Vísir - 24.07.1967, Page 1

Vísir - 24.07.1967, Page 1
YlSISt 57.Jlrg. - Mánudaeur 24. júlí 1967. - 166. &1. Búið að semja við Rússa um sölu á saltsíid Tunnan lækkar um 20 krónur á Noröurlöndum Samninganefndin, sem fór til Moskvu til síldarsamninga við Rússa, kom heim á laugardag. Samningar náðust um sölu á all- miklu magni af saltsíld til Rúss- lands, en ekki er ennþá uppgefið hversu mikið það er. Samningar um sölu á íslenzkri saltsíld til Norðurlanda hafa tekið óvenju langan tíma, en nú er bú- iö að semja urri sölu á 235 þúsund tunnum til Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur. í viðtaii sem Vísir átti við Jón Stefánsson form. síldarút- vegsn. á Siglufirði kom fram að samningar hefðu tekið lengri tíma en ella vegna þess að Norðmenn og Færeyingar hefðu samið við Norðurlandaþjóðirnar um allmiklu minna verð en i fyrra. Norðmenn hefðu lækkað sig um 9 krónur norskar og Færeyingar um einar 15 krónur. ísland hefði orðið að lækka verðið um krónur þrjár sænsk- ar á tunnu miðað við verðið í fyrra. en hins vegar hefði fengizt lagfær- ing á ýmsum öðrum atriðum síld arsamninganna frá því sem var. — Samningarnir gera ráð fyrir meira •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Bandaríkjaheimsókn forsetans lokið — Hv'ilir sig nú undir siöari hluta heim- sóknarinnar til Kanada Mynd þessi er tekin í kvöldverðarboði Lindsays, borgarstjóra New York-borgar, sem hann hélt til heiðurs forseta íslands. Á myndinni sjást forsetinn og Lindsay og eru að skoða gjöf forseta íslands, en á milli þeirra er borgarstjórafrúin. Á bls. 3 í Visi i dag eru fleiri myndir af forsetanum og Lindsay. Hinni opinberu heimsókn for- seta ísiands í Bandaríkjunum lauk á föstudaginn, og hvílist forsetinn nú á baðströnd sunn an við New York borg. Forset- inn heldur á fimmtudaginn til Kanada, en á föstudaginn hefst þar síðari hluti opinberu heim- sóknar forsetans þar í landi. Þá mun forsetinn m.a. heimsækja íslendingabyggðir í Winnipeg og taka þátt í hátíðahöidum íslend- inga í Kanada, sem haldin eru ár hvert 2. ágúst. Eins og þegar hefur verið sagt frá í Vísi var forestanum mikill og margvíslegur sómi sýndur í opinberu heimsókninni til Banda ríkjanna. Hann átti viðræður við helztu ráðamenn Bandaríkjanna og heimsótti m.a. byggingu Sam einuðu þjóðanna í New York þar sem hann ræddi einslega við UThant. Síðasta dag heimsókn arinnar sat forsetinn kvöldverð- arboð borgarstjóra New York John Lindsay og konu hans. Var þar margt manna saman komið og boðið hið virðuleg- asta. Þá má geta þess, að forset- inn afhenti á fimmtudag 50 þús dollara í sjóð þann, sem stofn- aður var í minningu um Thor Thors og er hlutverk sjóðsins Framhald á bls. 10. 560 lesta skip sjósett hjá SlippstöÖinni á Akureyri: Skip Ríkissksps smíðuð hér á landi? £ Á laugardaginn var sjósett í Slippstöðinni á Akureyri stærsta skip, sem byggt hefur verið á íslandi til þessa. Skipið hlaut nafnið Eldborg, og er 557 tonn á stærð, samkvæmt eldri mælingum, en eitthvað minna ef farið er eftir nýrri mælingum. MikiII mannfjöldi fylgdist með því er skipið rann í sjó fram og ræður voru fluttar. I stuttu viðtali við Vísi í morgun sagði Skafti Áskelsson, forstjóri Slippstöðvarinnar, að næg verkefni væru framund- an, ef verkefnunum væri beint á innanlandsmark- að, „og á ég þar við byggingu skipa fyrir Skipa- útgerðina“. Vísir átti einnig í morgun tal við Egg- ert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra, sem kvað „ekki óhugsandi“ að smíði skipsins eða skipanna yrði aðeins boðin út meðal innlendra aðila. skip eða tvö. Þá sagði ráð- herra, að ekki væri óhugsandi að verkið við smíði skipsins eöa skipanna yrði aðeins boðið út meðal íslenzkra skipasmíða- stöðva, en þessi mál eru nú í úegarðina hjá hollensku fyr- völdum. Verið er nú að gera teikningar að skipi fyrir