Vísir - 24.07.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1967, Blaðsíða 2
VlSIR . Mánudagur 24. júlí 1967. AKUREYRINGAR SÓTTU TVÖ GULUN" STIG ILAUGARDAL :,Steinaldarmenn' :í lceppni á Skaga // AKUREYRI sótti tvö verðmætustu stig 1. deildar keppninnar til þessa suður til Reykjavíkur, inn í vé reykvískra knattspyrnumanna, Laugardalsvöllinn. Þar urðu hinir ungu Framarar að sjá sinn fyrsta leik í sum- ar tapaðan. Hins vegar yfirgáfu Akureyrarleikmenn völlinn með 5. sigurinn í röð og hafa nú náð 2. sæti l. deildar og eiga næsta leik á heimavelli gegn Val. Það verður vitanlega mikill ávinningur fyrir norðan- menn að leika á heimave/Iinum og vinni þeir enn, hafa þeir komizt upp við hliðina á Val, og með betri marka- tölu. Leikurinn í gær var heldur lé- legur knattspymulega séö, og hvemig sem á því stóö var hálf- gert vonleysi yfir öllum leik Fram ara, sem söknuðu nú eins síns bezta kraftar, Elmars Geirssonar, sem lá veikur heima fyrir. Akureyringar sóttu meira í byrj un, en Framarar fóru þá heldur að sækja sig. Á 17. mín. átti Fram sannarlega að skora, þá var Er- lendur Magnússon í færi 4 metra frá marki, en skaut hátt yfir. Sama gerði Hreinn af enn styttra færi j nokkru síðar. Þessi tvö tækifæri fóru sannarlega fyrir lítið. Annars áttu bæði liðin ágæt marktæki- færi í fyrri hálfleik, en gekk ekk-1 ert að skora. 1 seinni hálfleik átti Þormóður Einarsson tvö ágæt tækifæri án þess þó að geta skorað. Loks á j 30. mínútu skora Akureyringar. Það var Kári, sem lenti í kapp- hlaupi við markvörö Fram á víta- teig, Kára tókst aö krafsa I bolt- ann, sem hrökk frá þeim í stórum boga í átt að markinu og inn í markið, án þess að vamarmenn gætu nokkuð að gert. Á 37. mín átti Kári hættulegt fori ,en skaut fram hjá. Þannig lauk þessum leik með 1:0 sigri Ak- ureyrar. Þaö var heldur þunn knattspyrna, sem liðin buðu upp á, mun lakari en þau geta sýnt og hafa sýnt að undanförnu. Vörr Akureyrar stóö sig vel og Jón Friöriksson þá sér- staklega. Þá vakti ungur leikmaö- ur Pétur Sigurðsson mikla athygli í vöminni og Jón Stefánsson var traustur sem fyrr'. I Framliðinu bar Anton Bjarna- son af, en Baldur Scheving var góður tengiliður, þó honum hætti e.t.v. við að halda boltanum of lengi og sækja of langt. I framlín- unni var Helgi Númason beztur. Dómari var Baldur Þórðarson. — jbp. ► Þeir eru kallaðir í gamni á Skaganum „Steinaldarmenn" kempurnar frá beztu árum Akra ness. Þeir munu á morgun keppa við liö Holbæk, sem hér er á vegum Þróttar, en í kvöld keppir Holbæk við 2. flokkslið Akurnesinga, sem er sagt mjög sterkt og sá bakhjarl, sem not- aöur verður til að byggja knatt spyrnuna þar upp. ► „Steinaldarmennirnir“ hafa æft einu sinni í viku og mætt vel, en í hópnum eru menn eins og Ríkharður, Helgi Dan, Guð- jón Finnbogason, Guðmundur Sigurðsson, Þóröur Þ., Helgi Björgvinsson, Donni, Þóröur Jónsson og Kristinn Gunnlaugs- son svo einhverjir séu nefndir. Ætla þeir senn í keppnisferða- lag „gömlu mennimir“ og herja þá á Húsvíkinga og Mývetninga. ► Leikimir í kvöld og annað kvöld hefjast kl. 20,30. Harka á Skipaskaga: Staðan ’ / 7. deild er nú faessi: * 1 * *, ir Fram—Akureyri 0:1 (0:0) J -k Akranes—Valur 1:2 (0:1) ' ir Keflavík—KR 2:0 (1:0) Valur 8 5 2 1 16:13 12 Akureyri 8 5 0 3 19:10 10 Fram 7 3 3 1 8:7 3 Keflavík 8 3 2 3 7:8 8 ( KR 7 3 0 4 12:13 6 ' Akranes 8 1 0 7 8:19 2 Næstu leikir í 1. \ deild eru þessir: 9> t Fram—KR á fimmtudaginn í J Laugardal. 