Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 7
7 V Í’SIR . Föstudagur 14s jútí 1967. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd 1 morgun útlönd — Eining náðist ekki um afstöðuna til aðildar Breta að EBE Kietsnuwt Heimsókn de GauHe Frakk- landsforseta í Bonn lauk í gær. í gær snerust viðræður hans og dr. •Kiesingers kanslara um umsókn Breta um aöild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu og stefnu de Gaulle varðandi Evrópu. Forsetinn lagði fast aö dr. Kiesinger að styðja baráttu sína gegn því að Bandarík- in væru mest ráðandi um stefnuna t Evrópu og hann leitaði stuðn- ings dr. Kiesingers við þá afstöðu, að vinna gegn útfærslu Efnahags- baudalagsins. Á seinasta fundinum lagði hann til að Frakkland og Vestur-Þýzka- land stæðu saman til verndar þjóð- arhagsmunum sínum og gegn banda rískum áhrifum í Evrópu. Hann lagði áherzlu á, að Frakkland vildi vernda það, sem byggt hefir veriö upp inrtan vébanda EBE. — Hann 'kvaðst ekki vilja neina jafnvægis- röskun á grundvelli Atlantshafs- kerfis, þar sem Bandaríkin væru ölki ráðandi. Og hann lagði ein- dregið til, að dregið væri úr spennu milli landanna í Vestur- og Austur- Evrópu. Um þetta voru þeir sammála, de Gaulle og Kiesinger. Gunther von Haase, taismaður Bonnstjórnar sagöi í útvarpi eftir brottför de Gauiles, að hann hefði sagt, að Bretar yrðu að verða evr- ópskari áður en þeir gætu orðið aðilar aö EBE. Eining náðist ekki .milli forset- ans og dr. Kiesingers, að því er hermt er eftir áreiðanlegum heim- ildum, varöandi aðild Bretlands að EBE, nema aö því er tekur til nú- verandi málsmeðferðar. Framtíðarvarnir í stað NATO-vama. Meðal þess, sem de Gaulle er sagður hafa rætt við dr. Kiesinger, voru varnir Evrópu, eöa framtíö- arskipulag þeirra mála frá 1970, og á de Gaulle að hafa mælt meö að Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu- þjóðir ræddu þessi mál í samein- ingu án þátttöku Bandaríkjanna, en dr. Kiesinger vildi í engu hvika frá því, að Bandaríkin tækju þátt í viðræðum um framtíöarskipan varna í Evrópu í stað NATO-vama. Nasser sagður vilja semja við ísrael — en Boumedienne vill sameinað átak og framhaldsbaráttu Fjórir arabískir þjóðaleiötogar komu saman til fundar í gær í Kairo til þess að ráða ráðum sín- um um það, með hverjum hætti hægt verði að endurheimta þau landsvæði, sem ísraelsmenn her- tóku í hinni skömmu styrjöld f Westmoreland í Washington Washington: Westmoreland hers höfðingi Bandarikjanna í Suður-Vi- etnam kom til Washington seint í gær, eftir að hann hafði verið við útför móöur sinnar í Suður-Karo- lina. Er hann steig út úr flugvélinni beið hans þyrla, sem flutti hann til Hvíta hússins. síðasta mánuði. — Þessir j leið- togar eru : Nasser forseti, Boumedi- enne forsætisráðherra Alsír, for- seti íraks, Abdel Rahman Aríf, og dr. Atassi forseti Sýrlands. Fyrr í vikunni tók Hussein Jórdaníukon- ungur þátt í viöræðum í Kairo. Kairo-fréttaritari brezka útvarps ins hafði það eftir áreiðanlegum heimildum í gær, að Nasser for- seti hefði talað í þeim dúr á fundi þjóðaleiötoga, að hann vildi frið við fsrael, en afstöðu Boumedienne kvað fréttaritarinn harðari, og fylgdi Sýrlandsforseti honum að málum. Forseti Sudans er væntanlegur til þátttöku í fundinum í dag. Athyglin beinist mjö.g að Boum- (edienne, sem undir niðri er að j sögn, gramur yfir, að Sovétríkin skyldu ekki styðja Egyptaland á virkari hátt í styrjöldinni. Mikla athygli vekur, aö sá ráð- herra Alsírstjórnar, sem fer með mál fyrrverandi hermanna ,er kom- fram tilgátur um stuðning Kína viö stefnu Alsír, og búi Kína Alsírher vopnum og leggi honum til þjálfara. Fimm þúsund háskólanemar í Alsír hafa