Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 12
12 V1SIR . Föstudagur 14. júh' 1967. ./ 4 Astarsaga , / ur sjóferð MARY BURCHELL: Jm aldur og ævi Nú var einn fallegasti kafli leið- arinnar byrjaöur. Vorið var komið við Miðjarðarhaf, og dagamir heit- ir og sólríkir. En á nóttmni var kalt ennþá, þó að í golunni á þílfarmu væri eitt hvað, sem boðaði heita daga. Svo að segja á hverju kvöldi var dansað, og Jenny og Claire höfðu þegar eignazt marga kunningja, svo að segja mátti að 'þær væru í hrmg iðu glaumsms, f ákjósaniegasta um hverfí. En Jenny gleymdi aldrei, að mál- ið kynni ag vandast fyrir henni undir eins og komið væri til Na- poli. Og þegar hún dansaði við Pembridge eitt kvöldið, spurði hún hann forvitin um, hvort hann ætl- aöi að fara i land í Napolí. — Ég veit ekki. Harm leit á hana dálítið forviða. — Ég hugsa ekki. Hvers vegna spyrjið þér? — Haldið þér ekki? Henni leið illa við tilhugsunina um, að þá mundi aðstoðarlæknirinn geta leik ið lausum hala þar. — Gerir það nokkuð til? Hann brosti. — Langaði yður að ég sýndi yður Pompeii eða eitthvað þess konar? — Já, afar mikið, sagöi hún með ákefð og hugsaði með sér, að ef hún gæti náð í Pembridge í langa skemmtiferð, mundi athafnafrelsi Kingsley Carrs þrengjast talsvert. Hún skammaðist sín fyrir þetta — en hvað átti hún að gera? — Ég skal athuga, hvað ég get, sagði Pembridge. — En ég held, að Carr sé afar áfjáður að fara í land í Napoli, og við getum ekki verið báðir í landi samtímis. — Nei. það skil ég vel, sagði Jenny, hálf viðutan, því að nú hafði henni dottið annað í hug. Ef hún héldi því til streitu að verða með Claire — leika vinstúlku garminn, sem ekki vildi vera ein — þá væri það nokkur trygging fyrir því, að Claire lenti ekki í neinu flani. Það var ekki skemmti- legt hlutverk — en hvaö gat hún gert annað? Jenny minntist á þetta við Claire kvöldið áður en þær komu til Na- poli, og byrjaði á þvl, að vitanlega yrðu þær aö vera saman í landi. Claire virtist ekki líka þetta. — Gætirðu ekki slegizt í hóp með einhverju af hinu fólkinu? sagði hún. — Ég ætla að vera með dr. Carr í landi. — En mig langar til að vera með ykkur. Hann er svo heillandi og skemmtilegur. Og ég er viss um, að hann amast ekki við, að ég verði með ykkur. Þú varst með okkur Pembridge í Gibraltar, og nú lofið þið Carr mér að veta með ykkur. Hvað segirðu um það? En Claire virtist ekki vera neitt hrifin af þessu, og ef hún hefði ekki faaft dálítið slæma samvizku út af Kingsley Car, mundi hún eflaust hafa stungig upp í Jenny með ör- fáum orðum. En nú hikaði hún og virtist vera á báðum áttum — og Jenny flýtti sér að halda áfram: — Jæja, þetta er þá afráðið. og svo þaut hún bros andi á burt, áður er Claire gat sagt nokkuð. Vitanlega var ekki öruggt, að þetta væri afráðið. En það er alltaf verra viðfangs að fitja upp aftur á viðkvæmum málum, er að út- kljá þau á svipstundu. Jenny fannst hún hafa fullan rétt til að hanga á Claire og Kingsley Carr daginn eftir. Og hún var staðráð- in í því að gera þeim erfitt fyrir að sleppa frá sér. Innsiglingin til Napoli var fög- ur, og allir farþegar voru komnir upp á þilfarið um morguninn, er skipið rann hægt inn flóann í glaða sólskini. 1 baksýn teygði Vesúvíus kollinn upp í biáloftin, en sólin dansaði í milljónum glitrandi neista á sjónum. — Þetta er yndislega fallegt, sagði amerísk kona, sem stóð við hliðina á Jenny. — Og hér er allt svo sögulegt líka. Ég las um það í ferðabókinni. Jenny brosti til hennar, en þó að hún væri sammála konunni um fegurðina, gat hún ekki gleymt því, að þessi dagur gæti orðið henni erfiður. Hún reyndi ekkert til að vera nærri Claire, fyrr en þær færu frá borði, því að hún vildi sízt af öllu láta á því bera, að nokkuð lægi | bak við hjá sér, annað en það að fá samfylgd um borgina. Þess vegna stóð hún ein sér, þegar Pembridge kom til hennar. — Æ, þama eruð þér. Honum virtist létta við að finna hana. — Ég var hræddur um, að ég næði ekki í yður í tæka tið. Nú hef ég hagað þannig til, að ég get ver- ið í landi dálitla stund, og ef við náum í góðan bfl, ættum við að geta skroppið til Pompeii. — P .. pom .. peii? stamaði Jenny sem hafði steingleymt því, sem hún sagði við harm daginn áður. — En ... verður dr. Carr þá um