Vísir - 05.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 05.04.1968, Blaðsíða 16
Meða’tekjur hafnarverka- manna 255 bús. kr. árið 1966 Framtíðarrekstur veður skipanna á Á fundi í París á dögunum, sem haldinn var hjá ICAO eða Alþjóðaflugmálastofnuninni. Þar náðist samkomulag í þá átt að haldið skyldi áfram að starf- rækja níu veðurskip í Norður- Atlantshafi um fimm ára skeið ti! viðbótar. Eitt aðalmarkmið þessara veðurathugunarstöðva ICAO er að senda út veðurfregn ir frá því svæði, sem veðurat- huganastöðvar í Evrópu og Norð ur-Ameríku ná ekki yfir. Helzta viJfangsefni Parísarfund- arins var að gera heildarathugun á kerfinu og athuga hver þörfin er fyrir áframhaldandi starfrækslu á næsta tug aldarinnar. Og með hlið- sjón af tækniþróun þeirri, sem oröið hefur síöan kerfinu var kom- ið á, til aö ganga úr skugga um hvort einhvers konar annar útbún- aður — svo sem gervihnettir eða Atlantshafi flotastöðvar — gætu leyst veður- skipin af hólmi. Komizt var að þeirri niður- stöðu, að veöurfregnaþjónusta skip ana væri ómissandi og haldið skyldi áfram að starfrækja þau skip sem nú eru í notkun, a.m.k. til 30. júní 1973. Einnig var Alþjóða veðurfræðistofnunin|beöin að rann saka, hvernig veðurfarsupplýsingar nauðsynlegar öllu fanþegaflugi yfir hafið yrðu auðfengnastar eftir þann tíma. Um þessar mundir sjá Banda- ríkin og Kanada um rekstur fjög- urra vestlægustu stöðvanna ( en undir þær heyra 11 skip, sem stöð- ugt senda út veöurfréttir af þessu svæði), og á hinum fimm stöðv- unum í austri, eru tíu skip í eigu Frakklands, Hollands, Noregs og- Svíþjóðar, og þar að auki leggja Ástralía, Belgía, Tékkóslavakia, Danmörk, Þýzkaland, ísland, Ind- 10. síða. segir i skrá yfir tekjur hinna ýmsu þjóðfélagsstétta F3 Á mánudag birti Vjsir hluta af lista yfir tekjur hinna ýmsu þjóðfélagsstétta, þ. e. a. s. skrá yfir meðaltekjur kvæntra karla 25 til 66 ára á árinu 1966. Ri Hér fer á eftir framhald þessarar upptalningar, en tekjur ársins 1965 fara á eftir í svigum. Verkamenn og iðnaðarmenn í þjónustu sveitarfélaga og stofnana þeirra, ót. a. 270 þús. (221 þús. ár. ’65). Starfslið banka, sparisjóða, tryggingafélaga 335 þús. ,(271 þús. ár. ’65). Lífeyrisþegar og eignafólk 147 þús. (124 þús. ár. ’65). Starfslið varnarliðsins, verktaka þess oþh. 327 þús. (284 þús. ár. ’65). Bændur gróðu--h>'iseigendpr o.þ.h. 193 þús. (199 j ár. ’65). Vinnuveitendur, og forstjórar (ekki bændur, sem \ ,<r eru vinnuveitendur) 355 þús. (307 þús. ár. ’65). Einyrkjar við bygg- ingarstörf o.þ.h, (t.d. málarar, tré- smiðir o.fl., ekki í þjónustu ann- arra) 300 þús. (260 þús. ár. ’65). Einyrkjar við önnur störf ekki eln- yrkjabændur) 270 þús. (223 þús. ár. ’65). Verkstjórar, y(irmenn 327 þús (267 þús. ár. ’65). Faglærðir, íðnem ar, o.þ.h. við byggingarstörf og aðr ar verklegar framkvæmdir 300 þús. (245 þús. ár. ’65). Faglæröir, erðlauna snyrtilegan frágang á húsalóðum 5 'mþykkt i borgarráði oá skipa fegrunarnefnd iönnemar o.þ.h. viö önnur störf 286 þús. (236 þús. ár: ’65). Ófag- lærðir við byggingarstörf og aðrar verklegar framkvæmdir 251 þús. (213 þús. ár. ’65). Ófaglapröir við fiskvinnu 246 þús. (211 þús. ár. ’65) Ófaglærðir við iönaðarframleiðslu I 239 þús. (202 þús. ár. ’65). Ófag- ; lærðir við flutnihgastörf (þar meö t.d. hafnarverkamenn) 255 þús. (214 þús. ár. ’65). Ófaglæröir aörir 235 þús. (191 þús. áii. ’65). Skrif- stofu- og afgreiðslufólk hjá verzlun um o.þ.h. ekki yfirmenn) 263 þús. (222 þús. ár. ’65). Skrifstofufólk og hliðstætt starfslið hjá öörum (þó ekki hjá opinberum aðilum o.fl.) 283 þús. (232 þús. ár. ’65). Sér- fræðingar (þó ekki sérfræðingar, sem eru opinberir starfsmenn) 385 þús. (321 þús. ár. ’65). Aðrir 258 i þús. (234 þús. ár. ’65). Eins og sjá má af framanskráðu ] hefur mikil tekjuaukning verið hjá I flestum stpttum á árinu 1966. Mest | hefur aukningin verið hjá læknum ; og tannlæknum eða 31,9%, starfs- liði banka, sparisjóða og trygg ; ingafélaga eöa 23.6% og starfs- fegursta veður í Reykjavík. Þessi mynd var tekin fyrir framan Iðnó, þar sátu skólasveinar ojg gáfu fuglunum brauð, sem þeir '$?