Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 10
V í SIR . Föstudagur 14. júfi Í967. w Brennrvargur — Framh. af bls. 1 við Hverfisgötu 72. Óku lög- reglumeonimir tveir þegar þang að og komu nægilega snemma til þess að sjá til ferða brennu- vargsins, sem tók á rás á und- an þeim. Annar lögreglumannanna, ungur maður og léttur á sér, tók þegar til fótanna á eftir brennu- varginum og hljóp hann uppi. Skipti engum togum að hann var handsamaður þegar. Reynd- ist þetta vera ungur piltur, sem hafði áður komið við sögu lög- reglunnar vegna bílþjófnaðar. Vegar niður á iögreglustöð var komið. játaði pilturinn afbrot sitt. Kona í húsi einu við Hverfis- götu hafði séð til ferða kauða, þar sem hann hlóö bálköst úr eldfimu rusli fyrir framan dyrn- ar á næsta húsi, líkt og á Smiðjustígnum. Var það hún, sem gerði lögreglunni viðvart. Búið var að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. Brennuvargurinn var hafður inni í Síðumúla í nótt og í morg- nu var hann tekinn til yfir- heyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni, en henni var ekki lokið, þegar blaöið fór í prentun. Keldnaholt — Framh. af bls. 16. spurði hann hvort Innkaupastofn- unin mundi gera skaðabótakröfur á hendur Málarameistarafélagi Reykjavíkur vegna þess tjóns sem hefði hlotizt af lögbanninu. Ásgeir sagði að málið væri í athugun. Stutt væri um Iiðið siðan dómurinn var kveðinn upp og hefðu mála- vextir ekki verið kannaðir til fulls ennþá. Ákvörðun yrði að sjálfsögðu ekki tekin fyrr en könnun væri lok- ið. BORGIN Umferðarmerki flutt á hægri vegarbrún í sumar Vegagerð ríkisins hefur nú látið til skarar skríða við fyrstu fram- kvæmdir vegna hægri aksturs. Öll umferðarmerki, nema stefnumerki, stöðvunarmerki og biðskyldumerki hafa verið fiutt af vinstri vegarbrún yfir á hægri brún á leiðinni frá Kollafiröi í Hvalfjaröarbotn. Næst verða flutt merki á Þingvallaleið og í sumar á að flytja merki á öll- um vegum landsins. Merkin verða flutt í sumar vegna þess, að ekki þótti treystandi á að frost væri úr jörðu fyrir þann tíma, sem sjálf breytingin fer fram. Sérfræöingum bar saman um að merki á hægri brún myndi ekki draga hættulega að sér athygli þeirra, sem vanir eru vinstri um- ferð. Hins vegar hefur fram-; ■kvæmdanefnd hægri umferðar látið gera viðvörunarspjöld fyrir útlend- inga, sem vanir eru hægri umferð þar sem taliö er að þetta tíma- bundna misræmi í merkingu á veg- ’ um geti ruglað akstur i Verkstæðispláss til bílaviðgeröa óskast, ca. 60—80 ferm. Helzt í Austurbænum. — Uppl. í síma 35318. ÖRYRKJABANDALAG ÍSLANDS ÚTBOÐ Tilboð óskast í tvöfalt gler í byggingu Ör- yrkjabandalagsins við Hátún. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu banda- lagsins að Bræðraborgarstíg 9, 3. hæð. Tilboðum skal skilað á sama stað í síðasta lagi miðvikudaginn 26. júlí nk. kl. 11 f. h. Öryrkjabandalag íslands. ÖRYRKJABANDALAG ÍSLANDS ÚTBOÐ Tilboð óskast í miðstöðvarofna í byggingu Öryrkjabandalagsins við Hátún. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu banda- lagsins að Bræðraborgarstíg 9, 3. hæð. Tilboðum skal skilað á sama stað í síð- asta lagi miðvikudaginn 26. júlí nk. kl. 10.30 f. h. Öryrkjabandalag íslands. Sáldveiði — Framhala ai síöu 1 nú færri við sildveiðarnar eystra en nokkurt undanfarinna ára. Hinsvegar hefur sjaldan ver ið jafnstór floti á hringnótaveiö um hér sunnanlands og vestan, eða kringum 50 bátar, enda hafa nokkrir bátar snúið suður hing- að í smásíldina að austan. Geta má nærri að slíkur elt- ingaleikur við síldina mörg hundruð mílur noröur og austur í íshaf er miklum erfiðleikum háður og hefði slíkt ekki verið hugsanlegt fyrir nokkrum árum. Flutningaskipin Síl 'n og Haf- öm, sem að undanförnu hafa tekið mikinn snúning af bátun- um eru um þessar mundir í höfn, annað í Reykjavík hitt á Siglufirði, svo að nú verða