Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 5
V1 S IR . Miðvikudagur 3. apríl 1968. 8-—Listir-Bækur-Menningarmál- Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: Eg er forvitin — gul (Jag ar nyfiken — gul). Höf-mdur og stjómandi: Vilgot Sjöman. Kvikmyndun: Peter Wester Aðalhlutverk: Lena Nyman, Börje AMstedt, Peter Lindgren, Marie Göranson, Ulla Lyttkens o. fl. Sænsk, íslenzkur texti, Stjörnu- bíó. Fáar kvikmvndir hafa vakið meiri athygli í seinni tfð en ein- mitt „Ég er forvitin" eftir Vil- got Sjöman. Ekki þó svo að skilja, að allur almenningur hafi brennandi áhuga á að kynn- ast skoðunum hans á þjóðfélags málum og heimspólitíkinni, held ur vegna þess að Sjöman er ekkert teprulegur, þegar hann fjallar um kynferðismál. Það er greinilegt hvar á'hugi fólks liggur, því að spyrjist það út, að í bók eða kvikmynd sé að finna „djarfar senur“, er söluvaran þar með tryggð, þetta hefur Sjöman gert sér ljóst, og með því að slá öll met í bersögli tryggir hann mynd sinni metaðsókn. — Kannski með það fyrir augum að koma áróðri sínum til fleiri aðila, en Sjöman hefur sagt: „Til er tjáningartæki, sem heitir kvikmynd og er aldrei notað í sósíalískum áróðri í lýðræöisríkjum. Skal því fram haldið? Er það æskilegt? Ég neita því. Ég vil slengja áróðri beint í andlit fólksins, ef þörf er á. Það sem er ósegjanlegt í blöð- um, Utvarpi og sjónvarpi er hægt að segja í kvikmynd. — Mér finnst að pólitísk mynd eigi ekki aðeins að rjála við pólitísk vandamál, sem skýrsla, hún á að vera pólitísk barátta i sjálfri sér.“ Þetta er nú kannski ekki svo nýtízkulegt viðhorf. Jafnvel Lenin sálugi, iærifaðir Sjömans, sagði einhverju sinni, að kvik- myndirnar væru fullkomnasta áróðurstæki, sem fundið hefði verið upp, og í Þýzkalandi á sínum tíma beittu nazistar þeim til að kynna þá blessun, sem væri stjórnarháttum þeirra sam fara. Sem pólitískur predikari finnst mér Sjöman ekki túskild- ingsvirði. Hann tjáir hugsun sína á óljósan og þokukennd- an hátt, og einhvern veginn finnst manni eins og hann sé ekki fyllilega einlægur, honum sé ekki eins mikið niðri fyrir og hann vill vera láta. Sem kvikmvndagerðarmaður er Sjömann athyglisverðari. Honum tekst á stundum að gera mynd sína mjög lifandi, og kann að halda uppi góðum hraða. Sem klámhundur á Sjöman ekki sinn líka. Hann fæddist í Stokkhólmi 1924, og hefur starfað sem rit- höfundur og gagnrýnandi. Fyrsta leikrit sitt skrifaði hann 17 ára að aldri. Hann hefur skrifað kvikmyndahandritin við Trots, Lek p& regnbágen, Siska. 1962 gerði hann fyrstu mynd sína ALSKARINNAN, og árið eftir myndina 491. 1964 kom KLÁNNINGEN (Kjóllinn), 1965 gerði hann STIMULANTIA ásamt fleirum. Þáttur hans hét því frumlega nafni Negressen í skápet. SYSKONBÁDD 1782 gerði hann árið 1966 og nú síð ast Ég er forvitin sem er í tveim ur hlutum — blá og gul. Eins og af nöfnum mynda ONIBABA Stjómandi: Kaneto Shindo Kvikmyndun: Kivomi Kuroda Tónlist: Mitsu Hayashi Leikendur: Nobuko Otawa, Jitsuku Yoshimura, Kei Sato. Japönsk, danskur texti, Laug- arássbió. | ^augarássbíó virðist heldur betur vera að rétta úr kútnum, því að innan tíðar eru væntanlegar a. m. k. tvær mik- ilsverðar myndir: Maður og kona, eftir Claude Lelouch, og Mamma Roma, eftir Pier Paolo Pasolini. Þetta er sannarlega gleðiefni, og athyglisvert verður að fylgjast með því, hvort satt er, sem sagt hefur verið, að hér þýði ekki að bjóða upp á almennilegar myndir. Onibaba gerist einhvern tíma í fymdinni, þegar borgarastyrj- öld geisar í Japan. Tveir keis- arar keppa um völdin. Borgir eru lagðar í rústir. Samúraiarn- ir fara eins og logi yfir akur með leiguliðaheri sína. Öllu er spillt, enginn hefur lengur tök á að erja jörðina. Þjóðin sveltur. í afskekktu fenjahéraði búa tvær konur saman í kofa. Önn- ur er á miðjum aldri, hin yngri, enda tengdadóttir hennar. Báðar draga þær fram lífið á ránum. í hávöxnum fenjagróðrinum gera þær liðhlaupum fyrirsát, drepa þá og færa líkin úr brynjum og klæðum. Líkunum fleygja þær i uppþomaðan brunn, en með vopnin fara þær til vopnasalans Ushis, sem greiðir þeim fyrir með víni og matvælum. Þannig tekst þeim að halda i sér lífinu, meðan þær bíða heimkomu sama manns — sonar eldri konunnar, eigin- manns hinnar yngri. — En hann kemur aldrei, en dag nr.kkurn ber annan mann að garði, nágranna þeirra, sem verið hefur í striðinu og segir konunum frá falli þess, sem þær hafa beðið svo lengi eftir. Þá er hinn eilífi þríhyrningur fyrir hendi, og vandamálin komin í spilið. Þar sem lífið haföi áður verið ákaflega ein- •falt, þó svo að