Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 03.08.1967, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 3. ágúst 1967. ! • VIÐTAL ÍDAGSINS er við Pál Oddgeirs• son íyrrverandi kaup- mann og útgerðar- mann i Vesimanna- eyjum Tjað er mér ánægjuefni að fá " í dag tækifæri til að ræða við hinn aldna athafnamann frá Vestmannaeyjum Pál Oddgeirs- son en hann er fyrsti maðurinn er þar hefur dvalið alla sína starfsævi, sem ég hef ennþá átt þess kost að gæfi mér ör- litla svipmynd af starfi sínu og heimahögum. Þá yildi ég fyrst spyrja þig Páll um ætt þína og uppruna enda þótt ég telji víst að flestir sem eitthvað vita um fyrri tíma fróöleik viti þar á nokkur deili? — Ég vildi þá byrja með að segja þaö að ég átti mjög elsku- lega foreldra. Faöir minn var Oddgeir Guðmundsson Þórðar- sonar kammeráðs á Litla-Hrauni Faðir hans Þóröur Guðmundsson var trúnaðarmaður Danakon- imgs yfir þeim fjármunum sem Islendingar voru skikkaðir til að greiða í fjárhirzlur Dana. Faðir minn Oddgeir, var prest ur í Vestmannaeyjum, ljúfmenni í allri framkomu, góður kenni- maður og talinn ræöuskörung- ur. — Móðir mín var mjög elsku- leg kona, bar mikla umhyggju fyrir bömum sínum og heimilis hag öllum. Hún var Anna Guð- mundsdóttir prófasts Einarsson ar frá Amarbæli. — Ekki er stofninn veikur? — Nei, hann er góður, og báru foreldrar mínir þess ljóst vitni í allri sinni framkomu og umgengnisháttum, enda þótt mér komi ekki til hugar að efast um að þau hafi átt sínar erfiðu breiskleikastundir. — Vomð þig mörg systkinin? — Við vorum nú 15, en aðeins 10 komust til fulloröinsára. — Einn bræðra minna var séra Þórður Oddgeirsson sem lengi var prestur á Sauöanesi. — Ég gekk á verzlunarskóla í Danmörku, Lands-handels Aka- demi, þaö var góður skóli og tel ég að námið þar hafi orðið mér aö miklu gagni og mikill styrk- ur í Iífinu síöar í sambandi við mín eigin störf. — Árið 1914 opnaöi ég svo vefnaðarvöruverzl un í Vestmannaeyjum. Sú starf- semi blómgaðist vel. Ég hafði nokkuö næmt fegurðarskyn og þótti hafa bæði smekklega og vandaða vöru. Sérstaklega var kvenfólkið ánægt með það, sem ég hafði á boöstólum, og ég held það hafi verið nokkuö und- anteícningarlítiö að konur sem fóru út til innkaupa á fatnaði eða efni, þær hafi sagt: — Við skulum skoöa fyrst hjá Páli. — Svo kom að því að ég kvænt- ist ágætri konu, bóndadóttur úr Eyjum, og varð hún minn mikli styrkur í lífinu, fór mjúkum höndum um breiskleika minn | og gerði erfiöleikana, sem alltaf verða á æviskeiði hvers manns. yfirstíganlegri. — Hún hét Matt' hildur og var dóttir ísleifs bónda á Kirkjubæ. • — Ert þú fæddur í Vestmanna eyjum? — Nei, ég kom þangað með foreldrum mínum 2 ára gamall og átti þar síöan heima alla mína starfsævi. — Annars er mikill meirihluti Vestmannaey- inga aðflutt fólk — cvg svo hef ur byggðin aukizt hröðum skref um. — Þegar það barst út að þar væru fyrir hendi betri mögu Ieikar til lífsbjargar en víða an*ars staöar, þá leitaði fóikiö þangaö og ’taðfestist. Því alltaf er verið að leita að betri aðstöðu til að lifa lífinu, svo það gefi eitthvað eftirsóknarvert í aðra höud. — Með öðrum orðum — líf hvers manns er leit aö ham- ingju. Og ég vil segja, að Vest- mannaeyjar séu lind möguleika með ungu og eldra athafnasömu fólki. Fiskimiðin umhverfis Vest- mannaeyjar brugðust aldrei. — Enda þótt á fyrstu árum, sem ég man þaðan væri víða nokkuö þröngt í búi, en það var vegna þess, að þaö skorti farkost til að sækja sjóinn. Vestmannaeyj- ar eru stormasamt pláss, og ára I bátaútgerð erfið þaðan. Höfnin var á þeim tíma heldur ekki góö og landtaka viðsjál. En eftir að vélbátaútgerð hófst