Vísir - 27.07.1967, Page 7

Vísir - 27.07.1967, Page 7
iTÍSIR . Fimmtudagur 27. júlí 1967, 7 orgtin útlönd í morgun útlönd í morgun , útlönd : De Gaulle komim heim hætti við Ottawa heimsóknina De Gaulle kom til Parísar í morgun og var hress og kátur. Pompitlou og um 20 ráðherrar aðrir voru við- staddir komuna. DE GAULLE Frakklandsforseti hætti í gær við Ottawaheimsðkn- ina og flaug til Parísar. Kom sú ákvörðun með öllu á óvart eftir það, sem á undan var gengið. — John Diefenbaker leiðtogi stjórnar- andstöðunnar sagði, að yfirlýsing Pearsons forsætisráðherra hefði ekki getað gert flugu skelkaða, — og ákvörðunin (um að fljúga heim) hefði verið „eigin ákvörðun de Gaulle". Fulltrúi skilnaðarmanna á Boumedienne. HERVÆÐING í ALSÍR Fréttir frá Alsír í gær herma, að hervæðing sú sem Boumedienne fyrirskipaði fyrir nokkru, nái til 8 milljóna manna. I opinberu málgagni í Algeirs- borg segir, að hervæðingin sé alger og nái til allra karla og kvenna í landinu og þúsundir sjálfboöaliða hafi gengið aftur í herinn, en þessir sjálfboðaliðar hafi flestir tekið þátt í frelsisstríðinu. — Allir piltar og stúlkur á 16—20 ára aldri veröa kvödd til hernaðarlegrar þjálfunar. Hervæðing fer fram á grundvelli tilskipunar Boumedienne, en hún var birt eftir að styrjöldin hófst milli ísraels og nágrannaríkja þess. þingi, Gilles Gregore, segir hins vegar, að Pearson hafi knúið hann til þess að fara. □ i gær var hert á öryggisráöstöf- unum de Gaulle vegna, þar sem orðrómur var á kreiki um, að 7 OAS-menn væru komnir til Montreal í þeim tilgangi að ráða de Gaulle af dögum. Robert Winters viðskiptamála- ráöherra Kanada sagöi í gær, að mörgum Kanadamönnum myndu vonbrigði að því, að ekki varð af Ottawa-heimsókn de Gaulle. I blöðum víða um heim, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hol- landi, og heimalandi hans Frakk- landi og víðar, er framkoma hans enn rædd og harðlega gagnrýnd. 1 Parísarfréttum i gær segir, aö framkoma forsetans muni án efa veröa tekin fyrir, er þingið kemdr saman í haust. Meöal fyrstu áhrifa kunni aö verða nýir erfiöleikar á aðild Bretlands að EBE. Enginn hafði búizt við, segir í þessum frétt um, að de Gaulle mundi koma þann ig fram sem reyndin varð, en yfir- leitt var búizt við að hann mundi leggja mikla áherzlu á skyldleiká og tengsl Frakka og frö.nskumæl- andi Kanadamanna. France-Soir kom út í risaupp- fréttina um heimferð de Gaulle, en fréttina um heimferö de aGulle, en sagði ekkert um hana frá eigin brjósti. Beðið var heimkomunnar meö umsögn um ákvörðunina. Sagt var að það væri sem farg á skoðun um manna á því, að forsetinn skyldi komast í þá aðstöðu að finna sig til þess knúinn aö fresta opin- berri heimsókn. ÁÖur höföu jafnvel vinveitt blöö forsetanum látið í Ijós áhyggjur af því, að framkoma forsetans myndi baka Frakklandi tjón og álitshnekki. Opinberlega viðurkennt í Peking, að hersveitir / Whuan hafi gert uppreisn 1 fréttum frá Hongkong í gær segir, að það hafi verið opinber- lega viðurkennt í Peking, að her- sveitir í iðnaðarbænum Wuhan hafi gert uppreist gegn Mao tse Tung. 1 útvarpinu í Peking voru upp- reistarmenn kallaðir „hinir nýju fjandmenn menningarbyltingarinn- ar“ og herinn hvattur til þess að sýna Mao hollustu. Viðurkenningin kom sólarhring eftir að jámbrautarsamgöngur höfðu rofnað í fyrrinótt milli Hong Kong og Canton og komu strax fram tilgátur um, að það væri vegna liðflutninga, en sambandið var rofið I 4 klukkustundir. Blað alþýðunnar í Peking segir forsprakka andspymunnar f Wuh- an vera misyndismenn í hernum. Hvatning um hoHustu viö Mao var birt í málgagni hersins. Páll páfi kominn til Rómar frá Tyrklandi Fréttir frá Rómaborg í gær hermdu, að Páll páfi væri kominn heim að aflokinni Tyrklandsheim- sókninnl. Tilgangurinn meö ferðinni var að koma á nánari tengslum milli róm- versk-kaþólsku kirkjunnar og rétt- trúnaðarkirkjunnar svo að jöfnuð yrði níu alda misklíö. Fyrir burt- förina kvaðst hann hafá auknar vonir um kristilega einingu og kvaðst mundu biðjast guðs bless- unar fyrir samstarfi í þá átt og fyrir Tyrkland og stjóm þess og þjóð. Páfinn