Vísir - 27.07.1967, Page 9
V 1S IR . Fimmtudagur 27. júlí 1967.
VIÐTAL
DAGSINS
er við Ásgeir Long um
kvikmyndagerð, skóg-
rækt, náttúruspjöll af
mannavöldum og fl.
KVIKMYNDATAKA meðal
áhugamanna hefur lengi ver-
ið við lýði hér á landi. Sem
atvinnugrein hér er kvik-
myndataka aftur á móti ung
að árum, en vaxandi. Margt
er það, sem á síðustu árum
hefur stuðlað að því, að fleiri
og fleiri hafa Iagt stund á
kvikmyndagerð við erlenda
skóla, og þeir fyrstu, sem það
gerðu. hafa nú hafið störf hér
á landi, ýmist upp á eigin
spýtur eða hjá sjónvarpi. —
Vísir hafði fyrir nokkru tal
af einum þeirra kvikmynda-
tökumanna, sem snúið hefur
af braut áhugamennskunnar
og gert kvikmyndagerð að
aðalstarfi. Ásgeir Long heitir
hann, Hafnfirðingur, stund-
aði kvikmyndun í fyrstu sem
áhugamaður, en kvikmynda-
takan greip huga hans fljót-
lega, eftir að hann kynntist
leyndardómum hennar, og
hefur hann verið viðriðinn
margar myndir, sem gerðar
hafa verið og sýndar hér á
Iandi. Ásgeir er þekktur víða
um land af starfi sínu sem
kvikmyndagerðarmaður, og
einnig er hann þekktur fyrir
afskipti sín af náttúruvemd-
armálum, én hann hefur far-
ið vítt og breitt um Iandið
pg kynnzt landslaginu vel. —
í viðtalinu er bæði rætt um
kvikmyndagerð og önnur á-
hugamál hans.
Ásgeir Long.
Um kvikmyndagerð
hér á landi
— gf Ki vildir þá byrja á
því að skýra frá, hvers
vegna þú byrjaðir að taka kvik-
myndir?
— Það munu vera um 20 ár
frá því að ég hóf kvikmynda-
töku, og þá i tómstundum. Árið
1951 gerði ég mvnd um togveiö-
ar, en það ár var ég til sjój. Þá
mynd s. li ég svo opinberlega.
Áhug' minn á bessu iókst svo
smám saman og gerðum við
tveir félagar leiknar myndir.
sem svndar hafa verið hér á
landi. Síðan hef ég snúið mér
meira að töku . landslags- og
ferðamynda. Svo var komið á
síðasta ári, að ég var orðinn svo
gripinn af þessu, að ég gerði
kvikmyndagerð að aöalstarfi
mínu, eftir að ég hafði aflað mér
nægra verkefna. Það virðist vera
grundvöllur hér á landi fyrir
kvikmyndagerð, eftir þeirri
reynslu, sem ég hef öðlazt á
þessu rúma ári.
— Hvaöa verkefnum vinnur
þú svo aö núna sem stendur?
— Síðan að ég fór eingöngu
út í kvikmyndagerð hef ég aöal-
lega unnið að tveimur nokkuö
stórum verkefnum. /.nnað er
kvikmyndun framkvæmda við
Búrfellsvirkjun og hef ég mikiö
verið á ferðinni þangað og um
nágrenni virkjunarsvæöisins.
Hitt verkefni mitt er kvikmynd-
un á síldveiöum okkar. Fór ég
af því tilefni með varðskipinu
Ægi í síldarleiöangur fyrr í vor
og kvikmyndaði þar um borð
störf fiskifræöinga og rannsókn-
ir þær, sem þar fara fram. Fékk
ég þar einnig ýmsar leiöbeining-
ar um það, hvemig leitinni er
háttaö. Ætlunin er svo að taka
þann hluta þessarar myndar, er
fjallar um veiði og söltun síld-
arinnar síðar í sumar. Þá eru
og mörg verkefni í undirbúningi,
og mun vinna við þau hefjast
fljótlega að undirbúningi lokn-
um.
— Hvernig er framtíð íslenzks
kvikmyndaiðnaðar í dag?
