Vísir - 08.08.1967, Page 16
VISIR
Þriðjudagur 8. ágúsp 1SS7.
SÍLDARHROTA VIÐ SVALBARÐA
Prófarkalesari
Dagblaðið Vísi vantar góðan prófarkalesara
hálfan daginn. Umsókn á að vera skrifleg og
greina frá menntun og íslenzkukunnáttu um-
sækjanda.
Stal oflíu af
áætflunarbíl
Ferðamenn á leið úr Pórsmörk
í gærkvöldi urðu fyrir furöulegum
hlut, olíu af áætlunarbíl þeirra hafði
verið stolið. Fyrir bragðið»uröu þeir
olfulausir í Kömbunum, en Kjartan
Ingimarsson, sérleyfishafi brá
skjótt við og sótti olíu í Hvera-
gerði fyrir bílstjórann.
Er greinilegt' að sá sem stolið
hefur olíunni hefur sjálfur þurft
olíu á dieselbíl, en ekki aðgætt að
hægur vandi var að fá lánað þetta
ódýra eldsneyti í Þórsmörk.
••
Oflvun í Eyjum
Mikil ölvun var i Vestmanna-
eyjum um bjóðhátíðina, eins og
fyrr. Ömurlegast var þó að sjá
15 ára unglinga liggja úti á víða-
vangi án vits eða rænu vegna
ofneyzlu áfengis.. Ölvun var nokk-
uð almenn, iafnt meðal ungra sem
eldri, en engar óspektir urðu þó,
né nein önnur leiöindi. Voru þeir,
sem mest voru drukknir, iafnan
teknir úr umferð, þar sem til þeirra
náðist.
YFIR HELGINA
30 skip með 430 lestir hvert að meðaltali
VERZLUNARMANNAHIELGIN
var gjöful á fleira en góða
skemmtun aö þessu sinni. Rúm-
ar átta hundruð milur norður í
hafi, eða norður undir suður-
odda Svalbarða, hafa síldarskip-
in verið í mokveiði þessa daga
og mörg þeirra fengu tvisvar
sinnum fullfermi. Bæði síldar-
tökuskipin eru á landleið með
fullfermi. Haförn var væntan-
Iegur til Siglufjarðar í dag og
Síldin lagði af stað frá miðunum
fyrir stuttu. Auk þess eru flest
veiðiskipanna á landleið, en fá
skip eru nú á miðunum þar norö
ur frá. — Aflinn, sem fékkst í
þessari helgarhrotu, var samtals
hátt í þrettán þúsund tonn hjá
30 skipum eða að meðaltali nær
430 lestir á hvert skip.
Þetta er mjög góður afli miöað
viö hversu fá skip eru aö veiðum
þar nvrðra, en það eru einungis
allra stærstu síldveiöiskipin. Síld-
arleitinni hefur reynzt erfitt að ná
sambandi við skipin á þessum slóö-
um. Sem dæmi um þessa örðugleika
má nefna það, aö síldarleitin á
Dalatanga þurfti nauösynlega að ná
sambandi við Gullver NK, sem
staddur var noröur undir Svalbaröa
í morgun varð þá fyrst að kalla
uppi síldarleitarskipið Snæfugl,
sem statt var við Jan Mayen, en
það kallaði upp skip, sem var á
hafinu milli Jan Mayen og Sval-
baröa og þaðan náðist loks sam-
band við Gullver á miöunum og
báru skipin síöan skilaboöin á
milli.
Litið hefur frétzt af þeim fáu
skipum, sem stunda veiöarnar í
Norðursjó, en í morgun heyrðist í
þeim noröur af Hanstholm í Dan-
mörku. — Sum skipanna, sem þar
eru hafa ekki komið til landsins
í margar vikur, enda landa þeir afl-
anum ýmist í Þýzkalandi, á Hjalt-
landi eða f Færeyjum.
Skrá yfir skipin, sem tilkynntu
um afla yfir helgina fer hér á eftir:
Laugardagur.
Hannes Hafstein 500, Dagfari
500, Ásbjörn 280, Ásberg 300,
Náttfari 280, Ljósfari 550. Samtals
2410.
Sunnudagur.
Sig. Bjarnason 350, Hafrún 420,
Guörún Guðlaugsd. 500, Öm 550,
Jón Garðar 580, Margrét 370, Nátt-
fari 250, Helgi Flóventsson 220,
Héðinn 530, Arnar 340, Magnús
Ólafsson 460, Siglfiröingur 315,
Sigurborg 220, Björgúlfur 350,
Hannes Hafstein 250, Guðrún Þor-
kelsdóttir 400, Slót*anes 530, Bjart-
ur 400. Samtals 7035 lestir.
Framhald á bls. 10.
Ólc ó Ijósastaur
Hjá bensínafgreiðslu Skeijungs á
Miklubraut ók maöur amerískri bif
reið sinni á Ijósastaur i gærkvöldi
um kl. 10. Brotnaöi staurinn og
féll frá bíinum, sem var lán i óláni.
Hefði maöurinn tæplega sloppið
heill úr árekstrinum, ef staurinn
hefði lent ofan á bilnum. Maður-
inn hafði ætlað að forðast árekstur
við aðra bifreið, sem ekið var
skyndilega í veg fyrir hann. Við
áreksturinn við staurinn skemmd-
ist bifreiðin mikið að framan.
