Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 1
Hlif boðar vinnustöðvun 57. árg. - Föstudagur 14. júlí 1967. - 158. tbl. Síldarskipin 240 mílur undan Noregsströndum íslenzki síidarflotinn leitar æ lengra austur á böginn frá land- inu eftir sildinni. 1 fyrradag fengu þrjú skip afla um þaö bil 700 mílur ANA frá Aust-« fjörðum en þaö er um 240 mil- ur NNV frá Andanesi í Noregi. Síðasta sólarhring voru flest skipanna að veiðum um 300 míl ur út af Andanesi og má segja að síldveiðin í sumar fari öllu fremur fram við Noregsstrend- ur en ísiands. Bátamir þrír, Guðmundur Péturs, Náttfari og Dagfari gáfu upp staðarákvörðunina 72,40 N. br. og 8,4'5 A. I., sem er um 240 milur NV frá Anda- nesi, en flotinn var þá aó veið- um á svæðinu allt frá 0,30 A 1., en í sumar hefur síldveiðisvæö- ið teygt sig yfir 12 —14 lengdar- bauga. — 1 nótt var blaðinu kunnugt um 15 skip, sem fengið höfðu afla — um 2380 tonn. Það eru ekki nema stærstu að fuilkomnustu skipin, sem treyst ast til þess að fylgja síldinni þannig eftir allt austur undir Noregsstrendur en skipin eru Framhald á bls. 10. / STRAUMSVÍK Verkalýðsfélagið heimfar sérsamninga vegna hafnarframkvæmdanna og boðar vinnu- st'óðvun hafi samningar ekki tekizt fyrir 24. júli Verkamannafélagiö Hlíf í Hafnarfirði hefur sent frá sér orðsendingu, þar sem vinnu- stöðvun er boðuð við fram- kvæmdirnar í Straumsvík við alla aðra verkamannavinnu en jarðvinnslu. Formaður Hlífar, Hermann Guðmundsson, sagði við Vísi f morgun, aö hafi sér- samningar ekki verið gerðir við verktakasamsteypuna Hochtief- Véltækni fyrir 24. júlí næstkom andi veröi öll vinna hiá verk- tökunum stöðvuð. — Forstjóri Véltækni, Pétur Jónsson og framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, Björgvin Sig- urðsson lýstu báðir yfir undrun sinnl á þessari tilkvnningu Hlíf- ar og sögðu að ekki hafi legiö lyrir aðrir kaupsamningar fyrir félagssvæði Hafnarfjarðar en samningur viö Hlíf. Hermann Guðmundsson, for- maður Hlífar, sagði, að allir samningar verkalýðsfélaganna hefðu verið lausir síðan 1. októ- ber s.l. — Þess vegna sé for- senda fyrir hendi að gera sér- samninga við einstök félög, enda hafi sérsamningar þegar verið gerðir við verktakana Hochtief- Strabach vegna jarðvinnslunn- ar vegna sérstöðu vinnunnar þar. Þeir samningar eru að mörgu levti hliðstæðir við samn- ingana, sem verVIýðsfélögin gerðu við Fosskraft í Búrfells- virkjun. — Nú eru hafnar mikl- Framhald á bls. 10 ísland bauð fram 40 milljón króna tollalækkun í Kennedyviðræðunum Eins og menn rekur ef til vill minni til, voru ný- lega undirritaðir samning- ar þeir um tollalækkanir, sem náðust í viðræðum á vegum GATT, en þessar viðræður hafa löngum ver ið kenndar við Kennedyj heitinn Bandaríkjaforseta. Sá árangur, sem náðist í þessum viðræðum, er tal- inn sá mesti, sem til þessa hefur náðst í slíkum við- ræðum, enda náðu viðræð- urnar til landa, sem hafa sín á milli um 80% allrar heimsverzlunarinnar. Island lagði fram sitt tilboð þessum viðræðum og hljóöáði það upp á tollalækkanir, sem námu um 40 milljónum króna, en verulegur hluti þessara lækkana hefur þegar komið til framkvæmda, þar sem Bremuvargur tekinn í nótt eftir tvær tHraunir til íkveikju henni talsverðar skemmdir. Munaöi þarna ekki nema hárs- breidd, að mikill eldsvoði hlytist Hafði nærri brennt inni heilar fjölskyldur Lögreglan handtók í nótt brennivarg, sem hafði gert tvær tilraunV ir til þess að kveikja í húsum í bænum. Hafði hann safnað saman fyrir framan dyr húsanna kassaf jölum og öðru eld- fimu drasli, sem hann kveikti svo í, en fyrir tilstilli fólks, sem til hans sá, tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út. Lögreglunni var tilkynnt, seint í nótt, að sæist til manns vera að gera tilraun til þess að kveikja í húsi nr. 11 og nr. 11 A á Smiðjustíg, en það er sam- byggt timburhús. Þegar lög- reglan kom á staðinn, tjáði einn íbúi hússins henni, að brennu- vargurinn hefði orðið manna var og horfið á braut. Hafði íbúinn vaknað, þegar einangrun um dyrabjölluna hafði bráönað og bjallan tekið að hringja. Hafði brennuvargurinn safnað eldfimu drasli fyrir framan dyr húsanna og kveikt í, en eldinn tökst að slökkva með hand- slökkvitæki áður en hann náði að breiðast út. Þó náði hann að læsa sig .£ hurðina og urðu á af og jafnvel mannskaði. Höföu eldslogarnir sleikt gluggakistur á 2. hæð hússins og var næstum kviknað í gluggunum þar. Ó- greið hefði í búum hússins orðiö útgangan, eins og brennuvarg- urinn hafði búið um hnútana. Tveir lögreglumenn hófu leit að hinum íkveikjuóða vargi, en einn varð eftir á Smiðjustíg. Óku þeir um nágrennið og næstu götur, en meðan á leit þeirra stóð, barst önnur tilkynning um, aö maður væri aö kveikja í húsi íslendingar mega fella in* í til- boð sitt þær tollalækkanir, sem hér hafa verið gerðar frá árinu 1964. Þær tollalækkanir, sem eftir er að framkvæma samkvæmt til- boði Islands munu koma til fram- kvæmda á næstu fimm árum, þó ekki á þessu ári. Sú tollalækkun, sem ísland bauð í Kennedy-viðræðunum, skiptist þannig niður á viðskiptasvæði okk- ar: Rúmar 12 milljónir króna á vörum frá Bandarjkjunum. Rúmar 7 milljónir króna á vörum frá löndum Efnahagsbandalagsins. Tæpar 7 milljónir króna á vörum innfl. frá Bretlandi. Rúmar 5 milljónir á vörum flutt- um frá Noröurlöndunum, og af- gangurinn skiptist niður á önnur lönd. Tollalækkanir þær, sem ísland bauðst til að komið yrði í fram- kvæmd hér á landi náði til vara, sem inn voru fluttar fvrir Framhald á bls. 10. Smiðjustígur 11 og 11A, sem brennivargurinn gerði tilraun til að kveikja í. Sjá má, ef myndin prentast vel, hve sviðin hurðin t.h. er og skiltiö fyrir ofan hana. Skiltið í dyrunum t. v. sprakk vegna hitans og dyrabjallan hringdi. — Undir báðar dyrnar var hlaðinn bálköstur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.