— Ég held aö framtíö íslenzkr
ar kvikmyndagerðar sé ákaflega
björt, sérstaklega ef við fáum
þann stuöning, sem er nauðsyn-
legur. Meö tilkomu litasjón-
varps í mörgum löndum, vilja
sjónvarpsstöðvar viðkomandi
landa ná í fallegar litkvikmynd-
ir. Hjá þessum stöövum hlýtur
ísland fljót' að koma i huga
þeirra. sem þar ráöa. Því
ekki að stuðla að því, að við
gætum notiö þessa mikla áhuga?
Þaö væri t.d. unnt að hugsa sér
það gert þannig, að eriendir að-
iiar leituðu til íslenzkra fyrir-
greiðsi’istofnana sem síðan aft-
íir sneru sér fii nkkai hap.sni" i
félags. sem útvegaði það efni.
sem um er beðið. tekið af ís-
lenzkum kvikmyndageröarmönn
um, sem gengu frá því, eins og
óskað væri eftir af sjónvarps-
stöðvunum. Ég held, að tæki hjá
okkur séu orðin nægilega góð,
til þess að við getum annast
þessa fyrirgreiðslu, sérstaklega
eftir að íslenzka sjónvarpið kom
til sögurinar sem hefur heitiö
tæknilegum stuðningi. Hins veg-
ar er oft dálítiö leiðinlegt aö
sjá, hvernig efni það sem fer út
úr landinu er matreitt fyrir
sjónvarpsnotendur. Ég held, að
hér sé opinn möguleiki, ef vilji
er fyrir hendi hjá viökomandi
stjórnarvöldum.
— Þú nefndir hér á undan, að
nú væri verig að vinna að kvik-
myndun .1 sildveiðum okkar Is-
lendinga. Hvað um kvikmyndun
á þeim þáttum íslenzks atvinnu-
lífs, sem ef til vill falla í
gleymsku innan tíðar?
— Þaö er enginn vafi á þvi,
að það þarf að taka rækilega til
athugunar að kvikmynda okkar
atvinnuvegi, einkum þá sem
koma til með að falla í
gleymsku í nánustu framtíð.
Mér er kunnugt um, að Fræðslu-
myndasafn ríkisins hefur mikinn
áhuga á að komast yfir allt slíkt
efni og Stefán Júlíusson, for-
stöðumaður safnsins hefur sýnt
mikinn áhuga á, aö gera okkur
þetta kleift og hann á miklar
þakkir skyldar fyrir sinn þátt í
þvi, sem áunnizt hefur. Hann
hefur sýnt, að honum er annt
um okkur, íslenzka kvikmynda-
geröarmenn.
Náttúruspjöll af
mannavöldum
— IVú ert þú, Ásgeir, kunnur
hér á landi fyrir af-
skipti þín af náttúruverndar-
málum og málum, sem þeim
eru skyld. Kannski að þú víkir
nokkrum orðum að því?
— Ég hefi mjög mikið yndi
af því aö feröast um landiö okk-
ar. Starf mitt útheimtir mikiö
af ferðalögum og á þeim hef ég
ynnZt nokkuð náið fegurð og
hrikaleik ísland, sem ég held,
að eigi ekki sinn líka. þó víða
væri leitað. Það má segja, að
maöur komist í sérstakt skap,
er mai'ur kemst í snertingu við
hin íslenzku öræfi. Á þessum
ferðum hef ég séð margt, gróð-
ur og gróðurleysi skiptast á. Ég
hef látið nokkuð til mín heyra
um þessi mál á opinberum vett-
vangi, einkum þar sem mér
finnst, að íslenzk náttúra hafi
veriö skemmd, og sár skilin
eftir af mannvöldum.
Ég hef átt skrif viö skógrækt-
arstjóra um það sem mér hafa
fundizt skemmdir af völdum
skógræktarinnar, einkum í
Þjórsárdal, en þangað á ég oft
erindi. Þar hefur stórt lands-
svæði veriö grisjað á ákaflega
leiðinlegan hátt, sennilega í
þágu vísindanna.
Árangur skrifanna
— 1^ rt þú andstæöur skóg-
rækt hér á landi?
