Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 1
VISIR 58. árg. - Mánudagur 1. apríl 1968. - 73. tbl. Flugvél hrapaði á Reykjavíkurflugvelli Tveir menn voru i vélinni og sluppu þeir ómeiddir Flugslys varð í gærdag laust fyr- ir klukkan fimm, er tveggja hreyfla flugvél, af tékkneskri gerð, hlekkt- ist á í flugtaki af Reykjavíkurflug- velli. í vélinni voru tveir menn og sluppu þeir ómeiddir, en vélin er allmikið skemmd, en líklega við gerðarhæf. Nánari tildrög aö slysinu eru þau, að annar eigandi vélarinnar, Einar Sigurðsson, flugstjóri hjá Loftleið- um, var að kenna blindflug og heitir nemandinn Kolbeinn Sigurðs- son, sá hinn sami og gekk ofan af Esju á dögunum, eftir að flugvél, sem hann var farþegi í hafði lent á fjallinu. Skömmu eftir að tékkn- eska flugvélin hafði losnað frá flug- brautinni í flugtakinu, varð bilun m-y io. síða. ■ ■ ...................................................................................... •............................ | Johnson forseti — ein þeirra mynda, sem birtar hafa verið í seinni tíð, sýna, að áhyggjur n og þreyta eru farnar að setja svip sinn á hann. JOHNSON ekki í kjöri / haust Tilkynnti bandarísku þjóðinni ákvörðun sína í ávarpi í nótt ■ Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti til- kynnti í útvarps- og sjón varpsræðu þeirri, sem hann flutti í nótt er leið, að hann mundi ekki leita endurkjörs í forseta- kosningunum á hausti komanda, né verða í framboöi, þótt hann yrði til þess hlutverks valinn. Yfirlýsing forsetans í þessu efni hefir haft þau áhrif, að bandaríska þjóð in er furðu lostin, enda ekki annað vitað en að forsetinn myndi flytja Vietnam og hernaðar- stefnu Bandaríkjanna þar. Það hafði hann sjálfur tjáð fréttamönnum á fundi með þeim í fyrradag. Hann kvaðst mundu ræða aukin útgjöld Bandaríkja- manna vegna styrjaldarinnar og liðsauka, en um þetta hefðu verið birtar mjög ýktar fréttir, og ekki vildi hann segja neitt um sprengjuárásir á Norður- Víetnam — um þetta hefði hann ekkert að tilkynna nú. Eftir fundinn var það álit fréttaritara, að Johnson myndi boða, að Bandaríkin vildu reyna meðal- veg til þess að fá endi bundinn á styrjöldina ,og leggja meiri á- herzlu á aukið framlag Suður- Víetnams. F.n það, sem forsetinn bauð upp á var þetta, til þess að unnt væri að semja „heiðar- legan frið“: ■ Að takmarka sprengjuárás- ir á Norður-Víetnam við skot- mörk skammt norðan af vopn- lausu spildunni, bandarískum herstöðum þar nyrðra. B Að liðsauki yrði miðaöur við það, að bandaríska liðið, sem fyrir væri hefði nægilegt varnar og stuðningslið. ■ Aö fjárframlög til styrjaldar innar yrði ekki aukið nema um 2,5 milljarða. (Þess er að geta að fregnir hafa verið á kreiki um 10-20 milljaröa framlag og aö liösauki yrði sendur svo hundruöum þúsunda skipti til Víetnam, og vék forsetinn aö þessu, er hann ræddi við fréttamenn). Forsetinn beindi því í ræðu sinni í nótt til Bretlands og Sovétríkjanna ,að þau beittu sér fyrir, að ráðstefna yrði haldin um frið, en þessi lönd fóru sam eiginlega með forsetastönf á Genfarráðstefnunni. Johnson skoraði á Ho Chi Minh og stjórn hans aö koma til móts við Bandaríkin. Hann tók það fram, að Banda ríkin leituðu heiðarlegs friðar — það væru sterk Bandaríki sem hefðu örugga trú á sjálf sig, sem það gerðu og jafnframt nægilega sterk og örugg til að taka á sig hverjar þær byrðar, sem bera yrði, inna af höndum hverja nauðsynlega fórn á kom andi tíma. Hann bað menn um að láta skoðanir, hverjar sem þær væru ekki hafa þau áhrif, aö leiddi til sundrungar, heldur vinni menn allir sem einn að þjóðareiningu. Humphrey varaforseti var í Mexico City, er Johnson til- kynnti ákvöröun sína, og kom hún honum óvænt, og George Christian blaöafulltrúi í Hvíta húsinu kvað forsetann hafa haft þetta til íhugunar f meira en ár. í NTB-frétt segir, að sumir andstæðinga Johnsons telji hér vera um herbragð að ræða — tilgangur hans sé að fá flokk- inn til að sameinast um sig og biðja hann um að endurskoða ákvöröunina, en stjórnmála- fréttaritarar