4* O • Keflavík—Akranes í Keflavík á *sunnudag i> m J Akureyri—Valur á Akureyrl raið J vikudag. 2. ágúst. Rekinn uf leikvelli fyrir nflog Ókunnugur hefði varla getið sér til um hvort liðanna á Skipa- skaga í gær var fallbaráttuliðið og hvort Iiðið var að keppast við að ná til sín Islandsbikarnum. Liðin sem þarna reyndu með sér voru Akurnesingar og Valur, og sigurinn féll Val í skaut eftir jafna baráttu, sem hefði átt að færa Akurnesingum annað stig- ið. Valur skoraði fyrra mark sitt und ir lok fyrri hálfleiks. Það var Sig- urður Jónsson, sem skoraði með fallegu skoti af 20 metra færi, en Einar markvörður var heldur illa staðsettur til aö verja. 1 seinni hálfleik jöfnuðu Akurnes ingar eftir rúmar 7 mín. og var það Matthía , sem það gerði. Hann ein- lék upp kantinn og lék á Þorstein Friðþjófsson og skoraði með föst- um jarðarbolta. Sigurmarkið skoraði Reynir Jóns son strax í næstu sókn. Valsmenn komust upp að markinu, þvaga myndaðist og Reyni tókst að skjóta efst upp undir þverslá, 2:1. i Þetta nægði Val, og nú er Valur L.eð tromp á hendi, tvö stig yfir næsta lið, Akureyri, en leikur Vals og Akureyringa fyrir norðan þ. 2., ágúst . erður vitanlega mjög afdrifa ríkur fyrir gang mótsins og ekki er t.d. óhugsandi að þrjú lið verði efst og jöfn, þ.e. Akureyri, Fram i og Valur, en aðrar lausnir kunna einnig að koma upp. Leikurinn á Akranesi og tap heimamanna þýðir ekki endanlega að liðið sé í 2. deld, — öll liðin nema Akranes og KR eru úr hættu, J en möguleikar fyrir Akranes eru enn fyrir hendi, en þeir eru þó mjög litlir. Það gerðist nerkilegast í leikn um í gær eftir að Valsmenn kom- ust yfir aö Reynir Jónsson var rek- inn af velli fyrir óprúðmannlega framkomu að áliti dómarans, Grét- j ars Norðfjörð. Höfðu þeir Reynir og Þórður Árnason kútvelzt saman við endamörkin, og eftir þá veltu réðist Reynir á Þórð og urðu þarna snörp áflog, sem dómarinn afgreiddi snar lega á framangreindan hátt. Þetta var á 27. mín síðari hálfleiks og eftir það sótti Akranesliðið nær stanzlaust, en Valsmenn drógu sig í vörii og tókst að verjast, en eng- in veruleg marktækifæri mynduð- ust. Akurnesingar börðust eins og liö í fallbaráttu gera iðulega, og reynd ust hættulegir Valsliðinu, þó ekki tækist að taka stig af toppliöinu. Jón Alfreösson er mjög efnilegur leikmaður og átti góðan leik, en hann er aðeins 17 ára og fór fram hjá augum þeirra, sem völdu ung- lingalandsliðið, því miður. Björn Lárusson, Matthías og Kristinn Gunnlaugsson voru og góðir, vörn- in í heild betri hluti liðsins. Valsliðið missti Árna Njálsson út af í fyrri hálfleik vegna meiðsla, en ekki munu þau meiðsli veruleg, en þetta veikti nokkuð Valsvörnina, þó þaö kæmi ekki að sök. Sigurður Jónsson og Halldór Einarsson voru báðir góðir og Reynir Jónsson með an hann fékk aö vera inn á. Mál Reynis verður eflaust sent viðkom andi dómstól til meöferöar, — og er því ekki vitað hvort Reynir get- ur verið með í leik Vals gegn Ak- ureyri eftir 10 daga. Yrði þaö tals- verð blóötaka fyrir Val