Vísir - 14.07.1967, Síða 2

Vísir - 14.07.1967, Síða 2
GuSmundur bætti metið í kúíuvarpi enn í gærkvöldi — n'iunda sinn á árinu sem hann bætir jboð Stigakeppni Reykjavíkurfélaganna í frjálsum íþróttum, Meist- aramót Reykjavíkur, virðist eftir öllu að dæma helzt eiga að fara fram fyrir luktum dyrum. Mótið hófst f gær og var vægast sagt langdregið, enda virtust KR og ÍR leggja mikla áherzlu á að hafa sem flesta þátttakendur og margir gengu á miili greina, seinkuðu framkvæmdinni og eyðilögðu þá skemmtun, sem mótið hefði eflaust getað veitt að öðrum kosti. Guðmundur Hermannsson brást ekki fremur en fyrri daginn, setti nú 9. Islandsmetið sitt á þessu ári í kúluvarpinu, — lengsta kast hans að þessu sinni var 17.81, en annar f þess- ari grein var Amar sonur hans, náði einnig sínum bezta árangrl til þessa, 15,07, en keppinautur hans Erlendur Valdimarsson varpaði 14.98. Til gamans má geta þess að Guðmundur varð meistari á þessu móti f fyrra, varpaði 15.05. í fyrrahaust leið- rétti hann stíllnn og árangurinn hefur sannarlega ekki látið á sér standa. Önnur skemmtileg grein var 800 metra hlaupið, en vegna seink- unar á öllu mótinu féll það ónota- 'lega í skuggann af minni háttar viðburðum. Það var gaman að fylgjast með Þorsteini Þorsteins- syni í þessu hlaupi, sem hann vann léttilega, og var vart hægt að greina aö hann væri fyrir örfáum klukkutímum kominn heim til landsins úr erfiðu keppnisferðalagi. Þorsteinn hljóp á 1.54.4 mín., sem er ekki sem verstur árangur. Hall- dór Guðbjörnsson varð annar á 1.58.5, þó hann væri þá nýlega búinn að „skokka“ 5000 metra hlaúp einn og yfirgefinn. Þorsteinn og Halldór urðu ann- ars báðir sigurvegarar nokkuö ó- vænt í greinum, Þorsteinn renndi sér fram úr Valbirni í 200 metra hlaupinu og fengu báðir tímann 22.7 sek., og Halldór skellti sér í '400 metra grindahlaup og sigraði á góöum tíma, 56.0 sek. og hafa byrjendur í þessari grein eflaust sjaldan gert það svo gott. Þórarinn Arnórsson, ÍR, var skæðasti keppi- nauturinn í þessari grein, hljóp á 57.2 sek. Halldór vann 5 km. hlaupið á 16.21.3. En svo talað sé um óvænt úrslit verður að geta sigurs Jóns Þ. Ól- afssonar í langstökkinu, þar náði hann sínum bezta árangri, 6.76 og vann hann þar Ólaf Guðmundsson, sem stökk 6.72 metra. Hástökkið vann Jón, stökk 1.93 metra og hætti síðan og í spjótkasti varð Jón annar á eftir Valbirni Þorláks- syni. Jón kastaði 53.50, en Val- björn 60.26 metra. Þá var Jón í boðhlaupssveit ÍR f 4XÍ00 metr- unum. Hvað vakir fyrir Jóni yfir- leitt er ráðgáta, — hvort það er hástökk eða tugþraut, sem verður aðalgrein Jóns veit enginn. Skemmtilegra væri þó aö sjá Jón | reyna við hæðir eins og 2.15 eða | þaðan af hærra í hástökkinu en meðalmennsku í nokkrum greinum. Fjórar kvennagreinar fóru fram í gærkvöldi og verður það að segj- ast eins og er að fæstar áttu stúlk- Verðlaun afhent fyrir kúluvarp, Viðbragðið f 800 m hlaupinu. urnar nokkurt erindi fram fyrir áhorféndur, sem voru allmargir í gærkvöldi, kunnu of lítið og voru greinilega sendar fram í þeim til- gangi einum að afla félögum sín- um stiga. I 100 metra hlaupinu var hörð keppni milli ÍR-stúlknanna