gjörbreyttist ' viðhorfið og aðstæður manna allar tií lífsbjargar. — Þegar þú ólst upp sem ungur piltur í Vestmannaeyjum var nú ekki lífið einmanalegt? — Nei, maður fann ekki til mmm þess, þekkti ég ekki annaö, — og það sem helzt var að gera nw yt sér til i gamans, það uppfyllti ■< legar þeim sem ekki hefur fylgzt með þróuninni. — Hvar áttu heima nú .i? — Hér í Reykiavík. — Ég er ekki að spyrja um lögheimilið, heldur heimíli «nd- ans, því þar eiga menn fyrst og fremst heima? — Þá er því fljótsvarað. Heim- ili andans er í Vestmannaeyjum Ég hef lifað brátt 8 tugi ára Allar mínar athafnir, hafi þær verið nokkurs virði, eru unnar í Eyj- um. Þæ: lífsbreytingar, sem ég hef orðiö fyrir eru fyrst og fremst þar, en þó má segja að þær séu svipmynd þjóðarheildar innar. — Nú þegar segja má að stökkið yrði stærst í háttum Islendinga, þá ert þú maður kominn yfir miöjan starfsaldur. Hver var afstaða þín? — Ég held ég geti svaraö þvi á þá leið, að hvert það mál sem ég taldi Vestmannaeyjum til heilla hafi veriö mitt mál og ég fann fljótt að tæknibreytingar nútímans gátu aukið uppbygg- ingu og stuölað að heilbrigðri þróun öllum til hagsbóta. — Þú hefur sem sagt á tíma- bili verið stór karl í Eyjum? — Stór karl, ég var fremur at- hafnasamur, en allt mitt starf var einkarekstur, ég tók aldrei þátt í opinberum málum og leiddi hjá mér allar slíkar stór- deilur. — Er nokkurra lífsbjarga að 55 Þar er mitt andans óðal minn vöggustaður kröfumar, eöa óskirnar réttara sagt. Boginn var ekki spenntur hærra en það. — Aöstaöa foreldra minni var nú aö ýmsu leyti betri en margra annarra, vegna þess að hann var embættismaöur og hafði af því fastar árvissar tekjur. — Það var einn gamall maður þar á næsta bæ, sem sífellt tönnlaðist á því, að presturinn þyrfti nú ekki að kvíða lifinu. Hann væri launamaður. — Einu sinni á ferð minni út til Kaupmannahafnar, víkur sér að mér maður og spyr mig hver ég sé. Ég segi honum að ég sé sonur séra Oddgeirs í Vest- mannaeyjum. —Þú situr við hliðina á mér við borðiö á leiðinni. — Þessi maöur var Jóhann Jónsson, sem var fyrsti skipherra við björgunar og strandvamarskip íslands. — — Heyrðu sást þú þennan herra, sem er á myndinni þama á bak við þig?. — Nei, aidrei sá ég hann en veit þó á honum nokkur skil. — Já, þetta er Matthías Joch- umsson og var hann sá persónu leiki sem hefur heillað mig mest á lífsleiðinni. — og það byrjaöi þannig, að ég var að koma frá útlöndum með Botníu, var þá oröinn kaupmaður og hafði nokkrar athafnir í Vestmanna- eyjum. Þá kemur til mín svip- mikill maður og segir: — Hverra manna ert þú? — Ég geri honum grein fyrir því. — Þú verður í klefa með mér. — Ég þakkaöi honum kvaöst telja mér að því mikinn heiður, því ég vissi hver maðurinn var. Þetta voru upphaf kynna okkar sem siðar urðu meiri og þó mest gegnum lestur ljóða hans. — Þú sagðir áðan Páll, aö stormasamt væri í Vestmanna- eyjum. Heldur þú að ekki sé hægt að leiöa rök að því að náttúra, landslag, veörátta og annað umhverfi setji svipmót á skapgerð og umgengnishætti fólksins? — Um þaö skal ég ekki segja en min skoðun er sú, að Vest- mannaeyingar séu einhverjar þær mestu hetjur hafsins, sem ísland byggja og þótt ég segi þetta finnst mér ég ekki kasta skugga á neinn. En sjósókn þar hefur aldrei verið auöveldur innfjarðaleikur Hvort skapgerð fólksins þar er stormasamari en annars staðar þekki ég ekki. Hitt veit ég að þar er myndarlegt vel gert og stórbrotið. fólk, sem samsvarar umhverfi sínu og þeim lifshátt um, sem það á við að búa, og þess er ég fullviss að það býr ekki yfir minni hjartahlýju en búendur þeirra byggða, hvar lygnur eru meiri.. Þar sem ég var kaupmaður þá komst ég í kynni við mjög margt fólk og fyrir kom að ég þurfti að greiða úr þess vandamálum þeg ar erfiölega horfði en ég minnist þess ekki að þau samskipti hafi nokkru sinni orsakað deiiur. Ekki vegna minna yfirburða um fram þá sem í hlut áttu, heldur hitt að gagnkvæmur skilningur á vandamálunum leiddi til sam þykkis. \ — Var verzlun eingöngu þín atvinnugrein? — Nei, nei, ég rak einnig talsverða útgerð.