Vísir - 05.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 05.04.1968, Blaðsíða 5
VlSIR Föstudagur 5. apríl 1968. FERMING FRAMUNDAN ly/T argar mæður A að undirbúa eru farnar væntanlega fermingu sonarins eða dóttur- innar, enda byrja fermingarnar nú um helgina. Fermingar eru orðnar með stærri hátíðum árs ins, og því vilja allir vanda vel til þeirra, og jafnvel svo að mörgum þykir nóg um. Trúar- legt eðli sjálfrar fermingarinnar fer oftlega forgörðum i glysi og gjafaregni, og mörg ferm ingarbamanna gleyma víst orð um prestsins, áður en fermingar dagurinn er á enda. Hvað um það, þetta er stór dagur og fermingarbarninu finnst það gjarna komast í tölu fullorðinna á þessum degi. — Ungu stúlkurnar fá sína fyrstu „hælaskó", fara í lagningu og fá kannski að mála sig örlítiö. Fermingarföt ungu piltanna eru með herrasniði og skórnir sam kvæmt nýjustu tízku. Það var vissulega til góðs, þegar byrjað var að nota hvítu fermingarkyrtlana, og síðan eru fermingarkjólamir oftast í mildum litum og sniðnir meö það fyrir augum, að hægt sé að nota þá sem sparikjóla við ým- is tækifæri. Fermingarveizlan sjálf er allt af dálítið vandamál og þá eink um með tilliti til þess hverjum á að bjóða, og hvað á að gefa gestunum aö borða. Þegar boðið er til fermingar Nýkomnir karlmannaskór skinn og rúskinn, glæsilegt úrval. SKÖVERZLUN tfíUms Anctocss&uvi Laugavegi 17 • Framnesvegi 2 • Laugavegi 96 (við hliöina á Stjömubíói) Ökukennarapróf Ökukennarapróf og próf í akstri fólksbifreiöa fyrir fleiri en 16 farþega verða haldin í Reykjavík og á Akureyri, nú í aprílmánuöi. Umsóknir um þátttöku skulu sendast bif- reiðaeftirlitinu í Reykjavík og á Akureyri fyr- ir 10. apríl n.k. BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS. veizlu er í langflestum tilfell um æskilegast að bjóða nánustu ættingjum og vinum í aðalveizl- una en leyfá unga fólkinu að hafa „eftirfermingarveizlu" sama kvöldið eða siðar. Margir álfta að þetta sé mjög dýrt og fyrirhafnarmikið, Að vissu leyti er þetta meiri fyrir höfn, en ef öllum er boðið i 'einu en dýrara á það ekki að þurfa að vera. Hvernig væri að láta fermingarstúlkuna sjá sjálfa um „eftirfermingarveizl- una“? I slíkri veizlu, þarf ekki mikið matarkyns og kaffi og kökur gera ekki nærri eins mikla lukku og gosdrykkir, kex og pylsur. Plötuspilari, gosdrykkir og eitthvað aif kexmat, ostum á- samt heitum pylsum eða hlið- stæðum mat, er allt sem þarf í slíka veizlu, og er ekkert því til fyrirstöðu að fermingarbam- ið hafi umsjón með undirbún- ingnum, undir handleiðslu móð- ur sinnar. Ef slík veizla er hald- in nokkrum dögum eftir sjálfa ferminguna, er sjálfsagt að láta fermingarbarnið, einkum ef það er stúlka, sjá um undirbúning- inn. Langfléstar húsmæður hafa kaffi og kökur á borðum í sjálfri fermingarveizlunni en tertumar eru oftast óþarflega margar . íslenzkar húsmæður virðast seint ætla að læra þann Prinsessusnið, pífur og létt- krullað hár prýðir líklega flest ar fermingarstúlkurnar í vor. Þessi kjóll er einkar „dömuleg- ur“ og áreiðanlega eftir smekk margra stúlkna. Hálsmálið er kanski heldur flegið fyrir ferm ingarstúlku og mætti hafa litla pífu allan hringinn, og sleppa þá ef vill pífunum á ermunum. Efnið má vera krepefni, þunnt ullarefni eða eitthvað gerviefni og liturinn ljósbleikur, drapp eöa blár. góða sið, að hafa aðeins eina stóra rjómatertu á borðum í einu, og eru flestar erlendar