konurnar lifðu á ránum og manndrápum, er nú skrattinn farinn að prjóna í skrokknum á þeim. Yngri konan lætur heillast af nágrannanum, þó hún láti ó- líkindalega í fyrstu. Gamla kon- an, sem ekki er eins gömul og menn héldu í fyrstu, hefur einn- ig fullan áhuga á að krækja í manninn, en hann tekur henni með mestu fyrirlitningu og hugur hennar til hans snýst upp í brennandi hatur. Eitt kvöld, þegar unga konan dvelst hjá elskhuga sínum, kemur tiginn samurai (riddari) til kofa gömlu konunnar og spyr vegar. Hann ber djöfla- grímu fyrir andlitinu, segist hafa sett hana upp, þegar hann fór að stríða til þess að hann hlyti ekki ör í andlit sítt, sém væri svo fagurt að engin kona fengi staðizt það. Gamla konan leiðir hann í myrkrinu á refilstigu, þannig að hann dettur í idjúpa brunn- inn sem þær varpa líkunum í. Gamla konan fer síðan niður í brunninn til að ræna vopnum hans og klæðum. Hún tekur grímuna af andliti hans — og hrekkur frá í viðbjóði, því að það er afmyndað af sárum og kaunum Síðar notar hún grímuna, þegar unga konan leitar næt- urfunda við elskhuga sinn, stendur hún í vegi fyrir henni, þannig að í sektarkennd sinni held ir unga konan að djöfullinn sitji um sig. Þetta er mynd um ógnir stríðsins, hörmungar þess og grimmd mannlegrar sjálfsbjarg- arviðleitni. Óhugnanlegir glæp- ir, eins og ránmorðin verða að daglegu brauði, sem konurnar sjá ekki neitt athugavert við. Ungu konunni finnst meira að segja samband sitt við ná- grannann syndsamlegt, þótt hún sjái ekkert athugavert við að bana særðum mönnum, þar sem þeir liggja örmagna á flótta. Shindo fer listrænum höndum um viðfangsefni sitt, en samt sem áður er myndin fremur langdregin, og er þar einkum um að kenna síendurteknum at- riðum, sem nálega eru alltaf eins. T. d. næturferðir ungu konunnar til unnusta síns. En engu að síður er myndin athyglisverð, og mætti gjarna sýna fleiri japanskar myndir hér. því að af nógu er að taka. T. d. væri kvikmyndahúsgest- um mikill greiði gjör með því að sýna hér einhverjar af hinum mikla meistara japanskrar kvikmyndagerðar, Akira Kuro- sawa. í sambandi við sýningar á Onibaba mætti gjarnan taka eitt atriði til nákvæmrar endur- skoöunar: Tíu mínútna hléiö er sett inn í myndina á ósmekk- legasta stað. sem hugsazt get- ur, hvort sem sú smekkleysa er komin frá höfundi myndar- innar eða einhverjum öðrum. Stjómandinn, Vilgot Sjöman og aðalleikkonan, Lena Nyman. hans má ráða er hann enginn viðvaningur i að fjalla um kyn- ferðismál, sem eru honum mjög hugleikin. Sjálfur segir hann að æfingin við gerð slfkra kvik- mynda hafi gert sérmunauðveld ara að fullgera. „Ég er forvitin", þar sem gengið er lengra en nokkurn tíma hefur áður veriö gert í kvikmynd, sem búin er til fyrir löglega dreifingu. Vilgot Sjöman segir sjálfur um mynd sína: „Ég hef sagt skilið við venju- legt kvikmyndaklám, þessa dylgjulist um feimnismál, sem glir.grar við alls konar útslitnar kitlur éins og línlak, sem felur likami elskendanna til hálfs, hálf naktir kroppar og spegilmvndir af striplingunum." Þetta hefur hann svo sannar- lega gert. Hjá honum er ekki að finna neinar hálfkveönar vís- ur, heldur ræðir hann hátt og snjallt um það, sem til þessa hefur verið álitið heyra feimnis- málum til. Efni myndarinnar — eða ramminn utan um ástarleikina — er ekki merkilegt. Ung stúlka, Lena Nyman, leggur ýmsar spurningar fyrir fólk á förnum vegi, eins og hvort það telji, að stéttaþjóðfélag sé ríkj- andi í Sviþjöð, hvort það telji ekki svívirðilegt að styðja ein- ræöisöflin á Spáni meö Mall- orca-ferðum og þar fram eftir götunum. Ýmsir þekktir menn koma fyrir í myndinni, svo sem Marteinn LUter, King, Évgéní Évtúsénkó’ og hinn umdeildi ráð herra Olof Palme. Lena lendir í ástarævintýri með ungum manni, sem ekki hefur áhuga á að berjast fyrir félagslegum umbótum, heldur eru áhugamál hans sérdeilis ver aldleg. Og það er eins og dofni yfir umbótastefnu Lenu, þegar hún kemst i kynni við þessa heims lystisemdir, sem henni og áhorfendum eru óspart kynntar. Allt er þetta ósköp „inter- essant”, en engan veginn efni- viöur í stórbrotið listaverk, a. m. k. ekki eins og á málum er haldið. Mikil áhugi á kvikmyndalist- inni virðist hafa gripið um sig í Reykjavík og uppselt er á flest ar sýningar í Stjörnubíói. Um það er allt gott að segja, en hálfvegis finnst manni eins og menningarþjóöin hafi meiri á- huga á klámi Sjömans heldur en þjóðfélagslegum boðskap hans. Körje Ahlstedt og Lena Nyman í hlutverkum sínum í „Jag ár ny- fiken — gul“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.