Vísir - 27.07.1967, Page 8

Vísir - 27.07.1967, Page 8
8 VÍSIB Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjöri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteínsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Clfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsiaiðja Visis — Edda h.f. Klæðum landið Xalið er að Kjölur hafi verið gróinn á landnámsöld. Má hafa það til marks um, hve landið var gróðursælla í þá daga en það er nú. Vísindamenn telja, að síðan hafi helmingur jarðvegs landsins fokið, og hafi auðn- irnar sótt fram um 40—50 þúsund ferkílómetra. Enn er uppblástur meiri en landgræðslu nemur. íslend- ingar hafa um nokkurt skeið gert sér ljósa grein fyrir, hve hörmuleg þessi þróun er, og hafa leitað aðferða til að snúa henni við. Snemma á þessari öld vaknaði mikill skógræktar- áhugi hér á landi og hafa síðan verið unnin mikil stór- virki í skógrækt. Hafa verið friðaðir rúmlega 31 þús- und hektarar lands til skógræktar. Þetta er mjög mik- ilvægt framlag til landgræðslu, því varla er til betri vörn gegn uppblæstri en einmitt birkiskógar. Sand- græðsla hóf st einnig snemma hér á landi, en einhverra hluta vegna varð hún ekki hugsjónamál á við skóg- ræktina. Það er fyrst á síðustu árum, að almennur áhugi er að verða á sandgræðslu. Samt hefur ótrúlega mikið starf verið unnið í kyrr- þey á því sviði. Nú er svo komið, að í uppgræðslu eru 120—150 þúsund hektarar lands á 70 stöðum á land- inu. Árangurinn er sá, að uppblástur hefur að mestu verið stöðvaður í byggð, og þar að auki hefur unnizt mikið land með ræktun sanda, t. d. á Rangárvöllum og í Austur-Skaftafellssýslu. Hins vegar hefur upp- blásturinn haldið áfram á afréttum, því þær hafa setið á hakanum í landgræðslunni. Afréttirnar eru víða orðnar mjög lélegt beitiland og sumar þeirra eru hrein- lega að verða örfoka. Þetta stafar ekki af því, að landgræðsla sé sérstak- lega erfið á hálendinu, heldur vegna skorts á fé og starfskröftum. Landgræðslan á Hólssandi inn af Ax- arfirði hefur sýnt, að með myndarlegu átaki er hægt að græða upp stór landflæipi á hálendinu. Þá hefur síðan komið í Ijós, að hægt er án friðunar að græða upp örfoka land, með dreifingu fræs og áburðar úr flugvélum. Páll Sveinsson landgræðslustjóri og fyrirrennarar hans hafa unnið ótrúlega mikið starf við erf ið skilyrði. Það var ekki fyrr en á síðustu árum, í ráðherratíð Ing- ólfs Jónssonar, að farið var að veita miklum og sí- hækkandi fjárframlögum til landgræðslu. Má reikna með, að þessar fjárveitingar fari enn vaxandi á næstu árum, enda er landgræðsla með nýtilegust'u fjárfest- ingum, — mikil náttúruauðæfi byggð upp fyrir fram- tíðina. Landgræðsluferðir Lions-manna og ungmennafé- iaga upp á Kjöl sýna, að áhugi fólksins í landinu er mikill og vaxandi. Ef landgræðsluáhuginn vex enn á næstu árum, hættir það að vera draumsýn, að gróið land á íslandi verði aftur jafn mikið og á landnámsöld. tt .ntiawr- ——————————— V í SIR . Fimmtudagur 27. júlí 1SS7. Samningar um iausi í Rhoc lesíi LI- deilu mnar i í upp- siglii igu Wilson sendir Sir Humphrey Gibbs, landstjóra, á fund lans Smiths Slr Humphrey Gibbs. í neðri málstofu brezka þings- ins hafa verið langir fundir í þessari viku, oft næturfundir, umræður farið fram um vamir Ian Smith. og fjárhag og hvað eina, fellt vantraust á ríkisstjórnina, deilt um fjölskyldubætur og hækkað verð á skólamáltíðum o.s.frv., en betta tvennt leiddi til þess að ráðherra félags- og trygginga- mála baðst iausnar í fyrradag og sama