Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 4
Kona sigraði Bretlands meistara í skotfimi 33 ára gömul húsmóöir úr Yorkshire £ Englandi sýndi áþreif anlega fram á þaö fyrir nokkru, aö konur geta náð langt í ýms- um þeim þáttum þjóðlífsins, sem karlar hafa hingað til ráðið ríkj- um í. Skotfimi er aö vísu íþrótt, sem konur hafa stundað talsvert, en þó eimir ögn af þeirri hugsun ennþá, að skytterí sé meira karl- mannsverk en kvenna. En þessi enska húsmóðir hefur með ár- angri sínum í skotkeppni, sem haldin var í Bisley i Surrey héraöi skapað Olympiunefndinni nokkuð umhugsunarefni. Eins og kunnugt er ,þá er kon- um ekki leyfð þátttaka í skot- keppninni á Ölympíuleikunum. — Það vakti því athygli, þegar frú Jean Clarkson sigraöi 744 þaul- æföar markskyttur, þar á meöal 596 karla, í skotkeppninni í Bis- ley. Skotið var af byssum með lít- illi hlaupvídd. Er hún fyrsta kon- an sem sigrað hefur þessa keppni í þau 45 skipti, sem þessi árlegn keppni hefur farið fram. Hún hlaut 1970 stig af 200o|||| mögulegum. Vegalengdirnar vorul* jfS 50 og 100 yardar (45 og 90 m). K'y Meðal keppenda hennar var fyrr- WM verandi Bretlandsmeistari og Ól-: » ympíukeppandinn Peter Morgan p|s| og fleiri frægar skyttur. Sá, sem kenndi frúnni að skjól.i var eiginmaður hennar, en hún; |J byrjaöi fyrst fyrir 7 árum að .* skjóta af byssu. ""'"p Hann var aðeins einn meöal þúsuntía, en þegar Claus prins af Hollandi lauk fjögurra daga göngu keppni, 125 mílna langri, um dag- inn, þá tóku aðrar þúsundir. Hol- lendinga honum með blómaflóði, þó hann hefði ekki unnið, né lent í röðum fvrstu manna. Hinn þýzkættaði prins hlaut einnig koss frá konu sinni, Beatr- ix ríkisarfa, þegar hún loks komst að honum gegnum mannþröng- ina. Hann hafði tekið þátt í göngu- keppni 14 þúsund manna og mót- tökurnar benda til þess, aö þeim fari nú sífjölgandi, Hollendingun- um, sem taka hann gildan sem einn úr hópi þeirra ,en eins og kunnugt er, vakti brúðkaup prinsessunnar nokkra andúð með- al hluta hollenzku þjóðarinnar. En það eru fleiri göngugarpar en prinsinn. Kona nokkur £ Eng- landi gerir nú tilkall til heimsmets ins í göngu. Segist hún hafa geng ið 166% mílu á 41 klukkustund og 50 mínútum, en engir hlut- lausir áhorfendur voru að afrek- inu, svo að það hefur enn ekki verið tekið gilt. Hún gekk þenn- an spöl án nokkurs keppinautar. Hún hefur þó ekki í hyggju að gefast upp við svo búið, heldur ætlar hún að ganga þennan spöl aftur og þá í kapp við annan, sem einnig hefur gert tilkall til heimsmetsins. — Það er offursti nokkur, sem í síðustu vikunni í júlí gekk 155 mílur á 44 klst. og 50 mín. EIMREIÐ I YASA- ÚTGÁFU Á ATOMÖLD Skopteiknarar hafa oft dregið dár af mönnum sem komnir af unglingsárum, hafa gaman af því að leika sér að leikföngum, eins og rafmagnsjárnbrautarlest- um. Það er áreiðanlegt, að margir þeir fullorönir karlmenn, sem aldrei áttu þess kost að eignast rafmagnsjámbraut, munar í að fá að taka þátt í leik drengja að slíkum gripum. Þeir námu líka margir staöar og litu við ,vegfarendurnir á Kóngsins götu í Lundúnaborg, þegar þeir um daginn sáu Jonath- an Minns og áhöfn hans aka eim reið yfir götuna. Aðdáunin, og kannski smá öfund um leið skein úr augum þeirra. Jonathan er ungur maður, rétt 23 ára gamall, en hann er sér- fræðingur í smíði módela, eins og það hefur verið