Vísir - 05.04.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 05.04.1968, Blaðsíða 1
Eru hjónaböndin ólögmæt? Skorið úr attiyglisverðu deiiumáli í Hæstarétti í morgun kl. 10 var „hjöna- bandsmálið" svonefnda tekið fyrir í Hæstarétti, en á þyí máli ríkir að vonun: mikill áhugi meðal almennings. Nú mun væntanlega fást úr því skorið, hvort stór hluti af hjóna- böndum hér á landi sé ógildiír, en 'því hafa menn haldið fram, aö 6- gildar séu hjönavígslur fram- kvæmdar af prestum, sem komnir eru á eftirlaun, prófessorum viö guöfræðideild og prestum, sem ekki eru þjónandi í ákveðnu presta- kalli. Ef dómur verður kveðinn upp um ógildingu hjónabanda, er erfitt aö gera sér grein fyrir hversu ví$- tæk áhrif og afleiðingar dómsins verða, því að mikill fjöldi fólks hefur verið gefinn saman af t. d. lh> 10. síða. MARTIN LUTHER KING SKOTINN TIL BANA í MEMPHIS Óeirðir, íkveikjur og rán í Memphis, Washington og fI. borgunt. Opinber rannsókn fyrirskipuð út af morðinu ® Kunnasti mannaleiðtogí blökku- heims, aðalleiðtogi bandarískra blökkumanna, dr. Mart- in Luther King, sem ár- ið 1964 hlaut friðarverð- Iaun Nóbels, var skot- R*tCPsfI5 ifi wnicfe S«gr téíímí by * £ inn til bana í gærkvöldi í Memphis, Tennessee, er hann stóð á svölum gistihúss. Þegar fréttist uni morðið barst til Washington frestaði Johnson forseti áformaðri ferð sinni til Honolulu (sjá frétt á bls. 7) þar til í dag, og dóms- málaráðherra Bandaríkjanna fyr irskipaði opinbera rannsókn út af morðinu. Ti} óeirða kom í mörgum borgum, þegar er frétt- ist um morðið. í Memnhis var kveikt í á mörgum stöðum og skotið á slökkviliðsmenn að slökkvistörfum, en í Washing- ton Iokaði lögreglan alveg fimm borgarhverfum og var engum leyft að fara inn í þau. Fréttir frá Memphis herma, að morðinginn hafi lagt á flótta, þegar er hann hafði skotið'dr. King og varpað frá sér automat- riffli af Browning-gerð. Sjón- aukamið var á rifflinum. 1 þeirri frétt var sagt, að viðtæk leit væri hafin að morðingianum, og einnig að bláum bfl af Mustang gerð. Aðeins tveir prestar voru sjónarvottar að þvf sem gerðist. Þeir voru á leiö til fundar við dr. King. Blaðið New York Times segir í morguh í ritstjórnargrein, að mikill harmleikur hafi gerzt — og öll þjóðin sé harmi lostin. Ðauði dr. Kings sé mikið áfall, og bað sé kaldhæðni örlaganna, að myrtur hafi verið kunnasti talsmaður Bandaríkianria, sem boðaði réttindabaráttu án ofbeld is. Blaðið segir ennfremur, að morðið sýni heigulshátt og spill ingu beirra. sem hata blökku- menn og vilja ekki unna þeim þess, að njóta mannréttinda jafnt og aðrlr borgarar landsins. I nánari fregnum um öeiröirn- ar I Washington, segir aö þegar fregnin barst urn blökkumanna- hverfin hafi blökkumenn farið um götur í hópum, brotið rúður, kveikt f húsum og haft annað of- Martin Luther King. beldi í frammi. Þegar búiö var að loka öllum götum sem fara þarf um til þess að komast inn í þessi hverfi fékk ekki einu sinni fólk, sem á þar heima, leyfi til þess aö fara þangað. , »-> 10. síða. Lögreglumenn standa á verði á svölum mótelsins, þar sem blökkumannaleiðtoginn dr. Martin Luther King var skotinn til bana. Ein kúla hæfði dr. King, bar sem hann stóð á svölum mótels- ins í miðborg Memphis. (Símsend mynd frá