skipa- útgerðina hjá hollenzku fyri- irtæki, en verkið hefði eitthvað dregizt vegna seinkunar á mati á vélarúmi og fleiru. Það þarf varla að taka það fram I þessu sambandi, að mik- ill áhugi er um það hjá inn- lendum dráttarbrautareigendum að verkefni þetta verði fengið í hendur innlendum aðilum, og eins og lesa má hér að framan, er ekki óhugsandi að svo verði. Þess má geta að lokum i sam bandi við sjósetningu Eldborg- ar, að smíði skipsins var hafin í desember-mánuði 1966 og hef- ur því staðið yfir i rúmt eitt og hálft ár. Hjá Slippstöðinni vinna nú 165 manns, verka- menn, iðnaðarmenn og fleira starfsfólk. Eins og' fyrr segir fylgdist mikill mannfjöldi með þeirri at- höfn er Eldborgin var sjósett. Meðal viðstaddra voru Skafti Áskelsson, forstjóri Slippstöðv- arinnar, og Hjálmar Bárðarson, skipaskoðunarstjóri, og fluttu þeir báðir ræður. Kom fram í þeim, að innlendar skipasmíða- stöðvar standa fyllilega jafnfæt is erlendum skipasmíðastöðvum í byggingu skipa. Aðspurður í morgun um væntanleg verkefni hjá Slippstöðinni, sagði Skafti við Vísi, að það væri enn sem komið er allt í þoku. Verkefni væru nóg, ef væntanlegum skipasmíðum fyrir skipasmíðum fyrir Skipaúrgeröina væri beint til innlendra aðila, en hann kvaðst hafa fært það I tal við viökomandi yfirvöld, að svo yrði gert. Vísir sneri sér til Eggerts G. Þorsteinssonar, sjávarútvegs- málaráðherra, og spurðist fyrir um mál þetta hjá ráðherraemb- ættinu. Ráðherra sagði, að sér- stök stjórnskipuð nefnd ynni nú að því að gera útboðslýsingu á verkiriu, en enn væri ekki á- kveðið, hvort byggð yrðu eitt Verkfall í Straumsvík hafið Öll vinna hefur nú verið stöðv- uð við hafnarframkvæmdir í Straumsvík, en verkamannafé- lagið Hlíf í Hafnarfirði boðaði verkfall hjá verktökunum Vél- tækni og Hochtief frá miðnætti í nótt, ef samningar við verktak- ana hefðu ekki tekizt. Samn- ingafundur var haldinn á fimmtu daginn, en hann bar ekki árang- ^ur og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. — Deilt er um, hvort gera beri nýja samninga vegna hafnarframkvæmdanna, en Hlíf gerði sérsamninga við verktakana Hochtief og Stra- bach, sem sáu um jarðvinnslu undir álverksmiðjuna í Stragms- vík. Björgvin Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendásambands Is- iílands, sagöi í viótali við Vísi í morgun, aö Vinnuveitendasamband ið teldi fráleitt, að gerðir væru sér stakir samningar viö einstök fyrir tæki meðan samningar væru al- mennt lausir í landinu og þá sér- staklega teldi hann vafasamt að nota erlenda verktaka til að hækka kaupgjald í landinu. Hann sagði aö samkomulagið við Strabach og Ho- chief veitti ekkert fordæmi, sem hægt væri að fara eftir. Formaður Hlífar, Hermann Guð mundsson, sagði f viðtali við Vísi £ morgun, að vinnustöðvunin væri algjör og að engin tilraún hefði ver ið gerð til verkfallsbrota í morg- un. Hann sagðist furða sig á því, að verkamannafélagið þyrfti að standa í vinnudeilu til að fá fram svo sjálf sagðan hlut, sem nýjan samning vegna hafnarframkvæmdanna og sagði að verkamannafélagið mundi ekki sætta sig við lélegri kjör til handa verkamanna, en samningar þeir hljóða á, sgm gerðir voru við verktakana Hochtief og Stra- bach 5. marz s.l., vegna jarðvinnsl- unnar í Straumsvik. Þeir samning ar hafi verið mjög hliðstæðir við samninga, sem gerðir voru vegna framkvæmdanna við Búrfell. — Her mann minnti á að engir sérstakir samningar giltu á félagssvæði Hlíf ar, þar sem allir samningar hafi runnið út 1. október s.l. og væri því allavega frjálst að gera samn- inga við einstaka aðila, ef svo bæri undir. — Samningarnir, sem gerðir hafa verið við Búrfell og við verk- takana Hochtief og Strabach væru þó raunar innan ramma þeirra samninga, sem giltu til 1. október s.l. Munurinn væri aðeins sá, að Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.