt Iokið við eina slíka áætlun, þar sem í stórum dráttum er sagt fyrir um mannfjölda á íslandi næstu 20 árin. Vísir ræddi fyrir stuttu við Pétur Eiríks- son hagfræðing, sem hefur haft yfirumsjón með gerð þessarar áætlunar, og er manna fróðastur um slík efni hér á landi. Pétur var fús til að skýra frá þessum málum í nokkrum orðum og fer fyrri hluti viðtalsins hér á eftir, en síðari hluti þess birtist á morgun. Tjú vildir kannski í byrjun segja í nokkrum orðum frá undirbúningi slíkra mannfjölda- áætlana? — Við hér á Efnahagsstofnun- inni höfum nýlega lokið við að gera spá um fólksfjöldann hér á landi næstu tuttugu árin. Úr- vinnslan fór fram í Skýrsluvél- um rikísins. Til þess aö gera slíka spá þarf að sjálfsögðu viss- ar forsendur til þess að fóðra vélarnar með. í>að sem að þar kemur til er þrennt má segja, það eru fæðingamar, dauösföll- in og flutningar. Varðandi flutn- ingana höfum við haft það á- kaflega þægilegt, því að við höf- um gengið út frá því að flutning- ar að og frá landinu'hafi jafnað sig út. Reynslan gefur okkur þá vísbendingu að þetta standist að mestu sé litið yfir lengri tíma, þó að einstök ár komi að vísu nokkuð misjafnlega út. Varðandi dánartölurnar eru ekki neinar stórkostlegar sveifl- ur, það er viss þróun í það, að menn lifi lengur, sérstaklega kvenfólk, en taki læknavísindin ekki stórkostleg stökk fram á Fyrri hluti við varöandi lækningu algeng- ustu dánarorsaka þess fólks, sem ekki hreinlega deyr úr elli, krabbameini og kransæðastíflu, þá er það víst, að ekki munar miklu i slíkum áætlunum, en að vísu eru allar slíkar áætlanir háðar nokkurri óvissu. í>að sem hefur valdiö mestu erfiðleikunum varöandi áætlun- ina er að áætla fæðingartöluna. Hún hefur nú verið ákaflega. sveiflukennd hér á landi, t.d. á áratugnum 1930—40 var lítið um fæðingar 1930 var mjög mikið um fæðingar, líklega þær flestu, sem komið höfðu, en fæðingartalan datt mikið niður á næsta ári, 1931, og jafnhá fæöingartala og hafði verið 1930 náöist ekki fyrr en 1940—41, þrátt fyrir mikla fólksfjölgun, sérstaklega fólks á barneigna- aldri. Síðan um eða eftir 1940 hefur fæöingartalan hækkað mjög, bæði tölulega og svo hlutfalls Iega og segja njá, að sú þróun haldi áfram, að vísu nokkuð ó- reglulega, fram til ársins 1960. Að vísu má segja, að toppnum sé náð 1955, en þó hækkar hlut- fallið örlítið fram til ársins 1960. En 1960 verður þarna snögg breyting, 1961 eru fæðingar 2— 300 færri en 1960 og hlutfalls- lega er þarna um enn meiri breytingu að ræða. 1960 eru 4916 fæðingar á öllu landinu, en 1961 eru lifandi fæddir 4563, þrátt fyrir nokkra fjölgun fólks á bameignaaldri. — Þessi tala náði sér aðeins upp aftur 1962— 3, en 1964 og 1965 varö mjög mikil hlutfallsleg lækkun aftur, t.d. eru hlutfallslegar fæðingar 1965 í svipuðu hlutfalli og var árið 1952. Tölumar fyrir 1966 höfum viö ekki ennþá fengið, en ég hef heyrt, að um enn frekari fækk- un fæðinga sé að ræða, hlut- fallslega. Vantar 6—700 á lifandi fædd börn 1965, skv. eðlilegri þróun TTvað hefðu fæðingar áriö 1965 átt að vera margar, ef þróun sú, sem náði hápunkti árið 1955, en hélt áfram til 1960, hefði enn haldiö áfram til ársins 1965? — Lauslega áætlað hefðu þá átt að fæöast 5300—5400 börn, en þau voru 4700, þannig að þarna munar 6—700 börnum. Hvað ér það helzt, sem hefur orsakað þessa þróun hér á landi, einkum hina hlutfallslegu minnkun, sem oröið hefur á síð- ustu árum? — Það er sjálfsagt margt, sem til greina kemur. I fyrsta lagi er að geta þess, að við emm með eitt hæsta fæðingarhlutfall þjóö- ar, sem býr við svipuð lífs- kjör og við. ísraelsmenn eru töluvert hærri hvað þessu við- víkur, en Nýsjálendingar og írar era svipaðir okkur. Það má segja, að fyrir hvert eitt barn, sem kona í V.-Evrópulandi fæð- ir, t.d. á Norðurlöndum eða á Englandi, fæöir kona hér á landi tæp tvö böm, ef þannig mætti komast að orði i þessu tilfelli. Þróunin hjá öðrum þjóðum hefur líka á síðari árum verið í átt til færri barneigna, hlut- fallslega, konumar eignast færri böm. Það er tvennt, sem kemur til greina í þessu sambandi, og hefur mikil áhrif á þessa þróun. 