UPI). Innlendum tilboðum tekið, þótt hærri séu ¦ Á fundi borgarstjórnar í gær var samþykkt tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um, að tekið verði tilboði innlendra aðila i ^verk á vegum borgarinnar, þótt tilboðin séu 5—10% hærri en erlendra tilboðsgjafa. ¦ Tillagan var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum, en full- trúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins sátu hjá, einnig ann- ar fulltrúi Framsóknar, en Einar Agústsson greiddi atkvæði með > tiilögunni. ¦ Guðmundur Vigfússon fulltrúi Alþýðubandalagsins, hafði bor- ið fram breytingartillögu um, að innlenlum tiiboðum yrði tekið,' þótt þau væru 5—15% hærri, en hún var felld. Tveir piltar handteknir fyrir innbrot Dýrin snéru við hjá girðingunni — segir þóndinn á Gunnarssföðum Lögreglan handtók í gærkvöldi tvo pitta, sem hún hafði grunaöa um að hafa brotizt inn í Botns- skálann í Hvalfirði, en um það hafði henni borizt tilkynning fyrr um kvöldiö. Þaðan hafði verið stolið 1200 | kvónum í peningum, en annars var ekki saknað. Athygli lögreglunnar var vakin á tveim piltum sem þar höfðu verið á ferð í bifreið, og náðust þeir, þegar þeir voru komn ir. í bæinn. Yfirheyrzlu þeirra var "kki lokið, þegar blaðið fór ' ntun. „Ég held að þetta hljóti að hafa verið bjarndýr' '.sagði Óli Halldórsson, bðndi á Gunnars-. stððum í viðtali viö Vfsi f morg un. En skammt frá bænum fund ust sporin eftir dýrin tvö. „Viö höfum nú verið að athuga slóð- ina betur og styrkzt f þeirri skoðun að þetta hafi verið bjarn dýr, m.a. vegna bess að dýrin hafa snííið við við girðinguna hérna. Ef þetta hefðu verið minni dýr, svo sem refir eða hundar, eins og sumir Iiala hald ið fram, þá hefðu bau auðveld- lega komizt þar f gegn. Dýrin hafa svo farið yfir girðinguna þar sem hún var á kafi undir snjó. Það cr greinilegt á sporun- um að þessi dýr hafa klær, og þá er ekki öðrum stórum dýrum til að dreifa, en biarndýrum. „Eruð þið heimamenn á Gunn arsstöðum ekkert hræddir við að dýrin kunni að ganga á Iand aftur og gera einhvern usla?" „Nei, við erum ekkert smeyk ir við bað. Ég hef nú verið að lesa bjarndýrasðgur og get hvergi fundið að b?arndýr hafi orðið mönnum að bana hér á landi." „Þið hafið ekkert reynt að f«ra út á ísinn oh leita dýranna NTei, ísinn er mjög illur yfir- ¦ og ósléttur. Hins vegar var flogið hér yfir í fyrradag, en þá mun ekkert hafa sézt til dýranna. Þau eru sjálfsagt kom- inn langt út á ísinn núna", sagði Óli að lokum. Kviknaði í Neskirkju í morgun gat að líta óvenju- i lega sjón f Neskirkju. Þegar' blaöamaöur Vísis kom þar að \ stóð lögregluþjónn í kirkjudyr i um en inni viö kórinn stóð ann-' ar lögreglumaður á vakt. Það [ hafði kviknaö inn í vegg í kirkj j unni, og í kirkjunni var þykkur ' reykjarmökkur, en slökkviliðið | hafði þá nýlokið við að slökkva i eldinn. Rjúfa þurfti gat á tvær vegg-1 klæðingarplötur, en að sögn i varðstjóra slökkviliðsins var' reynt aö nota eins Iítið vatn og \ mögulegt var til að forðast frek < ari skemmdir. Það var umsjónarmaður kirkj', unnar, sem varð eldsins var í< morgun þegar hann kom í kirkj- una og gerði hann slökkviliði, begar aðvart. Eldsupptök munu' hafa verið vegna rafmagnsút- leiðslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.