bað Sunai Tyrklandsfor- seta beita áhrifum sínum til frið- ar í Austurlöndum nær. Hann ræddi við æðstu kirkjunnar menn og heimsótti Efesus og rústir Jó- hannesar-basilikunnar, sem reist var yfir grafir postulanna á 6. öld og litla kapellu, þar sem sagnir herma aö jómfrú María hafi látizt. Páfi flaug heim í bandarískri leiguþotu. Meðal viðstaddra við komu hans voru þeir Aldo Moro forsætisráöherra og Fanfani utan- ríkisráðherra. Heimshorna milli K AUPMANN AHÖFN: Margréti prinsessu, ríkisarfa i Danmörku, og maka hennar Hinrik prins, var í dag afhent brullaups- gjöf að upphæö 135.000 kr. frá 42.000 gefendum, er þau geta varið á hvern þann hátt sem þau óska sér. MOSKVA: Lýsingar 'á óeirðunum £ Newark og myndir voru mikið fréttaefni í bláöinu Pravda í gær. Fyrirsögn- in var: Detroit í björtu báli. — Blöðin birta ýtarlegar frásagnir bandarískra blaða um hvernig þjarmað hefir verið að blökkufólk- inu og telj.. þaö skýringuna á, að óeirðirnar blossuöu upp. Sambandsstjórn Nígeríu segir frá hörðum bardögum við landamæri Nígeríu, en Ojukwu leiðtogi Aust- ur-Nígeríu eða Biafra segir, að gagnsókn sé hafin gegn sambands- hersveitum er sóttu suður á bóginn og séu þær hraktar til baka. Fyrirhugaðri Rúmeníuferð de Gaullc frestað Rúmenfuferö de Gaulle Frakk- landsforseta, sem ákveðin var í október, hefir verið frestaö til næsta árs. Frestunin stafar af tíma skorti til aö ljúka öllum fyrirhug- uðum heimsóknum. Heimsókn til Póllands var frestaö vegna styrj- aldarástandsins í Austurlöndum nær og fer fram í september. TILKYNNING um framlagningu skattskráa Reykjanesum- dæmis og útsvarsskráa eftirtalinna sveitar- félaga: Kópavogskaupstaðar HafnarfjaröarkaHpstaöar Keflavíkurkaupstaöar Grindavíkurhrepps Hafnarhrépps Miöneshrepps Geröahrepps Njarövíkurhrepps Garöahrepps Seltjarnarneshrepps Mosfellshrepps Skattskrár allra sveitarfélaga og Keflavíkurflugvallar í Reykjanesumdæmi, ásamt útsvarsskrám ofan- greindra sveitarfélaga, liggja frammi frá 27. júli til 9. ágúst, að báöum dögum meðtöldum. Skrárnar liggja frammi á eftirgreindum stöðum: í KÓPAVOGI: Á skrifstofu Kópavogsbæjar og hjá umboðsmanni f Fé- lagsheimilinu. Skrifstofa umboðsmanns verður opin alla daga, nema laugardaga kl. 4 til 7 e. h. í HAFNARFIRÐI: Á skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar og á skattstofunni. I KEFLAVÍK: Á skrifstofu Keflavíkurbæjar og hjá umboðsmanni á skrifst. Keflavíkurbæjar. Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI: Hjá umboðsmanni Guðmundi Gunnlaugssyni á skrif- stofu Flugmálastjórnarinnar. í HREPPUM: Hjá umboðsmönnum og á skrifstofu fyrrgreindra sveitarfél. í skattskrám alls umdæmisins eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignaskattur 3. Námsbókagjald 4. Almannatryggingagjöld 5. Slysatryggingargjald atvinnurekenda 6. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 7. Atvinnuleysistryggingargjald 8. Iönlánasjóðsgjald 9. Launaskattur (ógreiddur) 10. Iðnaðargjald. í skattskrá umdæmisins verða einnig kirkjugjöld og kirkjugarðsgjöld, þar sem sóknarnefndir og kirkju- garðsstjórnir hafa óskað þess. I þeim sveitarfélögum, er talin eru fyrst upp í auglýs- ingu þessari, eru eftirtalin gjöld til viðbótar áður upp- töldum gjöldum: 1. Tekju- og eignaútsvar 2. Aðstööugjald. Innifalið í tekju- og eignaskatti er 1% álag til Bygg- ingarsj. ríkisins. Kærufrestur vegna tekju- og eignaskatts, útsvars, að- stöðugj., iðnlánasjóösgjalds og launaskatts er til loka dagsins 9. ágúst 1967. Kærur vegna útsvara skulu sendar viökomandi fram- talsnefnd en vegna annarra gjalda til Skattstofu Reykjanesumdæmis, Hafnarfirði, eöa umboðsmanns í heimasveit. Kærur skulu vera skriflegar og skulu hafa borizt rétt- um úrskurðaraöila í síðasta lagi að kvöldi 9. ágúst 1967. Álagningarseðlar, er sýna gjöld og gjaldstofna, hafa verið sendir til allra framteljenda. Jafnframt liggja " frammi á Skattstofu Reykjanesumdæmis f Hafnarfirði skrár um álagðan söluskatt í Reykjanesumdæmi árið 1966. Hafnarfirði, 26. júlí 1967. SKATTSTJÓRINN í REYKJANESUMDÆMI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.