Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 3. apríl 1968. 9 ÞIÐ EIGIÐ AÐ LEGGJA MEIRI ÁHERZLU SÖLUMENNSKU — sefir bœndsiríski ..sfiérnainssrfræð- ingurinn P.P. Lone í viðtnSi við Vísi „Athyglisverðast fannst mér hvað fróðleiksfúsir íslend- ingar voru á námskeiðunum“, sagði Donald F. Lane, forseti Alþjóðlega stjórnunarfélagsins Co., í viðtali við blaðamann Vísis. Lane hefur undanfamar vikur kennt ýmis atriði stjóm- unar fyrirtækja og stofnana hjá Stjómunarfélagi íslands, og það var þar, sem blaðamaðurinn hitti Lane að máli. „ Á þessum námskeiðum voru alls rúmlega hundrað stjórn endur í fyrirtækjum, félagssam tökum og opinberum stofnun- um. Þetta var vissulega marglit ur hópur, en mér fannst hann einkennast af almennum þekk- ingarþorsta á sviði stjómun- ar“. „Ég reikna með“, sagöi Lane, „að ísenzkir stjómendur geri sér ljósa ýmsa erfiðleika, sem fylgja einangrun landsins. Hér þurifa menn meira fyrir því að hafa en annars staöar i Vestur Evrópu og í Noröur-Ameríku að fylgjast með nýjungum f tækni, hagmálum og stjómun. Þess vegna virðist mér sem ís lenzkir stjómendur reyni að nýta til hins ýtrasta þau taéki- færi, sem þeir hafa til að kynn ast því, sem aðrar þjóöir eru að gera á þessum sviðum, og læra af því. Þetta fannst mér að minnsta kosti á námskeiðunum, og er sjálfur ánægður með ár- angucúiRjj,„ Lane var að því spurður hvað hann þeldi helzt skorta í ís- lenzkri sSjðrnun. Eftir nokkra umhugsun sagði hann: „Ef ég ætti að nefna eitthvað mundi þaö vera sölumennskan, t.d. á alþjóðavettvangi. Viö í Banda- rfkjunum höfum áratugum sam an lagt á'herzlu á, stjórn sölu mennsku og þykjumst enn ekki hafa náð nógu góðum árangri. Þörfin getur verla verið minni á fslandi. Þið standiö andspænis því eins og áðrar þjóðir að verða að taka þátt í síharönandi sam keppni á erlendum markaði. Þiö þurfiö aö beita snjallri sölu- mennsku til að halda ykkar hlut og sækja á. Þess vegna ættuð þið aö leggja stóraukna áherzlu á sölumennsku og skipulag hennar. Annað atriöi serií mér kem- ur í hug, er stjómunarkerfi. Ég held, að stjómun hafi enn sem komið er ekki verið stunduð sem vfsindi að neinu vemlegu marki á íslandi, og byggi þá skoðun raunar á upplýsingum íslendinga. Stjórnun fyrirtækja pg stofnana er í rauninni afar vandasöm og flókin fræðigrein. Hún á sér vísinda- lega undirstööu og reglur. Með nákvæmri stjórnun er hægt að vinna kraftaverk, hvort sem er í sparnaði hagræðingu, nýjum rekstrarhugmyndum eða öðm. Hitt verð ég aö segja, að mér fannst íslend,ingamij; vera fljótir að taka .við sér á nám-; skeiöunum. Þeir voru í upphafi opinskáir um vanþekkingu sína þar sem um hana var að ræða, og ég held, aö þeir hafi lært mikið á þessum námskeiöum. Ég fann t.d. greinilega á sölu mennskunámskeiðunum, hve fljótt þetta gekk, og þótti mér mjög vænt um það“. - Koma Donald F. Lane til ís- lands er liður í viöleitni Stjórn Lane er hér að flytja erindl um ríkisrekstramál fyrir hóp embættismanna. unarfélagsins við að útbreiöa nútímastjómun í íslenzku at- vinnuiífi og öörum rekstri. Lane er Bandaríkjamaður og þekkt- ur stjómunarsérfræðingur í heimalandi sínu og'víöar. Hann er iönaðarverkfræðingur aö mennt. Síðustu sautján árin hef ur hann stundað ráðgjafarstörf f stjórnun fyrir rúmlega 150 fyr- irtæki f Bandaríkjunum og átján öörum löndum. Þá hefur hann kennt við marga háskóla í Bandaríkjunum og öðrum lönd- um. Alls er gizkað á, að hann hafi þjálfað um 25.000 stjóm- endur og yfirmenn. 