- Ég átti einu sinni ásamt öðrum stærsta bát- inn á síldveiðum fyrir Norður- landi — HEIMAKLETT — Þessi rekstur gekk mjög sæmi lega, ég hafði góða menn og reyndi að búa þannig að þeim að þeir væru ánægðir. — Ég gerði mér ljóst aö þeirra hagur var einnig minn hagur. — Ég held að góður kaupsýslu eða út- gerðarmaður geti aldrei náð full komnum árangri lifi hann fyrir peninginn einan saman. — Sé svo, þá er eitthvað rangsnúiö í byggingunni. — Meö öðrum oröum, þú gazt náð þeirri samstöðu viö þína starfsmenn að jafnframt því sem þeir unnu þér vel, þá álitu þeir að þeir ynnu fyrir sjálfa sig. Studdi þaö nú ekki hvað annað að reka jöfnum höndum verzl- un og útgerð? — Jú vist var það, og auk þess mjög skemmtilegt. — Þaö sem var mér mikils virði í verzlunarháttum mfnum var það að ég hafði verið talsvert utan- lands og kynnzt þar ýmsum nýj ungum og reynt að tileinka mér það, sem ég taldi við eiga hér heima og færa það inn á þaö sviö, sem starf mitt var bundið Þetta gerði mér margt auðveld ara í framkvæmd og skapaði auk in viöskipti og ánægju þeirra sem njóta vildu. Hefur þú nokkuð fengizt við hljómlist? — Já, dálitið. Ég stofnaði Iúðrasveit í Vestmannaeyjum. Helgi Helgason tónskáld, hann hjálpaði mér nú þar. Viö vorum góðir vinir í þann tíma sem hann var í Eyjum. — Eftir að ég giftist, þá áttum við hjón- in saman marga ánægjustund við hljóðfærið. Því hún spilaöi á orgel. — — Vestmannaeyjar hljóta nú að hafa breytt geysilega um svip frá því þú manst fyrst eftir og til þess tíma er þú hætt ir þínum starfsdegi þar? — Já geysilega. Þær breyting ar munu því sem næst óskiljan- leita í Vestmannaeyjum ef sjórinn bregzt? — Nei, þá er þar fátt til fanga, en ég vildi segja, að bregðist sjórinn við Vestmanna- eyjar, þá veröi ekki víða í haf- djúpinu mikils að leita. — En það er töluvert gras- lendi í Eyjum? — Já og búiö að rækta mikið þar er nokkur mjólkurfram- leiðsla og nokkuö af sauðfé geng ur í úteyjum, og artast þar vel. En mjög mikið er um fuglalíf i svonefndum úteyjum, og var fyrmeir mikil verðmæti fyrir Eyjamenn, en allt mundi þetta þó skammt duga brygðist sjór- inn í dag. Já hugurinn leitar oft heim til Vestmannaeyja og þangað er síðustu ferðinni heitið. Ég hef látið búa mér þar legrúm við hlið konu minar. — Og ef til vil áttu eftir aö frétta af þvl hvemig þeir taka við mér í Eyjum þegar ég fer þangaö mína hinztu för og það vil ég segja, að ég er ánægður ef þær viðtökur verða samsvara því viðmóti, sem ég átti við að búa þar um ævina. — Og þess á ég von. — Þú ert ánægður ef þeir taka við þér látnum eins og umgengnishættir þeirra voru í þinn garö meðan þú gekkst þar frískum fótum. — Já það var einmitt það sem ég var að segja. Að lokum langar mig til að leggja fyrir þig eina spurningu. — Hvað er það helzt, sem gerir einn mann stóran í lífinu? Er það dugnaður, peningar eða manngæöi?. — Þessu skal ég svara: Því miður finnst mér nú svo komið í íslenzku þjóðlífi, aö það sem áður þótti bezt, svo sem hiálp- semi, greiðvikpi og hlýhugur £ii náungans, það er að hverfa mið að við það sem var. — Nú gild ir fyrst og fremst aö ryðja sér áfram og safna peningum. — Framh 5 bls 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.