Vísir


Vísir - 24.07.1967, Qupperneq 8

Vísir - 24.07.1967, Qupperneq 8
8 V1S IR . Mánudagur 24. júlí 1967. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið PrentSLaiðja Visis — Edda h.f. Byggðaþróunin Líklega mun meirihluti núlifandi íslendinga lifa alda- mótaárið 2000. Við þau tímamót verður margt orðið breytt á fslandi. Þjóðinni mun þá hafa fjölgað um 150.000—200.000 manns frá því, sem nú er, og verður hún þá næstum helmingi fjölmennari en nú. Allmikill hluti aukningarinnar mun vafalaust verða á Reykja- víkursvæðinu. Hins vegar er nú talið sennilegt, að Reykjavík hætti að soga til sín sívaxandi hluta þjóðar- innar. í nokkur ár hefur ekki fjölgað örar í Reykjavík en meðaltalsfjölgun nemur utan Reykjavíkur. Ekki er fráleitt að hugsa sér, að nálægt 100.000 manna aukning verði utan Reykjavíkursvæðisins til alda- móta. Tiltölulega lítið af þessari aukningu verður í sveit- um landsins. Landbúnaðurinn er enn í vamaraðstöðu vegna offramleiðslu sinnar. Við stækkandi markað í þéttbýlinu mun fólksfækkunin í sveitunum stöðvast og síðan snúast í fólksfjölgun, en varla verður sú þróun mjög langt komin um aldamótin. Sveitirnar hafa gegnt mikilvSegu hlutverki um margar aldir, hafa gætt þjóðmenningar íslands á erfiðleikatímum. Nú hefur borgamenningin hins vegar tekið við af sveitamenningunni. Nútímamenning hefði varla þró- azt hér á landi, ef ekki hefði tekizt að efla svo eina borg á landinu, að hún er nú komin í stórborgatölu, samkvæmt alþjóðlegum mælikvarða. Reykjavík megnar nú að veita næstum alla þá þjónustu, sem nútímaþjóðfélag þarf á að halda. Skortir nú fátt ann- að en víðtækari háskólamenntun, óperu og nokkrar flóknar greinar skurðlæknisfræði til að Reykjavík sé orðin fullkomin stórborg. Undanfarið hefur töluvert verið rætt um, að tíma- bært væri að efla aðra borg á íslandi og þá í öðrum landshluta. Hefur Akureyrar oftast verið getið í því sambandi, en hún er talin hafa mjög góða aðstöðu til að taka slíka ábyrgð á sínar herðar. Borgarvöxtur á Akureyri mundi efla mjög alla byggð á Norðurlandi austanverðu og líklega einnig á Austurlandi og skapa þannig meira jafnvægi í byggð landsins. Gaman væri að sjá um aldamótin nokkurra tuga þúsunda manna borg á Akureyri. ( .« q ™ Einnig hefur verið rætt um, að efla þurfi þéttbýli á ýmsan annan hátt. Þéttbýli er miklu ódýrara í upp- byggingu en dreifbýli og fjárhagsleg geta þess meiri. Þéttbýli er einnig skilyrði þess, að blómgast megi margvísleg þjónusta og menningar- og skemmtistarf- semi, sem enginn vill vera án nú á tímum. Reynslan er einnig sú, að efling slíkra byggðakjarna styður byggðina umhverfis og skapar þannig aukið jafn- vægi í byggð landsins. Einn þeirra staða, sem nefndir eru í þessu sambandi, er Egilsstaðaþorpið, sem ef til vill verður þá orðinn myndarlegur kaupstaður um aldamótin. Þannig bíða þjóðarinnar ýmis stórfengleg verkefni á sviðum byggðaþróunar næstu áratugina. ___ Aibert Lutuli, kunnasti blökku- mannaleiðtogi Suður-Afríku nýlátinn af völdum slyss Hann var kunnastur allra blökkumannaleiðtoga Suður-Afríku S.l. töstuda" barst frétt1 um það frá Durban í Suður-Afríku ' að Albert Lutuli, sem hlaut frið- ) arverðlaun Nóbels 1961, væri lát inn I sjúkrahúsi, en þangað var hann fluttur eftir að hann hafði orðið fyrir vöruflutningalest skammt frá heimili sinu og var Iestin að sögn á fremur hægri ferð. Albert Lutuli hafði ekki verið f frjáls ferða sinna siðan 1959 — nema á fremur litlu svæði um- hverfis heimili hans. Lutuli var einn af kunnustu biötogum blökkumanna í Af- ríku, þeirra sem börðust fyrir frelsi og jafnrétti, og mun raun- ar mega fullyrða, að enginn - blakkur Suður-Afríku-leiðtogi ) hafi verið kunnari en hann eftir að hann hlaut friðarverðlaunin. Þessi fyrrverandi ættarhöfðingi var um tíma leiötogi Afriska þjóðlega Kongress-flokksins. — Heimili hans var í Stanger-hér- aöi um 50 km noröan Durban. Rikisstjórnin beitti gegn honum lögum, sem sett voru til að bæla niður kommúnisma. Lutuli hafði verið skólakenn- ari í 15 ár, en Zulu-blökkumenn ' fengið hann til þess að fallast á \ að vera leiðtogi þeirra. ' Ríkisstjómin svipti hann \ starfi 1952, er hann hafði neitað i að segja af sér sem formaður I fyrmefnds stjórnmálaflokks. — i Hann var meðal 155 manna, sem / 1955 voru handteknir og sakaðir i um landráð, en honum var f sleppt úr haldi að loknum und- i irbúningsréttarhöldum. 1 septem / ber 1960 var hann dæmdur í \ fjársekt fyrir að hafa brennt / vegabréf sitt til þess að mót- \ mæla fyrirmælum og reglugerð- '/ um sambandsstjómar, sem tak- \ mörkuðu umferðarfrelsi blökku- [ manna. j Fyrr á þessu ári var gerður á í honum uppskurður á auga í ) sjúkrahúsi í Durban og það var [ tilkynnt, að sjón hans væri far- / in að daprast. Lutúli vaf talinn i flokki þeirra blökkumanna í Suður-Af- ríku, sem hófsamastir voru í kröfum. Þegar Lutuli hlaut friöarverð- launin slakaði Suöur-Afríku- stjóm á hömlum á ferðafrelsi hans og hann fékk að fara til Osló til þess að veita verðlaun- unum móttöku. Hann mundi einnig hafa farið til Svíþjóðar ef til þess hefði fengizt leyfi, en um það var neitað. Við hátíðahöldin í Osló sagði Lutuli, að hann veitti verðlaim- unum móttöku sem viðurkenn- ingu á fómum allra kynflokka í Suöur-Afrfku og fyrir það sem þeir heföu orðið að þola. Áriö 1962 var hann kjörinn rektor háskólans í Glasgow, en var ekki leyft að fara frá Suður- Afríku til þess að taka við því embætti, vig hátíölega athöfn. Sama ár var bönnuð í Suður- Aíríku sala á bók hans „Let my people go“, en bá hafði hún ver- ið á márkaðinum í nokkra mán- uði. Lutuli var 69 ára að aldri. Mikill fjöldi samúðarskeyta hefur borízt til Durban víða að úr heiminum. Eins og að líkum lætur var Lutuli vel minnzt og viröulega í blöðum víða um heim í gær- kvöldi. Mörg helztu blöð heims birtu ýtarleg æviágrip og minnt- ust hans í ritstjómargreinum. Robert McLoskey talsmaður bandaríska utanrikisins lýsti honum sem málsvara manngild- is og mannlegrar virðingar. Lester Pearson forsætistóð- herra Kanada minntísttens tef- samlega. Lutuli barðist drengilega og friðsamlega gegn aðskflnaðar- stefnu stjómarinnar. Hans að- ferð var mótspyma án valdbdt- ingar í anda Gandhis. Þannig er hans minnzt í Rand Daily Mail, kunnasta blaðinu £ Suður-Af- ríku á ensku, sem er andvígt stefnu stjómarinnar, að því er varðar aðskilnað blakkra og hvftra. Stjómarblöðin minnast og Lut uli og láta sér yfirleitt nægja að segja frá hvemig andlát hans bar að og sum geta nokkurra helztu æviatriða hans. Manntjón Bandaríkjamanna í Vietnam frá áramótum 4.400 fallnir — 600 færri en féllu á öllu árinu 1966. Á fyrstu 6V2 mánuði ársins komst tn'a særðra upp í 35.000 rúmlega eða 5000 fleiri en allt árið í fyrra. Atvinnuleysi I EBE-löndum Atvinnuleysi er vaxandi í EBE- löndum og tala erlendra verka- manna í þeim lækkandi. Ger- breyting hefur orðið síðan 1964 og 1965, er skortur var iðn- lærðra verkamanna. — Gert er ráð fyrir að í lok þessa árs verði tala atvinnulausra í Vestur- Þýzkalandi komin upp í 300.000 en það er helmingi hærri tala en í Iok 1966. Svipaða sögu er að segja frá Hollandi. Franskar kjarnorkn- sprengjur tíl S.-AJ Því er opinberlega nettað í Pretoria, að Suður-AfrQa hafi óskað eftir að fá keyptar kjam- orkusprensjur l RaiddaadL i ... . >. .'’ýi -.j,;.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.