1 fyrsta lagi hefur efnahagsá- stand hverrar þjóðar áhrif á fjölda fæöinga, bæði getur slæmt efnahagsástand haft áhrif í þá átt að draga úr fæðingum, og eins getur batnandi efnahags ástand haft áhrif í sömu átt. Þá geta og komið inn f þetta viss ríkisafskipti, svo sem auknar eða minnkaðar fjölskyldubætur og annað slíkt. Ég mundi segja, að lækkunin sem varð á hlutfallslegum fæð- ingum 1960 sé töluvert vegna breyttra efnahagsástæðna. Það er kannski hart að þurfa að segja að frjáls innflutningur á bifreiðum orsaki minnkun bam- eigna, en börn kosta líka pen- inga. í öðru lagi er að geta þess, að síðustu árin hafa komið ný meðöl og tæki til sögunnar, sem gera áætlanir um fjölskyldu- stærð miklum mun auðveldari. Ég mundi ef til vill álfta, að breytingin 1960 sé vegna breytts efnahagsástands, en sú breyting sem varð nú fyrir tveimur árum. og allt bendir til að haldi áfram um nokkurt skeið, sé vegna þró- unar á sviðum læknavfsindanna. Fæðingum fækkar enn um nokkurt skeið 17r búizt við, að fæðingum fari enn fækkandi, enn um skeið eða ef til vill um lengri tima? —Það má gera ráö fyrir, sam- kvæmt reynslu annarra þjóða, að hlutfallslega fari fæðingum enn fækkandi um nokkurt skeiö. Sem dæmi má nefna Bandaríki Noröur-Ameríku, en þar fækk- aði barneignum mjög á ákveönu tímabili, en fyrir um 10 árum sfðan jukut fæöingar aftur á nýjan leik, þannig að nauösyn- legt reyndist að fjölga mjög fæöingarheiniilum. Sem sagt, ég geri ráö fyrir, aö þessi þróun haldi eitthvað áfram ennþá, aö óbreyttum aöstæöum. Hvemig lítur svo sú áætlun út sem þið hafið gert um íbúa- fjölda landsins í framtfðinni? — Þar er þá bezt að taka fyrir heildaríbúafjölda landsins meö tfu ára millibili frá 1965 fram til þess tfma, sem áætlunin nær til, eða ársins 1985. 1965 voru um 194.000 íbúar hér á landi og um 2000 fleiri karlar en konur. Lítum svo næst á árið 1975. Þá er gert ráð fyrir að íbúar lands- ins verði 235.000 og karlmenn þá 3000 fleiri en konur. Árið 1985 gerum við svo ráð fyrir, að ibúar landsins verði um 283. 000 og þá 4000 fleiri karlar en konur. Hví eru fleiri karlar en konur? i * J . T 'hverju liggur það helzt, að hér á landi eru fíeiri karlmenn en konur? , ; , ; ' —Það sem helzt kemur þar til, er að meðan fæðast 100 mey- böm fæðast um 105—107 svein- böm, oft miðað við töluna 106 í þessu tilfelli. Á þessu geta að sjálfsögðu orðið nokkrar sveifl- ur á einstökum árum, sérstak- lega hér á landi, þar sem fjölg- unin er svo lftil. Þá koma og aðr ar líffræöilegar orsakir til, svo sem sú, að læknavísindin telja, að þegar kvenfólk er ungt, þá séu meiri líkur á að það eignist sveinbarn, nema sé um mjög ungar stúlkur að ræða, t. d. á aldrinum 15—17 ára. Hvað er það, sem segir einna mest til um, hvort ákveöinni þjóð muni fara fækkandi eða fjölgandl ? — Mikilvægt atriði til að geta Pétur Eiríksson, hagfræð- ingur hjá Efnahagsstofnuninni sagt til um, hvort þjóð muni fara fækkandi eða fjölgandi i framtíðinni, er að vita, hve mörg meyböm fæðast á hverja konu hjá viökomandi þjóö. Til þess, að mannfjöldi haldi í horfinu, þarf hver kona að fæða af sér eitt meybarn, fæöi hún minna en eitt (ef unnt er að orða þetta þannig í slíkum tilfellum), sést auðveldlega að konum fer fækk- andi í framtíðinni. Svo er t. d. meö Ungverja. Samkvæmt nýj- ustu upplýsingum í mannfjölda- skýrslum Sameinuöu þjóðanna. fæðir hver kona í Ungverjalandi aðeins 0,87 meybarn, þannig að allar líkur benda til, að Ung- verjum fari fækkandi í framtíð- inni. Þegar meybörn sem fæðast í dag, komast á barne;gnaald- urinn, eftir svo sem 20—30 ár. eru þær færri, en þær eru í dag, vegna þess, að hver kona i dag nær því ekki að geta af sér eitt meybarn. Svíar voru .engi hættu lega staddir, hvað þetta áhrærir, ef svo mætti segja. Hlutfali þetta var lengi undir 1, en nú er það komið upp í 1,09, en hjá öðrum Norðurlandaþjóöum sr það ofurlitið hærra. Við fslendingar erum vel sett- ir, hvað þetta áhrærir, því að hér á landi er þessi tala 1,94. Hjá þeim þjóðum, sem búa við svip- uð lífskjör og viö, er petta hlut- fall hæst hjá ísraelsmönnum, þeim veitir vist ekki af! — Til gamans má og geta þess, að Arabaríkin eru líklega með enn hærra hlutfall, en þar er barna- dauðinn aftur á móti svo mikill, að raunverulega er hlutfallið lægra þar. Hjá Nýsjálendingum er þetta hlutfall 1,97, en frar eru rétt fyrir neðan okkur, þar fæöir hver kona af sér 1,90 mev- barn. (Síðari hluti viðtalsins birtist í Vísi á morgun.) af. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.