1 þetta sinn annaðist Lane sex námskeið á vegum Stjóm unarféiagsins, auk stutts nám- skeiðs ,á vegum fjármálaráðu- neytisins. Námskeiðin sex fjöll uðu um skipulag og framkvæmd fundahalds, kostnaðareftirlit og aögerðir til kostnaöarlækkunar markaðsmál og sölustjórnun stjómun launamála og starfs- mat, skýrsluhald og stjómskipu lag fyrirtækja. Námskeiðið um fundaþald var ekki í hinum hefðbundna stfl, sem menn þekkja hér. Lane kenndi, hvernig mætti ná sem mestum og beztum árangri og afköstum í fundahaldi, — ekki ónýtt verkefni í okkar nefndum hrjáða landi. Lane kenndi ýmis atriði um undirbúning funda, hvernig leggja ætti vandamál fyrfir fundi, þannig að sem mestur árangur næðist, hvemig bezt væri að fá hugmyndir í dagsljósið á fundum og hvemig komast mætti að niðurstööu á sem stytztum tfma, og ýmis- legt fleira af þvf tagi. 1 námskeiðinu um kostnaðar eftirlit veitti Láne leiðbeining ar um skipulagningu virks kostnaðareftirlits f rekstri og að gerða til kerfisbundinnar kostn- aðarlækkunar. í námskeiðinu um markaðsmál kenndi hann skipulag og stjórnun markaðs- mála og sölustarfsemi. í launa málanámskeiöinu kynnti hann þátttakendum skipulagsbundna meðferö kaup- og kjaramála, starfsmat og fleiri atriöi um tæknilegan, tölfræöilegan og reikningslegan gmndvöll launamála. í námskeiðinu um skýrsluhald lýsti hann því, hvemig vera ætti fyrir hendi í hverju fyrirtæki aðgengilegar uppiýsingar um hvað eina, sem snertir reksturinn, — hvernig „heilabú" fyrirtækisins eiga að vera úr garði gerö að þessu leyti. í stjórnskipulagsnámskeið inu kynnti hann megin atriði stjórnskipulagsfræða í fram- kvæmd, verkaskiptingu, og dreifingu ábyrgðar og ákvarö- anavalds. Um helmingur þátttakenda á námskeiöunum var frá fyrirtækj um og flestir hinna frá hinu op- inbera. Nokkrir vom frá ýms- um samtökum, t.d. samtökum vinnumarkaðsins. Stjórnunarfé- lagið hyggst haida áfram þessu starfi sínu af fullum krafti. Konráö Adolphsson, fram- kvæmdastjóri þess, sagði blaða manni Vísis, að næstur kæmi l.lngað brezkur sérfræöingur, L. A. Femay til að halda nám- skeið um nútímaviðhorf i rekstri fyrirtækja. Á því nám- skeiöi mun Fernay fjalla um grundvallarreglur stjórnunar, meginreglur framleiðslustarf- semi, skipulagningar og eftir lits, efnisnýtingu, nýtingu vinnu afls, verksmiðjunýtingu og eftir lit með þessum greinum, kostn- aðar- og fjárhagseftirlit, stjórn- un starfsliös og markaðsmál. „SPILUM SVOLÍTIÐ Á SNOBBIÐ 1 FÓLKINU — segja SAS-menn, sem senn hefja flug hingnð „Við teljum að með flugi okkar færum við nýjan hóp ferðamanna til íslands, en setjumst ekki að snæðingi að sömu köku og hin flugfélög- in sem hingað fljúga“. Þetta