Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 2
V1SIR . Miðvikudagur 3. apríl 1968. Akurnesingar ákveðnir í að gera betur í knattspyrnunni 23. ársþing Iþróttabandalags Akraness var haldið í íþrótta- húsinu dagana 25. íebr. og 4, marz s.I. 1 upphafi þingsins minntist formaður, Guðmundur Svein- björnsson, Jóhannesar Þórðar- Heimsmeistarar gegn Evrópu- meisturum á Wembiey í kvöld Heimsmeistararnir í knattspyrnu England, og Evrópumeistarar lands liða, Spánn, mætast I kvöld á Wembley í leik um undanúrslita- pláss í Evrópukeppni landsliða. — Þrjár breytingar hafa verið gerðar á enska landsliðinu frá jafnteflis- leiknum við Skota, sem geröi út um það að England hélt áfram í keppninni, en ekki Skotland. Það er sagt að kuldinn í Bret- landi muni vera Englendingum f hag, svo og sú staðreynd að Eng- land hefur unnið þrjá síðustu lands leiki gegn Spánverjum á Wembl- ey. Enska liðiö er þannig skipað: — Banks, Knowles, Wilson, Mullery, Jackie Chalton, sem kemur aftur inn, Moore, Ball, Hunt'er, Summer- bee, Bobby Charlton og Peters. -<•> sonar, sem var kunnur knatt- spyrnumaður, en hann lézt á s.l. ári á unga aldri. Vottuðu þing- fulltrúar minningu hans virð- ingu sína með því að rísa úr sætum. Forsetar þingsips voru kjörn- ir Óli Örn Ólafsson og Helgi Daníelsson, en ritarar Ólafur I. Jónsson og Hallur Gunnlaugs- son. Formaður ÍA, Guðmundur Svein björnsson flutti skýrslu stjórnar- ; inriar og gjaldkerinri Eiríkúr Þor-1 valdsson las og skýrði reikninga. I Auk þess fluttu formenn hinna ein | stöku sérráða ársskýrslur sínar. — J Umræöur urðu fjörugar um skýrsl. urnar og reikningana og tóku marg ; ir til máls. i Knattspyrnumálin voru ofarlega . á baugi á þessu þingi, sem vænta j mátti var mikill hugur í þingfull- j trúum að vinna enn betur að þeim : málum. j Margar tillögur vorú samþykktar j á þinginu til eflingar íþrótta- og félagslegu starfi íþróttasamtakanna á Akranesi. Hér á eftir verður stiklaö á því helzta úr starfsemi ÍA á ár- inu 1967. KNATTSPYRNA. Frammistáöa meistaraflokks i 1. deiid var sú slakasta um langt ára 'bil og féll liðið niður I 2. deild, en frammistaðan í Bikarkeppni KSl var með ágætum og komst liðið í undanúrslit og sló m. a. íslands- meistara Vals úr keppninni. Þá var frammistaða B liðs (Stein aldarmannanna) með miklum ágæt um í bikarkeppni og komst liðið í 5 umferö. Nokkur sárabót var aö vinna Litlu bikarkeppnina, eftir harða og jafna keppni við Keflvíkinga, sem höfnuðu í 2. sæti. Yngri flokkamir stóðu sig yfir- leitt með ágætum í landsmötunum, þótt erigum þeirra tækist að vinna meistaratitil. Ef á heildina er litið, má segja að knattspyrnumenn hafi staðiö sig með ágætum þótt falliö I 2. deild sé óneitanlega nokkur skuggi þar á. | . ■ . ■'' HANDKNATTLEIKUR 1 skýrslu Handknattleiksráös kemur fram, að þjálfaraskortúr há ir mjög eölilegum framgangi íþrótt arinnar, ásamt fjárskorti. Pétur Bjarnason úr Víking kom nokkrum sinnum til aö þjálfa og var mikill fengur að komum hans. Það er því brýnasta verkefni ráðs ins, að vinna að lausn þjálfara vandamálsins, því að efniviður og nægur áhugi er fyrir þessari vin sælu og skemmtilegu iþrótt. Þrír flokkar tóku þátt í lands- mótum 1967' og var frammistaða þeirra slök. f| i Knattspymumenn á Akranesi á æfingu nú fyrir skemmstu (MYND: HD). \ S-AFR/KUMAÐUR HLJÓP Uppfinningamaðurinn Maðurinn á myndinni heitir Jón E. T. Haraldsson, og varð frægur á svipstundu f fyrradag, þegar íþróttasíðan lét les- endur sína hlaupa 1. apríl. Magnús Gíslason, fréttaritari'Vís- is í Garðinum, sendi fréttina og þessa mynd með, sem hann teiknaði af „hugvitsmanninum“ mikla, sem ætláði að losa áhorfendur í knattspyrnu við hina „óvinsælu“ dómara og línuverði, — sem enginn vill víst samt losna við, Því hvern á að skamma á eftir? Varla dómaramaskínuna, eða hvað? GOLF. . Golf er svo til ný íþróttagrein á Akranesi. Golfklúbbur Akraness vann að því á árinu, að endurbæta völl sinn í Garðalandi og koma þar upp bráðabirgöahúsi fyrir áhöld o.fl. Alls munu um 20 manns hafa stundað golf á árinu. Haldið var golfmót á Akranesi og voru kepp- endur 12. Einnig voru keppendur frá Akranesi meðal þátttakenda í Afmælismóti Golfsambands ís- lands. Er mikill hugur í golfmönn um að yinna að frekari endurbót- um á velli sínum, bæta þar alla aðstöðu og halda mót a.m.k. mán- aöarlega næsta sumar. BADMINTON 100 MFTRA Á SEK. Suður-Afríkumaöurinn Paul Nash jafnaði í gærkvöldi heims- metið í 100 metra hlaupi, þegar hann sigraði i þessari grein’ á frjálsíþróttamóti í Kugersdorp á 10.0 sek. Áður hafði hann náð sama tíma, þaö var á móti á laugárdaginn í Jóhannesar- borg, en þá var of mikill meö- vindur til að afrekið fengi stað festingu sem heimsmet. í gærkvöldi var hins vegar engum meðvindi til að dreifa hinum 21 árs gamla stúdent til hjálparA en Nash er eins og gefur ao skilja stærsta tromp S-Afríkumanna á Ólympíuleik- unum sem haldnir veröa í Mexf kó í haust, en liö S-Afríku- manna virðist ætla að riðla fylk , ingunum þar og enn ekki útséð hvernig málum lyktar. Sumir halda jafnvel að OL-nefndin verði áð hafna þátttöku S-Afr- íku til að aðrar þjóðir mæti til leiks. — Mundi Nash þá ekki verða meðal þátttakenda. Nash er níundi hlauparinn, sem hleypur á 10 sek. sléttum 100 metrana, sá fyrsti var þýzki hlauparinn Armin Hary. Þaö var OL-árið 1960 sem hann gerði það. Badmintoníþróttin á sífellt vax- andi fylgi að fagna á Akranesi og eru það éinkum yngri mennirnir, sem setja svip sinn á þá íþrótta- grein. Árangur þeirra í íslandsmót- inu var mjög glæsilegur og kom- ust allir keppendurnir 4 að tölu í úrslit og einn þeirra Jóhannes Guð- jónsson varð tvöfaldur íslands- meistari i drengjaflokki. Þá var haldið Akranesmeistara- mót og firmakeppni, hvort tveggja með góðri þátttöku, og skemmti- legri keppni. Badmintonráð Akraness var með al stofnenda Badmintonráðs ís- lands, er stofnað var á s.l. ári. Garðar Alfonsson annaðist þjálf- un og vann þar gott starf. SUND Um 50 unglingar stunduðu sund á vegum Sundfélags Akraness í tveim aldursflokkum. Mest var þátttakan 10—14 ára, en áberandi er hve stúlkurnar eru fáar sem æfa. íþróttalega ber hæst afrek Finns Garðarssonar, en hann setti drengjamet i 100 m. skriðsundi á 59,7 sek. og má nú óefað telja hann annan bezta skriðsundmann ís- lands í dag. Þá er vert að geta d^engjamets Guðjóns Guðmunds- sonar í 100 m. bringusundi, 1,17.2 mín., en gamla metið átti okkar gamla kempa Sigurður Sigurðs son. Haldiö var Sundmeistaramót Akraness. tekiö var þátt í íslands meistaramóti ýmissa aldursflokka og öörum sundmótum í Reykjavík óg víðar og sundmenn komu í heim sóknir til Akraness. Ástæða er til bjartsýni á fram- tíð sundsins á Akranesi. ef fram fer sem nú horfir og vonum við að svo verði. SKÍÐAlÞRÓTTIN Að frumkvæði stjórnar ÍA var Skíða- og skautafélag Akraness endurvakið á árinu, en það félag hefur ekki starfað í nokkur. Fé lagið vinnur nú aö því, að finna hcppilegari stað fyrir skíðaskála. STJÓRN Guðmundur Svéinbjörnsson var endurkjörinn formaður ÍA, en aðr ir í stjórn tilnefndir af aðildarfélös um: Frá Knattspyrnufélagi Akra- ness: Óli Örn Ólafsson og Guðjón Finnbogason, Trá Knattspymufélag inu KÁRI: Eríkur Þorvaldsson og Ingólfur Steindórson. Frá Sund- félagi Akraness: Hallur Gunnlaugs- son. Frá Golfklúbb Akraness: Þor- steinn Þorvaldsson. w

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.