dag boðaði Wilson, aö Alport lávarður hefði lagt til, að gerð vrði ný tilraun til sam- komulagsumleitana um lausn deilumálanna, og og margt fleira mætti telja, en orsök þess að koma verður svo mörgu frá þessa vikuna er, að þingmenn eru i þann veginn að fara i sitt árlega sumarlejrfi. Hér verður nú vikið nokkru nánara að einu þessara mála Rhodesiumálinu. Það má segja að fremur hljótt hafi verið um það og ástand og horfur þar um tíma ,en þó vakti það mikla athygli, er Alport lávarður var sendur eigi alis fyrir löngu til Rhodesiu, ekki til þess að semja heldur til þess að kynna sér hvort árangurs mætti vænta ef setzt yröi að samningaborði. Alport lávarður þótti manna bezt til þess fallinn að kynna sér skoðanir manna i Rhodesiu af öllum flokkum og stéttum vegna kunnugleika frá fyrri dvöl í landinu, og hann talaöi lfka við marga menn f þessari ferð, sem hann fór sem sérlegur sendimaður Wilsons. M. a. talaði Álport lávarður þrívegis viö Ian Smith forsætisráðherra, aðra leiðtoga hvítra manna, og leiö- toga blakkra. Eftir heimkomuna fór hann tvívegis á fund Wil- sons til þess að gera honum grein fyrir málum eins og viö- horfið er nú og Wilson hélt stjómarfund um málið. Boðskap urinn, sem hann hafði að flytja málstofunni var sá að: Alport lávarður legði til, að gerð yrði ný tilraun til þess að ná samkomulagi, og þess vegna hefði landstjóranum, Sir. Humphrey Gibbs, verið falið að ræöa við Ian Smlth „til glöggv- unar á nokkrum atriðum“. Fyrr £ vikunni voru brezk blöö búin að boða, að gerð mundi ný tilraun til þess aö semja. 1 blöð- um er rifjað upp, að Wilson hafi áður gert það að grundvallar- atriði að samið yröi á gmnd- velli réttar þjóöarmeirihlutans til þess að fara með völdin í landinu, en Wilson neitar að hann hafi nokkum tíma sagt eða skrifað, að mynduð yrði stjóm þegar á grundvelli þessa réttar, heldur að samið yrði um að þetta grundvallaratriði yrði viöurkennt, þótt það gæti ekki oröið fyrr en að aflokinni þróun stig af stigi, að slík stjóm yrði mynduð. Það er talið, að meðal hinna gallhörðustu hvítra manna sé harðsnúinn hóptu-, sem fallist ekki á neinar tilslakanir, og vit- að er að meðal blakkra for- sprakka samveldisþjóða, eru menn, sem em engu síður gall- haröir og hafa alla tíö gagnrýnt brezku stjómina fyrir að beita ekki valdi og láta til skarar skriöa gegn Ian Smith og hans mönnum. Þessi harða afstaða blökkuleiðtoga gerir aðstöðu Wilsons erfiðari, því að hann vill eðlilega lausn sem allt samveld- ið getur sætt sig við. En þótt þetta hafi alla tíö dregið úr vonum um lausn — og gerir enn, — þá mun mega segja, að beöið sé í eftirvæntingu frétta um hvað getur tilkynnt, þegar hann er búinn að heyra frá Sir Humphrey. VIÐSKIPTA-REFSI- AÐGERÐIRNAR. Ef horfumar skyldu nú hafa breytzt svo til batnaðar, aö setzt verður að samningaborði, hverj- ar skyldu þá ástæðumar vera? Var Alport lávarður sendur til Rhodesíu vegna þess, að það var að koma í ljós, að Rhodesia myndi lýsa sig lýðveldi — hvað sem öllum refsiaðgerðum liði — og ef til vill innan skamms þrátt fyrir endurteknar fullyrðingar og spár Wilsons um að með refsi aðgerðunum yrði tilganginum náð? Eða eru refsiaögeröimar hægt og hægt að lama atvinnu- og viðskiptalíf Rhodesiu, svo aö hyggilegast sé að slaka til? Og fu»iri spuminga mætti spyrja, þött daki vorði það gert. þar sam og «r réttast að láta næstu Haga og vikur svara þeim tveim an hér eru birtar. Bggja málið þeO eO tj/úotS Simbule.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.