skip- in að sigla sjálf með aflann til lands. Geta má nærri að það er ekki glæsilegur afli, sem komiö er með að landi eftir svo langa siglingu, jafnvel þó að skipin séu mörg komin með skilrúm og sérstakan útbúnað I lest til þess að halda síldinni kaldri og hreyfingariausri í lestum. Hlíf Framh. at I bls ar framkvæmdir við hafnargerð- ina í Straumsvik, sagði Her- mann, en engir sérsamningar hafa ennþá verið gerðir vegna þeirra. — Það er einlæg von okkar í Hlíf að þetta mál leys- ist á friðsamlegan hátt líkt og vegn'a jarðvinnslunnar. Pétur Jónsson forstjóri Vél- tækni, sagði að hann vissi ekki til að neinir aðrir samningar en Hlífarsamningar giltu fyrir þetta svæði. — Þegar við gerð- um tilboð i verkið var það m. a. gert á grundvelli þessara samninga Hlífar við atvinnurek endur, þannig að ef kaup hækk- ar á svæðinu verður tilboðið að hækka að sama skapi. Ri>v-»vin Sigu-^sfon framkv stj. Vinnuveitendasambandsins. sagðist ekki hafa heyrt um yfir- vofandi vinnustöðvun i Straums vík fyrr en hann las tilkynning- una frá Hlíf í morgun, enda hafi Hlíf ekki sent sambandinu neina tilkvnningu varðandi þetta mál. þeirra. — Þessi viövörunarspjöld sendir framkvæmdanefnd hægri aksturs til sýslumanna, bæjarfó- geta, lögreglustjóra, bifreiðaeftir- litsmanna til dreifingar, ennfremur eru spjöldin send bílaleigum, sem kunna að leigja útlendingum bíla til aksturs um landið. Kynferðisbrot — Framh. af bls. 16 áleitni manns, án þess þó að bíöa líkamlegt tjón. Segir hún aö ein- hver maður hafi komiö til þeirra, þar sem þau voru að leika sér og ginnt þau með peningum niöur fyrir hæðirnar fyrir austan Klepp, og í hvarfi við hæðirnar hafi hann losað um föt hennar og snert hana. Enginn hefur enn gefiö sig fram, sem séð hefur til ferða mannsins og barnanna, en rannsóknarlögregl- an heitir á hvern þann, sem orðið geti að liði, að hringja í síma 21107 og gefa sig þar fram, svo til manns- ins náist hið allra fyrsta. Tollolækkanir — Framh. af bls. 1 760 milljónir króna á árinu 1965. Á móti þessum lækkunum komu svo lækkanir á vörum, sem íslend- ingar flytja út til eftirfarandi landa. Lækkanir þessar eru aðallega á fiski. Helztar eru: Bandaríkin buðust til að fella niður allan toll á frystum fisk blokkum, Bretland lækkaði toll á innfluttu síldarlýsi um helming, þ. e. úr 10% í 5%, og að lokum komu fram tilboð frá Efnahags- bandalaginu um tollalækkun á freö fiski úr 18% í 15%, og að auki um bindingu á nokkrum tollfrjáls- um kvótum. Benzínbirgðir — Framhald at bls 16. hafa olíufélögin ennþá fengið staðfestingu á skipakomunum. aðinn, en hækkun bensín- og olíur hækki í verði, þegar nýju farmarnir koma á mark- markaðinn. en hækkun bensín- og olíuverðsins kemur til fram- kvæmda vegna hækkaðs heims- markaðsverðs, sem stafar af hækkun flutningskostnaðar vegna deilnanna í Austurlönd- um nær. Talaði blaðið í morgun við verðlagsstjór'a, sem sagði það ennþá óráðið hvenær hækkun- in kæmi til framkvæmda, — eintiig jiað, hversu miklu hún nærai. BELLA Ég er næstum viss um aö þarna er um hina sönnu ást að ræða hjá henni. Sportbíllinn hans er búinn aö vera í viðgerð í 2 daga og þau eru ennþá saman. Veðrid i dag Suðvestan gola, léttskýjaö.ineð köfluni, ‘V hiti 12-Já stig í dag. KONU Þ Á sem lét telpu. sækja blá cheviot- föt til mín 5. b. m. (fimmtudags- kvöld), biö ég um að tala viö mig sem fyrst af vissum orsökum. Sæunn Bjarnadóttir, Laufásveg 4. __________ Vísir 14. júlí 1917. BíEaskoðun é dag I dag veröa skoöaöir bílar nr. R-10501 —R-10650. Varúð á vegum Guli borðinn rneö svörtu depl- unum er merki hinna sjóndöpru í umferðinni. Sjáið um að þeir fari aldrei út á gangbrautir, ef rautt ijós er, eða orðið „BÍÐIÐ'* stendur á umferðarljósinu. Að- stoðið þetta fólk eftir fremsta megni. Auglýsið í Vísi . ii iftT~aáÍW

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.