telji, að Johnson hafi verið full einlægni í hug. Forsetinn sagði sjálfur í ræðu sinna, að hann mundi engin á- hrif reyna að hafa á kosninga- baráttuna fyrir forsetakosning- arnar, sem framundan eru og hann gaf ekkert í skyn um, hvern hann mundi styðja. Forsetinn vék að því í ræö- unni, að hann heföi veriö þing- maður. varaforseti og forseti i samtals 37 ár. Á það er bent, að Humphrey hefði verið varaforseti frá 1964 og trúlega fylgt Johnson — og mundi líklegur til þess að fylgja stefnu Johnsons áfram. Mikilvægi forkosninga aldrei meira. Það eru enn sem komið er fá- ar fréttir fyrir hendi um hve'r áhrif ákvörðun Johnsons hefúr innan vébanda demókrata, en einkum mun það íhugunarefni hvort Johnson muni síðar styðja einhvern ákveðinn mann, og þá er rætt um hvort ákvörðunin verði til að styrkja McCarthy eða Robert Kennedy í forseta- baráttunni. En það er ákaflega mikilvæg bending, að öllum líkindum sem næstu forkosn- ingar láta i té. Undirtektir í Hanoi? Franska stjprnin reynir nú að kynna sér hverjar undirtektir ræðan fær í Hanor — einkan- lega það, sem hann bauð upp á að hætta sprengjuárásum á »-»• 10. síða. Læknar og yfirmenn á fiskiskipum tekjuhæstir Meðaltekjur hækkuðu um 16.5°/o frá 7965 Frostið 20-30 stig í nótt — siglingaleiðir að lokast Ein kaldasta aprilnótt i marga áratugi — Hafisinn þéttist stöðugt — Spáð áframhaldandi norðanátt „Þetta er ein kaldasta apríl- nótt í marga áratugi“, sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur f viðtali við Vísi í morgun. „Haf- ísinn þéttist stöðugt og virðist hafa lokað siglingaleiðinni við Melrakkasléttu í nótt. Frostið komst í 28 stig á Hveravöllum 26 á Grímsstöðum og 20 — 25 stig víða annars staðar á land- inu. 16 stiga frost mældist hér í Reykjavík í nótt.“ Isfregnir hafa borizt frá allflest- um stöðum fyrir norðan um helg- ina, og segir í þeim að ísinn sé stöðugt að þéttast og víða sér hvergi í auðan sjó svo langt sem augað eygir. Samfelldur þéttur is er við Skoruvík. Frá Raufarhöfn barst ísfregn í gær sem segir að samfelldur ís sé frá Leirhöfn að Melrakkanesi, en þó eru nokkrar auðar rennur með- fram landi hjá Raufarhöfn og Núps- kötlu. Á Tjörnesi er samfelld ís- rönd og allar líkur til að sigiinga- leiðin fyrir Melrakkasléttu sé ófær Frá Grímsey sér varla í auðan sjó til norðurs og þéttist ísinn stöðugt. ísspöng er á Skjáifanda og jakar á‘ fjörum. ís hefur borizt inn að Sauð árkróki og talsvert ísrek er á Húna- flóa. Ingólfsfjörður og Ófeigsfjörð- ur eru fullir af fs. Samfelld ís breiða er úti fyrir Hornbjargsvita og hefur ísinn borizt allt vestur á Strandir. Þá er ísspöng fvrir mynni Patreksfjarðar. Samkvæmt upplýsingum Páls er ekkert útlit fyrir að breyti um vindátt sem stendur, spáð er áfram- haldandi noröanátt Árið 1966 voru meðaltekjur yfirmanna á fiskiskipum kr. 424 þús., meðaltekjur lækna og tann Iækna og tannlækna 583 þús. og meðaltekjur sérfræðinga (þó ekki sérfr., sem eru í opinberri þjónustu) kr. 385 þúsund kr. Hér er átt við meðalbrúttótekj- ur kvæntra karla 25 — 66 ára á árinu 1966. Þessar fróðlegu upplýsingar um meðaltekjur manna af hinum ýmsu stéttum er að finna í nýútkomnum Hagtíðindum. Einnig kemur fram að meðaltekjur þaö ár höfðu hækk að um 16.5 af hundraði frá fyrra ári. IJér fer á eftir listi yfir meöal tekjur nokkurra þjóðfélagsstétta, en tekjur fyrri ára fara á eftir í svigum. Yfirmenn á fiskiskipum: 424 þús. (392 þús. ár. ’65). Aðrir af áhöfn 'iskiskipa 317 þús. (290 þús. ár ’65). Allir bifreiðastjórar, bæði sjálf stæöir og aðrir 264 þús. (231 þús. ár. ’65). Læknar og tannlæknar 583 þús. (442 þús. ár. ’65) Starfs- lið sjúkrahúsa, elliheimila og hlið- stæðra stofnana 277 þús. (228 þús. ár. ’65). Kennarar og skólastjórar 331 þús. (276 þús. ár. ’65). Starfs- menn ríkis, ríkisstofnana o.fl. stofn ana, ót. a. („opinberir starfsmenn”) 329 þús. (275 þús. ár. ’65). Starfs- menn sveitarfélaga og stofnana þeirra, ót.a. („opinberir starfs- menn“) 316 þús. (256 þús. ár. ’65).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.