Rikisarfinn nwn fíjúgn frú
Stóra-Kroppi tilAknreyror
Næstkomandi fimmtudag mun
Haraldur ríkisarfi Noregs koma til
Norræna æskulýðsmótinu lokið
í gær kl. 2 var Norræna Æsku
lýðsmótinu slitiö í Hagaskóla.
Töluðu þar m.a. Jón E. Ragnars
son, formaður æskulýðsráðs
Norræna félagsins, Anders Palm,
einn af fararstjórum Svíanna o.
fi. Fundarstjóri var Kurt Fors-
man.
Mun það álit manna að mótið
hafi farið vel fram í hvívetna
og voru mótsgestir mjög ánægð
ir. Veður var hið bezta allan
tímann, nema hvað skýjað var
nú um helgina. í morgun, þeg-
ar fyrsti hópurinn, Norðmenn
og hluti Svíanna, flaug af land
inu var tekið að birta til á ný
og kl. 10.40 er Færeyin^arnir
flugu frá Reykjavikurflugvelli
var komið sólskin og blíða. Hinn
hluti Svíanna og Danirnir fara j
kl. 15.20 í dag og síöasti hóp- I
urinn Finnamir fara í kvöld kl.
23.45.
iandsins. í heimsókn sinni mun rik-
isarfinn formlega opna Skógræktar-
stöð ríkisins að Mógilsá £ Kolla-
firði, en sú stöð er m. a. byggð fyr-
ir fé, sem Ólafur Noregskonungur
gaf íslenzka ríkinu fyrir nokkrum
árum. Forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, mun hafa móttöku fyr-
ir ríkisarfann í Albingishúsinu, en
dagskrá heimsóknarinnar er í stór-
um atriöum eftirfarandi:
Þann II. ágúst mun ríkisarfinn
heimsækja Fossvogskirkjugarðinn
og leggja blómsveig á minnismerki
þeirra Norðmanna, sem féllu f
seinni heimsstyrjöldinni og grafnir
eru í garðinum. Hádegisverg mun
ríkisarfinn snæða með Emil Jóns-
syni utanríkisráöherra, en um eft-
irmiðdaginn mun ríkisarfinn skoöa
Háskólann Þjóðminjasafnið og
Listasafnið, en miödagsverð mun
ríkisarfinn snæða aö Bessastöðum
f boði forsetans. Næsta dag mun
ríkisarfinn heimsækja Hvalfjörð og
fara þangað meö báti frá Reykja-
vík. Að Hvalfjarðarheimsókninni
lokinni mun ríkisarfinn fara meö
bifreið aö Reykholti og skoða höf-
uðból Snorra Sturlusonar, en renna
síðan fyrir lax í Borgarfiröi, en
ríkisarfinn er veiðimaöur góður.
13. ágúst mun ríkisarfinn fara meö
flugvél til Akureyrar og er ráðgert
að vélin lendi á flugvellinum viö
Stóra-Kropp og fljúgi þaöan beint
til Akureyrar. 14. ágúst mun ríkis-
arfinn dvelja við Mývatn og skoða
umhverfi vatnsins og fuglalíf þess.
Þann fimmtánda mun ríkisarfinn
heimsækja Mógilsá sem fyrr segir,
en að kvöldi þess dags mun Bjarni
Benediktsson hafa boð inni fyrir
liann. 16. ágúst mun ríkisarfinn svo
fara að Þingvöllum, Skálholti og
Gullfossi og víðar um sögustaði
Suðurlands. Daginn eftir mun Tor
Myklebost hafa boð inni fyrir Norð
menn, sem búsettir eru hér á landi,
og mun ríkisarfinn verða þar við-
staddur, en um kvöldið mun rfkis-
arfinn sjálfur hafa boö inni fyrir
ýmsa gesti. Þann 18. ágúst fer Har-
aldur ríkisarfi frá íslandi til Noregs
og lýkur þar með hinni opinberu
heimsókn.
■••••••••■••••••••••••••
-<?>•
Brauf skrúfuna
í ís — fékk
danskan
dróttarbót
Nokkru fyrir helgina kom hing
að til Reykjavíkur dráttarbátur
frá DFDS, sameinaða danska
gufuskipafélaginu, með danskan
vitabát í togi, Narssak. Hafði
vitabáturinn, sem vinnur við eft
irlit meö vitum og ljósbaujum
í Grænlandi á sumrum, lent í
miklum ís á hreyfingu í Krist-
jánssundi á suðurodda Græn-
lands, og hugðist skipstjórinn
snúa við í sundinu, þegar hann
sá íshroðann koma á móti sér
á talsverðri ferð. ísinn náöi þó
skipinu og braut undan því stýr
ishælinn.
Hingaö kom danski dráttar
báturinn Sigyn meö Narssak og
var bátnum rennt upp í slipp-
inn hjá Daníel Þorsteinssyni og
er nú veriö aö vinna við við-
gerðirnar. Myndin sýnir Sigyn
í Reykjavík, en óvenjulegt er
aö danskir dráttarbátar komi
hingaö.