konur sem hingað koma til Is- lands, dolfallnar yfir öllum tertunum sem íslenzkar hús- mæður bera á borð, jafn- vel í fámennum saumaklúbbum. Það er sjálfsagt að hafa fleiri en éina tertu í fermingarveizl- unni vegna fjöldans en það hvarflar ósjálfrátt að manni, þegar maður skoðar þessi yfir- hlöðnu veizluborð, að það sé verið að reyna að skreyta borð ið með öllum þessum ósköpum. Fallegt fermingarborð, skreytt blómum og kertum með hæfi- legu magni af tertum og því meiru af léttum mat, svo sem kexi, brauði og salötum, vekur í flestum tilfellum miklu meiri ánægju meðal gestanna. Stutt... □ í kvöld halda listamenn árs- fagnað sinn í Leikhúskjallaranum. Biður Bandalag fsl. listamanna fé- laga um að tilkynna þátttöku. □ Norrænu félögin hafa boðið 87 námsstyrki til Islendinga til náms I Iýðháskólum. Skiptast styrkimir þannig: Danmörk 25 (d. kr. 1000 hver), Sviþjóð 25 (s. kr. 25 á viku), 35 til Noregs (n. kr. 900 hver) og tveir til Finnlands (500 finnsk mörk hver). Þetta boð ætti fólk á aldr- inum 18—22 ára að nota sér og tekur skrifstofa Norræna félagsins í Hafnarstræti 15 á móti umsókn- um. Umsækjendur þurfa að sýna vottorð um siðprýði og góða hegð- un frá tveirp aðilum, t. d. kennara, presti eða vinnuveitanda. Mennta- málaráðuneytinu hefur boriztfjöldi boða frá ýmsum erlendum stjórn- völdum um námsstyrki og getur ráðuneytið gefið allar upplýsingar um styrki þessa. J tilefni af 80 ára afmæli mínu þann 13. marz s.l. vil ég nota þetta tækifæri til að votta frændum mínum, vinum og sam- starfsmönnum f jær og nær, mínar innilegustu þakkir fyrir þann sæg af heillaskeytum er mér hafa borizt, ásamt gjöfum þeirra. Þar með talin vegleg gjöf frá sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, er nefndin færði mér á heimili mínu þann dag. Að ógleymdri tilkynningu frá stjómum Búnaðarfélags íslands og Sögufélags Skagfirðinga um að þessi ágætu félög hefðu kjörið mig heiðursfélaga sinn. Auk þess hafa Sjálfstæðisfélögin á Sauðárkróki lagt fram álit- lega fjárupphæð í Fræðasjóð Skagfiröinga, er ég og kona mín stofnuðum á 70 ára afmæli mínu, svo höfuðstóll sjóðsins er nú yfir 100 þús. krónur. Allt þetta þakka ég innilega, og óska hlutaðeigendum allra heilla og blessunar á ókomnum árum. Rejmistað, 18. marz 1968 , Jón Sigurðsson HEFI OPNAÐ LÆKNINGAST OFU í DOMUS MEDICA. Viðtalstími eftir samkomulagi. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 17474 frá kl. 9 — 18 alla virka daga nema laugardaga kl. 9 — 12. ÞÓREY J. SIGURJÓNSDÓTTIR, læknir, Sérgrein: HARNASJÚKDÓMAR. Dulspekiskólinn i Reykjavík Vegna 10 ára afmælis Dulspekiskólans í Reykjavík og 12 ára afmælis Dulminjasafns Reykjavíkur hefur stjóm Dulspekiskólans ákveðið að heiðra: 1. íslenzk ljóðskáld 2. lslenzk tónskáld 3. íslenzka einsöngvara 4. íslenzka kirkjukóra 5. Minningu Iátinna ljóðskáida 6. Minningu látinna tónskálda 7. Minningu látinna einsöngvara. Stofnandi Dulspekiskólans, Sigfús Elíasson, veitir all- ar frekari upplýsingar þessu viðvikjandi og afhendir heiðurslaunin, sem eru í þremur mismunandi stigum. DULSPEKISKÓLINN í REYKJAVÍK. Héraðslæknisembætti AUGLYST laust til umsóknar. Héraðslæknisembættið í Eskifjarðarhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 10. maí næstkomandi. Veitist frá 1. júlí næstkomandi. DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 4. apríl 1968.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.