að missa hann frá leiknum. Dómari var Grétar Norðfjörð og hafði mikið að gera, ætlaöi greini- lega að ná fullum tökum á erfið- um leik og fór e.t.v. of mikið út í smáatriðin á stundum. KEFLAVIK VANN ÓSAM- STILLT KR-LIÐ ♦ Er þetta úrslitaleikur í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, varð einum áhorfenda að orði á hinum nýja leikvangi þeirra Keflvíkinga, þegar yfir stóð leikur í L deild Islandsmótsins milli KR og Keflvikinga. Fýsi einhvem að vita af hverju maðurlnn spurði, er svarið: að svo mik- ið var kappið á stundum hjá leikmönnum, að illmögulegt var að trúa ; því að aðeins væri verið að berjast um 2 stig, sem raunar gerðu hvorki j til né frá fyrir þessa aðila varðandi fall eða sigur í 1. deild. Vorpar Cnímundar yfír 18 metrana í kvökf? Meistaramót íslands í frjáls um íþróttum hefst í kvöld og stendur næstu kvöldin, en þátt taka að þessu sinnj er algjör metþátttaka, 124 keppendur frá 11 félögum og samböndum. Tals\ ■ ;ur uppgangur hefur verið f frjálsíþróttunum að und anförnu og vonast menn til að sá uppgangur haldist sem allra lengst, enda geta frjálsar íþrótt ir verið mjög skemmtilegar á að horfa, begar vel tekst til um framkvæmd móta og afrek eru góð og keppni spennandi og jöfn. I kvöld má búast við hörku- keppni mörgum greinum. I kúluvarpi er spumingin sú hvort Guðmundi Hermannssyni t"kst að varpa vfir 18 metrann i fyrsta skipti. Keppnin hefst kl. 20. /amexu. Að visu þýddi sigur í leiknum öruggan sess í deildinni næsta ár, en tap jók ekki það mikiö á fall- hættuna eins og staðan er núna að nauðsynlegt væri að grípa einungis til kappsins, er: sleppa allri forsjá eins og henti f leiknum I gærkvöldi, en hann einkenndist nokkuð af hörku þar sem menn gáfu jafn- vel höndinni lausan tauminn og Iangspyrnum, þar sem knötturinn var sendur i „ferðir án fyrirheits“ um völlinn þveran og endilangan. Þótt leikurinn yröi af þeim sökum a!1 tilviljanakenndur og þjálfurum liðanna kannski ekki beint að skapi var nokkuð um æsandi augnablik þar sem mjótt var á mununum i;vo;-t knötturinn hafnaöi utan marks eða innart, en slfk augnablik kunna áhorfendur vel að meta eins og heyra mátti. Keflvíkingar báru sigur úr být- um í leiknum, skqruðu eitt mark í hvorum hálfleik og mega það telj ast nokkuð sanngjörn úrslit, þegar á heildina var litið. Þeir réðu meiru á miðju vallarins og voru meira i sókn, enda mun hreyfanlegri og ákveðnari en áður á þessu leik- tímabili. Og kannski það sem mest er um vert, að nú höfðu þeir einnig heppnina með sér. KR-ingar voru aftur á móti seinni og þyngri en fyrr og einhver deyfð og drungi yfir liðinu. Kannski stafar- það af þvi að hið margumtalaða „KR-ár“ virð- ist ætla að líða hægt og bikarlaust í „aldanna skaut“. Annars áttu KR-ingar góða byrj un, sem gaf aðdáendum þeirra sem voru nokkuð feimnir við að hvetja lið sitt, vonir um ágæta frammi- stöðu. KR-ingar fengu á fyrstu mínútunum tvö gullin tækifæri til að ná forystunni, en tókst ekki að nýta þau. Á 8. mín. leiksins snúa Keflvíkingar vörn I sókn og storma fram völlinn, en KR-ingar bjarga í hom og Jón Jóh. framkvæmir spyrnuna og sendir beint á útherj- ann og nýliöann Friðrik Ragnars- Framh. á bls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.