fengið fyrirskipun um inn austur í Peking, og hafa komjö 1 að mæta til 45 daga herþjálfunar. Jean Rey og Chalfont lávarð- ur um aðild Breta að EBE Jean Rey, formaður Evrópunefndarinnar sagöi ígær á fyrsta fundi sínum með fréttamönnum, að útfærsla vettvangs Efnahagsbandalagsins (EBE) væri þróun, sem hlyti að verða margra ára þróun. Hann hélt því fram að innbyrð- is þróun í EBE yrði að eiga sér stað, samhliða fjölgun aöildarþjóða, og lagði áherzlu á, að Evrópunefnd Sovét-herskipum fagnað í PORT SAID in mætti aldrei fallast á útfærslu, sem veikti uppbyggingu bandalags- ins, en hann bætti því við, að hann heföi ekki skipt um skoðun á þess- um málum við að verða forseti nefndarinnar og minnti á, að hann hefði fyrr í ræðum látið í Ijós þá skoðun, að þegar til útfærslu kæmi, ættu Bretland og Norðurlönd að fá aðild. Chalfont lávarður sem verður formaður brezku nefndarinnar, sem ætlað er það hlutverk að fara með samkomu- lagsumleitanir fyrir Bretlands hönd um aðild að EBE, kom til Brussel í gær. Hann mun ræða þar við belgíska ráðherrann, sem fer með Evrópu- mál, Renaat van Elslande, og í gær- kvöldi ræddi hann við Pierre Harm- zl utanríkisráðherra Belgíu. Enn- fremur mui. hann ræða vlð Jean Rey og þá Evrópunefndarmenn, sem einkum hafa fjallað um land- búnaðarmálin. Þetta er fyrsta heimsókn Chal- fonts lávarðar til „höfuðborgar EBE“ — Brussel síðan hann var skipaður formaður samkomulags- umleitana-nefndar Bretlands. Næfurfundur Neðri máistofa brezka þingsins I ræddi í alla nótt frumvarp um föst- ureyöingar, sem boriö er fram af þingmanni í Frjálslynda flokknum, en samkvæmt því veröa fóstureyö- ingar lögleyfðar, þegar sérstakar á- stæður eru fyrir hendi. Kvartað var yfir, að reynt væri að hindra framgang málsins, og var fallizt á að máliö yrði ekki tafið meö frest- unum. fflffl ■111 Landskjálfti í Alsír. Manntjón og eigna varð í gær af völdum landskjálfta í Alsír. Fyrstu fregnir hermdu að 40 hús hefðu hrunið og 9 menn látið lífið. V. Þ. krefst heimkvaðning- ar sendiráðsmanna. Bonnstjórnin krafðist í gær heim kvaöningar þriggja sendiráðsstarfs- manna frá Suður-Kóreu, sem taldir eru hafa haft afskipti af hvarfi 16 Suöur-Kóreumanna í V-Þýzkalandi. Fyrri fregnir hermdu, að þeir hefðu með leynd verið neyddir til heim- farar. Flestir voru námsmenn og er hald manna, að þeir verði leidd- ir fyrir rétt í S-Kóreu, sakaðir um að hafa starfað fyrir N-Kóreu. — Bonnstjórnin telur ásakanir á hend ur þeim smávægilegar. — Tveir Suður-Kóreumenn, sem taldir eru hafa hjálpað til viö að ræna náms- mönnunum, eru enn í gæzlu. Útflutningsverðmæti í Bretlandi minnkaði að mun í júní. Verömæti útflutnings í Bret- landi minnkaði um 20 millj. punda í júní, samkvæmt skýrslum birtum í gær, og er um kennt minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og víð- ar, en Douglas Jay verzlunarráð- herra kveöst vera vongóður um, aö útflutningsverðmætið fari aftur að aukast innan tíðar. — Útflutningur hefur verið aö kalla stöðugt minnk- andi frá í janúar, er hann nam 471 millj. punda, en janúar var metmán uður. Bondaríkja- maður ger landrækur í Svíþjéð Jönköbing : 23 ára gamall banda- 'rískur ríkisborgari var í gær dæmd ur í misseris fangelsi og ger land- rækur um 5 ára tíma. Hann var sek ur fundinn um að hafa dreift eitur- lyfjum. Melina Mercouri: ár Eg er Grikki... New York: Gríska leikkonan Melina Mercouri sagði í gær á fund' með fréttamönnum: Ég er fæd-J Grikki og dey sem Grikki, en um Patakos innanríkisr.herra, Grikkja sem svipti hana grískum ríkisborg- ararétti, sagði hún: Hann er fædd ur fasisti og mun deyja sem fas- 1 isti. .acaa:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.