-> 10. slða höfðu keypt í því skyni. Á iundi borgarstiórnar í gær kom fram, að gerð hefur verið samþykkt á borgarráðsfundi nú nýlega úm skipun sjö manna fegrunarnefndar Reykjavikur- borgar, sem skuli vera ráðgef- nndi borgarráði um fegrun og snyrtingu borgarinnar og borgar landsins. Verksvið nefndarinnar er gert ráð fyrir í samþykktinni, að verði aö vekja athygli á því, sem miður fer í útliti borgar- innar og benda á leiöir til úr- bóta. Nefndinni er ætlað að koma á framfæri við félög, stojnanir, íbúa hverfa og ein- staklinga, eða viðkomandi að ila tillögum og athugasemd- um, en vísa til borgarráös mál- um, sem upp kunna að rísa, ef slíkt ber ekki árangur. J Þá er nefndinni ætlað að efna > 10. síða LOKSINS FR0STLAUST en ísinn er óbreyffur Þá er fyrsti frostlausi aprildag- urinn í Reykiavík runninn upp, en j 1 stigs hiti var hér í morgun. Hér á Réykjanesinu var súld eða rign- . I ing í nótt, en fyrir norðan og aust an er allt að 10 stiga frost. Hafís- inn virtist óbreyttur í morgun sam kvæmt unnlýsingum Veðurstofunn- ar, en alimargar ísfreghir höfðu liorizt að norðan og austan. ís- inn virðist bó vera á stöðugu reki suður með Austfjörðum, sam- kvæmt fréttum frá Kambanesi. Gert er ráð fyrir óbreyttu veðri í dag, 1—3ja stiga hita í Reykja- vík og nágrenni og lítilsháttar. frosti norðanlands. 60 METRAR AF PÁSKAEGGJUM !!S Súkkulaðiframleiðendur hafa haft ærið að starfa undanfarið og hefur framleiðsiu þeirra, (sem að !->?ssu sinni eru páskaegg), veriö stillt út f hillur og glugga verzl- ana um land allt. Börnin bíða meö óþreyju eftir sínu páskaeggi, litlu minni óþreyju en jólagjöfum. 3 I morgun lögðum við leið okk- ar f eina af stærstu verzunum borg arinnar, þ. e. verzlun „Silla og 7aMa“ í Austurstræti, en við höfð um frétt að það væri 15 metra löng hilia, hlaðin páskaeggjum. Þetta reyndist rétt, að öðru leyti en því, að hillurnar voru fjörar, eða samtals 60 metrar af páskaeggjum. í neðstu hillunni var sexföld röð af eggjum, fimmföJd í annarri, fjór- föld í þeirri þriðju og tvöföld í efstu hillunni, en þar voru stærstu eggin. Við sp.urðum afgreiðsludöm- una hvert verð væri á dýrasta egg- inu og sagði hún það kosta 512 krónur, en ódýrasta eggið kostaði kr. 9.50. ■ Sú nýjung er í innihaldi flestra páskaeggja í ár, að Fræðslu- og upp lýsingaskrifstofa Reykjavíkur og lögregian, fengu leyfi páskaeggja- framleiðenda til að láta happdrætt- ismiða í eggin og eru þeir jafn- framt áletraðir stuttum umferðar- áminningum. Vinningar eru 10 vönd uð reiðhjól og verður dregiö um þá þann 20. apríl n. k.. 11 Jafnframt þessari herferð hafa fyrrgreindir aðilar sett á laggirnar sýningu í Málaraglugganum í Bankastræti og eru þar m. a. sýndir nokkrir vinninganna, ásamt sýnis- hornum af áróðursgögnum sem gef- in hafa verið út á vegum þessara aðila. VISIR Föstudagur 5. apríl 1968. Þrír frægir tóníistarmenn væntanlegir flytja H-moll messu Bachs ásamt Pólýfónkórnum Pólýfónkórinn æfir um þessar mundir stærsta og erfiðasta verkefni sitt til þessa, H-molI messu eftir Johann Sebastian Bach, en hún verður flutt í Kristskirkju n. k. þriðjudag og síðar á skírdag og föstudaginn langa í Þjóðleikhúsinu. H-moll messan er talin eitt mesta snilld arverk tónlistarinnar, en flytj- endur auk kórsins, sem skipaður er 62 manns, er 30 manna hljóm- sveit og 4 einsöngvarar. Sam- tals taka því nær 100 manns þátt í flutningi H-moll messunn- ar, en stjórnandi er Ingólfur Guðbrandsson. Ein fremsta af yngri söngkon- um Breta, Ann Collins kemur hingað til Iands og syngur þrjár aríur í verkinu. Þá er væntanleg- ur trompettieikarinn Bernhard Brown, einn frægasti trompet- leikari í verkum Bachs, Einar G. Sveinbjörnsson, fiðluleikari leikur einleik og er jafnframt konsertmeistari hljómsveitarinn ar, en hann hefur verið starf- andi í Svíþjóð s.l. 3 ár. Nokkur þekkt fyrirtæki í borg inni hafa veitt kórnum fjárhags- legan stuðning við flutning verksins. Aðgöngumiðasala er f Þjóðleikhúsinu og hjá Eymunds-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.