Berg- þóru Jónsdóttur og Önnu Jóhanns- dóttur, báðar hlutu sama tíma, 13.9 sek., en Bergþóra sjónarmun á undan. f hástökki sigraði Fríða Proppé, ÍR, stökk 1.40 metra. Fríður Guðmundsdóttir, ÍR, vann kúlu- varp meö 8.50 metra kasti og Fríð- ur vann einnig kringlukastið, kast- aði 30.61 metra. Stigakeppni félaganna stendur nú þannig, þegar keppni fyrri dags er lokið að KR hefur 160.5 stig, ÍR hefur 150.5 stig og Ármann 19 stig. f kvölc. verður keppt í 100" metra hlaupi, 400 metra hlaupi, 1500 metra hlaupi, 110 metra grinda- hlaupi, stangarstökki, þrístökki, •kringlukasti, sleggjukasti, 4x400 metra boðhlaupi, 200 m. hlaupi kvenna, spjótkasti kvenna og 4X 100 metra hlaupi kvenna. Einbýlishús Einbýlishús á eignar- landi til sölu á góðum stað. 6 hektarar lands i með trjágróðri. Útborg- un 650 þús. Skipti koma til greina. Fasteignasalan Sími 15057 Kvöldsími 15057 Selfoss—Breiðablik í 2. deild í knattspyrnu á Selfossi kl. 20.30. Leikurinn kann að hafa áhrif í riðl- inum í deildinni, en Þróttur hefur þar beztu stöðuna eins og er og er einna líklegasta liðið f úrslitin i ár. BIFREIÐ TIL SÖLU Ford Country Squere ’55 station til sölu. Bíllinn er með 8 cyl. vél með bilaða sjálfskiptingu, gírkassi getur fylgt. Bíllinn er til sýnis að Hólmgarði 35. Tilboð sendist augld. Vísis merkt „Ford Country Squere’* fyrir hádegi laugardag. LESENDUR TELJA K.R.-INGA SIGURSTRANGLEGA í t. DEILD Lesendur Vísis virðast á þvi að KR farl með fslandsbikarinn f knattspymu að þessu sinni. Rétt um hundrað sendu inn get- raunaseðla, sem birtust í einu tölublaði Vfsis fyrir skömmu og voru 62 þeirra á þvf að KR mundi vinna að þessu sinni, — enda ekki ólíklegt þegar þess er gætt að í „ár er KR-ár“, þ.e. KR hefur sigrað frá 1957 á tveggja ára fresti og samkvæmt því ætti KR að sigra, — og sannarlega er KR meö í kapp- hlaupinu aö þessu sinni ásamt hinum Reykjavikurfélögunum, Val og Fram. Valsmenn fengu 18 atkvæði f getrauninni og Framarar 16, en Keflvíkingar fengu 3 atkvæði. Um helgina heldur 1. deildin áfram. Á sunnudaginn munu Skagamenn reyna við KR hér syðra, og væntanlega fara þeir að verða erfiöari en verið hefur að undanförnu á helmavelli þeirra á Skipaskaga, enda þurfa þeir sannarlega að halda á spöð- unum, ætli þeir aö halda sér uppi, en ennþá er sá „fræðilegi möguleiki“ fyrir hendi, en það mundi líklega aöeins gerast með þeim hætti að þeir ynnu alla 4 leikina, sem eftir eru. Hins veg- ar er vitað mál að KR-ingar gefa ekkert eftir og munu leggja sig alla fram við að ná sigri. Hinn leikurinn á sunnudaginn er leikur Akureyringa og Kefl- víkinga nyrðra. Eflaust lenda Keflvíkingar þarna í erfiöleik- um. Þaö er komið fram 5 miðjan júli og þá er ekkl að sökum aö spyrja, norðanmenn komnir i sitt bezta „form“ og illsigran- legir ef að líkum lætur, ekki sízt á heimavellinum. Á mánudaginn verður loks þriöji leikuripn t Laugardal. Það eru Fram og Valur, sem kljást þá fyrst fyrir alvöru um toppsætið í 1. deildinni. Það er ekki nokkur vafi á aö þar verð- ur hörð barátta um stigin og verður leikurinn væntanlega skemmtilegur og spennandi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.