— Ég hef nokkuð orðið var
viö þann leiða misskilning, að
ég sé andstæðingur skógræktar,
en það er algjör fjarstæða. Mér
þykir mjög gaman að skógum,
sérstaklega birkiskógum og ég
sækist eftir á ferðum mínum að
dvelja í birkiskógum. Mér
blöskrar a'ftur á móti að sjá
birkið höggvið upp til aö koma
fyrir barrtrjám í tilraunaskyni,
því að segja má að skógrækt sé
á tilraunastigi hér á landi. Ég
hef haldið því frafn, að þessa
tilraunastarfsemi eigi aö vinna á
einangruðum stöðum víös vegar
um landið, en ekki að taka fyrir
bletti, sem eru náttúruprýöi og
höggva þá upp til hlífðar til-
raunastarfsemi.
Norðmaðurinn Braathen hefur
gefið skógræktinni stórgjöf, sem
notuö hefur verið til aö reisa
stóra tilraunastöð í Kollafiröi.
Þar tel ég að skógræktin hafi
góða aðstöðu til að gera tilraun-
ir fyrir SV-landið og Hallorms-
stað hefur skógræktin til slíks
fyrir Austurlandið. Ég geri það
enn að tillögu minni, að skóg-
ræktin taki lítið áberandi staði
annars staðar til tilraunastarf-
semi sinnar, frekar en að höggva
þann birkiskóg sem fyrir er til
þessa.
— Hver hefur svo veriö árang-
ur af bessum skrifum hínum,
Ásgelr?
— Ég get nefnt sem dæmi, aö
ég hef tvisvar sinnum skrifað
Hákoni Bjamasyni bréf, sem
birzt hafa í Morgunblaðinu.
Öðru svaraöi hann, en aöeins
hluta þeirra spurninga, sem þar
var varpað fram, en öðr-
um lét hann ósvaraö, sem
og hinu bréfinu. Það hafa sýni-
lega margir tekið upp pennann
fyrir skógræktarstjóra, sem virð
ist hafa meiri tíma til að skrifa
um flugmál, en að svara gagn-
rýni, sem ég tel að sé annaö
en gjamm úr óþekkum krökkum,
eins og hann hefiir einhvers
staðar komizt að oröi. Allir þeir,
sem gagnrýnt hafa störf skóg-
ræktarinnar hafa verið kallaöir
skýjaglópar og spákerlingar, en
svo nefnist grein, sem Hákon
Bjarnason ritaöi í Ársrit skóg-
ræktarinnar og birti þar eitt af
þeim bréfum, sem birzt hafa
um gagnrýni á skógræktina hér
á landinu. Ég held, að þetta sé
talsvert langt gengiö af starfs-
manni ríkisins að viöhafa svona
orðbragð um þá sem gagnrýna
verk skógræktarinnar, sem eru
vafalaust að sumu leyti gagnleg
og góð, þó að fariö hafi verið
inn á þær brautir, sem margir
landsmenn láta sér ekki líka.
En þessi skrif mín hafa vakiö
upp nokkrar umræður um skóg-
ræktarmálin, og það er vel, að
svo hefur til tekizt.
Mistök í skógræktinni
— Þú nefndir hér aö framan
mistök skógræktarinnar í Þjórs-
árdalnum. Geturöu nefnt fleiri
dæmi um slíkt?
— Á einum stað tel ég aö svo
langt hafi gengið, að skógræktin
sé að vinna þar hreint skemmd-
arstarf. Þarna á ég við lands-
svæöi, sem skógræktin keypti af
Straumslandi upp við Krýsuvík-
urveg, h egra megin við veginn,
rétt áður en komið er aö Vatns-
skarði. Þarna er nú eitt flakandi
svöðusár í landinu, og öllum
þeim mosa og öðrum gróðri, sem
hefur tekið áraþúsundir að festa
rætur i hrauninu og er byrjun á
jarðvegi, hefur verið ýtt til hlið-
ar, en ! auniö molað niður og
flutt til Reykjavíkur, Hafnar-
Þessi mynd sýnir náttúruundrin miklu austur á Siðu. Dverghamrar nefnast hamrarnir, úr undrafögru stuðlabergi. Einhverjir miður fram-
sýnir menn hafa nú plantað hundruðum trjáplantna allt i kringum h amrana, þannig að búast má við, að innan nokkurra áratuga verði þeir
„kaffærðir“ í skóglendinu í kring. Er þetta það sem koma skal? (Ljósm. Ásgeir Long.)
Hvert stefnir í skógrækt-
armálunum hér á landi?
Framhald í hls 10