var álit fulltrúa SAS-sam- steypunnar, sem ræddu við blaðamenn í gærdag á Hótel Sögu. Það voru þeir Asbjörn Engen, forstöðumaður upplýsingastarf- semi félagsins, Jörgen Mæhl, sölustjóri og Helge Skoldager, stöðvarstjóri á Kastrupvelli, sem ræddu -við blaðamennina, en þeir eru hér staddir til að fylgjast með undirbúningi hér á landi fyrir komu SAS til Is- iands, svo og að semja um ýmis atriði varðandi flugið, m. a. um þjónustu og aðstöðu við „vini“ sína Loftleiðaftienn, sem munu afgreiöa vélar SAS á Keflavíkurflugvelli, eins og SAS hefur afgreitt véiar Loftleiöa undanfarin ár í Kastrup 'Við Kaupmannahöfn. Það verður þriðjudaginn 4. júní, sem einri af víkingum SAS, leggur upp til íslands i í'yrstu áætlunarfiugferðina, .og mtjnii margir böðsgestir • veröa meöal farþéga. Flugið hefur fengið sitt númer á áætlunum félagsins, SK598 heitir það frá Keflavík, en SK597 frá Kaupmannahöfn tli Keflavíkur. Flogið er frá Kaupmannahöfn kl. 12.20 og komið til Reykja- víkur kl. 14.30. SAS mun leigja DC-6B fiug- vél hér af Flugfélagi íslands til að annast um áframhald á flugi til Narssarssuaq á Grænlandi, en þangað verður miklum ferðamannastraumi beint. Von- ast SAS-menn til að geta veitt hingað og til Grænlands miklum straumi ferðamanna hvaðanæva að úr Évrópu, ekki sízt frá Noröuriöndunum, og notar i því skyni hið víðáttumikla „riet“ sitt, sem teygist nú um allan heim. Verður m. a. gefinn út bæklingur, „City Portraits" um Reykjavík og nágrenni í 100 þús. eintökum og veröur dreift víða um heim. „Við verö- um að viðurkenna aö við spilum svolítið á snobbið í fólki",' sagði sölustjórinn okkur. „Nú er svó komið að flestir eru leiðir á sólarlöndum, hafa verið þar svo oft, — þykir það fínna að geta sagt viö nágrannann að þeir hafi verið I einhverju ný- stárlegra umhverfi. Og ísland hefur líka upp á margt að bjóða sem feröamannaland. Bara að hótelskorturinn verði ekki til trafala". Mæhl, sölustjóri sagði og að farmiðabókanir væru enn ekki hafnar en þeir hefðu orðiö var- ir við það hjá umboðsmönnum viða um Evrópu, ekki sízt í S.- Mæhl, Engen, Skjoldager og Birgir Þórhallsson, fulltrúi SAS hér á landi. Evrópu og á Norðurlöndum aö áhuginn er fyrir hendi. Flugfélag íslands mun að mörgu leyti njóta góðs af flugi SAS, því þota F.í. mun flytja mikið af farþegunum til baka. Verð fargjalda hjá SAS er hiö sama og hjá hinum flugfélögun- um, farmiði aðra leið kostar á ferðamanna-farrými 5717 krón- ur, en vilji menn hafa það enn huggulegra, geta þeir fengið inni á lúxus-klassanum fyrir 7116 krónur og er þá delaað enn meir en ella við þá fyrir þessar 1399 krónur, sem þeir borga aukalega* Um þjónustuna sagði Engen,, blaðafulltrúi, um ieið og hann kímdi: „Jú, við höfum okkar SAS-standard á hlutunum, og í þjónustu höfum viö ákveðið aö halda okkur við það, sem þegar hefur áunnizt í þeim efnum. Viö vonum að farþegum á leiðinni til og frá íslandi líki vel við það sem við höfum upp á aö bjóða í DC-8 vélunum okk^r-. 1 vélunum verða 3 flugfreyjur og 2 flugþjónar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.