nefnt. Áhöfnin er frændi hans, Paul, 10 ára gam- all. Þeir voru að flytja eimreið- ina í verzlun, þar sem átti að selja hana þeim, sem vildi, Það gekk þó ekki formálalaust að flytja tryllitækið en leyfi lög- reglunnar fékkst þó fyrir því. — Þeir höfðu nefnilega margir í lög- reglu Bretadrottningar skilning á því, hvaða þýðingu svona tæki hafa. Þannig lítur frúin út bak við byssukjaftinn. Verzlunarmannahelgin Og nú eigum við fyrir hönd- i um mestu umferöarhelgi árs- ■ ins með öllu því brambolti, sem virðist þurfa að fylgja þeirri ’ helgi. — Vafalaust mun miklu meira verða gert fyrir unga fólk / iö af skipulögöum samkomum, 5 en áður, þar sem reynt veröur ^ að hafa ofan af fyrir táningun- i um eftir beztu getu. En um- , ferðin mun verða gífurleg ,því ) að bilaeignln er orðin almenn !og ef veður verður gott munu margir hyggja i langferð. Það Ier svo einkennilegt með marga að þeir fara I bílferð, jafnvel án ákveðins fyrirheits og keyra og keyra meðan dagur endist. Ekki þarf að efa, að ef veður verður þurrt og gott, mun ryk- Ímökkurinn á vegunum verða gíf urlegur og jafnvel verður rykið óbærilegt, nema bílamir séu því þéttari, þannig að rykið smjúgi ekki inn í þá. Það þarf að skora á fólk að njóta heldur góða veöursins hér á nærliggjandi slóðum, ef það hefir ekki neinar sérstakar á- ætianrr, því að víða hér nær, eins og til dæmis á Kleifar- vatnssvæðinu og við Krýsuvík, er mjög fagurt, en það hefir bara ekki komizt í tízku aö fólk færi almennt á þessi svæði. Þarna eru lautir og hvammar, sem snúa á móti suðri og sól og yfirleitt skýlt. rr- r~ i it~ imr tr Það væri mikiö áunnið, ef hægt væri að draga úr um- ferðarþunganum á Þingvallaleið inni og Hellisheiöi, því að þar verður umferðarástandið slæmt að vanda og í rauninni algjör- lega óviðunandi, þegar allir þurfa að þyrpast í bæinn svo að segja á sömu klukkustund- unum yfir Elliðaárbrúna. Það er furðulegt, að ekki skuli hafa verið sett breiðari brú á Elliða- árnar, eða hreinlega önnur brú til að gera tilraun til að dreifa umferðinni. Því að við EHiða- árbrúna myndast umferðarvand- ræði svo að segja hverja góð- viðrishelgi, hvað þá um ferða- helgi eins og verzlunamianna- helgina. Það má benda fólki á, að leið- in suður á Reykjanes og að Reykjanesvita er mjög skemmti leg. Vegurinn þessa leið er nú orðinn ágætur, þó að ferða- tízkan hafi komiö i veg fyrir að sú leið hafi verið ekin sem skyldi. Er hægt að aka þessa leið framhjá Grindavík til Krýsu víkur. Þetta er mjög sérkenni- leg hringleið ,sem gjarna mætti komast í tízku til að létta á hinum sífömu leiðunum. Einhvern tíma var á það minnzt hér í dálkinum, að æski legt væri að gera þó ekki væri nema ökuslóða til að byrja með, frá Sandskeiðj og suður með fjallgarðinum, með Grindaskörö- um og suður að Kleifarvatni. Þó ekki væri miklu kostað til þessa vegar til að byrja með, myndi opnun þessarar leiðar létta mikið á umferðinni á öðr- um leiðum. Vegarstæði á þess- úm slóðum er yfirleitt þurrt, og hraun að mestu, og margur jeppaeigandinn myndi vafalaust leggja leið sína um bessar slóðir Einnig er æskilegt að leggja þarna eina vegarslóð, svo að síður sé veriö að krussa þama um allt á bílum og gera þar með spjöll á náttúrunni með þvf að aka hvar, sem bílum verður við komið. Þrándur i Götu (iöttl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.