borð? — Dr. Carr. Skipslæknirinn varð hvumsa við. — Nei, ekki býst ég við því. Homim var mikið í mun að komast í land, og ég hugsa að hann verði í landi i alian dag. — Ég hef nú ráðstafað þessu svona í þetta skipti, sagði Pem- bridge, og hún heyrði á þyrrkings tóninum, að hann var dálítið sár yfir, hvernig hún hafið tekið boð- inu. — Því er nú verr. Það var auð- séð á henni, að hún var í geös- hræringu. — En ég get bví miður ekki komiö. Ég meina ... hún leitaði í óðagoti aö afsökun, þegar hún sá, hve byrstur hann varð áj svipinn. — þetta er einstaklega ve; boðið, en ... en ég á að vera meö Claire og dr. Carr. Okkur kom saman um aö halda saman. — Þá er ekki meira um það að tala, sagði Pembridge hæversklega en kuldalega. — Góða ferö. Og hann sneri sér frá henni og fór — vafalaust ti! að finna ein- I hvern, sem kynni betur að meta það að fara í land með lækninum. Jenny hefði getað grátið af gremju, því að ekkert hefði getað glatt hana meira en að fá að vera með Pembridge. Nú varð hún aö vera á varðbergi og ná í Claire og Carr, þegar þau færu í land. Og þegar augnablikiö kom, varð það enr. erfiðara en henni hafði dottið hug. Claire hafði ekki minnzt frekar á þetta, og auðsjá' anlega höfðu hún og Carr áétlað að laumast í land í kyrrþey. En Jennv, sem hafði ekki augun af landganginum, flýtti sér til þeirra á síðasta augnabliki og sagði einstaklega innilega: — Ég hef alls staðar verið að gá að ykkur. Ég var farin að halda, að ég yrði að fara i land «n. Hvorugt þeirra gat sagt ertt orð,, Carr virtist fokvondur, en Jenny | lét dæluna ganga, ein» og ilún væri þaulvön að krækja sér utan í fólk, I sem hvorki vildi heyra hana né sjá. Hún hafði mestu andstyggð á þessu og fyrirleit sig fyrir að gera það, þó hún vissi, að það var gert í bezta tilgangi. En það sem kom henni til að óska þess, að hún gæti sokkið ofan í jörðina, var það, að nú tók hún eftir, að þama stóö Pem- bridge og horfði á þennan nið- urlægjandi skripaleik. Og nú brást henni mælskan, og hún fór þegjandi í land með Claire og Kingsley Carr. Öll steinþögðu. Margt gerðist þennan dag, sem olli Jenny sviða langan tíma á eftir, en ekkert var eins níðang- urslegt og fyrsti hálftíminn, sem þau voru í landi. Þau voru eins og ferðamenn, sem hefðu lent saman að óvörum, og fóru nú upp i Castel Nuovo, höllina frá þrettándu öld, sem kon ungamir af Anjou og Aragon sátu I forðum daga, og sk>>ðuðu síöan fleira markvert. En nú lá Jenny — sem aldrei hafði upplifað þaö áður að vera illa séð boöflenna — við að gefast upp. En þá hafði Carr auðsjáanlega afráðið að taka öllu vel. Hann var talsvert gam- ansamur að upplagi, og það mun hafa hjálpað honum. Að minnsta kosti lék hann á als oddi. Og þá fór allt að ganga betur. Þau borðuöu hádegisverð saman í skemmtilegum veitmga- stað skarnmt frá San Carlo-óper- unni. Svo óku þau með ofsahraöa breiðvéginn til Pompeii og Hercul- aneum og gengu lengi um hinar ótrúlega vel varðveittu rústir tvf- burabæjanna, sem vom blómleg- HÚSNÆÐI ÓSKAST Viljum taka á leigu rúmgott húsnæði fyrir afgreiðslu blaðsins á góðum stað í miðborg- inni. Tilboð óskast send Auglýsingadeild Vísis sem fyrst Merki um að nú megi hífa búrið upp er Og annað merki er gefiö manninum á spil- urinn lætur búrið slást til, og úr barka gór- gefiö. inu, en þag hefur aðra merkingu. Spilmaö- illunnar kemur neyðaróp. i ar borgir á þeim tíma, sem róm- verskar hersveitir vora að leggja England undir sig. Þegar þau komu aftur inn í borg- ina, var ekki mikill tími afgangs, en Carr heimtaði að fá að bjóða stúlkunum kaffi í gistihúsi, ásr?. stóð á undurfögrum staö uppi í hlíðinni. Þama var ljómandi gott útsýni, og þarna hittu þau ýmsa farþega af Capricorn. Fjöldi leigubíla stóð á hlað>,u fyrir neðan gistihúsið, og allir far- þegamir vora aö gæða sér á síð- asta glasinu, eða höföu farið upp á þakhæðina til þess að renna aug- unum f síðasta sinn yfir Napoli.. Einbýlishús Fallegt einbýlishús í smíðum til sölu eða í skiptum fyrir góða íbúð. Iðnaðarpláss á mjög góðum stáð, 280 ferm. til sölu eða leigu. Einbýlishús eða rúm- góð íbúð óskast. Útborg un 1—1% mflljón. Fasteignasalan Sími 15057 Kvöldsími 15057 1 FRAMKÖLLUM RLMURNAR rjójt og va GEVAFOTO LÆKJARTORG!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.